Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 19
Danir
framselja
nýnasista
HÉRAÐSRÉTTUR í Hróars-
keldu varð í gær við beiðni
stjómvalda í Bonn um að
bandaríski nýnasistinn Gary
Lauck yrði sendur til Þýska-
lands. Þar bíður hans ákæra
vegna þess að Lauck, sem gefur
út nasistaáróður í heimaborg
sinni, Lincoln í Nebraska, hefur
komið ritum sínum á framfæri
í Þýskalandi. Ströng lög þar í
landi banna alla framleiðslu á
nasistaáróðri og er Lauck talinn
hafa smyglað vamingnum til
landsins.
Barist
í fjöllum
Tsjetsjníju
RÚSSNESKIR hermenn og
uppreisnarmenn í Tsjetsjníju
börðust í gær um yfirráð fjalla-
þorpsins Vedeno í suðaustur-
hluta Kákasushéraðsins. Int-
erfax-fréttastofan rússneska
hafði eftir talsmönnum skæru-
liða að þeir hefðu náð þorpinu
á ný af Rússum sem tóku það
um helgina. Fulltrúar vamar-
málaráðuneytisins í Moskvu
vísuðu því ákaft á bug, sögðu
Rússa halda Vedeno.
Vægur
fellibylur
FELLIBYLUR fór yfir Florida
og Georgíu í Bandaríkjunum
um helgina en olli tiltölulega
litlu tjóni enda vindhraði ekki
jafn mikill og í verstu byljum,
hann fór upp í 120 km. Víða
flæddi þó yfir götur í fískibæj-
um og vinsælum ferðamanna-
stöðum á vesturströnd Florida,
rafmagnsstaurar og tré brotn-
uðu.
Allsnægtir
í Bretlandi
ROTTUR em nú fleiri í Bret-
landi en mannfólkið, sérfræð-
ingar telja að þær séu um 60
milljónir en tvífættir íbúar um
58 milljónir. Nagdýmnum fer
fjölgandi og er talið að ástæðan
sé vaxandi magn af sorpi, rott-
umar lifi við allsnægtir vegna
þess hve miklum matarleifum
sé víða fleygt. Einnig virðist
þær geta byggt upp mótstöðu
við eitri.
ERLENT
Reuter
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, heimsækir minnigareit
um þær sex miiyónir gyðinga sem Þjóðverjar myrtu i síðari
heimsstytjöld. Hér er hann ásamt fyrrum þingmanni í ísrael,
Yossef Burg, sem er af þýsku bergi brotinn, í „Dal hinna deyddu
samfélaga," þar sem grafin eru í stein nöfn bæja þar sem Þjóð-
veijar útrýmdu gyðingum í síðari heimsstyijöld.
Skýrslu um vopnasölu Breta til írak
lekið til fjölmiðla
Ráðherra neitar
að segja af sér
London. Reuter.
WILLIAM Waldegrave, ráðherra í
ríkisstjóm Johns Majors í Bretland,
neitaði staðfastlega í gær að hann
myndi segja af sér vegna gagnrýni
opinberrar rannsóknamefndar á þátt
hans í hneykslismáli er varðar vopna-
sölu til írak. Major sakaði stjómar-
andstöðuna um rógburð.
Uppkasti að skýrslu nefndarinnar
var lekið til fréttastofu BBC og segir
í því að Waldegrave hafi gefíð þing-
inu villandi upplýsingar um stefnu
bresku stjómarinnar um vopnasölu
á ámnum fyrir Persaflóastríðið 1991.
Waldegrave gegnir nú embætti
landbúnaðarráðherra, en var aðstoð-
amtanríkisráðherra undir lok níunda
áratugarins. Hann harðneitaði þegar
hann var spurður að því í gær hvort
hann myndi segja af sér.
Sir Richard Scott, virtur dómari
sem fer fyrir rannsókninni, brást
ókvæða við fréttum um að drögum
að skýrslu hans hefði verið lekið til
fjölmiðla. Að sögn aðstoðarmanna
dómarans lítur hann á birtingu
skýrslunnar sem „óréttmæta notkun
á leynilegum upplýsingum." Endan-
leg viðhorf dómarans muni koma
fram í lokagerð skýrslunnar, ekki
uppkasti að henni.
Rannsóknamefndin hlýddi á vitn-
isburð opinberra starfsmanna um að
ríkisstjómin hefði á laun slakað á
einarðri stefnu sinni um vopnasölu
til írak undir lok níunda áratugar-
ins. En Waldegrave tjáði þingheimi
margsinnis að engin breyting hefði
orðið á stefnu stjómarinnar.
