Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MIIMNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
UNNUR
EIRÍKSDÓTTIR
alla fram til vandaðrar
framleiðslu, enda var
Feldur hf. viðurkennt
fyrirtæki fyrir vand-
aða og góða fram-
leiðslu.
Unnur stofnaði sitt
eigið fyrirtæki Feld-
skerann. Hún rak
fyrirtæki sitt í áratugi
í eigin húsnæði á
Skólavörðustíg 18. Er
Unnur hætti rekstri
sínum ákvað hún að
gefa verkstæði sitt til
Arbæjarsafns. Inni-
hald gjafarinnar voru
allar vélar og áhöld hennar til feld-
skurðar, ásamt innréttingum og
fl. Gjöf Jiennar bíður nú afhending-
ar til Arbæjarsafns. Ekki efa ég
að uppsetning verður góð í safn-
inu.
Heimili Unnar ber svip festu og
fegurðar. Hjá henni var ávallt
gestrisni mikil og viðurgjörningur
góður.
Það ríkti engin lognmolla í
kringum Unni Huldu. Hún var
mjög hreinskilin kona. Lét mein-
ingar sínar í ljós affestu og kjarki.
Hún kunni ekki að hræsna fyrir
fólki, enda heiðarleg af bestu gerð.
Unnur var aðeins átta ára göm-
ul er faðir hennar lést. Eftir lát
föður síns var hún ávallt hjá móð-
ur sinni. Fagrar eru þær minning-
ar er fólk hefur sagt mér, hvað
Unnur var góð móður sinni alla tíð.
Kynni okkar Unnar eru frá árinu
1975. Frá þeim tíma höfum við
átt samleið á Bergstaðastræti 48.
Umhyggja hennar til okkar í hús-
inu var svo óvenjuleg, að fá dæmi
munu finnast. Unnur Eiríksdóttir
var barnlaus kona. En mikil ham-
ingja ríkti hjá henni er lítil falleg
stúlka var skírð í höfuð henni.
Barnið heitir Unnur Svava og er
dóttir Jóhönnu Tómasdóttur,
markaðsfulltrúa og Sigurðar
9* ELDASKALINN
Brautarholti 3, sími 562 1420.
nriNVTTA
+ UNNUR Hulda
Eiríksdóttir,
var fædd í Reykja-
vík, 23. maí 1914.
Hún lést í Land-
spítalanum 26. maí
sl. Foreldrar Unn-
ar voru Sigríður
Runólfsdóttir, f.
1885, d. 1962, og
Eiríkur Sigurðs-
son, f. 1879, d.
1922.
Útför Unnar fer
fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst
athöfnin kl. 15.
í DAG er kvödd hinstu kveðju frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, Únnur
Hulda Eiríksdóttir, Bergstaða-
stræti 48.
Unnur var sterkur persónuleiki.
Hún var afar dugleg og vönduð
kona. Vinna hennar sem feldskera
var til fyrirmyndar. Það segja hin-
ir fjölmörgu viðskiptavinir hennar.
Úng stúlka vann hún í prent-
smiðjunni Acta. Hún var einnig
verksjtóri hjá Feldi hf. Unnur var
vel metin af starfsfólki og vinnu-
veitendum sínum. Hún lagði sig
Stretsbuxur kr. 2.900
Konubuxur kr. 1.680
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opiö ó laugardögum
i 12, sími 44433
SG Einingahús hf,
Eyrarvegi 37, Selfossi
sími 98-22277
íslensk hús hönnuð og byggð
fyrir íslenskar aðstæður.
Húsin frá SG eru bæði traust og hlý.
Veldu SG.
Yfir 30 ára reynsla
S.G. EININGAHÚS
Ragnars Gunnlaugssonar, læknis.
Góða vinkonu átti Unnur. Það er
frænka hennar Sigríður L. Sigurð-
ardóttir, móðir Sigurðar Ragnars.
