Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
L AND VINNIN GAR
ÞEKKING íslendinga í sjávarútvegi er afar dýr-
mæt. Landvinningar íslendinga í fjarlægum
löndum, með þekkinguna sem helstu söluvöru, geta
átt eftir að skila fyrirtækjunum, sem í slíka landvinn-
inga ráðast, umtalsverðum arði, sem gagnast mun
þjóðarbúinu öllu.
í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag var
fróðleg úttekt, þar sem rætt var við forsvarsmenn
tveggja stórra íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um
reynslu þeirra af samstarfi við erlend fyrirtæki í
sjávarútvegi, þar sem þeir lýstu bæði því sem vel
hefur tekist og því sem miður hefur gengið. Þeir
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., og Gunn-
ar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa
hf., eru ekki í nokkrum vafa um, að þrátt fyrir mikla
byijunarörðugleika á þessu sviði hafi fengizt ómetan-
leg reynsla, sem nýtast muni báðum fyrirtækjum,
þegar til framtíðar er horft.
Það eru rétt þijú ár liðin frá því að Grandi hf.
festi kaup á 22% hlut í Friosur í Chile, sem er eitt
stærsta fyrirtæki landsins í vinnslu og veiðum. Ljóst
er af lýsingum Brynjólfs á starfseminni í Chile þessi
þijú ár, að báðir aðilar hafa lært af hinum og lært
að starfa saman.
íslenzkra áhrifa gætir nú á margan hátt í rekstri
fyrirtækisins, t.d. að því leyti, að Chile-menn skilja
betur nauðsyn þess að nýta vel þá dýru fjárfestingu,
sem bundin er í fiskiskipum.
Brynjólfur Bjarnason telur reynslu Granda hf. af
samstarfinu við Friosur sýna, að íslendingar séu
mjög framarlega í fiskveiðum, fiskveiðistjórn, og
sölumálum í heiminum. Starfsmenn Granda hf. hafi
lagt fram þekkingu og reynslu sem Chile-búum hafi
komið að góðum notum. „Við eigum tvímælalaust
að halda áfram á þessari braut og verða heimshöndl-
arar með fisk,“ segir Brynjólfur.
Gunnar Ragnars bendir á, að endurskipulagning
og rekstur Mecklenburger Hochseefischerei, sem ÚA
eignaðist stóran hlut í fyrir rúmum tveimur árum,
hafi verið afar erfið og kostnaðarsöm. Hann gerir
sér vonir um, að verstu erfiðleikarnir séu að baki,
enda sé búið að gjörbreyta rekstrinum.
Það er rétt sem fram kemur hjá báðum þessum
forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja í sjávarútyegi,
að þegar samstai;f sem þetta er hafið, við fyrirtæki
í öðrum löndum, hvort sem er í Þýskalandi eða á
jafnfjarlægum slóðum og í Suður-Ameríku, hljóta
byijunarörðugleikarnir að vera margvíslegir.
Því er það sérstakt fagnaðarefni, að þeir örðugleik-
ar virðast á mörgum sviðum vera að baki og vonir
standa til að fyrirtækin fari nú að uppskera ávöxtinn
af fjárfestingum og mikilli vinnu í þijú ár.
Það er einnig ánægjuefni, að á þessu sviði, sem
svo mörgum öðrum, þegar íslenzk fyrirtæki ráðast
í landvinninga erlendis, er eins og slíkt starf hafi
keðjuverkandi áhrif, öðrum íslenzkum fyrirtækjum
til góðs. Nægir í þeim efnum að nefna, að netagerðar-
menn á vegum Hampiðjunnar hafa verið í Chile, þar
sem reynd eru ný veiðarfæri, sem síðan geta fært
íslenzkum veiðarfæraframleiðendum aukin verkefni.
Auðvitað er það svo, þegar um brautryðjandastarf
er að ræða, að brautin verður ekki rudd án þess að
um einhver áföll verði að ræða. Það hafa bæði Grandi
hf. og ÚA fengið að reyna undanfarin þrjú ár. Það
krefst kjarks og í því er fólgin áhætta að taka þátt
í atvinnurekstri á fjarlægum slóðum. Bæði Grandi
hf. og ÚA hafa með miklu starfi undanfarin þijú
ár, sýnt að fyrirtækin, starfsmenn þeirra og stjórn-
endur búa yfir því áræði sem til þarf, til þess að
fara ótroðnar slóðir. Þau hafa einnig sýnt fram á,
að tækifærin leynast ótrúlega víða — tækifæri, sem
fleiri eiga ugglaust eftir að notfæra sér áður en langt
um líður.
