Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 28

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 28
28 .MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn SLÆÐUR Ernu Guðmarsdóttur Slæðudag- ar í Sneglu LIST OG HÖNNUN Sncgla Listhús SLÆÐUDAGAR SEX LISTAKONUR Opið mánudaga til föstudaga frá 12-18. Laugardaga 10-14 til 16. júní. Aðgangur ókeypis. SLÆÐUR teljast ótvírætt til list- iðnaðar og hönnunar, hvað þá ef þær eru handmálaðar, þrykktar á silki og engar tvær eins. Þær teljast svo öðru fremur ætlaðar kvenkyn- inu, og upprunalegur tilgangur þeirra var að hylja ásjónur kvenna, að einhverju leyti eða öllu, síðan að vefja um hárið og loks njóta þær ómældra vinsælda sem höfuðskýlur, hálsklútar og jafnvel mittislindar. Allir mega vita hve slæður eru margbreytilegar og hve mikill þokki getur fylgt þeim, einkum ef þær eru listilega gerðar, en svo eru líka til konur sem geta töfrað fram höf- uðföt úr ómerkilegustu efnum jafn- vel léreftspokum, sem heitir að gera mikið úr litlu. Og hvað er svo eðlilegra en að listhús, sem fimmtán listakonur standa að, efni til sýningar á ekta slæðum, og undirstriki að hér sé einnig mögulegt að læða að skap- andi hugsun, jafnframt að slík vara þurfi síður en svo að vera fjölda- framleidd? Það eru sex af listakonunum, sem standa að pataldrinum við slæðu- gerðina og sýninguna, og kannski er talan engin tilviljun, því slæður geta verið gæddar dijúgum kyn- þokka eins og margur skynjar. Freyjumar eru þær Björk Magnús- dóttir, Erna Guðmarsdótir, Hrafn- hildur Sigurðardóttir, Ingiríður Óð- insdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Mikill litaríkidómur blasir við er inn fyrir dyr hins litla en vinalega listhúss er komið, og slæðurnar eru fjölmargar. Kannski er full mikil áhersla lögð á litaríkidómin en minni á hugmyndaríka hönnun, en hér eru slæður Ernu Guðmarsdótt- ur helsta undantekningin og einnig íjölþættastar í mynsturgerð. Og þótt rýninum litist í sjálfu sér ekki of vel á allt þetta litaflóð munu þeir til sem heillast af því, en hann vill nú heldur sjá slæðu í einum eða tveim grunnlitum og með dularfullu fjarrænu (exotísku) mynstri, en jafn opið flæði. Og þar sem slæð- urnar eru margar og áberandi líkar verður þetta að full stórum skammti. Þá má einnig minna á að handgerðir hlutir eru þá helst verðmætir, að þá prýði eitthvað alveg sérstakt frá hálfu gerandans, og þeir geta orðið hversdagslegir ef þeir eru of keimlíkir og hug- myndafátækir. En það gleymist svo ekki, að þegar ein slæðap er fram dregin úr kraðaðkinu öðlast hún sjálfsvit- und, sér í lagi ef hún feilur að höfði konu með næmt áuga, og sem hefur þá eiginleiga ríkulega til að bera. Bragi Ásgeirsson Landslagið að baki línanna Sveinn Bjömsson listmálari heldur upp á sjötugsafmæli sitt, sem reyndar var í fyrra, með því að sýna myndir í nýjum stíl í Kaup- mannahöfn. Sýningin er haldin í einum virðu- legasta sýningarsal borgarinnar. Sigrún Davíðsdóttir lagði leið sína á opnunina og tók listamanninn tali. SVEINN Björns- son heldur upp á sjö- tugsafmæli sitt með óvenjulegum mynd- arbrag. í stað þess að láta nægja að bjóða til afmæli- sveislu heima á Fróni leggur hann undir sig einn þekktasta sýningarsal í Kaup- mannahöfn nú í júní. Sýningin opnaði með pompi og pragt 1. júní í „Den Frie“ við Austurport-braut- arstöðina, skammt frá Kóngsins nýja torgi, sem upp- haflega var reistur af andófshópi í danskri málaralist, sem fann hjá sér hvöt til