Hjá þeim vinkonum var alvöru
vinátta. Þær höfðu daglegt sam-
band og báru mikla virðingu hvor
fyrir annari.
Það var mikil gæfa fyrir Unni
að eiga þessa frábæru vinkonu,
og ekki síður Sigurð Ragnar, Jó-
hönnu og Unni Svövu.
Unnur Hulda nam feldskurð í
Danmörku. Hún minntist oft nám-
skrá sinna í Danmörku. Þar
eignaðist hún vini er hún hafði
gott samband við. Nokkru fyrir
andlát sitt vildi Unnur Hulda end-
urgjalda góðri vinkonu í Dan-
mörku, áratuga vináttu, en um-
rædd vinkona er látin fyrir stuttu.
Hún bauð dóttir hennar til mánað-
ardvalar á íslandi. Dvöl hennar
er nú hafin, en á allt annan veg
en ætlað var. Unnur Eiríksdóttir
bað okkur nokkra vini sína að
fullkomna heimboðið. Þeirri ósk
er að sjálfsögðu framfylgt.
Frá námi í Danmörku kom
Unnur árið 1940, er Esja flutti
258 íslendinga heim.
Unnur hafði mikið dálæti á
fögrum söng. Hún var styrktar-
meðlimur íslensku óperunnar. Var
hún þar virkur áheyrandi og naut
þess mjög. Nú að leiðarlokum er
ég stoltur af sambandi okkar. Við
áttum góða samleið og vinátta
bkkar var einlæg. Við bárum mik-
ið traust til hvors annars. Við
gátum á efri árum fyllt líf okkar
af vináttu og kærleika, er aldrei
bar skugga á. Með virðingu og
þakklæti kveð ég góða konu, fé-
laga er fullkomlega var hægt að
treysta.
Kæra Unnur mín, ég bið þér
allrar blessunar og þakka af alhug
samfylgdina.
Læknum og hjúkrunarfólki
Landspítala íslands, eru færðar
innilegar þakkir.
Hádegi lífsins varir stutta stund.
Stefnur sólargeisla fyrr en varir breytast.
Til eru bæði gleði og sorgarstund.
Syrtir oft ský þá bjartast er og heitast.
(Agúst Jónsson)
Theodór Nóason.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um vil ég minnast frænku minnar
Unnar Eiríksdóttur.
Eg man fyrst eftir Unni frænku,
þegar ég sem krakki heimsótti
hana á Bergstaðastrætið og á feld-
skeraverkstæði hennar á Skóla-
vörðustígnum. Ég man hvað mér
þótti gott að heimsækja Unni því
hún átti alltaf til súkkulaði í'
krukku handa ungum gesti. Önnur
ljóslifandi minning voru hinar
mörgu sumarferðir „austur fyrir
fjall“. Þessir þíltúrar voru há-
punktur hvers sumars á miðjum
sjöunda áratuginum. Þetta voru
engir skottúrar, heldur þaulskipu-
lagðir leiðangrar. Hverri ferð
fylgdi að nestiskörfum var pakkað
í bílinn og auðvitað ómissandi
krukkunni með súkkulaðimolun-
um. Sama fólkið var yfirleit með
í þessum ferðum, Unnur frænka,
Gísli frændi, Svava frænka, móðir
mín og stundum bættust aðrir
ættingar eða vinir með í ferðina.
Ég man aldrei eftir að kveikt
væri á útvarpi í þessum ferðum,
heldur var rætt um heima og
geima eða sungið.
Unnur var um fimmtugt á þess-
um árum og ég minnist hennar
sem góðlátlegrar en ákveðinnar
konu, sem aldrei lét skammir eða
slæmt orð falla, en lét heldur ekk-
ert vaða ofan í sig.
