Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR ALEXANDER HUSEBY
+ Gunnar Alexander Huseby
fæddist í Reykjavík 4. nóv-
ember 1923. Hann lést á Land-
spítalanum 28. maí síðastliðinn.
Kjörforeldrar hans voru Krist-
ian M. Huseby, koparsmiður i
Vélsmiðjunni Hamri í Reykja-
vík, f. 18. mars 1899 í Noregi,
og kona hans, Matthildur N.
Huseby, f. 4. okt. 1888 í Garða-
brekku á Snæfellsnesi, en þau
eru bæði látin fyrir mörgum
árum. Móðir Gunnars var
Helga Bogadóttir frá Litlateigi
á Akranesi, f. 18. jan. 1886 i
Háteigi á Akranesi, d. 24. nóv.
1963 í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Bogi Bjarnason,
ættaður af Skagaströnd, og
Ólafína Hannesdóttir, __ síðar
húsfreyja á Akranesi. Ólafína
var Stephensensættar, komin í
beinan karllegg af
Ólafi Stefánssyni
stiftamtmanni. Einn
sona Ólafs var Björn
Stephensen, kansell-
íráð og dómsmálarit-
ari við landsyfirdóm-
inn í Reykjavik, sonur
hans Ólafur Stephen-
sen, bóndi á Leirá,
faðir Hannesar í Hey-
nesi, sem var faðir
Ólafínu. Kona Ólafs á
Leirá var Anna, dótt-
ir Stefáns Vigfússon-
ar Schevings, um-
boðsmanns á In-
gjaldshóli, og var annar sonur
þeirra Stefán Scheving Ólafsson,
bóndi í Kalmanstungu, sem var
alræmdur kraftamaður. Kona
Björns dómsmálaritara var
Margrét, dóttir
Jóns sýslumanns
Jakobssonar á
Espihóli, og þvi
systir Jóns Espól-
íns sýslumanns og
fræðaþuls, sem var
talinn ^ einn sterk-
astur Islendingur á
sinni tíð. Sambýlis-
kona Gunnars var
Rósa heitin Þórðar-
dóttir, fósturdóttir
Gests bónda í Mel-
tungu Gunnlaugs-
sonar. Þau slitu
samvistir. Eftirlif-
andi kjörsystir Gunnars er Brit-
ha Huseby.
Útför Gunnars fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in kl. 15.00.
HANN hét Gunnar Alexander
Huseby. Hefði hann notað Alexand-
ersnafnið, hefði hann örugglega
verið kallaður Alexander mikli.
Ungur að aldri hóf hann íþrótta-
iðkanir, bæði knattspyrnu og fijáls-
ar íþróttir, og var hann framan af
mjög liðtækur spretthlaupari.
Snemma kom þó í ljós hvert stefndi.
Gunnar var heljarmenni að kröftum
og þess vegna lagði hann mesta
áherslu á kastgreinamar, kúluvarp
og kringlukast. Hann setti ótal
mörg íslandsmet í kúluvarpi. Evr-
ópumeistari varð hann í Ósló 1946
og Brussel 1950. Yfriburðir hans í
Brussel voru svo miklir að það var
líklega rétt hjá honum þegar hann
sagði: „Ég hefði getað staðið fyrir
aftan hringinn og unnið samt,“
Fræg voru orð Nóbelskáldsins,
Halldórs Laxness, þegar hann
heyrði að danskir blaðamenn hefðu
sagt að Gunnar væri nokkuð góð-
ur, miðað við það að hann kynni
ekkert að kasta kúlu. Þá sagði
Nóbelskáldið: „Hversu langt mundi
maðurinn kasta ef hann kynni það?“
Gunnar var ekki langskólagenginn
maður og honum safnaðist aldrei
veraldlegur auður. Hann hafði ýms-
ar sérgáfur, var góður í stærðfræði
og heilmikill skákmaður.
í einkalífí hans skiptust á skin
og skúrir og segja má að á honum
hafí sannast máltæið, að ekki fari
alltaf saman gæfa og gjörvileiki. í
þessum stóra og sterka líkama sló
viðkvæmt hjarta drenglynds og
góðs félaga.
Við hittumst félagamir, sem fór-
um til Brussel, árið 1980 til að
minnast 30 ára afmælis ferðarinnar
og svo aftur árið 1990. Akveðið var
að hittast aftur í ár, þar sem ein-
hver taldi óráðlagt að bíða 10 ár.
