Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 49
Fyrirlestur
í Norræna
húsinu
GUÐMUNDUR Ólafsson,
fornleifafræðingur, deildar-
stjóri fornleifadeildar Þjóð-
minjasafns íslands, flytur fyr-
irlestur í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 7. júní kl. 19.
Guðmundur segir frá nýjum
fornleifarannsóknum í Vestri-
byggð á Grænlandi og sýnir
litskyggnur. Staðurinn sem
fornleifafræðingar frá Græn-
landi, Danmörku, íslandi og
Kanada hafa verið að rann-
saka undanfarin sumur hefur
verið nefndur Bærinn undir
sandinum. Hann er talinn vera
einn merkasti fornleifafundur
síðari ára hér á norðurslóðum.
Einstök varðveisluskilyrði
hafa varpað nýju ljósi á dag-
legt líf og þróun byggðar nor-
ræna manna á Grænlandi.
íslensk-sænska félagið á
íslandi stendur fyrir fyrirlestr-
inum en hann er haldinn á
sænsku og er öllum opinn.
Aðgangur er ókeypis.
Fyrsta sýning
Brúðubílsins
FRUMSÝNING Brúðubílsins í
sumar verður í Hallargarðinum
við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík
í dag, miðvikudag, kl. 14.
Þetta er 15. sumarið sem
Brúðubíllinn starfar í umsjón
Helgu Steffensen. Leikhúsið
starfar í júní og júlí og sýnir á
hveijum degi kl. 14 á gæslu-
völlum Reykjavíkur og öðrum
útivistarsvæðum.
í sumar verða sýnd leikritin
Af hvetju og Trúðar og töfra-
menn eftir Helgu Steffensen.
Hún stjórnar brúðunum ásamt
Sigrúnu Erlu Sigurðardóttur,
Frímanni Sigurðarsyni og Ja-
soni Ólafssyni sem einnig er
bílstjóri og tæknimaður. Leik-
aramir Felix Bergsson, Jóhann
Sigurðarson, Helga Braga
Jónsdóttir, Edda Heiðrún
Backmann og Helga Steffens-
en ljá brúðunum raddir sínar.
Leikstjóri er Edda Heiðrún
Backmann. Tónlistin er eftir
Magnús Kjartansson og vísur
eru eftir Þránd Thoroddsen og
fleiri.
■ BOÐIÐ er upp á sérstaka
sumardagskrá fyrir aldraða
í kirkjum í Reykjavík á vegum
Ellimálaráðs Reykjavíkur-
prófastsdæmis. Alla miðviku-
daga nú í júní verður samvera
í fjórum kirkjum þar sem verða
helgistundir, almennur söngur,
kaffiveitingar og spjall. Fyrsta
samveran verður í Digranes-
kirkju 7. júní, næsta í Dóm-
kirlyunni 14. júní, Arbæjar-
kirkju 21. júní og í Háteigs-
kirkju 28. júní og hefjast allar
samverumar kl. 14. Hugleið-
ingarefnið verður 21. Davíðs-
sálmur: Ég hef augu mín til
fjallanna.
■ FUNDUR um hagsmuna-
árekstra í stjórnmálum verður
haldinn á vegum Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi á
miðvikudagskvöld, 7. júní, kl.
20.30 í Hamraborg 11. Frum-
mælendur verða alþingis-
mennirnir Kristín Ástgeirs-
dóttir; Vilhjálmur Egilsson
og Ögmundur Jónasson.
Umræðuvaki verður Flosi Ei-
ríksson.
■ SPILAVIST verður haldin
í kvöld, miðvikudagskvöld 7.
júní, í Húnabúð, kl. 20.30 á
vegum Áhugafólks um spila-
vist. Á eftir spilun verður boðið
upp á kaffiveitingar.
FRÉTTIR
Athugasemd frá Samninganefnd verkalýðsfélaganna í álverinu 1 Straumsvík
Staðreyndir um
ISAL deiluna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Samn-
inganefnd verkalýðsfélaganna á ál-
verinu í Straumsvík:
í Morgunblaðinu 3. þ.m. er nær
heilsíðu viðtal við Christian Roth,
forstjóra ÍSAL, og Rannveigu Rist,
deildarstjóra. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Morgunblaðið gerir sjón-
armiðum stjórnenda hjá ísal hátt
undir höfði og hefur ekki fyrir því
að leita álits verkalýðsfélaganna.