Seinna meir var Unnur mér
tákn um festu og styrk. Eftir að
ég flutti til Bandaríkjana var Unn-
ur og heimili hennar eini óbreytan-
legi hluturinn heima á íslandi,
landið og borgin breyttust en Unn-
ur var alltaf sjálfum sér sam-
kvæm. Unnur veitti marga aðstoð
og góðar ráðleggingar. Þrátt fyrir
níræðis aldur sýndi hún sömu
festu, viljastyrk og jafnframt góð-
lyndi og áður fyrr og heimili Unn-
ar einkennist af vönduðum smekk
og hreinleika eins og var henni í
blóði borinn.
Það gleður mig mikið að ung
dóttir mín, Unnur Svava, fékk
tækifæri til að kynnast Unni.
Unnur sýndi henni sama góðlát-
lega aðhaldið og ég kannaðist
sjálfur við frá árunum áður, og
við sérstök tækifæri var sama
blikkkrukkan með súkkulaðimol-
unum dregin fram. Við höfðum
meira að segja tækifæri til að fara
í nokkra bíltúra saman á síðasta
sumri til Skíðaskálahótelsins og
„austur fyrir fjall“.
Unnur var af þeirri kynslóð sem
lærði að standa á eigin fótum og
að treysta á sjálfan sig. Hún fór
erlendis sem ung kona á erfiðum
tímum og lærði sína iðn. Hún
stundaði sína iðn með sóma og
vann hvern dag þar til að hún lok-
aði verkstæði sínu um áttrætt,
fyrir um ári. Vinnan var fyrir
Unni nauðsynlegur hluti af tilver-
unni.
Verkstæði hennar var einstakt
og Unni var nýlega sýndur sá
heiður að Árbæjarsafn ákvað að
setja upp gamla feldskeraverk-
stæði hennar óbreytt í Árbæjar-
safni.
Unnur féll frá eftir nokkura
daga veikindi, með óskertan vilja
og hugsun. Hennar verður mikið
saknað af frændfólki og vinum.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín ðll. Þú sezt á stein við veginn,
og horfír skygpum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Sigurður Gunnlaugsson.
Unnur var góð og kær vinkona
okkar hjóna og nú hefur hún lokið
jarðvist sinni, eftir aðeins fárra
daga sjúkralegu. Við hjónin heim-
sóttum hana á Landspítalann á
afmælisdegi hennar, áttatíu og
eins árs, og enn var þessi sérs-
taki, skæri glampi í augum henn-
ar, skýrleiki í hugsun og tali, þótt
þreytumerki mætti greina. Þrem
MAGNÚS HLÍÐDAL
MAGNÚSSON
+ Magnús Hlíðdal Magnús-
son, var fæddur í Vest-
mannaeyjum 11. júlí 1910.
Hann lést í Borgarspítalanum
13. maí síðastliðinn. Útför
Magnúsar var gerð frá Lága-
fellskirkju 23. maí.
Mínir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtir gjöld.
(HJ.)
Magnús vinur minn, hann
Maggi eins og hann var kallaður
af kunnugum, er dáinn, svo óvænt
að mann setur hljóðan, en ei má
sköpum renna.
Ég man fyrst eftir Magga þegar
ég var krakki, þá var hann smá-
tíma heima hjá okkur, samkomu-
lagið milli okkar var svolítið blend-
ið. Hann hafði pínulítið gaman af
að stríða mér, sagði að ég væri
svo „snögg upp á lagið“. Kannski
hugsaði ég þá stundum svolítið
ljótt en seinna varð hann og öll
hans fjölskylda mínir allra bestu
vinir. Hann var mikill heimilisfað-
dögum síðar sofnaði hún í friði
hinsta svefni. Sjúkralega hennar
var mjög stutt og ekki erfið.
Unnur var aðeins átta ára þegar
faðir hennar lést. Sigríður móðir
hennar var dugnaðarkona og sá
fyrir þeim með ýmsum störfum,
sem þá var kostur á, bakstri,
sjúkravöktum, ráðskonustörfum
og fleiru. Hún unni mjög dóttur
sinni og vildi velfarnað hennar sem
mestan. Síðar eftir að Unnur var
uppkomin, annaðist hún móður
sína af einstakri umhyggjusemi
og kærleika til hinstu stundar.
