Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 27
MORÖUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 2 .
LISTIR
FRÁ setningarathöfninni. Morgunbiaðið/Goiii
Magn eða gæði
frá siðaskiptunum til dagsins í dag.
Sálmalög Hjálmars eru skýr í
formi og lagferli en líklega er þó lag
nr 7 „Það lífið er minnst sem í mold-
inni býr“ alþýðlegast og lagskýrast
og trúlegt að mönnum þyki auðvelt
að læra það „utanað“. Varðandi
svona tónsmíðar er jafnerfitt fyrir
hlustanda og tónskáldið sjálft, að
staðhæfa nokkuð um lífslíkur lag-
anna, því þó sérfræðingar telji sig í
standi til að sundurgreina og dæma,
er það dómur hins almenna hlust-
anda, sem er endanlegur og mark-
tækur. Það verður fróðlegt að fylgj-
ast með þessum ágætu sálmalögum
Hjálmars, hversu vel fólk man þau
og syngur sér til ánægju og sálu-
hjálpar. Barnakórarnir sungu lögin
mjög vel og sama má segja um tón-
un karlaraddanna, sem hljómaði eins
og munkasöngur á móti barnarödd-
unum og, að öðru leyti en þar sem
Hjálmar leikur sér með sjöundirnar,
féll tónferli tilvitnananna vel að söng
barnanna.
Kirkjulistahátíðin er viðamikil
listahátíð og hvað varðar tónlist, er
þar margt að heyra, þrennir org-
eltónleikar, norræn kórtónlist, Schu-
bertmessa, norskir alþýðusálmar,
Mozart-tónleikar og lýkur hátíðinni
með tónleikum Óratoríukórs Gustav
Vasa kirkjunnar, hljómsveitar kon-
ungskapellunnar í Stokkhólmi, er
ásamt einsöngvurum flytja Requiem
og Te Deum, eftir Otto Olsson,
sænskan orgelleikara og tónskáld,
er starfaði í hálfa öld við Gustav
Vasa kirkjuna í Stokkhólmi.
Jón Asgeirsson
TONLIST
II a 11 g rí m s k i r k j a
FRÖNSK ORGELTÓNLIST
Francois-Henri Houbart lék
franska orgeltónlist á Klais orgel
Hallgrímskirkju. Sunnudagurinn
4. júní, 1995.
FYRSTU orgeltónleikar á
Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju
voru helgaðir franskri orgeltónlist
og hófust á Fantasíu eftir Charles
Raquet (1597-1664), er var orgel-
leikari við Notre-Dame kirkjuna frá
1618 til 1643 en þessi fantasía er
töluvert viðamikil tónsmíð og
margbreytileg í stíl en af sérfræð-
ingum sögð „augljósleg samin und-
ir áhrifum af verkum Sweelincks",
þar sem notaður er t.d. svonefndur
tvöfaldur kontrapunktur, en slík
tækni hafði þá ekki verið notuð í
franskri tónlist.
Nr. 2 á efnisskránni var fúga í
C-dúr eftir Francois Roberday
(1624-1680, ekki 1672, eins og í
efnisskrá) en hann gaf út „Fúgur
og kaprísur“ sínar 1660, ásamt
verkum eftir Froberger, Ebner og
Frescobaldi. Fyrir utan að vera
orgelleikari, tónskáld og kennari
(kenndi m. a. Lully), starfaði hann
sem gullsmiður hjá Onnu prinseesu
af Austurríki og Maríu Theresu.
Að formi til er þessi fúga eins kon-
ar kaflaskipt „ricercare" eða jafn-
vel nær því að vera kontrapunktísk
fantasía og fráleitt nokkuð nálægt
því sem fúgur gerðust að vera síð-
ar hjá Þjóðverjum eða um daga
J.S.Bach.
Francois Couperin (1668-1733),
„Hinn mikli“ átti næsta verk, Of-
fertotium-þátt úr fyrri orgelmess-
unni. Coperin var aðeins 21 árs er
hann gaf út Pieces dórgue, 1690,
sem inniheldur tvær orgelmessur
en þær á að leika við almennar
guðsþjónustur, með svipuðum
hætti og ítölsku söngmessuna.
Þessi orgelverk þykja óvenjulega
vel gerð og standa að gæðum til
hliðstæð við orgelverk Nicolas de
Grigny, en verk eftir hann var
næst á efnisskránni, svíta um sálm-
inn Kom skapari, heilagi andi.
Nicolas de Grigny (1872-1703)
var organisti við dómkirkjuna í
Rheims, þar sem Louis, faðir hans
(og kennari), starfaði. Þrátt fyrir
stutta starfsævi var Grigny fyrir-
mynd Bachs í mörgum af fyrstu
verkum hins þýska meistara. Svít-
an hefst á að tæpt er á sálminum
og þá er fimmskipt fúga og á eftir
koma þrír frjálslegri þættir og end-
ar verkið á Dialogue, samtals-
þætti, sem var vinsælt viðfangsefni
franskra orgeltónskálda. Öll verkin
voru flutt í mjög bólginni raddskip-
an og ólíkt því sem ætla mætti að
ætti vel við kontrapunktískan rit-
hátt verkanna, er olli því að tónferl-
ið var oft æði óskýrt.
Þessi stækkunarástríða orgel-
leikarans var þó mest til friðs í
jólalagi (Noél) í G-dúr, eftir Daquin
(1694-1772), er var undrabarn og
orðinn starfandi orgelleikari 12 ára
gamall. Daquin lærði hjá Marchand
þeim er þorði ekki að keppa við
Bach í Dresden 1717.
Rómantíska tónlistin, fantasía
og fúga í gís-moll eftir Alexandre
Boély, fantasía í e-moll eftir Saint-
Sáens og Tilbrigði úr 5. orgelsin-
fóníunni eftir Widor, vár flutt af
mikilli leikni en bæði hraði og
styrkur var með þeim hætti, að við
lá að hann ofbyði áheyrendum. Það
má sannarlega of mikið af öllu
gera, þó gott sé og það á við ann-
ars glæsilegan orgelleik Francois-
Henri Houbart. Tónleikunum lauk
með spuna (leikið af fingrum fram)
yfir sálmalagið Víst ertu Jésus
kóngur klár. Spuninn var á allan
hátt ágætur og þar gat að heyra,
oft betri tónskipan en gerist yfir-
leitt í nútímatónsmíðum fyrir org-
el, að minnsta kosti er varðar
leikniþáttinn. Sem spuni yfir ís-
lenska sálmalagið var þar um lítinn
skyldleika að ræða utan einstaka
„þríóla", og stefbrot, sem örsjaldan
heyrðust í skrúðmiklum tónbálki
orgelleikarans.
Francois-Henri Houbart er
feikna tekniker en ekki af sama
skapi smekkvís og hefði sem best
mátt láta minna, því það er eins
með styrkleikann og leiknina, að
þessir þættir eiga ekki ávallt sam-
leið með innihaldi og gæðum verk-
anna.
Jón Asgeirsson
Leikinn og
öruggur hornisti
TÓNLIST
N o r r æ n a h ú s i ð
SAMLEIKUR
Á HORN OG PÍANÓ
Emil Friðfinnsson hornleikari og
Þórarinn Stefánsson píanóleikari
fluttu tónverk eftir Danzi,
Glazunov, Dukas, Schuniann, Bozza
og þjóðlagaraddsetningar eftir Jón
Leifs, Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og Ilafliða Hallgrímsson.
Mánudagur 5. júní.
EMIL Friðfinnsson hélt fyrstu
sjálfstæðu tónleika sína í Norræna
húsinu sl. mánudag en hann hefur
fyrir nokkru lokið framhaldsnámi
erlendis og starfar nú með Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Auk þess hefur
hann tekið þátt í flutningi margvís-
legrar kammertónlistar, svo að ís-
lenskir tónleikagestir þekkja nokk-
uð til hans. Hann hóf tónleikana
með sónötu í Es-dúr eftir Danzi,
en hann var m.a. sellisti við Mann-
heim-hljómsveitina og átti sinn þátt
í framlagi Mannheim-skólans til
þróunar sinfóníunnar. Frá hendi
tónskáldsins er jafnræði á milli
píanósins og hornsins og þrátt fyrir
smá hnökra I píanóinu var leikur
Þórarins skýr og fallega mótaður.
Emil lék sónötuna af miklu öryggi.
Tóngæði og tækni hans kom þó enn
betur í ljós í Reverie op. 24, eftir
Glazunov, þar sem fallegur tónn
Emils naut sín einkar vel og Villan-
elle eftir Dukas, en þar fékk Emil
og tækifæri til að sýna leikni sína.
Eftir hlé léku þeir félagar hið
fræga Adagio og Allegro eftir Schu-
mann en þetta verk er oftlega leik-
ið á selló. Þarna reyndi bæði á tón-
tækni og túlkun beggja flytjenda,
sem fluttu verkið mjög vel. Sérstök
ástæða er þó að lofa frammistöðu
Emils í þessu erfiða verki og þar
með er hægt að stafhæfa, að hann
er góður hornleikari, bæði hvað
varðar tækni og túlkun.
Til að hvíla hornleikarann lék
Þórarinn þjú smáverk fyrir píanó
og valdi Rímnakviðu op. 2, nr. 4,
eftir Jón Leifs, Idylle, eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson og Ljósið
kemur langt og mjótt, eftir Hafliða
Hallgrímsson og flutti Þórarinn
þessi einföldu verk af smekkvísi,
sérstaklega fallega útfærslu Haf-
liða. Tónleikunum lauk svo með
hressilegu verki, En Forét, eftir
Bozza (1905) og var þetta ekta
skógarljóð og samkvæmt uppruna:
legu hlutverki (skógar)hornsins. í
þessu verki og verki Schumanns,
svo og villanellunni eftir Dukas,
sýndi Emil sínar bestu hliðar og
það, að hann er leikinn og öruggur
hornisti og naut hann til þess
ágætrar samfylgdar í samleik Þór-
arins.
Jón Ásgeirsson