Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 37
Halldóra Valg. Steinsdóttir.
JACOB*S
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7 JÚNÍ 1995 37*-
MINNINGAR
ÓLÖFÍSFELD
+ Þórunn Ólöf Kristjánsdóttir
ísfeld fæddist í Húsavík
eystri 6. apríi 1916. Hún lést á
Droplaugarstöðum 29. maí síð-
astliðinn og var útför hennar
gerð frá Fossvogskirkju 2. maí
sl.
Ó blessuð stund, er sérhver rún er ráðin
og raunaspurning, sem mér duldist hér,
og ég sé vel, að viskan tóm og náðin
því veldur, að ei meira sagt er oss.
(Matthías Jochumsson)
Þegar ættingjar og samferðafólk
kveðja þessa jarðvist reikar hugur-
inn gjarnan til baka hjá okkur sem
eftir stöndum og erum full þakklæt-
is fyrir þau forréttindi að eiga þá
að í Iífsgöngunni.
Það má með sanni segja um hana
Ólöfu ísfeld, eða Ollu eins og hún
var jafnan kölluð, að hún var góður
og sérlega glaður vinur. Kynni okk-
ar hjóna af nágrönnum okkar í
Safamýrinni, Ólöfu ísfeld og Krist-
jáni Benediktssyni ásamt fleiri ný-
byggjendum í götunni, urðu góð og
náin. Börn Ollu og Stjána, þau Ein-
ar, Rafn og Margrét, voru þá orðin
stálpuð og myndarlegir afkomendur
þeirra hjóna, en það breytti ekki
því að öll litlu nágrannabörnin voru
ávallt velkomin hvenær dags sem
var. Þau voru ekki öll orðin há í
loftinu þegar þau paufuðust upp til
þessarar ágætu fjölskyldu. Það var
nú þannig á þessum árum að ekki
voru öll heimili komin með sjón-
varp, en það var komið hjá Ollu og
Stjána. Þar fyrir utan átti Olla
ávallt eitthvað í sísvanga munna
og árla á laugardagsmorgnum var
mættur nokkur hópur nágranna-
barna til að fá að horfa á barnaþátt
í svokölluðu kanasjónvarpi, en þá
var ekki um aðrar sjónvarpsstöðvar
að ræða. Það var ekki laust við að
undirrituð væri farin að afsaka slík-
an átroðning, en þegar það var
nefnt var Ollu skemmt, hvað börnin
eru svo jjúf, þægileg og ánægð, var
svarið frá henni, þetta var bara
sjálfsagt. Þau muna líka vel um-
hyggjuna og glaðværðina er ein-
kenndu húsráðendur og börnin
þeirra Ollu og Stjána.
Nú þegar ég sit hér og læt þess-
ar línur á blað er eins og hjá renni
í sjóði minninganna myndband af
ýmsum uppákomum og ánægju-
stundum frá nábýlisárunum. Þegar
við ljölskyldan flytjum okkur svo
upp fyrir Elliðaár hélst samband
við þau ágætu hjón áfram og ávallt
er hist var eða símtal saman átt
var Stjáni vanur að spyija: „Hvern-
ig hafið þið það svo þarna í sveit-
inni, telpa mín?“ Þetta var svo vina-
legt eins og honum einum var lag-
ið. Svo líða árin og stijálla verður
um samverustundir en þráðurinn
hélst, og oftast fyrir kosningadag
var það fastur liður hjá Stjána að
hafa samband við mig til að ræða
málin, og helst að vinna með honum
á kosningaskrifstofunni. Urðu að
vera pottþétt rök fyrir að slíkt væri
ekki hægt, en það varð nú oftar
raunin að ég fór, því þau hjón áttu
það og margt annað inni að jáyrði
fengist. Hún Olla var ekki í einu
né neinu hálfmolla við það sem hún
tók sér fyrir hendur, svo sem að
útbúa miklar og tímafrekar veislur
fyrir ættingja, vini og vandamenn
út um allan bæ. Bakkelsið hennar
Ollu var listaverk í orðsins fyllstu
merkingu, en það var ekki hennar
stfll að tala um hjálpsemi eða smá
viðvik fyrir náungann. Olla hafði
ætíð lag á að sjá spaugilegu hliðarn-
ar á flestum atvikum sem aðrir voru
kannski að býsnast yfir, þótt lífið
hafi ekki alltaf farið mjúkum hönd-
um um hana.
