Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 13
AKUREYRI
117 metra löng flotkví kom til heimahafnar á Akureyri á sunnudagskvöld
Heildarkostn-
aður nálægt
230 millj. kr
FLOTKVÍIN, sem Akureyrarhöfn
hefur keypt og kom til heimahafnar
á sunnudagskvöld, verður tekin í
notkun í ágúst. Hugsanlegt er, ef
stærri verkefni bjóðast, að' byija
að nota hana fyrr að sögn Jóhann-
esar Óla Garðarssonar, framleiðslu-
stjóra Slippstöðvarinnar-Odda, sem
leigir kvína af Akureyrarhöfn.
Fjöldi manns var á Tangabryggju
að kveldi hvítasunnudags þegar
flotkvíin lagði að en hún hafði ver-
ið dregin frá hafnarborginni
Kleipeda í Litháen þar sem hún var
smíðuð. Þýska dráttarskipið Fa-
irplay XIV dró kvína yfir hafið og
tók siglingin rétt um 12 sólar-
hringa.
Lokið verður við gerð kvíarstæð-
is flotkvíarinnar í dag, miðvikudag,
en samtals hafa verið grafnir út
144 þúsund rúmmetrar við gerð
stæðisins sem er norðan við slipp-
Árleg
MA-hátíð
ÁRLEG hátíð MA-stúdenta
verður haldin í íþróttahöllinni á
Akureyri 16. júní næstkomandi.
Fyrsta hátíðin með þessu
sniði var haldin 1990 að frum-
kvæði 25 ára júbílanta og hefur
síðan verið hápunktur í dagskrá
afmælisárganga. Að þessu sinni
hafa 25 ára stúdentar með að-
stoð. 10 ára stúdenta undirbúið
hátíðina sem verður með svip-
uðu sniði og síðustu ár.
Hátíðin er öllum opin og verð-
ur forsala aðgöngumiða fyrir
veislugesti í anddyri íþróttahall-
arinnar 15. júní frá kl. 14 til
17 og 16. júní á sama stað
milli kl. 12 og 17.
Réttindalaus
a fjorhjoli
UNGUR piltur meiddist lítillega
er hann ók á fjórhjóli á ljósa-
staur annan dag hvítasunnu.
Pilturinn sem er 14 ára var
réttindalaus á óskráðu fjórhjóli.
Hann missti vald á hjólinu og
hafnaði á ljósastaur.
Lögreglan á Akureyri stöðv-
aði um 20 ökumenn fyrir hrað-
akstur í bænum um helgina, þar
var einn sem tekinn var á 115
kílómetra hraða á Hörgárbraut
þar sem hámarkshraði er 50
kílómetrar. Hann var sviptur
ökuréttindum.
stöðvarskemmuna. Síðasta hluta
framkvæmda vegna flotkvíarinnar,
sem eru festingar, verður lokið 1.
ágúst næstkomandi. Kvíin verður á
næstu dögum tilbúin til notkunar
og næstu tvo mánuði verður hún
staðsett við Tangabryggju eða þar
til festingar hennar verða klárar.
Upptaka skípa auðveld
Hægt verður að taka öll stærstu
fiskiskip íslendinga upp í flotkvína
til viðhalds og viðgerða, þar með
talið alla stærstu frystitogara
landsins og einnig flest flutninga-
skip. Hún tekur skip allt að 5.000
þungatonn, er 117 metra löng og
24 metra breið að innanmáli og
getur tekið skip með 7,6 metra
djúpristu. Margs konar búnaður
fylgir kvínni, svo sem kranar og
rafdrifnir vinnupallar á brautum.
Upptaka skipa er auðveld, kvínni
er sökkt, kjalblokkir og skorður
Fjölmenni
fagnaði
80 ára af-
mæli Þórs
ÞAÐ VAR mikið um dýrðir á
Þórsvellinum á Akureyri í gær,
en þá fagnaði íþróttafélagið Þór
80 ára afmæli sínu.
