Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UIMGLINGAR
Magnús Jónsson
MAGNÚS Jónsson leikari
og tónlistarmaður er
viðmælandi okkar í
dag. • Hann hefur verið
starfandi leikari hjá Leikféiagi
Reykjavíkur í fjögur ár, eða síðan
hann útskrifaðist frá Leiklistar-
skóla íslands vorið 1991. Hann
hefur verið viðriðin bíómyndir, bæði
stuttmyndir og myndir í fullri lengd.
Hann er einnig þekktur sem söngv-
tari hljómsveitarinnar Silfurtóna
sem hefur verið starfandi um ára-
bil. Magnús segir reyndar að Silfur-
tónar hafi alltaf verið kallað latasta
band á íslandi af því þeir nenni svo
lítið að spila og séu mest að spila
fyrir sjálfa sig. Hann segir okkur
hér frá sjálfum sér og unglingsárum
sínum.
Eg var mjög erfiður unglingur.
Var algjörlega óður alveg frá því
ég byrjaði að labba, það var ekkert
hægt að hemja mig. Ég var alltaf
mikið einn, að gera eitthvað af
mér. Ég hafði h'tinn áhuga á skóla
og slíku, var mest í því að gera það
sem ekki mátti. Einu sinni var ég
að labba fram hjá gagnfræðaskól-
anum mínum með vinum mínum,
skólinn lá eitthvað svo vel við höggi,
ég held að við höfum brotið hveija
einustu rúðu í honum. Það var allt
í þeim dúr að eyðileggja og
skemma. Ég var mjög óheflaður
yfirleitt og ekkert hægt að siða
mig til. Ég held að flestir hafí hald-
ið að maður væri á leið til ljandans
og það yrði aldrei neitt úr mér. Ég
hafði heldur ekki áhuga á nokkrum
sköpuðum hlut nema vera í klík-
unni, en svo breytist maður svo
mikið. Ég flutti úr Garðabænum,
þar sem ég er alin upp, þegar ég
var 15 ára, eftir það varð ég ró-
legri. Mamma og pabbi skildu og
ég flutti til Reykjavíkur með pabba,
þá varð ég allt í einu voðalega
ábyrgur, fullorðinn maður. Um
þetta leiti hætti ég í skóla og fór á
sjóinn og var á sjónum í ein tvö
ár. Það var gott að vera á sjónum
og ég held að það hafi kennt mér
mikið. Ég hafði verið svona óábyrg-
ur tittur og var allt í einu kominn
í erfiða vinnu, þar sem maður vann
í sex tíma og svaf svo í fimm, sólar-
hringum saman. Þarna lærði ég að
vinna og vera ábyrgur.
Fermingardagurinn
Ég held að ég hafi gengið í gegn-
um ferminguna eins og flestir sem
ég þekki. Lét
ferma mig
vegna þess að
allir gerðu það
svo var auðvit-
að mikið af
gjöfum og
peningum inni í þessu. Ég man að
ég var ógeðslega fúll þegar ég sá
að ég var sá eini í fermingunni sem
var með bindi í hópnum. Ég var
mjög ólánlegur á myndinni með
bindi á meðan allir hinir voru með
slaufu og í kirtlinum náttúrulega.
Ég lokaði mig bara inni í herbergi
þegar veislan var, ef einhver kom
þá fór ég fram og tók á móti gjöf-
inni og fór aftur inn í herbergi og
var þar að telja þeninga.
Minnimáttarkennd eða
komplexar
Ég var með mikla komplexa
vegna þess hvað ég var feitur, það
var alltaf verið að stríða mér á
því. Pabbi átti sjoppu og ég gat
legið í sælgætinu, viss for-
réttindi
það.
Og ég
held að
það hafi
líka gert
mig hálf
geðveik-
ann,
méð
allan sykurinn í
kroppnum. Mér
var strítt á þessum
viðkvæma aldri,
fermingaraldrin-
um, en svo eltist
ég og grenntist og
svo var það bara búið.
En þetta truflaði mig mjög mikið á
meðan á því
stóð. Það er
þáttur í upp-
vextinum að
lenda í krísum
og takast á við
þær, annars
verður maður hálf asnalegur full-
orðinn held ég.
Er eitthvað sem þú sérð eftir
að hafa ekki gert?
Ég sé eftir að hafa ekki haldið
áfram í píanónámi. Ég var í píanó-
tímum i þijú ár og sé alltaf eftir
því að hafa ekki haldið áfram. Ég
var í tímum frá því ég var átta ára
þar til ég var ellefu, en hætti þá af
því það var svo langt í píanótímana
og ég nennti ekki að fara þangað.
Ég byijaði reyndar aftur þegar ég
var átján ára en þá átti ég að byija
á byijuninni og það þoldi ég ekki.
