Morgunblaðið - 09.06.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 09.06.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 9 JÓN I. Pálsson og Karl Guðmundsson, leiðsögumenn í Laxá í Kjós, hafa komið auga á nokkra nýrunna í Laxfossi. ÞAÐ er haft fyrir satt að laxinn éti ekki í fersku vatni. Ýmsir draga það í efa og benda á að lax sem rýkur í tvöfaldan skota.-þ.e.a.s. tvo stóra laxamaðka á öngli, og sporð- rennir þeim af græðgi sýni fremur hungur heldur en skort á umburð- arlyndi gagnvart öðrum íbúum árinnar, jafnvel þótt möðkunum sé haldið nauðugum í vatninu og séu ekki náttúrulegir íbúar þess. Át 20 maðka Dæmi eru um að laxar hafi veiðst með ætisleifar í maganum, en jafnan mun það vera nýrunninn lax en síðar dregst maginn saman og magasýrur laxins þverra er hrogn og svil taka að þroskast. Oddur Sæmundsson skipstjóri var í Norðurá fyrir nokkrum dögum og veiddi eftirminnilegan lax. Oddur var að veiða á Stokkhyls- broti sem er þekktur vorveiðistað- ur í Norðurá. Hann renncli maOKi og skjótt fór lax að eiga við agn- ið. Eftir nokkra stund var lítið eft- ir af maðkinum og Oddur beitti upp á nýtt. Enn var átt við agnið og enn étið af. Gekk nú hvorki né rak og Oddur beitti hvað eftir ann- að. Stundum komu slitrur af maðki upp úr, stundum ber öngullinn. Alls tíu sinnum mátti Oddur beita upp á nýtt og eru menn þá að tala um a.m.k. 20 stóra digra laxa- maðka. Þegar hér var komið sögu var veiðimanni nóg boðið og hann hrifsaði í þegar laxinn tók aftur til við fyrri iðju. Festist laxinn loks og var landað nokkru síðar, 10-11 punda fiski. Fer síðan ekki fleiri sögum af þessum nartgjarna laxi fyrr en Oddur tók til við að slægja hann til átu þegar heim var komið. Vall þá úr maga hans kös af laxamaðki! FRÉTTIR______________________________ Nýr formaður Hundaræktarfélags íslands Vill efla hundafimi __ og kannar aðild að ISI NÝKJÖRINN formaður Hundaræktarfélags íslands, Guðmundur Helgi Guðmundsson ásamt fráfarandi formanni félagsins, Guð- rúnu R. Guðjohnsen. EFLING á hundafimi sem íþrótta- grein og hugsanleg umsókn Hunda- raektarfélags íslands um inngöngu í íþróttasamband íslands er eitt af markmiðum nýkjörins formanns Hundaræktarfélags íslands, • Guð- mundar Helga Guðmundssonar. Guðmundur segir að hundafimi sé til dæmis ólympíugrein í Noregi og segist hann hafa orðið var við tals- verðan áhuga á greininni hér á landi. Væri til dæmis hægt að nota greinina til þess að efla unglinga- starf félagsins. Guðmundur bar nýlega sigurorð af Sigríði Pétursdóttur í kosningum á aðalfundi félagsins og tekur við af Guðrúnu R. Guðjohnsen. Guð- mundur Helgi, sem starfar sem rafeindatæknir á Landspítalanum, segir starfið leggjast vel í sig, hann sé ánægður með störf fráfarandi formanns félagsins og hyggist halda áfram á sömu braut. Varðveisla íslenska hundsins Helstu markmið segir Guðmund- ur vera varðveislu íslenska hundsins og eflingu á ræktun hans og ann- arra hundategunda. Guðmundur segist einnig vilja efla dýraverndun- arsjónarmið meðal meðlima félags- ins. Einnig vilji hann bæta sam- skipti og auka samvinnu hundaeig- enda við almenning annars vegar og yfirvöld hins vegar. í því sambandi megi nefna nýleg- an úrskurð umboðsmanns Alþingis sem kvað á um að gjaldtaka fyrir hundahald skyldi einungis vera