Félagið stofnaði Friðrik Ein-
arsson aðeins 15 ára gamall og
fékk hann til liðs við sig nokkra
drengi á svipuð reki. Félagið
hefur frá þeim tíma eflst og
dafnað og innan þess eru nú
knattspyrnudeild, handknatt-
leiksdeild, körfuknattleiksdeild
og skíðadeild.
í tilefni af afmælinu var öllum
Þórsurum og velunnurum fé-
lagsins boðið í afmæliskaffi í
Hamri, félagsheimili Þórs.
Grillað var fyrir yngstu kynslóð-
ina, en hinum eldri boðið upp á
kaffi og kökur. Farið var í ýmsa
leiki, boðið upp á skemmtiat-
riði, m.a. flaug flugvél yfir
svæðið og fleygði karamellum
yfir afmælisgestina.
Fyrirhugað er, að sögn Rún-
ars Antonssonar varaformanns
Þórs, að minnast afmælisins með
veglegum hætti í haust. Þá mun
íþróttafélagið m.a. heiðra þá
sem ötullega hafa starfað innan
raða félagsins á liðnum árum.
Verkmenntaskólinn
á Akureyri
Innritun
Innritun til náms á haustönn 1995 lýkur föstudaginn
9. júní nk.
Nemendur 10. bekkjar grunnskóla skulu afhenda
skólaeinkunnir við innritun.
Þeir, sem sækja síðar um geta ekki vænst skóla-
vistar.
Skólameistari.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
FLOTKVIIN sem Akureyrarhöfn hefur fest kaup á kom í heimahöfn á sunnudagskvöld.
stilltar eftir gerð skipsins og því
síðan siglt inn í hana og lyft upp.
Heildarkostnaður við kaup og
undirbúning flotkvíarinnar eru um
230 milljónir króna. Ríkissjóður
leggjur til fé til kvíarstæðisins, 70%
af kostnaði sem er um 35 milljónir
króna, auk þess sem kvíin sjálf er
styrkhæf samkvæmt hafnarlögum.
Að öðru leyti fjármagnar Hafnar-
sjóður Akureyrar kaupin og fram-
kvæmdir sem þeim fylgja.
Aukið rekstraröryggi
Slippstöðin-Oddi mun annast
rekstur flotkvíarinnar og hefur ver-
ið gerður leigusamningur við fyrir-
tækið þar um, en þess er vænst að
verkefni stöðvarinnar muni stór-
aukast með tilkomu kvíarinnar.
„Hún eykur rekstraröryggi fýrir-
tækisins mjög, nú höfum við yfir
að ráða tveimur upptökumannvirkj-
um í stað eins og erum ekki eins
háðir dráttarbrautinni," sagði Jó-
hannes Óli Garðarsson.
I tengslum við dagskrá sjó-
mannadagsins um komandi helgi
verður flotkvíin til sýnis frá kl. 10
til 16, laugardag og sunnudag.
Sólgarður, Hjalteyri við Eyjafjörð
Til sölu 5 herbergja einbýli með sólskála
/ t:£i X um 160 fm.
FASTJEÍC\ASALA,\! Húsið er steypt árið 1947 og er á pöllum.
BYOOl) Eldhúsinnrétting hvít, 4ra ára.
BREKKliGOTl' l Ekkert áhvílandi.
Sölumaður Ágústa Ólafsdóttir. Sími 462 1744 - 462 1820, fax 462 7746.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ÞÓRSARAR fjölmenntu í 80
ára afmæli félagsins í gær.
Hermann Sigtryggssón,
íþróttafulltrúi Akureyrar-
bæjar, sést hér í góðum fé-
lagsskap heiðursfélaga Þórs
Þorsteins Svanlaugssonar og
Jóns Kristinssonar, en Aðal-
steinn Sigurgeirsson formað-
ur félagsins sker ofan í þá
afmæliskökuna.
Fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði
getur þú gefið nauðstöddu
götubami freði, klæði. mcnntun.
læknishjálp og heimili.
Ajuát
HJÁLPARSTARF
S i g l ú n i 3 • 10 5 R v k • S i m i 5 Þ I 6 117