Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 29 Sjóminjasýning í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu FRÁ Sjóminjasýningunni Island og hafið í SÝNINGARSALNUM í Hafnar- húsinu var opnuð 24. maí síðast- liðinn sýning á munum og mynd- um frá sjósókn íslendinga fyrr og nú. Þór Magnússon þjóðminja- vörður flutti ávarp við opnunina og Hannes Valdimarsson hafnar- stjóri opnaði sýninguna. Ræddu þeir báðir þann möguleika að komið yrði upp fastri sýningu við höfnina um sögu útgerðar í Reykjavík. Flestir munir á sýningunni Is- Iand og hafið voru áður í sjó- minjasal í kjallara Þjóðminja- safnsins, en hann hefur nú verið tekinn undir aðra starfsemi. Meðal stórra sýningargripa sem njóta sín vel í hinum rúmgóða sýningarsal í Hafnarhúsinu er sexæringur, smíðaður í Engey 1912. Þá lét Reykjavíkurhöfn stækka ljósmynd eftir Magnús Olafsson af fisksölutorgi við höfnina árið 1919 og er myndin 21 fm að stærð. Hún myndar viðeigand i baksvið fyrir muni og minjar frá fyrri tíð. Saga siglingar og sjósóknar Á sýningunni eru meðal annars þessi efnisatriði: Landafundir í vestri, skreiðarsala á miðöldum, á opnum bátum í þúsund ár, sjó- mannslif, verbúðir og skinnklæði, hákarlaveiðar og veiðarfæri, skútuöld, lífið er saltfiskur, vélar í bátana, hvalveiðar, síldin kemur, baráttan um fiskimiðin, landhelg- isgæsla, togarabylting, kaupskip- aútgerð, Reykjavíkurhöfn o.fl. Sjávarútvegsráðuneytið, Haf- rannsóknastofnunin, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Stýri- mannaskólinn kynna starfsemi sína. Björn G. Björnsson og Jón Al- ansson safnvörður hönnuðu sýn- inguna, sem er sett upp af Sjó- minjasafni Islands. Sýningin verður opin kl. 13-17 alla daga til áramóta. Aðgangseyrir er 100 kr. fyrir fullorðna. Einleiks- svítur í Hafnar- borg GUNNAR Kvaran sellóleikari heldur einleikstónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, fimmtudag- inn 8. júní kl. 20.30. Þar mun hann leika þrjár einleikssvít- ur eftir J.S. Bach. Tónleik- arnir eru haldnir í samvinnu við myndlistarsýningu sem nú stendur yfir í Hafnarborg og ber heitið „Andinn", stefnu- mót listar og trúar. Þokkafullur og tandurhreinn söngur TONLIST llafnarborg KÓRTÓNLEIKAR Barnakór Hafnarfjarðarkirkju. Kór Hafnarfjarðarkirkju. Stjórn- endur: Brynhildur Auðbjargardótt- ir og Helgi Bragason. Píanóleikari: Ingunn Hildur Hauksdóttir. Fimmtudaginn 1. júní, 1995. IÐKUN tónlistar f kirkjum og þá sérstaklega kórstarf hefur tekið miklum stakkaskiptum sl. áratug, frá því að kórinn sá aðeins um sálma- söng við messur til þess að fengist er við flutning stærri tónverka og jafnvel haldnir sérstakir tónleikar, bæði með trúarlegum og veraldleg- um tónverkum. Seinni árin sérstak- lega hafa barnakórar verið stofnaðir við ýmsar kirkjur, en slíkir sönghóp- ar voru áður fyrr að mestu starfandi við einstaka bamaskóla. Þenslan í iðkun tónlistar helst í hendur við vaxandi hóp vel mennt- aðra tónlistarmanna, er síðan hasla sér völl á ýmsum sviðum tónlistariðk- unar. Þessi mikla þensla í iðkun tón- listar þrýstir á að reist verði tónlist- arhús, svo þeim þúsundum manna, sem iðka tónlist og sækja tónleika, verði búin aðstaða til jafns við aðra menningarþætti samfélagsins, án þess þó að þrengt að þeim, sem þeg- ar eru vel húsaðir. Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju, und- ir stjóm Helga Bragasonar, hóf tón- leikana og söng fjóra söngva eftir frændur vora á Norðurlöndunum. Hljómur kórsins er mjög fallegur og hefur Helgi iagt grunn að góðum söng- hópi, sem mikils má vænta af í fram- tíðinni. Sérstaka athygli vakti Vaaren eftir Grieg, sem var einstaklega fallega sungið. I efnisskrá var prentuð þýðing Þorsteins Gylfasonar á þessu fallega ljóði eftir Vinje og þó kórinn flytti verkið með norskum texta er undirrit- aður viss um að þýðing Þorsteins, sem er einstaklega fallega gerð, fellur full- komlega að söngverki Griegs, sem kórstjómendur og einsöngvarar ættu að taka til athugunar. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, undir stjórn Brynhildar Auðbjargar- dóttur, söng nokkur lög og voru ís- lensku lögin sérlega vel sungin, Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson og Smalastúlkan og Smaladrengurinn eftir Skúla Hall- dórsson. Þrír negrasálmar voru held- ur bragðdaufir og vantaði þar nokk- uð á hrynskerpu þá, sem lífgar þessi einföldu en söngsönnu og tjáningar- ríku lög. Kór Hafnarfjarðarkirkju söng síð- an nokkur íslensk lög, þrjú eftir Frið- rik Bjarnason, Hafnarfjörð, í Hlíðar- endakoti og Abba-labba-lá, þá eitt eftir Pál Isólfsson, Blítt er undir björkunum, og Gamla vísu um vorið, ágætt lag eftir Gunnstein Ólafsson. Þrátt fyrir að þessi lög séu ekki viða- mikil söngverk þarf að syngja þau af þokka og tandurhreint og það gerði kórinn svo sannarlega . Að síð- ustu söng kórinn fimm íslensk þjóð- lög, raddsett af Róbert A. Ottóssyni (Forðum tíð einn brjótur brands), Árna Harðarsyni (Tíminn líður og Feigur Fallandason) og Hjálmari H. Ragnarssyni (Stóðum tvö í túni og Grafskrift Sæmundar Klemensson- ar), allt skemmtilegar raddsetningar, þótt raddsetningin á Stóðum tvö í túni sé'annars undarlega þverstæð við viðkvæmni ljóðsins. Bamakórinn tók síðan við og flutti nokkur af vel þekktum viðfangsefn- um barnakóra og söng þau öll mjög vel, sérstaklega In Monte Oliveti, eftir Padre Martini, vin og velgjörða- mann Mozarts, Á föstudaginn langa eftir Guðrúnu Böðvardóttur og Ó, undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson, Samhljómur sönghópa verður falleg- astur í lögum þar sem lögð er áhersla á liðandi tónferli. Þetta kom greinileg fram í Krummavísu, íslensjtu þjóð- lagi, sem var allt of hratt sungið, svo að börnin náðu ekki að láta tónana hljóma. Tvö síðustu lögin, Til þín Drottinn og Heyr himnasmiður, bæði eftir Þorkel Sigurbjörnsson, voru mjög fallega sungin en i því síðara skiptust kórarnir á að syngja þessa söngperlu eftir Þorkel. I heild voru þetta góðir tónleikar, þar sem fallega var sungið og verður fróðlegt að fylgjast með starfi þessara sönghópa í framtíðinni. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.