Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 42
- .42 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GISLI
BENJAMÍNSSON
+ Gísli G. Benja-
mínsson skip-
stjóri fæddist á
Bildudal 20. nóv-
ember 1929. Hann
lést á Landspítal-
anum 29. maí síð-
astliðinn. Gísli var
elstur fimm barna
hjónanna Klöru
Gísladóttur, f. 25.
7. 1907, d. 11. 7.
1983, og Benja-
míns Jónssonar, f.
22. 5. 1909, d. 10.
3. 1995. Systur
hans eru Sigríður,
Inda Dan, Hermina og Eva.
Hinn 16. október 1960 kvæntist
Gísli Kristínu A. Samsonar-
dóttur frá Þingeyri, f. 12. 2.
1933. Þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru: Linda, f. 21. 9.
1956, þroskaþjálfi, hún á dótt-
urina __ ídu Bjarn-
eyju; Orn Smári, f.
28. 7. 1960, grafísk-
ur hönnuður,
kvæntur Sigrúnu
Gunnsteinsdóttur
og eiga þau tvo
drengi, Arnar og
Gísla Stein; Davíð,
f. 17. 5. 1963, líf-
fræðingur, í fram-
haldsnámi í
Kanada, sambýlis-
kona hans er Inga
Rún Pálmadóttir og
á hún þrjá drengi;
Benjamín, f. 6. 11.
1965, þjónustufulltrúi hjá
SPRON, kvæntur Þóru Guð-
mundsdóttur og eiga þau tvö
börn, Ægi og Bergljótu Klöru.
Gísli verður jarðsunginn frá
Askirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
NÚ þegar við kveðjum kæran bróð-
ur okkar hrannast minningarnar
upp, svo Ijúfar og góðar. Hann var
elstur okkar systkina og alla tíð lit-
um við upp til hans, enda var mað-
**’ urinn stór og mikill á velli. Gísli var
alvörumaður en þó var stutt í
glettnina og dillandi hlátur, hlátur
sem alla hreif. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum,
urðu oft snarpar umræður, sem
gjama lauk með hnyttinni stöku frá
honum, svo allir undu málalokum.
Drengur var hann góður og höfð-
ingi í lund, farsæll í starfi og alla
umgekkst hann með virðingu.
Ævistarfið var sjómennska. Gísli
starfaði hjá Hval hf. öll sumur frá
1950, eða í 45 ár, fyrst sem há-
seti, þá stýrimaður, síðar skipstjóri,
en seinustu árin, eftir að hvalveiðar
voru bannaðar, var hann vaktmað-
ur. Á veturna sinnti hann ýmsum
störfum sem einkum tengdust sjó-
mennsku.
Áhugamálin voru þó af öðmm
toga, hann var bókamaður og hafði
yndi af málaralist - dáði gömlu
meistarana. Sjálfur var hann lið-
tækur með pensilinn og málaði og
teiknaði alla tíð. Myndefnið oftar
en ekki hafið bláa. Á annan áratug
var hann í klúbbi frístundamálara
sem hittust vikulega á veturna und-
ir leiðsögn kennara. Eignaðist Gísli
þar góða félaga og er þar nú skarð
fyrir skildi. Hann var líka hagmælt-
ur og var honum jafnvel sýnna um
að tjá tilfinningar sínar í bundnu
máli, líkt og sumum löndum hans
að fornu. Þá lá honum tækifæris-
stakan létt á tungu. Upp í hugann
kemur meðal annarra þessi vísa sem
hann sendi móður okkar í tilefni
50 ára afmælis hennar, þar sem
hann harmar að geta ekki verið
viðstaddur;
Tefur fley mitt aldan ör
austan kyljan ramma,
óska að gæti flýtt nú för
að faðmi þínum, mamma.
Eftir að faðir okkar var orðinn
ekkjumaður var samband þeirra
Gísla einstakt og ekki leið sá dagur
að þeir hefðu ekki símasamband.