Þetta reyndist rétt, nú eru tveir
horftiir, þeir Pétur Einarsson og
Gunnar Huseby.
Sumir kveðja og síðan ekki sög-
una meir, en aðrir skilja eftir minn-
ingar um afrek, sem aldrei gleym-
ast.
Far þú í friði, kæri vinur. Við
minnumst þín með söknuði.
Clausenbræður.
Munnlegar frásagnir fólks í sjón-
varpi eru afskaplega persónulegar
sögulegar heimildir: svipbrigðin,
raddblærinn, augnatillitið, allt er
þetta mikili sannleikur, og sérstak-
lega þegar eldra fólk á í hlut, sem
laust er við hégóma og spéhræðslu
æskunnar. Eitt slíkt viðtal sem tek-
ið var upp í ágústlok 1993, er mér
afar minnisstætt. Það var samtal
ZERO-3*
3ja daga megrunarkúrinn
Svensson®
Mjódd, sími 557-4602.
'Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16
Póstv.sími 566-7580.
við Gunnar Huseby, tvöfaldan Evr-
ópumeistara í kúluvarpi. Hann hafði
beðist undan, oftar en einu sinni,
en við höfðum einsett okkur að taka
frásögn hans upp og birta í íslenska
íþróttavorinu. Hæpið er að það hefði
tekist án liðveislu traustmennis sem
Gunnar Huseby þekkti vel: Sigurðar
Sigurðssonar, fyrrum íþróttafrétta-
manns.
En það hafðist og ég hef sjaldan
orðið vitni að öðru eins: þessi kappi,
sem virkaði lúinn, hann lifnaði við,
hann glotti með augum sem nökkr-
um mínútum áður voru íjarlæg og
þreytt, hann sagði frá því þegar
hann sigrði í Osló og Brussel, þegar
hann varpaði kúlu sinni allra manna
lengst, og þessu unga lýðveldi inn
á landakort álfunnar í leiðinni.
Gunnar Huseby var einn þeirra,
sem urðu fyrir barðinu á þeim, sem
hafa augun á hisminu fremur en
kjamanum og vissulega bar frásögn
hans því vitni: honum fannst sem
helstil fáir áttuðu sig á því nú til
dags, að hann fremur en aðrir, hefði
varpað þessu lýðveldi inn á landa-
kort álfunnar. Það voru sagðar um
hann margar sögur, sumar sannar,
aðrar lognar, og þær lognu frekar
en þær sönnu vildu rata inn í skáld-
verk þjóðarinnar, en þess vegna
óskaði hann þess að saga sín, eins
og hann vildi segja hana, næði eyr-
um og augum almennings.
Gunnar Huseby var tíður gestur
í Sundlaug Seltjamamess og í
Verslunarmiðstöðinni við Eiðistorg
síðustu misserin sem hann lifði og
þar hittumst við stundum þegar ég
var á landinu og líka staddur á
þessu sama Nesi, og alltaf átti
Gunnar einhveija góða sögu að
segja, af sjálfum sér eða öðrum,
af Melavelli eða Wembley, Heysel
eða Hálogalandi.
Gunnar Huseby var raunsær eldri
maður; fáir hafa til dæmis lýst sjálf-
um sér svo: „Ég held ég sé ekki
vondur maður, en kannski ekkert
sérstaklega góður heldur." Raunar
vottaði sjaldan fyrir reiði í frásögn
hans en hins vegar nokkm háði,
einkum þegar minnst var á þá
menn, sem áður fyrr sögðu að hann
kynni ekki að kasta kúlu; en
kannski var því bragði hans éinmitt
aðallega beint gegn þeim, þessum
gagnrýnendum eða öfundarmönn-
um, sem höfðu svona rangt fyrir
sér, að „geyma það þangað til síð-
ast að vinna“, og það gerði Gunnar
Huseby oft, enda alkunna að sá
hlær best sem síðast hlær.
Gunnar Huseby hló á þeim síð-
ustu misserum ævinnar, þegar ég
var kunnugur honum, oftar en á
ýmsum hinum fyrri, og ég er þakk-
látur fyrir að hafa stöku sinnum
notið þess hláturs með honum.
Einar Heimisson.
Þegar íslenska lýðveldið var
stofnað fyrir rétt rúmum fímmtíu
árum fór andi frelsis og sjálfstæðis
um land og lýð. En þjóðin stóð að
mestu tómhent af varaldlegum
verðmætum eða andans auði.