Það er álit dálkahöfundar blaðsins
The Daily Telegraph að verði loka-
gerð skýrslunnar jafn eldfim og
uppkastið geti þar með slitnað síð-
asta hálmstrá ríkisstjómarinnar, sem
á nú litlúm vinsældum að fagna.
Dauðarefsing afnumin
í Suður-Afríku
Jóhannesarborg. Reuter.
DAUÐAREFSING var afnumin í Suð-
ur-Afríku í gær með ákvörðun stjóm-
lagadómstóls. F.W. de Klerk, þáver-
andi forseti, stöðvaði dauðarefsingar
ótímabundið árið 1989.
Nelson Mandela forseti Suður-Afr-
íku fagnaði ákvörðuninni. Hins vegar
sögðu fylgismenn dauðarefsingar
ákvörðunina geta gefíð glæpamönn-
um rangar upplýsingar sem væri óvið-
eigandi í landi þar sem 50 morð voru
framin að meðaltali á dag í fyrra.
Dauðarefsingu var síðast beitt 1989
er de Klerk stöðvaði þær með forse-
taúrskurði. Sama ár náðaði hann
Mandela og aflétti banni af starfsemi
Afríska þjóðarráðsins (ANC).
453 fangar biðu aftöku er stjóm-
lagadómstóllinn kvað upp úrskurð
sinn. Mandela sagði ákvörðunina í
engu breyta þeim ásetningi stjómar
sinnar að uppræta glæpastarfsemi.
Verulega hefur dregið úr pólitískum
ofbeldisverkum frá því hann tók við
völdum í maí í fyrra en ofbeldisglæpir
margfaldast.
Helmut Kohl heimsækir minningareit í ísrael
Sagði skömm Þjóð-
verja vera mikla
Jerúsalem. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, heimsótti í gær ísraelskan
minningareit um þær sex milljónir
gyðinga sem Þjóðveijar myrtu í síð-
ari heimsstyijöld. Við minnisvarða
um þá hálfu aðra milljón gyðinga-
barna sem Þjóðveijar myrtu sagði
kanslarinn:„Þetta er staður sem
hlýtur að vekja djúpar tilfinningar
hjá Þjóðveija,“ sagði hann. „Þetta
er skelfileg minning sem við eigum,
og skömm okkar er mikil."
í stuttu ávarpi sem Kohl hélt í
Yad Vashem minningareitnum í
Jerúsalem sagði hann meðal ann-
ars: „Maður hlýtur að skammast
sín fyrir það sem gert var á hluta
saklauss fólks í nafni Þýskalands."
Hann gekk um „Dal hinna
deyddu samfélaga," sem er hlaðinn
úr steinum sem í eru höggvin nöfn
bæja þar sem öllum gyðingum var
útrýmt í síðari heimsstyijöld. Kansl-
arinn las upphátt nöfn bæja í
grennd við fæðingarbæ hans, Lud-
vigshaven.
Einnig átti kanslarinn í gær fund
með Yitzhak Rabin og sagði frétta-
mönnum að bæði hann og Rabin
legðu áherslu á hversu mikilvægt
þeir teldu að friðarsamningar ísra-
ela og Palestínumanna yrðu endan-
legir.
Kohl er í viku ferð um Miðaustur-
lönd og hefur þegar heimsótt
Egyftaland og Jórdaníu. í dag fer
hann til Jeríkó á sjálfstjómarsvæði
Palestínumanna og á fund með leið-
toga þeirra, Yasser Arafat.
Finnland
Meistara-
keppni í
konuburði
Helsinki. Reuter.
ÁRLEG meistarakeppni í
konuburði fer fram í úórða
sinn í finnska bænum Sonkaj-
arvi 1. júlí.
Keppendur þurfa að halda
á konu, eldri en 17 ára, 253,5
metra vegalengd með
hindrunum. Missi keppandi
byrði sína eru dæmdar á hann
15 sekúndur í refsingu. Sá
sem fer vegalengdina á styst-
um tíma fær að launum sem
svarar þyngd konunnar í lím-
onaði.
* Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó *
Tvöfaldur pottur - verður fyrsti vinningurínn í Víkingalottóinu
Vertu með
fyrir kl 16:00
miðvikudag
millj. kr. 1
Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér!
• Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó •