Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FLÓPIIM í NOREGI •Einkennileg friðsæld er yfir ánum í austur- hluta Noregs sem minna einna helst á stöðu- vötn sem fært hafa í kaf hús, vegi og gróður Gífurlegt eignatjón hefur orðið af völdum flóðanna miklu í Nor- egi. Víða ríkir neyðarástand en annars staðar hafa snörp viðbrögð bæjarbúa og vamarsveita orðið til þess að afstýra enn frekara tjóni í náttúruhamförum þessum. Blaðamaður Morgunblaðsins, Urður Gunnarsdóttir hefur verið á ferð um flóðasvæðin undanfama daga ásamt Kristni Ingvarssyni ljósmyndara. NOREGUR er í biðstöðu. Sérfræðingar hafa mælt flóðin sem ber- ast suður Guðbrands- og Austurdalinn og reynt að leggja mat á hvar ástandið verði alvarlegast og hversu mikill hluti sveita, borga og bæja muni fara undir vatn. Þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín, verslanir á hættusvæðum héldu flóðaútsölur þar sem allt seldist og um hvíta- sunnuhelgina risu varnargarðar úr sandpokum víðs vegar um austur- hluta landsins. Nú er hins vegar lít- ið annað að gera en að blða og fylgj- ast með veðurspá og framvindu mála. Það sem menn óttast mest eru hlýindi samfara rigningu. Þegar ekið er út úr Ósló er fátt sem minnir á þær náttúruhamfarir sem dunið hafa eða vofa yfir borgum og bæjum í nágrenninu. Þegar lengra dregur frá borginni, birtast sandpokavirkin við þau hús sem næst standa ám og vötnum. Vatnið nær upp á vegabrúnir, sumsstaðar hefur flætt yfir vegi. Árnar minna helst á stöðuvötn, svo lygnar eru þær. Það er undarleg kyrrð og frið- sæld yfir flóðasvæðunum og §ölda fólks hefur drifið að tii að virða fyrir sér náttúruna í ham. LÆKNIRINN Helgi Þór- arinsson og eiginkona hans, Sigríður Rósa Gunnarsdóttir, búa í Kongsvinger sem stend- ur á bökkum Glommu. Betur fór en á horfðist í bænum en aðfaranótt sunnudags náði vatnsyfirborðið há- marki og voru bæjarbúar viðbúnir hinu versta. Áin lét sér hins vegar göngustíga, vegi, járnbrautarlínur og neðrí hæð versiunarmiðstöðvar og nokkurra húsa nægja. Bæjarbúar flykktust niður að ánni, sem hefur breitt úr sér, rennsli hennar er þrít- ugfalt á við það sem venjulegt telst. Sagði Helgi ástandið snerta fólk lít- ið þegar ijóst væri að ekki yrðu meiri skemmdir. „Þrátt fyrir að flóð- Morgunblaðið/Kristinn jð nú slái þeim flóðum, sem orðið VATNAMÆLINGAMENN hafa fylgst grannt með hafa á öldinni við, jafnast það hvergi vatnshæðinni í ánni Glommu undanfarna daga. nærri á við „Ofsann mikla“ sem varð árið 1789 en um hálfan metra vantar á að flóðið nú nái þeim ósköp- um,“ segir Helgi. Hann og Rósa voru uppi í hlíð og þurftu því ekki að hafa áhyggjur af ástandinu. Einu áhrifín sem flóðin höfðu voru þau að reikna þurfti með lengri tíma til að komast á milli borga þar sem margir vegir voru tepptir eða í sundur vegna flóðanna. Þá var vatnið ekki neysluhæft og veikindi unglingsins á heimilinu þennan sunnudag voru tengd því að hann hefði drukkið mengað vatn. I bænum Skarnes, nærri Kongs- vinger, var flóðið að ná hámarki á sunnudag er blaðamann bar að. Margir höfðu lagt leið sína niður að ánni, þeirra á meðal Kristian Julstrud, tengdadóttir hans Mette og sonardóttirin Ragnhild. Julstrud kvaðst muna eftir þremur flóðum í bænum, 1934, 1966 og 1967 en að flóðið nú væri sýnu mest. Hann á verslun í bænum sem hann varð að tæma en Julstrud taldi hins vegar sýnt að ekki myndi flæða inn í hana, svo vel hefði heimavarnaliðinu tekist að ve(ja bæinn. „Hugurinn er nú hjá fólkinu fyrir norðan, sem misst hefur allt sitt,“ segir tengdadóttirin Mette. „Sjálf erum við ekki áhyggju- full lengur en á föstudag ríkti hér hálfgert neyðarástand. Fréttir bár- ust af því að mjög myndi aukast í ánni svo að fóik hamstraði mat, ef ske kynni að verslanir yrðu lokaðar, hér var allt fullt af hermönnum og sandpokum sem hlaðið var upp.“ HERMENNIRNIR í Skames slökuðu á í sólinni, þeir sem eftir vom, en í næsta ná- grenni gerðu um 500 hermenn og liðsmenn heimavarna, auk sjálfboðaliða og félaga úr Rauða krossinum, allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga kirkju sem stend- ur á árbökkum Glommu. íbúðahús í nágrenninu eru umflotin vatni, íbúarnir höfðu verið fluttir á brott og eftir stóðu opnar dyr sem buðu vatnsflauminn velkominn í bæinn. Ulleren-kirkja stóð enn á þurru en kirkjugarðurinn maraði í hálfu kafi, aðeins hæstu legsteinarnir stóðu upp úr vatninu. Það var óneitanlega sérstök tilfinn- ing að standa skyndilega í hópi 500 hermanna sem lögðu sandpokana við kirkjuveggina, samkvæmt skip- unum iiðþjálfa hersins. Einn her- mannanna, Einar Tyssen, sagði sandpokaburðinn vissulega erfitt starf, pokarnir eru 25-30 kíló og hermennirnir vinna á tólf tíma vökt- um. Leyfi þeirra yfir hvítasunnuna var afturkallað en Tyssen segir eng- an mótmæla því, allir vilji leggja sitt af mörkum til að draga úr eyði- leggingunni. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 23 FLÓÐIIM í IMOREGI Kirkjan í hættu LEGSTEIN ARNIR við Ulleren-kirkju mara í hálfu kafi. Ottast er að vatnið grafi undan kirkjunni þannig að hún taki að halla og skemmist þegar vatnið sjatnar. Ekkert hvíta- sunnufrí UM 500 hermenn báru sandpoka að Ulleen- kirkju til að bjarga henni. Þeir urðu margir hverjir að gefa eftir fríið sitt um hvítasunnuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.