Helst gátum við státað okkur af
landnámshetjum íslendingasagn-
anna og þjóðskáldum nítjándu ald-
arinnar. Þjóðin var beygð af lang-
varandi fátækt og hún var snauð
af verðleikum, menningu eða vitnis-
burðum sem hleypa kjarki í fjöldann
og vísa honum veginn til frelsis og
fullveldis.
í þessu allsleysi varð það íslensku
þjóðinni til bjargar að hér voru ein-
staklingar sem gáfu henni sjálfs-
traust og stolt. Risu upp úr meðal-
mennskunni, vorur stórir af sjálfum
sér, létu ekki smæð þjóðarinnar
aftra sér för. Á bemskuskeiði hins
íslenska lýðveldis urðu slíkir menn
tákn og lifandi vitnisburður þess
sem réttlætti frelsi þjóðarinnar.
Stjórnmálin áttu sína foringja í
Ólafí Thors og Hermanni Jónas-
syni, verkalýðurinn átti sína Einar
Olgeirsson og Hannibal Valdimars-
son, listin og menningin áttu Kiljan
og Kjarval og íþróttimar áttu sinn
Huseby.
Gunnar Huseby var hvorutveggja
í senn endurborinn fomkappi, þjóð-
skáld og persónugervingur nýrrar
aldar. Hann líktist landnámshetjun-
um í líkamlegu atgervi, hann var á
við mörg þjóðskáld þegar hann blés
þjóðarstolti í bijóst landsmanna
með afrekum sínum og Huseby var
hinn sanna ímynd hins frumstæða,
óbeislaða og agalausa íslendings.
Af því síðastnefnda varð hann þjóð-
hetja og almenningseign. Það fundu
allir sinn Huseby í sjálfum sér.
Segja má að Evrópumeistaratit-
illinn árið 1946 hafí komið íslandi
í fyrsta skipti á blað sem sjálf-
stæðri þjóð. Og aftur 1950 og á
fyrsta áratug lýðveldisins var hann
í hópi frækinna íþróttamanna sem
gerðu garðinn frægan. Þá riðu hetj-
ur um héröð.
Mér er enn í bamsminni hvílíkur
dýrðarljómi var sveipaður um nafn
Gunnars Huseby. Hann hét aldrei
Gunnar. Hann hét Gunnar Huseby.
En það stóð líka ógn af honum,
þessu heljarmenni, vegna drykkju-
skapar og drottinsvika við íþrótt
sína og samborgara og alla þá sem
vildu honum vel. Það er ekkert
leyndarmál að Gunnar var hand-
bendi Bakkusar í blóma lífs síns og
þá var ekkert SÁÁ eða AA til að
bjarga honum frá glötun. Hvað
hefði þessi maður gert ef hann hefði
verið sjálfs síns ráðandi?
Það var ekki fyrr en á miðjum
aldri sem Gunnar Huseby losnaði
úr álögum og þá kom auðvitað í
ljós, sem allir vissu, að betri dreng
og meinlausari manneskju var vart
hægt að finna. Gunnar Huseby var
sjálfum sér verstur.
Gunnar Huseby var rammur að
afli og fimur sem köttur, vel meðal-
maður á hæð, þéttvaxinn og svip-
sterkur, lágmæltur en djúpmæltur,
brosmildur, hógvær og lítillátur í
allri framgöngu. Nálægð hans var
sterk, persóna hans var mikilúðleg.
Hann var goðsögn í lífanda lífí, og
hvorki íþróttahreyfíngin né heldur
íslenska þjóðin sýndu honum þá
virðingu sem hann átti skilið.
En þannig vildi Gunnar Huseby
hafa það. Það var eins og hann
vildi hegna sjálfum sér fyrir örlög
sín. Dró sig í hlé, lifði út af fyrir
sig, bar harm sinn og hetjuskap í
hljóði.
En Gunnar Huseby flúði aldrei
og gat aldrei flúið þá staðreynd að
hann var afreksmaður á heims-
mælikvarða, þjóðsagnapersóna
löngu áður en hann hvarf til feðra
sinna.
íslensk íþróttahreyfing vottar
minningu hans virðingu sína. Gunn-
ar Huseby er allur, en orðstír hans
deyr aldrei.
Ellert B Schram,
forseti ÍSÍ.
