Morgunblaðið - 09.06.1995, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Er það nú skepnuskapur. Þeir vilja ekki leyfa okkur að halda áfram að velta vandanum
á undan okkur.
Bankamenn og bankarnir undirrituðu kjarasamning 1 fyrrinótt
Allir bankamenn
fá 8,5% hækkun
KJARASAMNINGUR sem Samband
íslenskra bankamanna og bankarnir
undirrituðu í fyrrinótt felur i sér
8,5% launahækkun til allra banka-
manna. Samningurinn færir banka-
mönnum 1% meiri launahækkun en
samningurinn sem felldur var í síð-
asta mánuði. Samningurinn er ekki
jafnlaunasamningur.
Bankamenn felldu kjarasamning,
sem gerður var í síðasta mánuði.
Sá samningur var sniðinn að samn-
ingum ASI og VSÍ og fól í sér krónu-
töluhækkun við upphaf samnings-
tímans og prósentuhækkun um
næstu áramót. Með nýja samningn-
um hækka laun allra bankamanna
um 8,5%. Hækkunin kemur í þremur
áföngum, 3,3% 1. april 1995, 1% 1.
júní 1995 og 3,7% 1. janúar 1996.
í kjarasamningnum er tveimur
launaflokkum bætt ofan á launatöfl-
una, en með því móti er ætlunin að
setja hluta af óunninni yfírvinnu og
öðrum aukagreiðslum inn í taxta-
kerfíð. í samningnum sem var felld-
ur var einum flokki bætt ofan á.
Umdeilt ákvæði um vinnu á að-
fangadag og breytingar á orlofsrétti
er ekki að finna í nýja samningnum,
en það átti stóran þátt í að hinn
samningurinn var felldur. Bankar
verða því áfram opnir fyrir hádegi
á aðfangadag ef hann ber upp á
virkan dag.
Ekki jafnlauna-
samningur
„Fyrir þá allra lægstu, sem eru
sem betur fer mjög fáir hjá okkur,
er krónutalan sem þeir fá út úr þess-
um samningi nokkurn veginn sú
sama og þeir fengu út úr hinum.
Fyrir alla aðra er samningurinn
betri,“ sagði Friðbert.
Friðbert sagði að samningurinn
væri ekki jafnlaunasamningur, en
þó væri reynt að hækka þá lægst-
launuðu án þess að riðía launa-
flokkakerfínu. Friðbert sagði að
krónutöluhækkun eyðilegði upp-
byggingu launatöflunar og það hefði
verið mat bankamanna að ekki væri
rétt að fara þá leið nú.
„Ég er nokkuð sáttur við þennan
samning. Á formannafundi 19 aðild-
arfélaga sambandsins í dag kom
fram góður stuðningur við hann.
Formennimir ætla að styðja samn-
inginn innan sinna félaga. Ég tel
þess vegna að það séu góðar líkur
á að hann verði samþykktur," sagði
Friðbert.
Fangelsi í tvö ár fyrir
misnotkun sljúpdætra
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær fer-
tugan karlmann í tveggja ára fang-
elsi fyrir kynferðislega misnotkun á
tveimur stjúpdætrum-sínum... ,
Dómur yfir manninum var þyngdur
úr 15 mánaðá fangelsi, því Hæsti-
réttur taldi nægar sönnur korhnar
fram fyrir. að bann hefði einnig íiaft
mök, önnúr en samræði, við yftgri
stjúpdótturina, en Héraðsdómur
Norðurlands eystra taldi það ósann-
að.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa á árunum 1982-1987 misnotað
kynferðislega tvær dætur þáverandi
eiginkonu sinnar. Fyrri hluta tíma-
bilsins beindust brot mannsins gegn
eldri stúlkunni, sem þá var 9-12
ára, og seinni hluta tímabilsins gegn
yngri stúlkunni sem þá var 8-11
ára. Brotin voru kærð haustið 1993.
Ákærði játaði brot gagnvart eldri
stúlkunni, en neitaði að atferli hans
hafi verið af þeirri stærðargráðu sem
ákært var fyrir. Hæstiréttur var
sammála sakarmati héraðsdóms og
taldi nægilega sannað að ákærði
hafi í endurtekin skipti viðþaft kyn-
ferðismök, önnur en samræði, við
stúlkuna allt frá árinu 1982-1986.
Skilmerkilegur framburður
Gagnvart yngri stúlkunni játaði
ákærði eingöngu áreitni og snert-
ingu í eitt skipti, en kvaðst ekki
muna hvort það hafí verið utan
klæða eða innan. Hæstiréttur benti
á að framburður stúlkunnar hafi
verið skilmerkilegur og sérfræðingar
engan vafa talið leika á trúverðug-
leika hennar. Þá hafí framburður
hennar stoð í framburði systur henn-
ar. Þar sem maðurinn hafí orðið
sannur að athæfí sömu tegundar
gagnvart eldri stúlkunni þyki ekki
varhugavert að telja, þrátt fyrir neit-
un mannsins, að nægar sönnur hafí
komið fram um sekt hans gagnvart
yngri stúlkunni. Dæmdi Hæstiréttur
hann til tveggja ára fangelsisvistar
og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Hrafn Bragason, Guðrún Er-
lendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf-
stein. Hjörtur skilaði sératkvæði og
vildi staðfesta dóm héraðsdóms hvað
varðaði brot gegn yngri stúlkunni,
enda leiddu framkomin gögn ekki
til nægilegrar sönnunar um nær-
göngulla atferli en svo að meta
bæri það til kynferðislegrar áreitni
fremur en kynferðismaka.
Sumarævintýri í Laugardal
„Böm em besta fólk“
Hermann Ragnar
Stefánsson
SUMARÆVINTÝRI
Laugardal nefnast
leikjanámskeið fyrir
böm sem verða í Laugardaln-
um í sumar. Námskeiðin eru
sambland af hreyfingu,
fræðslu, menntun og list. Þau
hófust 6.júní og eru hugsuð
fyrir böm á aldrinum 5-11
ára. Skipt er í aldurshópa;
5-6 ára, 7-9 ára og 10-11
ára. Námskeiðin verða haldin
á Engjateigi 1. Meðal þess
sem boðið er uppá á nám-
skeiðunum er leiðsögn í fram-
komu og siðavenjum.
„Við eram með hefðbundna
dagskrá sem er frá kl. 10-16,
þ.e. gönguferðir, íþróttir o.s
frv,“ segir Hermann Ragnar
Stefánsson sem hefur umsjón
með námskeiðunum. „Við
eram líka svo heppin að vera
hérna á Engjateignum þann-
ig að það er stutt í Laugardal-
inn. Við föram þá náttúrlega í
húsdýragarðinn, fjölskyldugarð-
inn og grasagarðinn. Námskeiðið
hófst 6.júní og þátttakan er alveg
ljómandi. Það er t.d. alveg fullbók-
að núna á fyrsta námskeiðið. Síð-
an er verið að skrá á næstu nám-
skeið. Hvert námskeið er tvær
vikur og það næsta hefst Í9. júní.“
-Eru þessi námskeið eitthvað frá-
brugðin öðrum leikjanámskeiðum?
„Það er sérstakt hjá okkur að
við eram með valgreinar fyrir utan
hina hefðbundnu dagskrá sem
krakkarnir geta farið í ef þau vilja.
Þær era leikræn tjáning, mynd-
list, tónlist, enska og dans. Þá
velja þau þær greinar sem þeim
líst á og mæta klukkan 9 á morgn-
ana og fá tvær kennslustundir
með sérfræðingi. Við erum með
leikara, myndlistarkennara,
enskukennara og tónlistarkennara
í þessu. Fyrir þetta borga þau
sérstaklega. Sumir vilja þetta og
aðrir ekki. Þessum valnámskeið-
um hefur verið sýndur mikill
áhugi. Síðan fæ ég hérna í heim-
sókn allskonar fólk sem er með
starfskynningar fyrir bömin.“
„Við opnum hérna korter fyrir
átta á morgana. Það má þá koma
bömunum hingað og það era
margir sem nýta sér þessa þjón-
ustu. Við höfum síðan ofan af
fyrir þeim þangað til hefðbundin
dagskrá hefst klukkan tíu. Bömin
geta síðan verið hérna til korter
yfír fimm þó að dagskránni Ijúki
klukkan fjögur. Við leggjum mikla
áherslu á að bömin hvíli sig vel í
hádeginu. Ég les alltaf framhalds-
sögu þegar þau era búin að borða.
Þá hvíla þau sig og fara í hvíldar-
stellingar. Eins kennum við þeim
ferskeytlur. Þau fara með þær í
talkór og eiga að læra vísuna. Á
kvöldin fara þau svo með hana
ljósritaða heim. Þau læra svona
2-3 vísur á viku. Einnig legg ég
fyrir þau gátur þegar þau fara
heim á daginn og þau eiga svo
að svara mér næsta dag. Tilgang-
urinn er sá að þau velti þessu fyr-
ir sér og ræði þetta kannski við
foreldrana og skapi þá jafnvel
umræður á heimilinu."
-Nú eru framkoma
og siðavenjur á dagskrá
námskeiðsins. Hvernig
fer það fram?
„Ég og Unnur konan
mín höfum leiðbeint fólki með
þetta í mörg ár. Við Jóhann Öm
Ólafsson sjáum um þetta en við
eram báðir danskennarar og þetta
fylgir mjög dansinum. Við byijum
á því alveg frá fyrsta morgni að
temja bömunum tillitssemi og
réttar umgengnisvenjur. Við
kennum þeim svona þetta hefð-
bundna; að þakka fyrir sig, taka
tillit til annara í hópnum, taka til-
lit til þeirra sem eldri era, tala
ekki hátt, en vera samt frjálsleg
og skemmtileg og láta sér líða
vel. Við förum einnig yfir borðsiði
og almennar siðavenjur og kenn-
um þeim þetta um leið.“
►Hermann Ragnar Stefánsson,
danskennari og dagskrárgerð-
armaður, er 67 ára að aldri.
Hann er kvæntur Unni Arn-
grímsdóttur og eiga þau þrjú
börn. Hermann er með gráðu í
félagsráðgjöf frá háskólanum í
Chicago, danskennarapróf frá
Institut Carlsen í Kaupmanna-
höfn og gráðu í dansi frá Arth-
ur Murrey Dancestudio í
Chicago. Hann rekur í dag
Dansskóla Hermanns Ragnars.
-Er þörf á að kenna íslenskum
börnum framkomu og siðavenjur?
„Það er svo sannarlega þörf á
að kenna börnum framkomu og
siðavenjur því þessu er mjög
ábótavant í dag. Ég hef mikla
reynslu í þessum efnum. Ég kenni
nú víða og fer í marga grann-
skóla og aga er víða ákaflega
ábótavant. Það er lítill agi hvort
sem það er á heimilinu, í skólanum
eða á vinnustaðnum. Ég get ekki
ímyndað mér að hægt sé að ná
neinum árangri, hvorki á vinnu-
stað, í skóla eða á heimilinu ef
ekki era einhverjar reglur. Ég er
þá að tala um agareglur en ekki
heraga. Ég skipa aldrei fyrir. Ég
set einungis ákveðnar reglur. Al-
veg eins og í skólanum, þar hljóta
að verða að gilda einhveija
ákveðnar reglur og mér fínnst að
þeim reglum mætti fylgja betur
eftir. Á vinnustað held ég að sé
ekki nokkur leið að vinna ef ekki
era þar einhveijar umgengnisregl-
ur. Ég myndi ekki vilja fara t.d.
í fangelsi ef ekki væru þar reglur.
Ég held að á meðal siðmenntaðra
þjóða séu slíkar reglur sjálfsagð-
ar.“
^Er agaleysi rneira nú en áður
fyrr?
„Mér fínnst íslensk börn óskap-
lega óöguð, ég fer ekkert ofan af
því. Ég veit alveg hvenær þessi
óagi byijaði. Það gekk yfir svona
alda, smitun erlendis frá um að
það ætti ekki að banna börnum
neitt. Það væri til að hefta tjáning-
arfrelsi og o.þ.h. En það er ekki
rétt. Öll böm vilja aga
og öll börn vilja vita
hvað þau mega og hvað
þau mega ekki. Enda
eru þau alltaf að spyija.
Það þarf bara að leiða
þau. Börn eru nefnilega besta fólk
eins og Stefán Jónsson rithöfund-
ur sagði. Það þarf bara að tala
við þau á réttum nótum. Ég er
ekki í nokkrum vandræðum með
þetta hjá mér. Hér era um 50
börn á öllum aldri og það gengnr
mjög vel.“
-Hvað standa þessi námskeið
lengi yfir?
„Við verðum með námskeiðin
eitthvað fram í ágúst vegna þess
að eftirspurnin er mikil. Margir
sem era með svona sumarstarf
hætta eftir verslunarmannahelg-
ina en við ætlum að vera eitthvað
lengur. Aðsóknin er það mikil, “
Aga er víða
ákaflega
ábótavant