Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FRÉTTIR: EVRÓPA Edduhót- elin opn- uð senn í SUMAR verða starfrækt átján Edduhótel víðs vegar um landið. Þau fyrstu voru opnuð 6. júní, í Nesjaskóla, Þelamörk og í Reyk- holti og síðan verður hvert af öðru opnað gestum og 18. júní verða öll komin í gagnið. Nú eru liðin 35 ár síðan þau fyrstu tóku til starfa, var það í Menntaskólunum á Laugarvatni og Akureyri. Með því að nýta heima- vist í þessum skólum var leyst brýn þörf fyrir gistingu fyrir erlenda ferðamenn en þá var mjög lítið framboð á gistingu utan Reykjavík- ur. Fljótlega bættust fleiri við og Edduhótel hefur verið samheiti þeirra frá 1967. Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri er rekið allt árið en hin yfirleitt aðeins á sumrin. Mikil uppbygging hefur orðið víða Fyrstu árin var aðstaðan mjög ólík því sem er nú, húsgögn og búnaður skólanna var nýttur eftir fögnum og þægindi víða af skornum skammti. Kröfur ferðamanna hafa aukist hvort sem eiga í hlut innlend- ir eða erlendir ferðamenn og hefur þeim verið mætt með miklum end- urbótum á húsnæði og búnaði. Oft hefur það verið í samvinnu við við- komandi skóla og sveitarfélög. Eins og áður getur er Hótel Edda á Klaustri opið árið um kring. Öllum herbergjum fylgir bað og þar er myndarlegur veitingasalur ásamt fundaraðstöðu. Allmikið hefur verið um að félagasamtök og fyrirtæki efni til funda eða skemmtiferða að Klaustri. Á Stórutjörnum, sem er 50 km fyrir austan Akureyri, hefur einnig verið mikil uppbygging og eru þar nú 16 2ja manna herbergi með baði sem voru tekin í notkun fyrir Nesjavöllum. 2 árum. Önnur hafa einnig verið endurnýjuð. Á öllum Edduhótelunum eru veit- ingasalir þar sem hægt er að fá smárétti eða veislumat. Yfirleitt gefst kostur á svefnpokaplássi ef menn vilja. Síðustu sumur hafa hótelin boðið þeim sérkjör sem gista íjórar nætur eða fleiri. Er þá 5. nóttin ókeypis og skiptir ekki máli hvort gist er á sama hótelinu allar næturnar eða eina nótt á hveijum stað. Sem dæmi um verð má nefna að tveggja manna herbergi með handlaug kostar 4.550 en með baði 6.700. Eins manns herbergi með baði kostar 5.000. Svefnpokapláss í skólastofu kostar 850 kr. og í herbergi með handlaug 1.350 kr. Morgunverður er á 700 krónur. Vífilsganga Hafnar- göngu- hópsins Morgunblaðið/Þorkell INGUNN og Þorsteinn Thorarensen hjá Fjölvaútgáfunni halda hér á hluta Islandsbókanna en þær eru alls til á níu tungumálum. Islandsbók á níu tungumálum KOMNAR eru út fimm nýjar bækur í bókaflokki Fjölvaútgáfunnar, ís- landsbækur, en þær eru unnar í samstarfi við þýsku Herder-útgáf- una í Freiburg. Alls eru nú íslandsbækurnar til á níu tungumálum, meðal annars á rússnesku og japönsku. Síðast- nefnda útgáfan er eina íslenska landkynningarbókin sem til er á japönsku og sú rússneska leysir af hólmi aðra sem komin er vel til ára sinna. Auk þess kemur íslandsbókin í fyrsta sinn út á spænsku, dönsku og sænsku. Að sögn Þorsteins Thor- arensens hjá Fjölvaútgáfunni ráð- gerir hann næst útgáfur á finnsku, arabísku og hebresku. íslandsbókunum verður öllum dreift í verslanir innanlands en danska útgáfan, eftir Aldísi Sigurð- ardóttur, verður einnig'seld í Dan- mörku. Aldís, sem er hálfdönsk og hálfíslensk, er lektor við Háskóla íslands. Titill bókar hennar er „Den lykkelige skilsmisse", eða Farsæll skilnaður._ Texti íslandsbókanna er sjálf- stæður á hverju tungumáli fyrir sig. Höfundarnir eru flestir útlend- ingar sem þekkja vel til íslands og lýsa persónulegri reynslu sinni af landinu og íbúum þess, stundum i samstarfí við íslenska höfunda. Meðal höfunda má nefna Gérard Lemarquis, stundakennara við há- skólann, Sigurður A. Magnússon, rithöfund, Aitor Yraola, lektor, og Guðberg Bergsson, rithöfund. Ljós- myndirnar eru þær sömu í öllum útgáfunum, eftir Þjóðveijann Erieh Spiegelhalter. HAFNARGÖNGUHÓPURINN ýtir úr vör nýrri raðgöngu, Vífils- göngunni, og er ætlunin að ganga annaðhvert miðvikudagskvöld. Far- ið er frá Víkurbæjarstæðinu, suður að Vífilsstöðum í tveimur fyrstu áföngunum. Gangan hefst með til- vísan í sögnina um Vífil leysingja Ingólfs og Hallgerðar en sagt er að hann hafi fyrir hvern róður frá Gróttu gengið á Vífilsfell til að gá til veðurs! Með aðstoð fróðra manna verður reynt að sjá fyrir sér hvern- ig landslagi og gróðri var háttað um árið 900. Raðgangn hefst í kvöld, 7.júní, kl. 20 við stóra tjaldið á Miðbakka. Athugið breyttan brottfararstað. Eftir stutt spjall um framkvæmd raðgöngunnar verður farið upp Grófina að hinu gamla bæjarstæði Víkur. Síðan verður gengið suður í Skeijafjörð og inn í Fossvogsdal. í Fossvogsbotni lýkur fyrsta áfanga. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. -----♦ ♦ ♦----- Sunnlensk kynning Land og Ejgar 95 Hella. Morgunblaðið. TÍMARITIÐ Land og Eyjar 95 er komið út, en það er gefið út af Sunnlenskri kynningu. Ritið er gef- ið út í 20 þúsund eintökum og dreift ókeypis til sumarhúsaeigenda og á helstu viðkomustaðum ferðamanna í héraðinu. Að sögn Jóns Þórðarsonar, sem stendur að Sunnlenskri kynningu ásamt Bjarna Harðarsyni, er ritinu ætlað að leiðbeina og fræða íslenska ferðalanga á Suðurlandi. í því eru upplýsingar um markverðustu stað- ina, uppákomur sumarsins og fjöl- breytta ferðaþjónustu. Þrjár sýslur Suðurlands eru til umfjöllunar, Ár- nes-, Rangárvalla- og V-Skafta- fellssýsla auk Vestmannaeyja og er efninu raðað niður í blaðið eftir sveitarfélögum. Texti blaðsins er að mestu unninn af Birni Hróars- syni jarðfræðingi og Aðalheiði E. Asmundsdóttur, en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jón Þórðarson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er komið Út og fæst á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Umferðarmiðstöð BSl, Grandakaffi, Grandagarði, Eymundsson, Austurstræti. Kænunni, bensínstöð, Hanarfirði, Bókabúð Keflavíkur, Bensínstöð Esso, Garðinum, Versluninni Bárunni, Grindavík, Bókabúð Jónasar, Akureyri, Bókabúð Andrésar Níelssonar, Akranesi. Enn langt í samning við Marokkó Bonino reynir að mýkja Spánverja Brussel. Reuter. ENN ER langt í að Evrópusamband- ið og Marokkó nái samkomulagi um fiskveiðar skipa ESB í marokkóskri lögsögu, að sögn Marcos Zatterin, talsmanns sambandsins í sjávarút- vegsmálum. Marokkómenn höfnuðu í síðustu viku tilboði ESB í fimmtu umferð viðræðna um nýjan fiskveiði- samning. Að sögn Zatterins bar mikið á milli á samningafundi í Rabat á föstudag. Marokkómenn höfðu fyrir fundinn sagzt ekki myndu víkja frá kröfum um að kvóti ESB yrði skor- inn niður um 30-65% eftir tegund- um. Að sögn fulltrúa í marokkósku sendinefndinni gerði tilboð ESB ráð fyrir 10-30% niðurskurði kvóta. Framkvæmdastjórn ESB, sem fer með samningsumboðið, mun nú ráð- færa sig við aðildarríkin, einkum Spán, sem ráðið hefur yfir íangflest- um veiðileyíum skipa frá ESB f lög- sögu Marokkó. Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni, mun funda með Felipe Gonzalez forsætisráðherra og Luis Atienza sjávarútvegsráðherra í Madríd næstkomandi föstudag. Búizt er við að Bonino reyni að mýkja spænsk stjórnvöid og fá þau til að sýna meiri sveigjanleika í samningunum við Marokkó til þess að ná megi samkomulagi. Spænska stjórnin undir þrýstingi heima fyrir Spænska stjórnin er undir póli- tískum þrýstingi heima fyrir, þar sem hundruð reiðra fiskimanna hafa hindrað fiskinnflutning frá Marokkó í hafnarborginni Algeciras. Um 650 spænskir bátar liggja nú verkefna- lausir i höfn eftir að fyrri samningur við Marokkó rann út. Brittan blandar sér í bíladeiluna SIR LEON Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, átti í gær fundi með japönsk- um ráðamönnum í Tókýó og sést hér með Tomiichi Murayama for- sætisráðherra. Brittan sagði að ESB myndi ekki líða að Japan og Bandaríkin gerðu með sér samkomulag til að leysa bílavið- skiptadeilu sína, ef sambandið liti svo á að það bryti gegn evr- ópskum hagsmunum eða reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Brittan sagði að yrðu japanskir bílaframleiðendur við kröfum Bandaríkjamanna um að kaupa „sjálfviljugir" meira af banda- rískum varahlutum, myndu Evr- ópumenn líta svo á að um við- skiptastýringu væri að ræða, sem beindist gegn hagsmunum ESB. Vonbrigði í Austurríki með ESB-aðild Verðlagið enn hátt en samkeppni eykst Vín. Reuter. MARGIR Austurríkismenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með að loforð stjórnmálamanna um mikla Iækkun á verði nauðsynjavara með aðild að Evrópusambandinu hafa ekki gengið eftir. Hins vegar hefur ESB-aðiIdin, ásamt efna- hagsuppsveiflu í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, aukið sam- keppni um hylli austurrískra neytenda. Til tannlæknis í Ungverjalandi Austurríkismenn streyma nú yfir landamærin til nágrannaríkj- anna; ESB-landanna Þýzkalands og Italíu eða nýfrjálsu ríkjanna Ungverjalands og Tékkóslóvakíu; til að gera góð kaup, ekki sízt um helgar. Kaup á áfengi í Þýzkalandi hafa margfaldazt, enda er leyfi- legt samkvæmt reglum ESB að fara með umtalsvert magn áfeng- is á milli aðildarríkja, án þess að greiða tolla. Verðlag á áfengi er hátt í Austurríki og hefur austur- ríska verzlunarráðið krafizt þess að skattar á vín og sterka drykki verði lækkaðir í Austurríki. Vegna gengisþróunar er mjög hagstætt fyrir Austurríkismenn að kaupa föt á Ítalíu. Þá er al- gengt að fólk sæki sér tannlækna- þjónustu til Ungverjalands og kaupi gleraugu í Tékkóslóvakíu. Kostar 10.000 störf Sérfræðingar telja að missir viðskipta út fyrir landamærin geti haft í för með sér missi allt að 10.000 starfa og mikið tekjutap fyrir kaupmenn. Hins vegar er bent á að sam- keppnin muni sennilega ýta undir aukið fijálsræði á vinnumarkaði, rýmri afgreiðslutíma verzlana og betri þjónustu. s > } ) I I I I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.