Látinn er einhver mesta hetja
íslenskrar íþróttasögu, Gunnar
Huseby. Okkar leiðir lágu saman
um tíu ára skeið, við íþróttir, ærsl
og ánægju.
Stundum mætti hann ekki á æf-
ingu eða keppni. Hann hafði mis-
stigið sig. Eftir nánari kynni tel ég
að hjartað í honum hafí verið
„stærra" en kúlan sem hann varp-
aði, alheimi til ánægju og gleði.
Snyrtimennskan var hans aðal.
Þegar við bjuggum saman í Berlín
um tveggja vikna skeið 1951,
kynntist ég honum betur en undan-
farinn áratug. Grunaði ekki að í
honum byggi slík hlýja og góðsemi.
Gunnar minn, ég þakka samver-
una.
Finnbjörn Þorvaldsson.
Þegar mér bárust þær sorglegu
fréttir að vinur minn og íþróttafé-
lagi Gunnar Huseby væri allur,
komu ljóðlínur skáldsins góða Tóm-
asar Guðmundssonar upp í huga
mér.
Þvi særinn er veraldarsærinn,
og sjálfur er Vesturbærinn
heimur, sem kynslóðir hlóðu,
með sálir, sem syrgja og gleðjast,
og sálir, sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.
Það var einmitt á Melavellinum
við Suðurgötu sem ég sá þennan
vin minn fyrst við æfíngar. Þá var
hann þegar frægur um alla heims-
byggðina fyrir afrek sín í fijálsum
íþróttum, glæsilegur ungur maður
og tápmikill. Frægðin hafði þó ekki
náð að setja mark sitt á hann og
ekki miklaðist hann af afrekum sín-
um.
Gunnar gekk ungur til liðs við
Knattspyrnufélag Reykjavíkur og
var alla tíð sannur KR-ingur af
gamla skólanum. Það gætti jafnvel
samúðar hjá honum í garð þeirra
sem kepptu fyrir önnur félög.
Gunnar var einstaklega lúfur
drengur og góður vinum sínum.
Hann var einstaklega skemmtilegur
í vinahópi og hrókur alls fagnaðar.
Ég læt öðrum eftir að segja frá
íþróttaafrekum Gunnars og lífs-
hlaupi.
Ég kýs heldur að minnast á það
stóra afrek sem hann vann í bar-
áttu sinni við Bakkus. Eftir þann
frækilega sigur helgaði hann líf sitt
meira og minna AA-samtökunum
sem félagi og leiðbeinandi. Það er
eflaust margur maðurinn sem á líf
sitt og hamingju honum að þakka.
Gunnar var trúaður maður og
fullviss um annað líf að þessu loknu.
Lífshlaup þessa góða vinar míns var
ekki alltaf dans á rósum. Um það
sagði hann einu sinni við mig á
góðri stundu: Hilmar, það er ekki
sólskin lífsins og unaðssemdir, er
skapa kjarkmenn og mikilmenni,
heldur hretviðrin og þrautimar.
Mótlæti á ungum aldri er oft hulið
blessun.
Með virðingu og þakklæti kveð
ég góðan vin.
Hilmar Þorbjörnsson.
Gunnar Huseby var þjóðsagna-
persóna líklega frá unglingsaldri.
Við sveitastrákar fylgdumst með
afrekum hans og félaga hans og
reyndu sumir að leika þau eftir með
misjöfnum árangri. Það er bjart
yfír þessum minningum og áreiðan-
lega voru Gunnar og félagar hans
um margt hollari fyrirmyndir æsk-
unnar en ýmsar sem nú bjóðast.
Við þekktum þessa menn vita-
skuld aðeins úr fjarlægð, en þegar
ég hafði borist til Reykjavíkur og
gefið upp skólanám vegna fátækt-
ar, leitaði ég að vinnu. Þá bauðst
mér starf næturvarðar á hóteli og
sinnti því vetrarlangt. Sú hefð ríkti
þar að nátthrafnar ýmsir kvöddu
dyra. Fengu þeir kaffi og kannski
einhveija næringu eftir því sem til
var, í herbergi innaf móttöku. Var
af þessu skemmtun oft og næturnar
þá fljótar að líða.
Eina nóttina var barið á dyr af
nokkrum krafti og stóð Gunnar
Huseby útifyrir. Erindið var að fá
að hringja til Rósu. Þetta endurtók
hann nokkuð oft um veturinn og
erindið ætíð hið sama. Eftir símtal-
ið drakk hann svart kaffí og sagði
sögur af lífinu í Reykjavík. Huseby
var góður sögumaður með sínum
hætti og oft skemmtilegur í við-
ræðu. Um íþróttaafrek sín ræddi
hann lítið. Hann var oftast undir
áfengisáhrifum en sjaldan mikið.
