Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 25

Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 25 FLÓÐIN í NOREGI Reuter Mikil eyðilegging Við eigum vöðlur Flóðí Vestur- og Norður Svíþjóð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ streymir ekki aðeins vatn niður Noreg, heldur einn- ig niður af Kili austan meginn og niður Vestur- og Norður- landið í Svíþjóð. Flóð á þessum slóðum eru ekki óalgeng, en svo virðist sem víða streymi nú meira vatn til sjávar en nokkru sinni undanfarin tæp sextíu ár. Ar fljóta yfir bakka sína, en vatnið stígur jafnt og þétt, flýt- ur yfir akra og bæi, en óvíða hefur þurft að flytja fólk á brott. Vatnsborðið í stóru ánum í Norðurbotni eins og Vindelál- ven er þremur metrum yfir meðallagi, en Klarálven vestur af Stokkhólmi er tekin að sjatna. Margir vegir eru lokað- ir, þorp umflotin vatni og hætta á skriðuföllum norður frá. Orsök flóðanna eru mikil snjóalög, síðbúnar leysingar, hlýindi undanfarið og miklar rigningar. Vegna rigninga er jarðvegurinn þegar mettaður vatni og_ getur ekki tekið við meiru. Ástandið í Svíþjóð er þó ekki næstum eins slæmt og í Noregi, því vatnsflaumur- inn flæðir um opnara lands- svæði, en brýst ekki um þrönga farvegi. Uppi í Norð- urbotni renna margar stórar ár niður úr fjöllunum og þær hafa víða flotið yfir bakka sína. Horfur eru á áframhald- andi úrkomu og um leið á áframhaldandi flóðum. Hugs- anlega ná þau ekki hámarki fyrr en í næstu viku, en það er komið undir veðrinu hversu mikill vatnsflaumurinn verður. Einnig á þessum slóðum eru flóð tíð og víða stíflugarðar, sem gætu brostið ef vatnið heldur áfram að stíga. MÖRG hús á flóðasvæðunum hafa skemmst mikið er ár flæddu yfir bakka sína og eru sum þeirra gjörónýt. Mestar skemmdir urðu á húsum í Tretten, þar sem þessi mynd er tekin. Snögglega hækkaði í ánni Moksa og gaf árbakkinn eftir. Þúsundir manna í suðvest- urhluta Noregs hafa orðið að yfirgefa heimili sín. KAUPMENN á flóðasvæðúnum hafa gripið til ýmissa ráða til að bjarga sér fyrir horn. Þessi skó- kaupmaður í Lilleström minnti menn á að hann ætti vöðlur, sem komið gætu að góðum notum á næstu dögum. Þar sem verslunin var lokuð á helgidegi, bauð hann væntanlegum kaupendum að ræsa sig út ef þeir þyrftu á vöðl- EFTIR því sem best er vitað hafa íslendingar í Noregi ekki orðið fyr- ir tjóni í flóðunum. Kristín Bene- diktsdóttir í Brandval í Austurdal stóð hins vegar vaktir með samleigj- endum og leigusölum er flæddi nið- ur í kjallara húss sem hún leigir. Kristín segir hópinn hafa staðið vaktir í rúma tvo sólarhringa við austurinn en vatn flæddi niður í kjallara hússins. Tókst þeim að halda vatnsyfirborðinu í 4 senti- metrum og urðu litlar skemmdir á húsinu. Töluverð flóð urðu í nágrenni Brandval og fyrir norðan bæinn. Er Morgunblaðið ræddi við Kristínu á mánudag hafði flóðið rénað mjög unum að halda. Þeir sem hafa þurft að loka verslunum sínum vegna flóðahættu, héidu margir flóðaútsölur sl. laugardag, þar sem hægt var að gera góð kaup og voru vörurnar rifnar út. Ekki fór þó neinum sögum af því hvort að vatnsmelónurnar, sem einn kaupmaður bauð til sölu, seldust upp. og var bæjarlífið að færast í eðli- legt horf. Hins vegar höfðu sam- göngur rofnað við bæinn vegna flóðanna og til að komast þangað varð að keyra