Enn liggur hjá Morgunblaðinu
óbirt grein um ISAL-deiluna eftir
Guðmund Gunnarsson, formann
Rafiðnaðarsambandsins, sem hann
skrifaði vegna umfjöllunar í leiðara
blaðsins og Reykjavíkurbréfi.
Fullyrðingar þeirra Roths og
Rannveigar um samingamálin,
stjórnunaráráttu félaganna innan
fyrirtækisins og getgátur um annað
eru með þeim eindæmum að ekki
verður hjá því komist að gera alvar-
legar athugasemdir við margt af því
sem þar kemur fram og fylla upp í
eyðurnar varðandi ýmislegt sem þau
telja sér betur henta að minnast
ekki á í viðtalinu.
Þá er einnig rétt að fram komi
að hvorki Roth né Rannveig hafa
sótt einn einsta samningafund við
verkalýðsfélögin og kann það e.t.v.
að skýra að hluta ýmsar missagnir
í viðtalinu.
Hvers vegna hafa samningar
ekki tekist?
Kröfur verkalýðsfélaganna í
launamálum fyrir hönd starfsmanna
ÍSAL byggjast annars vegar á þeim
hækkunum sem samið hefur verið
um og hins vegar á því að fyrirtæk-
ið standi við samkomulag um
greiðslu vegna þeirrar hagræðingar
sem orðið hefur í fyrirtækinu.
í maí 1991 var undirritað ramma-
samkomulag um skiptingu ábata af
framleiðniaukningu sem því miður
komst ekki í framkvæmd nema að
litlu leyti vegna andstöðu forstjór-
ans. I samningunum 1993 var
ákveðið að vinna á samningstíman-
um að nýjum hugmyndum um
greiðslu fyrir aukna hagkvæmd í
rekstri. Enn hefur ekki náðst sam-
komulag. Þess vegna gera starfs-
menn þá eðlilegu kröfu að hagræð-
ingin, sem óumdeilanlega hefur orð-
ið í fyrirtækinu, skili sér í þessum
samningum.
Af einhveijum ástæðum minnist
forstjórinn ekki einu orði á þetta
atriði í viðtalinu, né heldur fyrri yfir-
lýsingar um að starfsmenn skuli
njóta hagræðingar í launum.
Kröfur starfsmanna um að hag-
ræðingin skiii sér að einhverju leyti
til þeirra eru sanngjarnar. Þeir hafa
lagt á sig ómælt erfiði og óþægindi
til að ná fram hagræðingu og það
hefur ávallt verið gert í þeirri trú
að þegar betur áraði í fyrirtækinu
þá myndi það skila sér í betri kjörum.
Hluti af hagræðingunni vilja
starfsmenn nota til launajöfnunar í
fyrirtækinu. Svar ÍSAL við kröfunni
um að hagræðingin skili sér til
starfsmanna eins og samningurinn
hefur stefnt að alveg frá 1990 er nei.
Það er meginástæðan fyrir því að
samningar hafa ekki tekist.
Boðun vinnustöðvunar
Ákvörðun um boðun vinnustöðv-
unar var tekin eftir að samningar
höfðu verið lausir í rúmlega fjóra
mánuði og kom til vegna þess að
ÍSAL hafnaði því að starfsmenn fái
hluta af hagræðingunni.
Áður en til boðunar kom vísuðu
verkalýðsfélögin málinu til sátta-
semjara í þeirri von að þar tækjust
samningar án þess að koma þyrfti
til vinnustöðvunar.
Á fundi sem sáttasemjari boðaði
til fimmtudaginn 1. júní var ráðgert
að halda uppi viðræðum um ýmis
almenn mál auk launamála. Þá var
ljóst að vinnustöðvun yrði boðuð á
föstudegi ef ekki miðaði verulega í
átt til samninga.
Þann dag mættu forstjóri ÍSAL
stutta stund í húsi sáttasemjara. Það
komu svo skýr skilaboð til samninga-
nefndar verkalýðsfélaganna um að
hluti af samninganefnd ÍSAL væri
upptekin við önnur verkefni og gæti
því ekki sinnt viðræðum um launa-
mál. Samninganefnd verkalýðsfé-
laganna lét bóka hjá sáttasemjara
mótmæli við þessari uppákomu
ÍSAL-manna á þeim tímapunkti í
viðræðum að boðun vinnustöðvunar
var á næsta leiti.
