Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 31 AÐSEMDAR GREINAR Róðradaga- kerfi leitt í lög SNOFURMANN- LEGRI fyrstu umræðú um frumvörp ríkis- stjómarinnar um stjórn fiskveiða er lokið. Ýmislegt leiddi hún í ljós. Engan skyidi undra að stjórnarand- staðan héldi uppi harðri gagnrýni á frumvörpin. Það er hennar hlutverk. Athygli vekur hins veg- ar hugmyndafátæktin sem birtist af þeim væng. Núverandi bannda- gakerfi gerir ráð fyrir því að fari afli yfir til- tekið hámark, 21.500 tonn, aukist fjöldi banndaga. Aflinn á þessu fiskveiðiári fer langt umfram þá áætlun. Þess vegna blasir við á næsta fiskveiðiári Alþýðuflokkurinn vill í upphafi, segir Einar K. Guðfinnsson, aðeins leggja auðlindaskatt - veiðileyfagjald - á bátaútgerðina'en engan annan. geigvænleg fjölgun banndaga að óbreyttum lögum. Ef menn ætla að afstýra því á grundvelli núverandi banndagakerfis þarf áð stórauka aflaheimildir krókaleyfisbáta strax á næsta ári. Enginn þingmaður sem talaði í fyrstu umræðu lagði til aukn- ar aflaheimildir í þorski á næsta ári. Hvað þá að slík aukr.ing tynni til krókaieyfisbáta sérstaklega. Kratar vilja bara leggja auðlindaskatt á bátaútgerðina Fram kom þó í umræðunni að Alþýðuflokkurinn telur að þegar aflaheimildir í þorski verði auknar, til dæmis eftir tvö eða þtjú ár eigi þær ekki að renna til frystiskipa heldur til bátaflotans; alls ekki þó Einar K. Guðfinnsson sérstakiega til króka- leyfisbáta. Hitt var ekki síður athyglisvert, að í um- ræðunni var rifjað upp að Alþýðuflokkurinn vill að ríkið selji útgerð- armönnum þær afla- heimildir sem við bæt- ast þegar þorskafli eykst að nýju. Það verði upphafið að víðtækari auðlindaskatti. Miðað við það að auknar afla- heimildir renni einungis til bátaútgerðarinnar og að ríkið selji hana til útgerðanna, er sjáv- arútvegsstefna Alþýðu- flokksins að fá á sig nýja mynd og skýra. Alþýðuflokkur- inn vili í upphafi bara leggja auð- lindaskatt, veiðileyfagjald, á bátaút- gerðina í landinu en engan annan. Þetta eru vissulega stórtíðindi. Róðradagakerfi - ekki spurning um hvort það verði heldur hvenær Að öðru leyti er ástæða til þess að undirstrika að frumvarp ríkis- stjórnarinnar um fiskveiðistjórnun smábáta felur í sér fyrirheit um að komið verði á svokölluðu róðradaga- kerfi, þar sem útgerðir og skipstjórar krókaleyfisbáta fái vald til þess að velja sjálfir þá daga sem þeir sækja sjóinn. Þetta hefur ætíð verið frum- krafa Landssambands smábátaeig- enda. Nú er búið að setja fram í fonni frumvarps ríkisstjórnarinnar að þetta skuii gert. Það er með öðrum orðum ekki lengur spuming um hvort að slíkt kerfi verði lögfest heldur hvenær. Upplýsingar síðustu daga benda til þess að það geti gerst fyrr en síð- ar. Það er afar þýðingarmikið að því máli sé hraðað svo sem kostur er. Til þess er líka ríkur pólitískur vilji innan stjórnarflokkanna og var í rauninni forsenda fyrir því pólitíska samkomulagi sem varð innan þeirra um sjávarútvegsfrumvörpin. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum. Ólán Ingólfs INGÓLFI Arnarsyni, landnámsmanninum, sem sagan segir að siglt hafi út til Islands vegna skattheimtuyfir- gangs norskra kon- unga var reist stytta á Arnarhóli í Reykjavík. Styttan er nú um- kringd oginberum byggingum. A hægri hönd er Seðlabanki rík- isins en myntin sem hann gefur út hefir rýrnað um 99,9% frá 1960 sem slær öll fyrri met norrænna konunga í útþynningu. Að baki Ingólfs er sjálft fjármálaráðuneytið en það var einmitt slík sjoppa sem hann vildi forðast með sigl- ingu á opnum báti yfir Norður-Atlantshafið. . Á vinstri hönd er þjón- Mikil umsvif hins opin- bera kosta launþega, að mati Glúms Jóns Björnssonar, hvorki meira né minna 43,8% af tekjum þeirra. ustumiðstöð ríkisverð- bréfa sem selur ávisanir á skattgreiðendur framtíðarinnar. Fyrir horn gægjast svo stjórnarráð, ríkis- leikhús, ýmis ráðuneyti ríkisins, reiknistofur ríkisins, eitt ríkisbóka- safn og tómar bíla- geymslur borgarstjórn- ar. Þetta ólán lándnem- ans er einkennandi fyrir Glúniur Jón hin miklu umsvif hins Björnsson opinbera hér á landi, en fyrir þau greiða skatt- greiðendur 43,8% af tekjum sínum þannig að segja má að vikan sem nú er að líða sé sú síðasta á þessu ári sem menn eru eingöngu að vinna fyrir hið opinbera, ef marka má tölur úr riti Þjóð- hagsstofnunar, Búskap hins opinbera, frá því í mars 1995, og Hagtölum mánaðarins. Ungt sjálfstæðisfólk í Reykjavík vill af þessu tilefni vekja athygli fólks á laugardeginum 10. júní, Skatta- deginum, með þeirri ósk að útsýni af Arnarhóli megi í framtíðinni hæfa betur manninum sem þar var reist stytta. Höfundur er gjaldkeri Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Rcylíjavik. Nýtt útbob ríkissjóbs mibvikudaginn 7. júní ECU-tengd spariskírteini ríkissjóbs l.fl. D Útgáfudagur Lánstími Gjalddagi Grunngengi ECU Nafnvextir Einingar bréfa Skráning: Viðskiptavaki 1995, 5 ár. : 1. febrúar 1995 : 5 ár : 10. febrúar 2000 : Kr. 83,56 : 8,00% fastir : 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. : Skráð á Verðbréfa- þingi íslands Seðlabanki íslands Verðtryggb spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1995, 5 og 10 ár. Útgáfudagur: 1. febrúar 1995 Lánstími: 5 ár og 10 ár Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 2000 10 ár: 10. apríl 2005 Grunnvísitala: 3396 Nafnvextir: 4,50% fastir Einingar bréfa: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.0Ö0, 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Verðbréfa- þingi Islands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Aöilum að Verðbréfaþingi íslands, sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og Þjónustumiöstöð ríkisverðbréfa, gefst einum kostur á að gera tilboð í skírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ofangreind spariskírteini eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboö í spariskírteini þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 miövikudaginn 7. júní.'Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. BYKO HF, pósthólf 40, 202 Kópavogi J Sími 515-4000 Pjónusta viö landsbyggðina (grænt númer) Æ Sími 800-4000 Verslun Breiddinni Kópavogi Jj Almenn afgreiðsla 515-4001 • Áhaldaleigan Hörkutól 515-4020 Hólf og Gólf 515-4030 Lagnadeild 515-4040 Fax 515-4099 Timbursala Breiddinni Kópavogi A Almenn afgreiðsla 515-4100 ■ Gluggar og hurðir 515-4120 Fax 515-4119 Byggingaráðgjöf 515-4130 Skrifstofa timbursölu 515-4135 Fax 515-4149 Skrifstofa Breiddinni Kópavogi Jk - Skiptiborð 515-4000 - • i ,■ Fax 515-4199 Verslun Reykjanesbraut Hafnarfirði A Almenn afgreiðsla 555-4411 ■ . ■: r 4 4 Timbursala Áhaldaleigan Hörkutól 555-2870 555-4519 555-4411 Fax 565-2188 Verslun Hringbraut Reykjavík Almenn afgreiðsla Áhaldaleigan Hörkutól Fax w Almenn afgreiðsla Fax Byggt og Búiö Kringlunn 562-9400 562-9400 562-9414 568-9400 588-8293 BYKO Þar sem fagmennirnir versla..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.