Talið að rúm vika muni líða þar til flóðin í Mjösa ná hámarki
SANDSEKKJUM var flogið inn til Hamar á sunnudag. Trond Rusten bindur vonir við að þeir muni geta haldið
vatninu frá heimili hans en það kemur vart í ljós fyrr en eftir viku.
Biðin er verst
Morgunblaðið/Kristinn
SYSTURNAR Guðbjörg Birna og Erna Bragadætur segja fólk orðið
nær ónæmt fyrir flóðafréttunum, nema þeim sem snerti heimabæi
þeirra eða bæi vina og vandamanna.
íbúar flóðasvæðanna í
Noregi eiga margir
hverjir erfítt með að trúa
þvi sem er að gerast,
segir Urður Gunnars-
dóttir sem ræddi við
íbúa í bænum Hamar
STEMMNINGIN hér er óraun-
veruleg, ef segja má svo.
Vatnið hefur stigið hægt og
stígandi en það var ekki fyrr en í
gær og í dag (mánudag) sem fólk
er að gera sér grein fyrir því sem
getur gerst,“ segir Ema Bragadóttir,
sem býr í Hamar við Mjösa ásamt
manni og tveimur bömum. Ejölskyld-
an þarf ekki að rýma hús sitt en
þaðan er þó ekki nema fárra mínútna
gangur að Víkingaskipinu, vetr-
aríþróttahöllinni í Hamar, sem reist
var í tengslum við Ólympíuleikana
og Norðmenn em svo stoltir af. Vatn-
ið í Mjösa nær nú að byggingunni
og byijað er að fljóta inn í kjallarann
á henni. Ekki er búist við að flóðin
í Mjösa nái hámarki fyrr en eftir
rúma viku.
Systir Ernu, Guðbjörg Birna, sem
býr í Flisa sem stendur við Glommu,
var í heimsókn í Hamar. Hún þurfti
ekki að rýma hús sitt er áin braust
í gegnum bæinn og nágrenni. Segir
Guðbjörg Bima að fólk hafi verið
ótrúlega rólegt, það hafí ekki trúað
því sem var að gerast. „Þegar flæddi
í Flisa og í nágrenni bæjarins, gerð-
ist það hins vegar svo hratt að marg-
ir áttu fótum fjör að launa, t.d. ung
móðir, sem gat ekkert tekið með sér
handa baminu nema barnavagninn,
svo fljótt hækkaði vatnsyfírborðið,“
segir Guðbjörg Birna, sem tók á
móti konunni hjá félagsmálastofnun-
inni í bænum. Atburðarásin nú er
hins vegar ekki eins dramatísk, held-
ur hækkar vatnsyfírborðið hægt og
sígandi.
Söfnákaf?
Töluvert hefur hækkað í Mjösa,
vatnið sleikir víða vegarbrúnir og
nær upp að þeim húsum sem næst
vatninu standa. Hætta er á að mið-
bær Hamar fari undir vatn og hafa
verið reist mikil virki úr sandpokum
til að draga úr flóðunum í miðbænum
og eftir strandlengjunni. Þar eru
nokkur söfn, m.a. járnbrautasafn og
byggðasafn þar sem komið hefur
verið fyrir húsum og kofum sem
norskir landnemar byggðu í Ameríku
á öldinni sem leið. Hætta er talin á
að allt þetta fari undir vatn.
Fyllir kjallarann af hreinu vatni
Einn þeirra sem hefur búið sig
undir það versta, er Trond Rusten.
Hann byggði hús sitt niður við vatn-
ið fyrir átta ámm og hefur verið
varaður við því að líklega muni kjall-
arinn fyllast af vatni og ef illa fer,
nái það upp á fyrstu hæð. Herinn
flaug með nokkur hundruð kílóa
sandsekki að húsi Rustens og ná-
grannahúsunum á sunnudag.