Þeim hjónum var það þung raun
að sjá á eftir Einari syni sínum í
blóma lífsins frá konu og börnum.
Olla og Stjáni flytja úr Safamýrinni
yfír á lláaleitisbraut og búa sér
áfram ákaflega fallegt heimili, en
það voru þung áföll er þau hjón
veikjast og geta ekki verið sjálfum
sér nóg. Olla fékk þó verið heima
um nokkurt skeið þótt þróttur væri
ekki sá sami og áður, en hún var
•wrjiís
svo lánsöm í veikindastríði þeirra
og eftir að hennar ástfólgni eigin-
maður lést að geta verið áfram á
sínu heimili og notið aðstoðar góðs
fólks, Rafns sonar síns og tengda-
dóttur Hrafnhildar að ógleymdri
umhyggju Margrétar dóttur sinnar
þótt hún búi erlendis með sína fjöl-
skyldu. Eftir að hún varð ein naut
hún heimsókna til þeirra.
Hún Olla var þakklát fyrir alla
þá aðstoð og umhyggju sem henni
var veitt og hún ljómaði þegar hún
sagði að barnabörnin væru svo ynd-
isleg og kæmu oft til sín daglega,
og svo fannst henni gott að fara í
Múlabæ dag og dag. En svo kom
að því að hún hafði ekki lengur
getu eða aðstöðu til að dvelja heima
og fór á Droplaugarstaði. Það var
dapurt að sjá þessa brosmildu og
góðu konu svo sjúka sem hún var,
en þrátt fyrir það var hún jákvæð
eins og ævinlega og sagði alla sér
svo góða á staðnum, og meira að
segja eru þær að hjálpa mér að
grenna mig, hvemig fínnst þér það,
sagði hún, stóð upp og hló dátt. Svo
bætti hún við að það væri allt í lagi
fyrir okkur báðar að missa aðeins
meira. Jú, ég var sammála henni,
því margoft var verið að tala um
aukakílóin okkar fyrr og síðar. Þeg-
ar ég kvaddi hana síðast í vistlegum
húsakynnum Droplaugarstaða varð
mér á orði, við sjáum til, ég kíki á
vigtina áður en ég kem næst, Olla
mín. Hún hló og sagði brosandi, já
gott, gerðu það.
Við kveðjum Ollu með þakklæti
fyrir hlýjuna og gleðina sem hún lét
okkur í té. Blessuð sé minning
mætrar konu.
Ó blessuð stund, er hátt í himinsölum
minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá.
Og við um okkar ævi saman tölum,
sem eins og skuggi þá er liðin hjá.
(M. Jochumsson)
Innilegar samúðarkveðjur til
barna, tengdabarna og barnabarna.
KPMG Endurskoðun hf.
Endurskoöun
Reikningsskil
Rekstrarráögjöf
Skattaráögjöf
Lögfræöiþjónusta
Við viljum vekja athygli á nýjum og breyttum
símanúmerum á skrifstofum okkar
Símanúmer Myndsendir
Reykjavík 533 5555 533 5550
Hafnarfjörður 565 1233 565 1212
Selfoss 482 1822 482 2582
Egilsstaðir 471 1112 471 2201
Sauðárkrókur 453 6070 453 6171
Borgarnes 437 1755 437 1595
Endurskoðun Akureyri hf.:
Akureyri 462 6600 462 6601
Dalvík 466 1318 466 3183