Var alltaf kurteis og truflaði mig
ekki við störf utan einu sinni. Þá
var einhver órói í honum, kannski
hafði símtalið verið snubbót.
Þessa nótt kom hópur Svía sem
pantað hafði gistingu. Frammi var
afgreiðsluborð í axlarhæð og þar
var ég að afgreiða Svíana þegar
Gunnar birtist, lagði aðra höndina
á borðið og vippaði sér yfir einsog
ekkert væri, og inní miðjan Svía-
hópinn sem tvístraðist einsog
hræddir fuglar. Einhver spurði
hvaða risi þetta væri og er ég sagði
þetta Gunnar Huseby, þustu menn
framað dyrum að skoða hann bet-
ur, því þá var Gunnar Huseby fræg-
ur maður.
Eina nóttina þegar Gunnar sat
við kaffibollann og var kátur, báðu
tveir ungir menn um inngöngu og
sögðust í leit að gistingu. Þegar
innfyrir kom var annar uppi. Létu
þeir dólgslega og höfðu í hótunum.
Birtist þá Huseby og þrumaði með
sinni hásu raust: Hvað var það fyr-
ir ykkur, drengir mínir? Gestimir
tóku til fótanna svo hratt að sá í
skósólana og hurfu í nóttina.
Óvíst er hvað þama hefði gerst
ef Gunnar hefði ekki verið til stað-
ar. Ég hitti Gunnar stundum á föm-
um vegi næstu árin og gaukaði
hann gjarnan að mér sögu eða at-
hugasemd. Síðustu árin hitti ég
hann ekki. Gunnar Huseby var
grófgerður maður og feimnislaus,
en bakvið hijúft yfirborðið var eitt-
hvað sem ég vissi aldrei hvað var,
eitthvað manneslqulegt sem varðaði
rétt lítilmagnans í samfélaginu.
Jón frá Pálmholti.
Gunnar Huseby vann mestan hluta
ævinnar hjá Reykjavíkurborg við
ýms störf, m.a. á íþróttavöllunum og
í slökkviliðinu en lengst hjá Vatns-
veitunni. Oft kom hann að máli við
mig á þeim mörgu árum sem ég
hafði með launamál hjá borginni að
gera. Fór vel á með okkur og áttum
við mörg skemmtileg samtöl en því
miður gat ég lítið fyrir hann gert.
Hann vissi að ég kom snemma til
vinnu og morgun einn fyrir tuttugu
árum eða meira var hann mættur
kortér fyrir átta. Formálalaust til-
kynnti hann mér að hann væri hætt-
ur að drekka og bað af því tilefni
um tvennt; kauphækkun og fastráðn-
ingu, þ.e. æviráðningu sem opinber
starfsmaður. Ég leit á kaupið og sá
að hann hafði dregizt aftur úr öðrum
og lofaði honum strax nokkurri kaup-
hækkun. Hins vegar sagði ég fast-
ráðningu ekki koma til greina fyrr
en hann hefði verið reglusamur miklu
lengur. „Hvað lengi?" spurði hann
og ég svaraði strax: „eitt ár“. „Eitt
ár,“ endurtók Gunnar, og var farinn.
Upp á dag ári síðar stóð hann í dyr-
unum hjá mér kortér fyrir átta og
spurði brosandi: „Hvað segirðu nú?“
Vitaskuld stóð ég við mitt og beitti
mér fyrir því að hann var fastráðinn
með þeim réttindum sem því fylgdu,
lífeyrissjóði o.fl.
Ékkert gerði ég fyrir Gunnar ann-
að en það sem hann hafði sjálfur til
unnið, en hann stóð á því fastar en
fótunum að það hefði verið sá spotti
sem dugði honum til að hífa sig upp.
Það afrek vann hann auð vitað sjálf-
ur og enginn annar en gaman var
að vera vitni að því.
Frá upphafi hafði ég haft ánægju
af því að kynnast Gunnari og smám
saman gerðist það, óháð allri vinnu
og vandamálum, að með okkur tókst
vináttusamband sem stóð þar til yfír
lauk og ég met mikils að hafa notið.
Gunnar Huseby var enginn venjuleg-