„Það var einkennileg tilfinning að
liggja í sólbaði óg horfa á hermenn-
ina þræla við að koma varnargarðin-
um upp. Sjálfur var ég búinn að
tæma kjallarann og því er ekkert
annað að gera en bíða. Best er að
hafa eitthvað fyrir stafni, það er bið-
in sem er verst,“ segir Rusten.
Hann var við flóðum búinn er
hann byggði húsið og er steypan í
grunninum sérstaklega blönduð með
tilliti til þess að vatn sígi ekki í gegn-
um hana. Þá hefur kunningi Rustens
ráðlagt honum að fylla kjallarann
af hreinu vatni, byiji að flæða inn,
því af tvennu illu, sé betra að fá
hreint vatn inn en skólpblandað vatn-
ið úr Mjösa.
Fótboltinn víkur
Morgunblaðið/Kristinn
TEITUR Þórðarson, þjálfari fót-
boltaliðs Lilleström, kemst ekki
inn í miðbæ bæjarins, þrátt fyrir
að hann sé þekkt andlit. Það
kemur þó ekki að sök þar sem
fótboltavöllurinn stendur utan
flóðasvæðisins, sem er lokað
óviðkomandi. Ekki mun flæða
inn á völiinn en um helmingur
leikmanna liðsins hefur orðið að
tæma hús sin og fjórir búa á
svæði sem verið getur að verði
rýmt.
Hætt er við að fótboltinn verði
að víkja fyrir öðrum og mikilvæg-
ari hlutum, því liðið vann hörð-
um höndum alla helgina að því
aðstoða þá sem búa á flóðasvæð-
inu við að tæma hús sín, að sögn
Teits. Einum leik hefur þegar
verið frestað vegna flóðanna en
á sunnudaginn á að fara fram
leikur við Iið Hamar, á vellinum
í Lilleström. Því hefur verið spáð
að þá verði flóðið í hámarki í
bænum. „Það er mikill skjálfti í
bæjarbúum vegna leiksins. Sum-
ir telja að ekki eigi að spila fót-
bolta þegar allt sé að fara á kaf
í miðbænum, því enginn muni
mæta. Aðrir te\ja að gott sé að
dreifa huganum frá flóðunum
með því að fara á leikinn. Þá
má ekki gleyma því að spenna
er á milli bæjarfélaganna. Talað
hefur verið um það að „fórna“
þurfi öðrum hvorum bænum þar
sem stífla er miðja vegu á milli
þeirra og ákveða verður hvort
láta á vatnsyfirborðið i Mjösa,
sem Hamar stendur við, hækka
enn frekar, eða hleypa vatninu
niður í Öyaren, sem Lilleström
stendur við. Flóðin hafa því heil-
mikil áhrif á fótboltann."
HEILBRIGÐISMÁL
Reglum um hlutdeild al-
mannatrygginga í
lyfjaverði hefur verið
breytt oftar en einu sinni
undanfarin ár, til að ná fram
sparnaði. Árið 1991 var þeim
lyfjaflokkum, sem Trygg-
ingastofnun ríkisins greiðir
að fullu, fækkað verulega og
fjölgað þeim fiokkum sem
Tryggingastofnun greiðir
ekki, s.s. svefnlyf og sýklalyf.
Gefinn var út svokallaður
bestukaupalisti, þar sem
skráð voru ódýrustu sam-
bærileg lyf. Sjúklingar
greiddu lægra fastagjald en
ella, ef lyf á bestukaupalista
var valið.
Ári síðar var fastagjaldið
fellt niður, en í þess stað var
ákveðið að sjúklingar greiddu
hlutfall kostnaðar. Samhliða
var læknum gert að merkja
við á lyfseðla hvort afgreiða
mætti ódýrara samheitalyf,
eða hvort ekki mætti víkja frá
afgreiðslu þess lyfs sem þeir
ávísuðu, svokallað R/S kerfi.
Þá gaf nýtt form lyfseðlis
kost á allt að fjórum af-
greiðslum á sama lyfseðil,
sem sparaði sjúklingi ferðir
til læknis og dreifði greiðslum
fyrir lyf á lengra tímabil.