Stækkun ÍSAL
í viðtalinu gerir forstjóri ÍSAL
verkalýðsfélögunum upp eftirfarandi
þankagang:
„Ef þeir vilja stækka álverið, geta
þeir búið við verkfall og verða því
að láta undan öllu sem við förum
fram á.“
Ef forstjórinn heldur í raun og
veru að þetta sé þankagangur verka-
lýðsfélaganna í samningunum þá er
hann á miklum villigötum og hefur
auðsýnilega ekki þá þekkingu á ís-
lenskri verkalýðshreyfmgu sem til
þarf svo traust geti skapast milli
aðila.
Staðreyndin er auðvitað sú að
verkalýðsfélögin sem eiga samnings-
aðild við ÍSAL eru mjög hlynnt
stækkun og sjá fyrir sér fleiri störf
við byggingu og rekstur.
En félögin eru hins vegar ekki til-
búin til að kyngja öllu sem að þeim
er rétt og af þeim krafist af Alusuisse.
Boðun vinnustöðvunar er neyðar-
úrræði til að ná fram samningum
en hefur ekkert með stækkun ÍSAL
að gera.
Stjórnun í fyrirtækinu
í lok viðtalsins segir Rannveig
Rist „að deilan snúist einnig um
það, enn sem fyrr, hver eigi að
stjórna fyrirtækinu, stjórnendur þess
eða verkalýðsfélögin," og Roth bæt-
ir því við að þetta snúist ekki um
peninga heldur um hver stjórni fyrir-
tækinu og hvort verkalýðsfélögum
eigi að haldast uppi að fara sínu
fram í skjóli þess mikia skaða sem
stöðvun hefur í för með sér.
Af þessum ummælum gætu
ókunnugir ráðið að verkalýðsfélögin
séu daglega að segja þeim Roth og
Rannveigu fyrir verkum og þau
ásamt öðrum yfirmönnum fái ekki
að stjórna fyrirtækinu í friði.
Fullyrðingar þeirra um skort á
stjórnunarrétti eru auðvitað bull og
vitleysa og ekki til annars ætluð en
að gera verkalýðsfélögin og starfs- .
menn ÍSAL tortryggileg í augum
almennings.
Óaðgengilegar kröfur
ISAL-manna
Það sem felst í kröfu ÍSAL um
„stjórnunarrétt" er í raun að komast
fram hjá ýmsum ákvæðum kjara-
samnings.
ÍSAL-samningurinn nær til allrar
framleiðslu og þjónustustarfa hjá
Álfélaginu, þar er kveðið á um laun
og önnur starfskjör þeira sem sinna
þeim störfum.
ÍSAL getur falið öðrum fyrirtækj-
um sömu laun fyrir sömu vinnu.
Krafa ÍSAL er hins vegar áð geta
ráðið undirverktaka í stað fastráð-
inna manna og það á lægri launum
en samningar kveða á um. Nýjasta
dæmið þar um ér að fela verktaka
ræstingarstörf þar sem launin eru
miklu lægri en ÍSAL-samningur seg-
ir til um. Þannig lækkuðu laun
kvenna við ræstingu mjög verulega
og verkalýðsfélögin eru ekki sátt við
þá launalækkun.
Þá hefur ÍSAL einnig sett fram
kröfu um að samningurinn verði
skorinn niður á samningstimanum,
án þess að skerða réttindi eins og
það heitir á þeirra máli.
Einu aðilarnir sem sett hafa fram
kröfur um afskipti af innri málum
viðsemjanda er íSAL sem hefur uppi
kröfu um að samskipti verkalýðsfé-
Iaga í samningum sé eftir þeirra
kokkabókum.
Andinn á
vinnustað
í upphafi viðtalsins segir Roth að
andrúmsloft hafi batnað mikið á
vinnustaðnum síðustu misseri og að
fyrirtækið hafi greitt hveijum starfs-
manni 25.000 kr. á 25 ára afmæli
fyrirtækisins án þess að hafa til
þess skuldbindingu og því sé honum
þessi þróun kjaradeilunnar illskiljan-
Námskeið um siðfræði
lífs og dauða
HALDIÐ verður námskeið um sið-
ferðileg álitamál í heilbrigðisþjón-
ustu að Hótel Eddu, Eiðum, dag-
ana 9.-10. júní nk. Námskeiðið
hefst föstudagskvöldið 9. júní með
inngangsfyrirlestri og almennum
umræðum um siðfræði.