að rísa gegn geldu veldi akademískra málara. Utan á gamla sýningarskálanum, sem vígður var 1913, hanga nú einkennisstafir Sveins stórum stöfum og líta út eins og þeir hafi verið þarna frá upphafí. Sveinn sýndi einnig að hann fer ekki troðnar slóðir og hef- ur ekki látið sig muna um að skipta um kúrs í málaralistinni. Myndirnar hefur hann ekki sýnt áður og eru þær málaðar undanfarin 22 ár. Við opnunina lék Hlín Erlends- dóttir fiðluleikari, sem er við nám í Þýskalandi og Ólafur Egilsson sendiherra hélt ávarp. Hann sagði það vel viðeigandi að Sveinn héldi afmælissýningu sína einmitt í Kaupmannahöfn, bæði af því hann hefði stundað þar nám og eins af því þar hefði lengi verið áhugi á verkum hans. Ólafur benti á að áður hefðu verk Sveins einkennst af natúralisma, en nú hefði hann látið af honum og tekið stefnuna á óhlutbundna list, þó enn mætti sjá íslenskt landslag gægjast í gegn í litum og áferð myndanna. Kraftinn til að skipta um stíl hefði Sveinn, rétt eins og miklir listamenn á borð við Picasso, sem oftsinnis hefði kúvent. Sýningarskálinn er trébygging, hvítmálaður að innan og með stór- um loftgluggum, sem veita mjúka og góða birtu og Sveinn segist kunna vel við að sjá myndirnaj' í þessu um- hverfi. „Ég er ánægður með að sýna hér. Lýsing- in er betri hérna en nokk- urs staðar á íslandi. Myndirnar eru bara allt öðruvísi hér en heima ... svei mér þá ef þær eru ekki betri. Ljósið er svo fínt, veggirnir og allt húsið. Það er ekki hægt að lýsa því. J.F. Willums- en, sem teiknaði húsið, hefur verið stórsnjall. Það er mikill munur að sýna hér eða á Kjarvals- stöðum. Það er gaman að sýna í Danmörku og ég hef ekki fengið betri dóma annars staðar. Ég hef oft sýnt á galleríum hér og svo á Charlottenborg í gamla daga. Ég þarf svosem ekki lengur að kvarta undan viðtökunum heima, en hérna áður fyrr var mér betur tekið hér en heima. Ég fór ekki að fá góða dóma heima fyrr en eftir að þeir höfðu skrifað vel um mig hér. Kall- inn verður kannski helvíti fínn þeg- ar hann er dauður...“ og Sveinn kímir. Eins og hann segir sjálfur segir hann sína meiningu hreint út, er ekkert að liggja á hlutunum. Og svo málar hann líka eins og honum býr í bijósti, en dregur ekki fjöður yfir að það var erfitt að skipta um stíl. „Ég sá að það gengi ekki að vera alltaf að gera það sama. Áður málaði ég alltaf það sem ég sá, en svo ákvað ég að mála það sem ég sá ekki, það sem var bara mitt. En erfitt var það. Alltaf vildi koma eitthvað annað inn í myndirnar, huldukona eða skip eða eitthvað. Ég mála liti. Allir segja mér að þeir séu íslenskir en ekki danskir. Stöðnun er dauði, eins gott að hætta ef ekkert gerist, eins gott að hengja sig þá í næsta tré. Og ef maður skiptir ekki um stíl fyrir sjötugt hvenær gerir maður það þá ... Júlíana (Sveinsdóttir) frænka, hún breytti sér og fór að mála hreinni liti. Auðvitað þarf áræði og kjark, það er mikið mál að breyta sér. Þetta gat nú Steinn Steinarr gert. En það eru einhver læti í mér, kannski af því ég er alinn upp á togara. Ailt í kringum mig gerist með látum. Þetta er í ættinni, Júl- íana var líka svona ... Ég mála líka eins og bijálæðingur, vil helst ekki hætta fyrr en ég er búinn, en þá er ég líka ánægður og glaður, þó ég þurfi að hafa mikið fyrir því. Hvað gerir það til þó maður þreyt- ist, bara ef maður getur málað mynd. Svona er ég nú gerður." Opnunin var vel sótt og greini- legt að Sveinn á marga vini og velunnara í Kaupmannahöfn. Meðal gesta