Nú hafa heilbrigðisyfírvöld
ákveðið að fara sömu leið og
Danir og Svíar, þ.e. gefa út
lista yfir viðmiðunarverð
lyfja. Viðmiðunarverðið er
fundið út frá ódýrustu sam-
svarandi samheitapakkning-
unni, að viðbættum 5%.
Greiðsluþátttaka almanna-
trygginga miðast við þá upp-
hæð og verður óbreytt frá því
sem nú er fyrir þær pakkn-
ingar, sem eru undir viðmið-
unarverði. Hins vegar er gert
ráð fyrir að sjúklingar greiði
þann mismun sem er á verði
dýrari pakkninga og viðmið-
unarverðsins. Sjúklingur tek-
ur sjálfur ákvörðun um hvort
dýrari eða ódýrari kostur er
valinn, nema í þeim tilvikum
þar sem læknir hefur ritað R
með hring utan um fyrir aftan
heiti lyfsins á lyfseðlinum.
Sigurbjörn Sveinsson, formað-
ur Félags íslenskra heimilis-
lækna, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann teldi þetta
merkilega tilraun, enda heilbrigð-
ara að ríkið greiddi ákveðið verð,
en ekki hlutfall af verði dýrari
lyfja.
Eggert Sigfússon, deildarstjóri
lyfjamáladeildar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins,
sagð[að fyrri reglan hafi gert ráð
fyrir að læknar merktu á lyfseðla
með S eða R, eftir því hvort þeir
voru samþykkir því að ódýrara
samheitalyf væri afgreitt eða
ekki.
„Sú regla reyndist ekki nægi-
lega haldgóð og þrátt fyrir tt-
rekaðar ábendingar frá ráðuneyt-
inu og Tryggingastofnun tókst
ekki að koma því í nógu gott
horf. Það er erfitt að segja hver
ástæðan var, en við vildum fara
þessa leið, sem er búið að reyna
í nágrannalöndunum. Þá greiðir
sjúklingur jafn mikið og áður í
ódýrasta lyfinu, en vilji hann samt
sem áður dýrara lyf verður hann
að bera kostnaðaraukann sjálfur.
Vafaatriðum í sambandi við þessa
skiptimöguleika, að fá ódýrari lyf
en ávísað er á, verður eytt á þenn-
an hátt. Gefínn verður út viðmið-
unarlisti, sem læknar, sérfræð-
ingar og lyfjaframleið- ---------
endur eru búnir að fara
yfir og gera sínar at-
hugasemdir við.“
A viðmiðunarlistan-
um verða þau lyf, sem
allir ofangreindir aðilar eru sam-
mála um að séu fyllilega sam-
bærileg að gæðum, í sama formi,
t.d. töflur, af sama styrkleika, í
Yiðmiðunar-
listi lækki
lyfjakostnað
Reglum um hlutdeild almannatrygginga í
lyfjakostnaði verður breytt á næstunni.
Lyfjafræðingum verður skylt að kynna fyr-
ir sjúklingum þá kosti sem bjóðast í af-
greiðslu lyfja. Tekið verður upp viðmiðunar-
verð lyfja og er stefnt að því að sú viðmið-
un lækki lyfjakostnað. Ragnhildur Sverr-
isdóttir kynnti sér fyrirhugaðar breytingar.
Ríki og sjúk-
língar spara
140 millj.áári
jafn stórum pakkningum. Eggert
sagði að listinn næði aðeins til
þeirra lyfja, þar sem fleiri sam-
bærilegar tegundir
stæðu til boða. „Það er
erfítt að reikna út
sparnaðinn, en við höf-
_______ um giskað á að ef allir
hefðu nýtt sér þau lyf
sem ódýrust verða á viðmiðunar-
lista þá hefði kostnaður Trygg-
ingastofnunar verið 60-70 millj-
ónum lægri á síðasta ári. Sparn-
aður sjúklinga hefði verið svipað-
ur. Þetta ætti því að vega upp á
móti hærri hlutdeild sjúklinga í
lyfjakostnaði undanfarin ________
ár.“
Lyfjaframleiðendur
hafa gagnrýnt aðgerðir
yfirvalda til að lækka
lyfjaverð, því framleið-
Eggert sagði að framleið-
endur hefðu nokkuð til síns
máls, en yfírvöld notfærðu sér
samkeppnina og vildu tak-
marka greiðslur almanna-
trygginga við ódýrasta kost-
inn hveiju sinni. Hvort slíkt
væri réttlátt gagnvart frum-
framleiðendum væri svo önn-
ur saga, en á meðan Trygg-
ingastofnun greiddi að með-
altali um 70% af lyfjaverði
væri eðlilegt að hún hefði eitt-
hvað um það að segja hvernig
þeim peningum væri varið.