not- að til að standa undir kostnaði sveit- arfélaga af hundahaldi. Þessi úr- skurður hafi leitt til þess að gjald fyrir hunda í Reykjavík hafí lækkað. Stofnun svæðafélaga Guðmundur segist ætla að láta athuga hvernig gjaldtöku sé háttað í öðrum sveitarfélögum. Annað bar- áttumál félagsins sé svo að hunda- hald verið leyft um allt land, til dæmis sé leyfi um hundahald háð undanþágu í Reykjavík. Þá vilji hann vinna að bættum aðbúnaði svokallaðra vinnuhunda, til dæmis björgunarhunda, hunda sem eru notaðir við fíkniefnaleit, hunda sem leiða blinda og varð- hunda. Til dæmis hafi björgunar- hundar sýnt mikilvægi sitt eftir snjóflóðið á Súðavík í vetur og því sé brýnt að vel sé búið að þeim. Alls eru 1.300 félagar í Hunda- ræktarfélagi íslands og segir Guð- mundur að flestir þeirra séu á höf- uðborgarsvæðinu Einnig sé starf- andi svæðafélag á Norðurlandi og sé stefnt að því að koma upp slíkum félögum í öllum landsfjórðungum. Leikskólakennarar Vilja upp- eldis- háskóla FULLTRÚARÁÐ Félags íslenskra leikskólakennara hefur skorað á Björn Bjarnason menntamálaráð- herra að leggja sitt að mörkum að stofnaður verði uppeldisháskóli sem sameini fjóra skóla, Fósturskóla íslands, Þroskaþjálfaskóla ísiands, íþróttakennaraskóla k Laugarvatni og Kennaraháskóla íslands. Fulltrúaráðið minnir á í áskorun sinni, sem samþykkt var á 7. vor- fundi FÍL á dögunum, að Fóstur- skóli íslands væri hvorki framhalds- skóli né háskóli. Hann veiti nemend- um sínum ekki háskólagráðu jafn- vel þótt Kennaraháskóli íslands meti það nám sem fram fari í skól- anum sem háskólanám. Leikskóla- kennarar minna ennfremur á það þeir hafi unnið að því í 17 ár að leikskólakennaramenntun færist á háskólastig. Leikskólakennarar hvetja menntamálaráðherra að fylgja ráð- um nefndar um mótun mennta- stefnu sem skilað hafi tillögum um mótun rammalöggjafar um kenn- aramenntun á íslandi fýrir nokkru. í niðurstöðum nefndarinnar hafi einmitt verið lagt til að stofnaður verði einn uppeldisháskóli. Ályktun til borgarstjórnar Á.vorfundinum var þeirri ákvörð- un Reykjavíkurborgar að efla upp- byggingu leikskóla í borginni fagn- að. Fulltrúaráðið ályktaði þó að ekki væri nóg að byggja hús heldur verði að meta til launa þá ábyrgð sem hvíli á leikskólakennurum. Skorað var á borgarstjórn að gera starf leikskólakennara eftirsóknar- vert meðal annars með þeim hætti að bæta kjör þeirra. Úrval af frönskum blússum og bolum TESS - Verið velkomin - neðst við Opið virka^daga Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. Tökum upp í dag nýjar sumarvörur Skólavörðustíg 4a, sírni 551-3069. OpiðKl. 13-18.30 Laugard. kl.10-16 Simi 581 1290. Sendum þOKPIl) ípóstkröfu. BORGARKRINGLUNNI Auk þess 30 aðrar tegundir af sportskóm á aUa fjölskylduna á frábæru veröi. Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 75 milljónir Vikuna 1. til 7. júní voru samtals 75.399.081 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Petta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar I vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 3. júní Háspenna, Laugavegi...... 590.129 5. júní Háspenna, Laugavegi...... 186.998 6. júní Ölver...................... 175.885 Staöa Gullpottsins 8. júní, kl. 16:00 var 4.974.551 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.