var Vagn Jensen, lögfræðing- ur og fyrrum skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu danska og þátttakandi í danskri þjóðmálaum- ræðu með bókum sínum um réttar- samfélagið. Hann er 93 ára og son- ur hans Henrik Vagn-Jensen list- málari sá um að hengja sýninguna upp ásamt Sveini. Henrik er mörg- um íslenskum listamönnum að góðu kunnur, því hann hefur oft áður átt þátt í íslenskum sýningum í Dan- mörku, meðal annars í listafélaginu í Lyngby. Og bróðir Henriks, Erik Vagn-Jensen, sem lést í vetur, hef- ur einnig stutt vel við íslenskt lista- líf, því hann var bókaútgefandi og hefur gefið út bækur íslenskra rit- höfunda eins og Thors Vilhjálms- sonar og Einars Más Guðmundsson- ar. Sýningin stendur til 18. júní og á meðan dvelur Sveinn í borginni. Siglir heim með myndirnar á Detti- fossi, rétt eins og hann kom hing- að. Siglir í viku, enda gamall sjó- maður. Hann átti góða ferð, góðir menn um borð, segir hann. Helst að veðrið væri fullgott, bætir hann við kíminn. En rokið og stormurinn er í myndunum, þó þær kunni að virðast gæfar við fyrstu sýn .. . Kvikmynd um stofnun lýðveldis Viðskiptavinir athugið! Þjónustusíminn hefur fengið ný númer: 515 4444 Grœnt númer: 800 4444 ISLA N DSBA N K I NÆSTKOMANDI þriðjudag mun Kvikmyndasafn Islands standa fyrir sýningu á myndinni Stofnun lýðveldis á íslandi, fyrir núverandi og fyrrverandi alþingismenn. Sýn- ipgin mun fara fram í „Sagabíói“ Álfabakka 8, kl. 18. Síðan verður almenningi boðið að sjá myndina ókeypis, en hún verður sýnd í „Sagabíói" frá miðvikudeginum 7. júní til sunnudagsins 11. júní klukk- an, 17.30. Kvikmyndin, sem ekki hefur verið sýnd opinberlega síðan 1952, hefur nú verið endurgerð að til- hlutan forsætisnefndar Alþingis og Kvikmyndasafns íslands. Myndin er um 50 mínútna löng, í lit og með hljóði. Hún fjallar um hátíðarhöldin á Þingvöllum og í Reykjavík 17. og 18. júní 1944. Einnig eru sýndar svipmyndir úr þjóðlífinu frá þessum tíma og myndir af öllum alþingismönnum sem sátu á þingi. Kvikmynd þessi á sér langa og sérkennilega sögu. Þjóðhátíðar- nefnd lýðveldisstofnunar á íslandi stóð fyrir gerð hennar, og fékk hún Kjartan Ó. Bjarnason til að annast kvikmyndatöku. En ásamt honum mynduðu bræðurnir Eðvarð og Vig- fús Sigurgeirssynir. Páll ísólfsson sá um að velja tónlistina en Pétur Pétursson er þulur. Þjóðhátíðar- nefnd undir forystu Alexanders Jó- hannessonar hafði umsjón með eft- irvinnslu hennar. Árið 1994 ákvað forsætisnefnd alþingis undir forystu Salome Þor- kelsdóttur að ráðast í endurgerð myndarinnar. Nefndin hafði þá skoðað myndina hjá Kvikmynda- safni íslands en þar voru varðveitt- ar tvær kópíur af henni. Var safn- inu falið að hafa umsjón með endur- gerðinni. Þar sem ekkert frumefni var í safninu var lögð mikil vinna í að reyna að finna það. Leitað var í Bandaríkjunum, Énglandi og Dan- mörku á öllum þeim stöðum þar sem myndin hafði verið í vinnslu, en án árangurs. Hjá dóttur Kjartans Ó. Bjarnasonar, Auði Kjartansdóttur Mikkelsen sem býr í Danmörku, fannst þó kassi uppi á háalofti sem reyndist hafa að geyma nokkra búta með frumefni úr myndinni. Einnig fundust nokkrir bútar í vörslu Gunnars Vigfússonar ljós- myndara, sonar Vigfúsar Sigur- geirssonar. Bætt var inn í nokkrum mynd- skeiðum frá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. En liann var eini kvik- myndatökumaðurinn sem var einn- ig að mynda á litfilmu á hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.