Þetta var föður okkar mikils virði
og erum við af hjarta þakklátar.
Gísli kvæntist yndislegri konu,
Kristínu A. Samsonardóttur, sem
hann mat mikils og varð hún okkur
sem fimmta systirin. Oft hafði hann
á orði að ef ekki nyti við tryggrar
konu í landi gengi dæmið ekki upp.
Þau eignuðust ijögur mannvænleg
börn og barnabömin eru orðin
fimm. Betri afa en Gísla er vart
hægt að hugsa sér.
Gísli var frændrækinn og vinfast-
ur. Þrátt fyrir veikindi var hans
hjartans mál að treysta ættarbönd-
in. Hann var virkur í undirbúnings-
nefnd með frændum okkar að
skipuleggja ættarmót á æskustöðv-
um afa okkar, Jóns Guðmundssonar
frá Siglunesi á Barðaströnd, í til-
efni 125 ára ártíðar hans, 7. júlí
nk. Hlökkuðum við mjög til farar-
innar en þar sem bróður okkar nýt-
ur ekki lengur við ætlum við að
gera okkar besta til að halda hans
áætlun og fara glaðar.
Við erum þakklátar Gísla. Hann
var besti bróðir sem hægt er að
óska sér.
Elsku Ninna, söknuðurinn er
mikill. Við sendum þér og börnum
þínum okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Minningin um góðan dreng lifir.
Sigríður, Inda Dan,
Hermína og Eva.
í dag þegar svili minn og elsku-
legur vinur, Gísli G. Benjamínsson,
er til moldar borinn og mér bæri
skylda til að minnast hans, sem
vert væri, er hugur minn svo harmi
sleginn að hætt er við að þessi fá-
tæklegu minningarorð verði döpur
miðað við allar þær björtu minning-
ar sem hann skilur eftir sig í huga
mér og vafalaust hjá öllum sem
honum kynntust. Gísli var fæddur
20. nóvember árið 1929 á Bíldudal
við Arnarfjörð. Gísli var öllum þeim
kostum búinn sem prýða þurfa slík-
an drengskaparmann, sem hann
var. í vöggugjöf og veganesti hlaut
hann mikinn arf frá foreldrum sín-
um, sem voru Benjamín Jónsson
og Klara Gísladóttir. Ég var svo
lánsamur að kynnast þeim Klöru
og Benjamín. Þau voru indælar
persónur sem gott og göfgandi var
að eiga að vinum, blessuð sé minn-
ing þeirra. Lífshlaup Gísla Benjam-
ínssonar var mikil sigurför, arfinn
sinn ávaxtaði hann ríkulega í lífi
sínu.
Gísli var listfengur maður og fór
létt með að færa orð sín og hugar-
flug í bundið mál, form og hrynj-
andi ljóðsins fór vel saman við ljóð-
rænan tón hans í mörgum þeim
hrífandi málverkum og teikningum
sem liann lætur eftir sig. Ungur
valdi hann sér starfsvettfang. Og
sjómennskan, sem var honum í blóð
borin, varð fyrir valinu. Því lá leið
hans fljótlega í Stýrimannaskólann
til að auka við þekkingu sína, færni
og réttindi í þeim störfum sem hann
síðar átti eftir að gegna í áratugi.
Þeim ábyrgðarmiklu og krefjandi
störfum verða trúlega gerð skil af
öðrum, sem nær þeim vettfangi
stóðu, en ekki kæmi mér það á
óvart þótt Gísli hafi verið þar
fremstur meðal jafningja.
Á skólaárum sínum í Stýri-
mannaskólanum kynntist Gísli fal-
legri og greindri stúlku, Kristínu
A. Samsonardóttur frá Þingeyri við
Dýrafjörð. Þau kynni urðu þeim
báðum gæfuspor. Saman og sam-
stiga lögðu þau af stað inn í fram-
tíðina. í þau fjörutíu ár sem liðin
eru síðan Gísli og Ninna tengdust
mér í gegnum mína konu og síðar
vináttuböndum, hefur þar aldrei
skugga á borið.