í gegnum Svíþjóð. Kristín sagði að það sem mest hefði komið sér á óvart við flóðin, væri hversu óhlýðið fólk væri og lítil samstaða. Það þvoði t.d. þvott og notaði vatnið þrátt fyrir að var- að hefði verið við því. Ánnað hefði hins vegar verið uppi á teningunum í nágrannabænum Kirkenær, þar sem bæjarbúar lögðu nótt við dag við að byggja þrefaldan varnargarð um þann hluta bæjarins sem hætt var kominn og tókst að mestu að koma í veg fyrir skemmdir. Kristín Benediktsdóttir í Brandval Stóð vaktir við vatnsaustur Morten Engeflaten hefur byggt mikinn vamargarð um hús sitt í Aarnes Yirki sölumannsins á bökkum Glomrnu MORTEN Engeflaten á veröndinni við hús sitt, sem mikið sandpokavirki hefur verið hlaðið umhverfis. MORTEN Engeflaten er fram- takssamur maður. Á nokkrum dögum hefur hann, með aðstoð vina, kunningja og nú síðast heimavarnaliðsins í Aarnes, hlaðið mikið virki umhverfis hús sitt, sem stendur á bökkum Glommu. Réttara væri líklega að segja stóð, því húsið er nú umflotið vatni. Engeflaten er 29 ára gamall sölumaður og keypti húsið fyrir tveimur og hálfu ári. Segist hafa vitað að flotið hafi inn í kjallar- ann í flóðunum 1966 og 1967 en að hann hafí ekki grunað þau ósköp sem nú hafa dunið yfir. Engeflaten á konu og átta vikna gamla dóttur sem hafa fært sig á öruggari stað en sjálfur leggur hann nótt við dag til að bjarga húsinu. 4.000 sandpokar Þegar blaðamenn Morgun- blaðsins bar að garði, vann En- geflaten ásamt um tugi vina og kunningja og um fimmtíu liðs- mönnum heimavarnarliðsins við að hækka flóðgarðinn við húsið. Heimavarnarliðarnir voru þá ný- komnir til starfa en Engeflaten og félagar hans höfðu frá því á fimmtudag unnið við að hlaða garð úr sandpokum, sem hann giskaði á að væru um 4.000 tals- ins. Þá hefur um 120 vörubíls- förmum af sandi verið ekið í varnargarðinn umhvei-fís húsið. Tryggingafélagið borgar Kostnaðurinn við þetta hleyp- ur á hundruðum þúsunda en tryggingafélag Engeflatens hef- ur samþykkt að greiða fyrir sandflutninginn, þar sem slíkt sé miklu ódýrara en að greiða fyrir hús og innbú, fari það und- ir vatn. Engeflaten hefur flutt húsgögn á jarðhæð hússins upp á efri hæð og eru gólf óskemmd enn sem komið er. I kjallaranum hefur hann komið fyrir fimm vatnspumpum. Þær eru stöðvað- ar öðru hveiju til að fylla kjallar- ann af vatni, annars er hætta á að húsið láti undan. Þess á milli ná pumpurnar að halda. í við vatnið. Svefnlaus í tvo sólarhringa Hugmyndin að virkisgarðinum kviknaði hjá nágranna Engeflat- ens, sem hefur drifið hann áfram. Kveðst Engeflaten lítið sem ekkert hafa sofíð, að minnsta kosti ekki fyrstu tvo sólarhringana. En hann slær ekki af og þá er ekki síður kraft- ur í þeim sem aðstoða, menn virðast skemmta sér konunglega og stemningunni má einna helst líkja við garðveislu. Enda bendir allt til þess að sandgarðarnir haldi og í gær bárust þær fréttir að Engeflaten gæti loks sofið rólegur. Engeflaten segist heppinn að vinir og kunningjar hafi átt frí um helgina, „annars höfðu þeir svo sem ekkert betra að gera,“ segir hann og glottir. En er Engeflaten stoltur af garðinum, sem er þrír metrar þar sem hann er hæstur? „Stoltur? Ég veit það ekki. Ég vona þó að ég hafí ástæðu til þess, haldist húsið þurrt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.