Eggert Sigfússon sagði að
lyfjakostnaður hefði lækkað
undanfarin ár. „Kostnaðar-
hlutdeild almennings hefur
aukist úr um 18% af lyfja-
kostnaði og upp í 30-32%.
Heildaráhrifín, frá því að far-
ið var að stokka upp árið
1991 eru hins vegar þau að
kostnaðaraukning ríkisins,
sem búast mátti við miðað við
þróun síðustu 10 ára þar á
undan, varð ekki. Áratug fyr-
ir breytingarnar hækkaði
kostnaður Tryggingastofnun-
ar vegna hlutdeildar í lyfja-
kostnaði um 13% á ári. Þetta
stafaði af bættri þjónustu,
breyttri meðferð og nýrri lyfj-
um. Þessa hækkun tókst að
stöðva að mestu og Trygg-
ingastofnun hefur nú búið við
svipaðar kostnaðartölur und-
anfarin ár.“
Eggert sagði að þegar að
breytingunum liði, þann 1.
ágúst, myndi Trygginga-
stofnun kynna þær fyrir al-
menningi.
„Ég hef talið árum saman
að þetta væri vænlegasti
kosturinn til að spara í lyfja-
verði," sagði Sigurbjörn
Sveinsson, formaður Félags
íslenskra heimilislækna. „Svo
framarlega sem lyf stenst
gæðakröfur sé ég ekki ástæðu
til að ríkið greiði ákveðið hlut-
fall af dýrari lyfjum, eins og
verið hefur, eftir ákvörðun
lækna eða sjúklinga. Það er
heilbrigðara að ríkið borgi
fast verð fyrir ákveðin lyf.“
Sigurbjöm sagði að í raun
væri ekki verið að taka valið um
hvaða lyf væri ávísað á frá lækn-
um og flytja það til lyfjafræð-
inga. „Þessu vali er vísað til sjúkl-
ingsins. Lyfjafræðingurinn upp-
lýsir sjúklinginn um að hann eigi
kost á ódýrara lyfí en læknir
hefur ávísað 4 og það ætti auðvit-
að að vera óskráð regla. Ég tel
mjög mikilvægt að gera þessa
tilraun og hef árum saman talið
þetta vænlegustu leiðina til að
spara í lyfjakostnaði."
Guðmundur Reykjalín, fram-
kvæmdastjóri Apótekarafélags
íslands, sagði að nú væri gert ráð
fyrir auknu hlutverki lyfjafræð-
inga, sem yrði gert að kynna
fyrir sjúklingum þá möguleika
sem bjóðast þegar ávísað er lyfí
og samheitalyf þess skráð.
„Ef læknar hafa ávísað á ódýr-
ari lyf þá hafa lyfjafræðingar
farið yfir þetta með sjúklingum
og afgreitt það sem ódýrara er,
en sambærilegt. Breytingin nú
er ákveðin tilfærsla og það gætu
komið upp ýmis vandkvæði í byij-
un. Þar má nefna, að ef einhver
sækir lyf í apótekið fyrir sjúkling,
þá verður hann að taka ákvörðun
um það fyrir hönd sjúklingsins
hvaða lyf á að afgreiða. Þá hljóta
lyfjafræðingar að þurfa að bíða
með að afgreiða símalyfseðla þar
_________________ til sjúklingarnir koma
Vænlegasta að ®æH» ^ og- það
fram sparnaði ars stagari þar sem
viðmiðunarlistar
eru
endur, sem hafí borið allan kostn-
að af þróun lyfs verði að keppa
í verði við ódýrar eftirlíkingar
annarra.
notaðir, hefur hins vegar orðið
sú, að dýrari lyf hafa lækkað
með tímanum og því náðst um-
talsverður sparnaður."