Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dómsdagssöfnuðurinn í Japan Leiðtoginn ákærð- ur fyrir morð Tókýó. Reuter. SAKSÓKNARI í Tókýó lagði í gær fram formlega ákæru á hendur leið- toga japanska dómsdagssöfnuðarins Æðsta sannleika fyrir að hafa stað- ið að taugagasárás í neðanjarð- arlestum Tókýóborgar 20. mars síð- astliðinn. Leiðtoginn og sex aðrir meðlimir söfnuðarins voru ákærðir fyrir morð. Embætti saksóknara í Tókýó greindi einnig frá ákærum á hendur níu meðlimum Æðsta sannleika fyr- ir að undirbúa morð með því að framleiða sarin, banvænt gas sem notað var til árásar á fimm lestar- stöðvar í Tókýó. Þess er vænst að fleiri meðlimir söfnuðarins verði ákærðir í vikunni. Lögregla hefur handtekið 34 af þeim 41 sem grunaður er um aðild að árásinni. í ákærunni segir saksóknari að leiðtoginn og fylgjendur hans beri ábyrgð á dauða 11 manns og veik- indum um 5500 manns. Tveir eru enn í dái á sjúkrahúsi. Neitar ábyrgð Leiðtogi Æðsta sannleika, Shoko Asahara, hefur neitað allri ábyrgð og svarar ekki spumingum lögreglu. Hámarksrefsing fyrir morð eða morðtilræði í Japan er dauðadómur. Þeir sem fundnir eru sekir um að hafa undirbúið morð eiga yfír höfði sér tveggja ára fangelsisdóm. Frakkar og Bretar hyggjast veita gæsluliðum SÞ vernd Vilja koma á fót hraðliði í Bosníu Sarajevo, Washington. Reuter. Reuter Lestaslys í New York BJÖRGUNARMENN á slysstað í New York-borg þar sem neðanjarðarlest ók aftan á aðra á mánudag. Einn maður lést og að minnsta kosti 60 slös- uðust. Lest á leið til Manhatt- an-eyju ók aftan á lest sem beið á rauðu ljósi á Williams- burg-brú. Kjaradeilu vísað í gerð NORSKA stjómin kom í gær í veg fyrir vinnustöðvun flugumferðar- stjóra og veðurfræðinga með því að senda kjaradeilu þeirra til gerð- ardóms. Talsmaður SAS hafði sagt fyrr um daginn í gær, að allt innan- landsflug félagsins og flug til og frá landinu, alls um 280 ferðir á dag, myndi leggjast niður meðan á verkfalli stæði. Norska stjómin sagði að nógir erfiðleikar steðjuðu að landsmönn- um vegna flóðanna í suðaustur- hluta landsins og væri verkfalli flugumferðarstjóra og veðurfræð- inga og afleiðingar þess ekki á bætandi. FRAKKAR og Bretar hyggjast koma á fót 10.000 manna, sér- þjálfuðu hraðliði sem nota á í Bosníu til að veita léttvopnuðum gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vernd gegn Serbum. Rússar hafa lýst efasemdum vegna hug- myndarinnar, Andrej Kozyrev ut- anríkisráðhérra sagðist vilja að tryggt yrði að hlutverk hraðliðsins yrði friðargæsla en ekki að beita deiluaðila valdi til að knýja fram ákveðnar niðurstöður. Eftir við- ræður við Douglas Hurd, utanrík- isráðherra Bretalands, í gær sagði rússneski ráðherrann á hinn bóg- inn að sér væri nokkuð rórra. Rússar gætu beitt neitunarvaldi í öryggisráði SÞ til að stöðva málið. Frakkar hafa varað Rússa við, sagt að færi svo myndu franskir gæsluliðar verða kallaðir heim. Atlantshafsbandalagið (NATO) leggur nú áherslu á að búa sig undir það hlutverk að aðstoða við flutning friðargæsluliða SÞ frá Bosníu verði niðurstaðan að þeir Owen gagnrýnir Bandaríkjamenn verði kallaðir heim. Heimildar- menn hjá NATO sögðu í gær að sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að senda 3.000 manna herlið og 100 þyrlur frá bækistöðvum í Þýskalandi til Ítalíu, þar sem þessi liðsauki verður nær vettvanginum í Bosníu, væri liður í þessum undir- búningi. Áætlað er að um 50.000 manna lið frá NATO þurfi til að tryggja að gæsluliðarnir komist á brott óskaddaðir. Frakkland og Banda- ríkin hafa flugvélamóðurskip á Adríahafi og eru um 2.000 sérþjál- faðir hermenn úr sveitum land- gönguliða auk ýmiss konar búnað- ar um borð í því bandaríska. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali á mánudag að hann væri ekki ánægður með ástand mála í Bosníu en ósann- gjarnt væri að segja að ekkert hefði áunnist. Hann benti á að 1992 hefðu um 130.000 manns fallið í landinu en í fyrra um 3.000. Brýnt að gæta hlutleysis Owen lávarður, sáttasemjari Evrópusambandsins í Bosníudeil- unni, lætur af störfum í mánuðin- um. Hann sagði í ræðu, sem hann flutti í Leyden-háskóla í Hollandi í gær, að mikil hætta væri á að starfi SÞ í Bosníu lyki með jafn lélegum árangri og í Sómalíu. Hann sagði brýnast af öllu að sam- tökin gættu sannfærandi hlutleys- is gagnvart stríðsaðilum. Owen hefur gagnrýnt harka- lega Bandaríkjamenn fyrir að krefjast þess að loftárásir yrðu gerðar á stöðvar Bosníu-Serba en Bandaríkjamenn hafa ekki lagt fram neina landhermenn til friðar- gæslunnar í Bosníu. „Enginn sem tekur þátt í að ákveða hernaðarað- gerðir ætti að fá að firra sig ábyrgð á afleiðingum aðgerð- anna,“ sagði hann. Enska biskupa- kirkjan Ekki synd að „lifa í synd“ London. Reuter. AÐ „lifa í synd“ ætti ekki lengur að teljast synd, og fella ætti orðalagið úr málinu, í ljósi þess hve margt fólk byijar sambúð áður en það gengur í hjónaband. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ensku biskupakirkjunni í gær. Varað er við dómhörku um samlífi og samræði, og kirkjunefnd um félagslega ábyrgð áætlar að um árið 2000 muni fjögur af hveijum fimm pörum búa saman áður en til hjónabands kemur. Neitar ábyrgð Enska kirkjan stóð að rannsókn á högum fjöiskyld- unnar, í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Orðalagið „lifa í synd“ er niðrandi og ekki til bóta,“ sagði Alan Morgan, biskup, sem fór fyrir rannsókninni. í tilkynningunni er einnig ítrekað að samkynhneigðir séu „ætíð velkomnir" til kirkj- unnar. Slappaðu af - þetta er Prince Polo! Ásbjörn Ólafsson hf. Skútuvogi 11A Sími: 588 7900 PRINCE POLO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.