Ég er ennþá að svekkja mig á því
að hafa ekki haldið áfram.
Leikari og poppari
Þegar ég var yngri hugsaði
ég lítið út í
hvað mig
langaði til
að verða.
Það var
margt sem mig
langaði til að
gera, skoða heim-
inn og fleira fram-
andi. En ég flosnaði
snemma upp úr
skóla og fór á sjó-
inn og tilveran
snérist bara um
það að vera
að vinna og
leigja sér húsnæði.
Þarna í Garðabænum voru allir að
stefna á eitthvað en ég valdi sjóinn.
Ég flutti ungur að heiman og fór
að sjá fyrir mér, það kom ekki fyrr
en seinna að ég fór að hugsa um
hvað mig langaði að verða. Hugur-
inn hefur frá upphafi hneigst að
tónlist, ég hlusta mikið og hef pælt
í mússík í gegnum árin, leiklistará-
huginn kom svo í kjölfarið á bíóferð-
unum. Ég byijaði mjög ungur að
fara á bíó, og sá allar myndir, á
tímabili var ég kallaður Maggi bíó-
glaði af því ég var alltaf í bíó. Nítj-
án ára gamall skelli ég mér á leik-
listarnámskeið hjá Helga Skúlasyni
og ári seinna sæki ég um að kom-
ast inn í leiklistarskóla íslands,
kemst inn og þá var ekki aftur
snúið, og hana nú, eða á eftir.
STJÖRNUR C G
STÖRFÍSKAR
Maggi bíóglaði
Leiðist að sofa
Nafn: Hrefna Rósa Jóhannsdóttir.
Heima: Reykjavík.
Aldur: 14 ára.
Skóli: Foldaskóli.
Hvernig finnst þér skólinn?
Allt í lagi. Gaman að hitta krakk-
ana í skólanum en sumir kennararn-
ir mættu vera strangari.
Hvað finnst þér um félagslíf
unglinga?
Það mætti vera meira, sérstaklega
um helgar. Félagsmiðstöðvar
eru ekki opnar á laugardög
um.
Hverju hefur þú áhuga á?
Samkvæmisdönsum, mót
orhjólum og að skemmta,
mér.
Hverju hefur þú ekkij
áhuga á?
Mér finnst leiðinlegt að^
sofa og hafa ekkert aðj
gera
Hvað er nauðsynlegt fyrir
ungling að eiga?
Peninga, flott föt og góða foreldra
sem leyfa manni að vera lengi úti.
Hverju þurfa unglingar ekki á
að halda?
Áfengi, sígarettum og öðrum vímu-
efnum.
Hvað er mikilvægast í lífinu?
Að stefna að einhveiju, ákveða hvað
maður ætlar að verða svo maður
geti undirbúið sig fyrir það í fram-
haldsskóla og að eiga góða vini.
Hvað er í tísku hjá unglingum?
Allt og ekkert sérstakt.
Hvað er það hallærislegasta sem
þú veist um?
Mér finnst ógeðslega hallærislegt
að reykja.
Lest þú dagblöð eða fylgist með
fréttum?
Já svolítið, ég les dagblöð og erlend
tímarit og horfi stundum á 19:19.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór?
Fjölmiðlafræðingur eða
flugfreyja.
Hvaða þrjú orð lýsa þér
best?
Lítil, pínu frekja, Ijóshærð.
Finnst þér fullorðnir
ósanngjarnir gagnvart
unglingum?
Sumir, alls ekki allir, mér
fínnst allt í lagi þetta „stöðv-
um unglingadrykkju" og allt
það, en sumir þurfa að koma
heim á miðnætti þegar aðrir meiga
koma heim klukkan þijú og það er
svo leiðinlegt fýrir þá sem þurfa
að koma heim klukkan 12.
Eru unglingar í dag dekurrófur?
Já, sumir fá allt sem þeir vilja.
Hver er munurinn á sumri og
salti?
Sumarið er hlítt og gott en saltið
er óholt og bindur vatn í líkamanum.
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir.
Sumargleði
Sumarið framundan,
hvað er hægl að gera?
...vera í sveitinni hjá afa og ömmu...
...passa litlu systkinin...
...vera í sundi alla daga...
...gera könnun á því hvar besti ísinn er seldur...
...æfa sig í að taka til í herberginu...
...lesa námsbækurnar fyrir næsta vetur...
...þvo alla glugga að utan sem innan...
...búa í tjaldi í garðinum...
...vera í stöðugum ferðum með Útivist...
...liggja í leti, sleikja sólskinið og þamba gos...
m
mmmmmmmmm
Það er spurning'
Ætlar þú
að setja
niður
kartöflur?
Tinna, 14 ára.
Nei