Á laugardeginum verður fjallað
um margvísleg efni tengd heil-
brigðisþjónustu og hefst dagskrá
kl. 9. Fyrri hluta dagsins verður
rætt um helstu tilefni þeirrar miklu
umræðu sem nú á sér víða stað
um siðfræði lífs og dauða og meg-
inviðfangsefni hennar. Fjallað
verður um siðareglur í heilbrigðis-
þjónustu, faglega ábyrgð fagfólks
og um réttindi sjúklinga. Einnig
-verður hugað-sérstaklega að sam-
skiptum heilbrigðisstarfsfólks og
sjúklinga og vandkvæði tengd því
að virða sjúklinginn sem mann-
eskju.
Síðari hluta laugardagsins verð-
ur sjónum beint að tilteknum erfið-
um ákvörðunum sem taka þarf í
starfi heilbrigðisstétta og hvernig
best sé að standa að slíkum ákvörð-
unum. Sérstaklega verður hugað
að þeim siðferðilegu úrlausnarefn-
um sem rísa við meðferð deyjandi
sjúklinga og einnig að viðkvæmum
og erfiðum málum við upphaf lífs.
Námskeiðinu lýkur kl. 4 síðdegis.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er
Vilhjálmur Árnason, dósent í heim-
speki við Háskóla íslands. Vil-
hjálmur hefur unnið mikið að
fræðslumálum um þau. Hann er
höfundur bókarinnar Siðfræði lífs
og dauða sem kom út hjá Siðfræði-
stofnun Háskólans árið 1993.
Viðgerðir
á öllum tegundum
af töskum.
Fljót og góð þjónusta.
TÖSKU-
VIÐGERÐIN
VINNUSTOFA SlBS
Ármúla 34, bakhús
Sími 581 4303
leg. Hann skellir skuldinni á starfs-
mann og verkalýðsfélögin.
Það hlýtur hins vegar að vera
umhugsunarefni hvers vegna ófriður
ríkir hjá ÍSAL á sama tíma og góð-
ur starfsandi er í öðrum verksmiðj-
um eins og Áburðarverksmiðjunni
og Grundartanga þar sem sömu
verkalýðssambönd og oft sömu
samningamenn eru í viðræðum við
stjórnendur.
Eru verkalýðsfélögin að gera upp
á milli fyrirtækja eða eru starfsmenn
ÍSAL svona miklu heimtufrekari en
aðrir?
Nei, svo er ekki.
Orsakanna er að leita í stjórnunar-
stefnu ÍSAL og hvernig traust
starfsmanna á stjórn fyrirtækisins
hefur þorrið með hveiju árinu sem
líður.
Síðustu
samningar
1992 komust samningar nær alls
staðar á með tillögu sáttasemjara,
nema hjá ÍSAL. Ástæðan var sú að
Vinnuveitená'dsiirnbandið felldi, að
kröfu ÍSAL, þá tillögv sáttasemjara
sem starfsmenn höfðu samþykkt.
Sömu sáttatillögu hafði VSI sam-
þykkt gagnvart öllum öðrum. Þá ■
voru starfsmenn ÍSAL samnings-
lausir í 15 mánuði og verkfallsboðun
þurfti til að knýja fram samning. __
Sumt af því sem þá var samið um,
eins og bókun um ábataskipti af
hagræðingu hefur ekki skilað sér til
starfsmanna.
Viljinn til
samninga
Fullyrðingar forstjórans um að
hann hafi mikinn vilja til samninga
verða með öllu ómerkar þegar litið
er til þess samningsboðs sem fram
kom eftir að viðtalið birtist í Morgun-
blaðinu. í því felst hrein lækkun á
launaliðum miðað við fyrri tilboð.
Forstjórinn stefnir því ekki að samn-
ingum við verkalýðsfélögin og nokk-
uð ljóst hver ber ábyrgð á því að
samningar takast ekki.
IVAKORTALISTI
Dags. 7.6. '95.NR. 185
5414 8300 2954 3104
5414 8300 3225 9102
5413 0312 3386 5018
| Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
viMMlMf'AR FJÖLDI UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGAR VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA
2.020.599
2.í
167.000
3. 4 af 5
66
8.730
4. 3*15
2.601
510
Heildarvinningsupphæ&:
4.257.289
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR