Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 55
FÓLK í FRÉTTUM
Próflokum
fagnað
► FJÖLDI nemenda úr
Menntaskólanum við Sund
var samankominn í Tunglinu
síðastliðið þriðjudagskvöld til
að fagna próflokum. Eftir
erfiða próftörn var ekkert því
til fyrirstöðu að taka lífinu
létt. Það vakti svo óvænta
ánægju að breski plötusnúð-
urinn David Wetherall tók
létta skorpu, en hann var þá
nýkominn til landsins.
Morgunblaðið/Hilmar Þór
KRISTJANA Knúdsen, Sigrún Einarsdóttir og Friðrik Strömberg.
LILJA Sigurgeirsdóttir, Kristin Róbertsdóttir, Bryndís Alfreðs-
dóttir og Berglind Sigurðardóttir.
ANDREW Lloyd Webber
hristir hvert meistaraverkið
af öðru fram úr erminni.
GLENN Close með verðlaun
sín fyrir hlutverk sitt í „Sun-
set Boulevard".
Tony-verð-
launin afhent
TONY-verðlaunin voru afhent síð-
astliðinn laugardag við hátíðlega
athöfn. Verðlaunin fyrir besta söng-
leikinn hlaut Andrew Lloyd Webber
fyrir „Sunset Boulevard". Söngleik-
urinn er byggður á samnefndri kvik-
mynd frá sjötta áratugnum. Auk
aðalverðlaunanna hlaut söngleikur-
inn sex önnur verðlaun og þar af
hlaut Glenn Close verðlaunin fyrir
besta leik í kvenhlutverki í söngleik.
Verðlaunin hljóta að teljast um-
talsverður sigur fyrir Webber, sem
margir töldu að væri dauður úr öllum
æðum og gæti ekki lengur samið
vinsæla söngleiki á borð við „Cats“
og „Jesus Christ Superstar". Þegar
allt kom til alls náði „Sunset Boule-
vard“ feikna vinsældum og fáir
bjuggust við öðru en sigri hans á
laugardagskvöldið.
Fögnuður leikkonunnar Glenn
Close hefur ekki verið minni, en
þrátt fyrir langan feril hennar sem
leikkona hefur hún ekki áður farið
með hlutverk í söngleik af þessari
stærðargráðu.
Verðlaun fyrir besta leik í karl-
hlutverki í söngleik hlaut leikarinn
Matthew Broderick. Hann lék ungan
mann á uppleið í söngleiknum
„Hvemig á að ná árangri í viðskipt-
um án þess að leggja sig neitt sér-
staklega fram“ eða „How to Succeed
in Business Without Really Trying"
Velski leikarinn Ralph Fiennes,
sem við þekkjum úr myndunum
„Lista Schindlers" og „Quiz Show“,
fékk Tony-verðlaunin fyrir túlkun
sína á Hamlet í samnefndu leikriti
Shakespears. Við verðlaunaafhend-
inguna var hann hálf utanveltu og
ringlaður í æsingnum og blaðafull-
trúi hans dró hann á brott án þess
að hann næði að svara spurningum
blaðamanna.
Besta leikritið var valið „Ást!
Hugprýði! Samúð!“ eða „Love! Valo-
ur! Compassion!,“ en það fjallar um
sjö samkynhneigða karlmenn sem
eyða helginni saman í sveitasælu.
Þetta er þriðja árið í röð sem leikrit
um samkynhneigð vinnur Tony-
verðlaunin, sem hafa verið nefnd
Óskarsverðlaun leikhússins.
I ' *s£ |
RALPH Fiennes virðist kunna
alveg jafn vel við sig á leik-
sviði og í kvikmyndum.
sk6lav6r&ust>G 15 - sími 551 1505
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G 15
Handsmiðaðir
-kjarni málsins!
mðnaða ábyrgð á notuðum Cítroén, Daihatsu, Ford og Volvo bílum
I eigu Brimborgar!
1 o o % Abvroo
A B I L N U M I
ALLT SUMAR
O O RÚMLEGA Þ A D !
Opið laugardaga kl. 12:00 - 16:00
t’að getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. t’ú getur auðveldlega sannreynt að útlit bílsins sé í lagi
en fæstir hafa gétu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf.
SEX mánaða ábyrgð á notuðum Citroén, Daihatsu, Ford og Volvo bílum (eigu Brimborgar. Ailir notaðir bftar
af þessum tegundum eru yfirfamir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem cr í ólagi áður en
bftamir eru séldir. Þannig er öryggi þitt tryggt.
BRIMBORG
Abyrgöln glldlr tll sex mónaöa eöa aö 7500 km. og allt er í ábyrgö nema yflrbygglng bílsins. faxafeni b • sImi 515 7000