Gísli og Ninna eignuðust ijögur
börn, sem öll eru vel virkir þegnar
hvert á sínu sviði. Linda er elst
þeirra og er hún þroskaþjálfi við
Ríkisspítalana. Örn Smári er graf-
ískur hönnuður, Davíð er líffræð-
ingur og Benjamín, sem er yngst-
ur, er bankastarfsmaður.
Um leið og við hjónin kveðjum
og þökkum Gísla fyrir vináttu hans
og tryggð öll þessi ár biðjum við
þess að góður guð megi styrkja og
hugga Ninnu, börnin þeirra og
barnabörn, tengdadætur, systur
hans og aðra ástvini.
Kom huggari, pig hugga þú,
Kom, hönd, og bind um sárin,
Kom, dögg og svala sálu nú,
Kom, sól og þerra tárin,
Kom, hjartans heilsulind,
Kom, heilög fyrirmynd,
Kom, ljós og lýstu mér,
Kom, líf er ævin þver,
Kom, eilífð, bak við árin.
Sacer - Sb. 1886 - V. Briem.
Hörður Sigurjónsson,
Aðalheiður Samsonardóttir.
í dag kveðjum við vin okkar og
sambýlismann til margra ára, Gísla
Benjamínsson, sem nú er látinn
eftir stutta en erfiða sjúkdómsbar-
áttu.
Fyrir um það bil 30 árum fluttum
við tvær fjölskyldur, hvor á sína
hæðina í tvíbýlishúsi í Kópavoginum
og höfum búið þar saman fram á
þennan dag. Við kynntumst Gísla
sem sérstaklega traustum og heil-
steyptum persónuleika og svo heið-
arlegum að af bar. Þar fóru orð og
gerðir ætíð saman.
Gísli gerði sjómennskuna að ævi-
starfi sínu. Hann lauk stýrimanns-
prófi frá Sjómannaskóla íslands,
var við hvalveiðar lengst af sjó-
mannsferli sínum og síðan skip-
stjóri á Hval 9 þegar hvalveiðum
lauk, þá vaktmaður á hvalabátun-
um þar til sl. haust að hann veiktist.
Gísli var vel lesinn og hafði yndi
af þjóðlegum fróðleik svo og skáld-
skap. Sjálfur var hann vel hagmælt-
ur og kastaði oft fram skemmtileg-
um stökum. Fyrir allmörgum árum
byijaði hann að mála og náði þar
mjög góðum árangri. Eftir hann
liggja margar undurfallegar vatns-
litamyndir og teikningar.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Gísla áratuga vináttu, hjálpsemi og
heilindi sem aldrei brugðust og við
munum sakna. Við sendum Kristínu
sem stóð eins og klettur við hlið
hans á þessu mikla erfiðleikatíma-
bili, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Það besta sem við getum óskað
afkomendum ykkar er að þín
trausta skapgerð, góðar gáfur og
heiðarleiki gangi í arf til þeirra.
Við kveðjum þig svo með ljóði
Arnar Arnarsonar:
Það andar oft kalt um vom ilmbjarka skóg.
Hann ymur í stormi og kiknar í snjó,
en litkast og laufgast hvert vor.
Og limríkir stofnar sér lyfta úr fold
með langdrægar rætur í fortíðar mold
og ættbálksins örlagaspor.
Geirþrúður og Ólafur.
í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til min.
Ég hélt þó enn væri sumar og sólskin.
(Tómas Guðmundsson.)
Mér komu þessar ljóðlínur Tóm-
asar Guðmundssonar í hug er ég
frétti lát Gísla Benjamínssonar.
Hann hafði að vísu barist við þann
sjúkdóm er of marga leggur að velli.
Én Gísli var, að mínum dómi, sú
persóna er átti skilið að fá að vera
lengur í sól og sumri og því finnst
manni örðugt að skilja hlutina, ef
okkur er þá nokkuð ætlað að skilja.