Móðir mín og Sigríður móðir Unn-
ar voru góðar vinkonur frá fornu
fari, en ég man fyrst eftir Unni
þegar ég er 12 ára og hún 18
ára. Þá áttum við heima rétt hjá
hvort öðru. Hún hafði þá eignast
mjög fallegt reiðhjól, en ég átti
ekkert hjól, og fyrstu samskipti
okkar voru þau, að ég mátti fá
hjólið lánað ef ég pússaði það öðru
hvoru. Þessi fyrstu kynni urðu síð-
an að góðri vináttu.
Unnur vann á yngri árum sínum
fyrst í prentsmiðjunni Acta, en
síðan dvaldist hún í Danmörku og
lærði þar feldskurð, þá fíngerðu
iðngrein. Hún kom síðan heim sem
einn af Petsamóförunum. Eftir
heimkomuna var hún ráðin af þeim
Lárusi Ludvigssyni og Kristjáni
G. Gíslasyni til að stjórna sauma-
stofu í sambandi við verslunina
Feldinn. Sú verslun var á þessum
árum ein sú vinsælasta í Reykja-
vík fyrir loðskinnsfeldi, skinnpr-
ýddar kápur og herðasjöl úr
minka- og refaskinnum og reyndar
fleirum. Unnur hafði margar kon-
ur í vinnu hjá sér og gerði miklar
kröfur til þeirra um vandaða
vinnu. Fór mikið orð af þessum
fallegu flíkum og var ósjaldan bið-
röð kvenna við Feldinn á föstudög-
um þegar von var á nýjum send-
ingum frá saumastofunni. Unnur
var stjórnsöm, en sanngjörn og sá
um að léttur andi léki um vinnu-
stað hennar. Hún var því vinsæl
meðal starfssystra sinna. Síðar
stofnsetti hún eigið fyrirtæki,
Feldskerann, þar sem hún hafði
konur við saumaskap á loðskinna-
vörum. Einnig tók hún að sér,
einkum á seinni árum þegar kon-
urnar voru orðnar færri, að ann-
ast viðgerðir á skinnum. Vinna
feldskerans er kúnst, það þarf
þekkingu og handlagni við hana
og svo er þarna um að ræða verð-
mæta hluti.
Unnur heitin var geysidugleg
og hamhleypa til verka þegar með
þurfti. En hún kunni líka þá list
að slappa af eins og það er kall-
að, hvort heldur var við leikhús-
ferðir, hannyrðir eða ferðalög.
Hún var vel lesin og fróð um
marga hluti og oft kom mér á
óvart einstaklega gott minni henn-
ar. Þá fylgdist Unnur mjög vel
með allri umræðu um þjóðfélags-
mál og hafði ákveðnar skoðanir á
þeim. Hún trúði á frelsi og fram-
tak einstaklingsins og það var oft
skemmtilegt að heyra hana ræða
um landsmálin eins og þau voru
frá hennar sjónarhorni. Unnur var
við góða heilsu alla ævina, vel af
Guði gerð, fríð og bauð af sér
mjög góðan þokka. Skaprík, vissi
ir, heimilið og fjölskyldan var hon-
um allt, hann var mjög gestrisin
og ásamt sinni einstöku og góðu
eiginkonu fannst þeim aldrei nógu
vel veitt eða nóg gert fyrir gesti.
Ég held að á engan sé hallað að
þetta hafi verið alveg sérstakt, ég
þekkti þetta vel, var bæði í nábýli
við þau og á þeirra heimili. Þökk
fyrir það.
Ég og fjölskylda mín biðjum
fjölskyldu hans allrar blessunar
og þökkum honum fyrir allt. Ég
ætlaði að vera búin að kveðja
Magga vin minn en óvænt atvik
kom í veg fyrir það.
Minningin iifir þótt maðurinn
deyi.
Una Guðjónsdóttir.