Það eru rúm tuttugu ár síðan ég
var kynnt fyrir Gísla og Kristínu,
konu hans, það urðu mér ánægjuleg
kynni. Gísli var persóna sem ekki
gleymist þeim er hann átti samleið
með. Hann var kannski ekki alltaf
silkimjúkur á yfirborði, en því mann-
legri og betri, drengur við lengri
kynni. Hann hafði sínar skoðanir á
því er miður fór og eins hinu já-
kvæða; hann hafði ákveðna réttlæt-
iskennd.
Það var indælt að eiga kvöldstund
með Gísla og Ninnu. A þeirra heim-
ili voru allir gestir boðnir velkomn-
ir, það var sama hvort það voru
kunningjar húsbændanna eða vinir
unga fólksins á heimilinu, öllum
mætti það viðmót er bezt gerist í
mannlegum samskiptum.
Um nokkurt skeið varð það venja
okkar nokkurra félaga, að skreppa
í Naustið á ljúfu þorrakvöldi. Þá var
Gísli ávallt sá hressasti og stráði
um sig léttum húmor.
Já, því voru ekki kvöldin lengri
og þorrarnir fleiri?
I heimahögum sínum á Bíldudal
hafði Gísli stundað hefðbundið nám
unglinga, en síðan fór hann í hinn
virta skóla við Lindargötuna, er
kallaður var Ingimarsskóli. Um það
leyti var hann búinn að ákveða það
hlutverk er varð hans ævistarf.
Hann settist því í Stýrimannaskól-
ann og lauk þaðan prófi 1952. Síðan
réð hann sig hjá Hval hf. og var
þar ýmist stýrimaður eða skipstjóri.
Síðustu árin var hann vaktmaður í
hvalbátunum, sem af alkunnum
ástæðum hafa verið bundnir við
bryggju.
Þessi fátæklegu orð eru aðeins
kveðja til Gísla Benjamínssonar frá
+
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
kaupkona á Akranesi,
siðartil heimilis
á Fálkagötu 5
í Reykjavík,
lést í Hafnarbúðum föstudaginn 2. júní
síðastliðinn.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu fimmtudaginn 8. júní kl. 10.30
árdegis.
Aðstandendur.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRNS. JÓNSSON,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri sunnudaginn 4. júní, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 9. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólöf Björnsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Anna Björnsdóttir, Stefán Þorsteinsson,
Þorsteinn Björnsson, Þóranna Óskarsdóttir,
Jón Björnsson, Jóhanna Guðmundsdóttir,
Björn Sigurbergsson, Aðalheiður Sigtryggsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartkær unnusti minn, sonur okkar,
bróðir og mágur,
ALBERT ÞÓR GUNNARSSON,
Brekkubraut 2,
Akranesi,
sem lést í Borgarspítalanum 3. júní,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 8. júní kl. 14.00.
Guðný Eliasdóttir,
Rósa Kristín Albertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson,
Hafsteinn Gunnarsson, Kristjana Jónsdóttir,
Lúðvík Gunnarsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÍÐUR MARGRÉT
HANSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Jaðri,
Ólafsvfk,
lést í Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
5. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hermann Sigurðsson, Ingveldur Karlsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir, Hallmar Thomsen,
Tómas Sigurðsson, Birna Pétursdóttir,
Haukur Sigurðsson, Kristín Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hreinsum upp og gtrum við eldri iegsteina.
Höjum einnig legsteina og krossa til sölu.
Fjölbreytt úrvaL
Gáðjuslega hajið samband í síma 566-6888.
Steinaverksmiðjan Korpó
| | I Krossar
f | áleiði
I viSarlit og máloSir.
Mismunanai mynsiur, vönduö vinna.
Simi 91 -35929 og 35735
Erfidrykkjur
Glæsileg kafíi-
hlaðborð, falíegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
FLUGLEIÐIR
1ÍTEL LOFTLEl 1)1K