Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Aldís KÓRFÉLAGAR fylgjast með myndasýningunni. Oánægja veitingamanna á Tálknafirði Hópið mátti ekki vera opið Tálknafjörður - Eigendum Hóps- ins á Tálknafirði, sem er matsölu- og vínveitingastaður, var tilkynnt rétt fyrir miðnætti á hvítasunnu- dagskyöld að staðinn mætti ekki opna á miðnætti eins og til stóð. í bréfi dómsmálaráðuneytisins til allra lögreglustjóra landsins, sem dagsett var 30. maí sl., kom fram, með vísan í álit umboðsmanns Al- þingis að sérstakt leyfi lögreglu- stjóra þyrfi fyrir skemmtanahaldi aðfaranótt annars dags hvítasunnu en jafnframt er mælst til þess að slíkt leyfí sé veitt sé um það sótt. Hefði átt að vera látin vita Alison Mills, sem rekur Hópið ásamt eiginmanni sínum, segist hafa haft opið þessa nótt sl. fjögur ár og er hún óánægð með að hafa ekki verið látin vita að hún þyrfti að sækja sérstaklega um núna. Hún var búin að ráða trúbador til að skemmta þessa umræddu nótt og hún segir að sumir gestanna hafí verið komnir um langan veg og þeir hafi þurft að snúa við. Hún segist vera ósátt við að þurfa að standa og sitja eins og sýslumað- Hellu - Rafmagnsveitur ríkisins á Suðurlandi hafa undanfarna mánuði unnið að tengingu nýrrar 66 kíló- volta raflínu milli Flúða og Hellu en með henni fæst hringtenging á kerf- ið frá Búrfelli að Flúðum. Að sögn Örlygs Jónassonar, um- dæmisstjóra RARIK á Suðurlandi, er tilgangur verksins að auka flutn- ingsgetu frá Búrfelli á Hvolsvöll en mjög mikið álag er á núverandi línu ur vilji, bara af því að hún selji áfengi, hún borgi skemmtanaleyfí og löggæslugjald fyrir utan að hún útvegi atvinnu. Hún segir að þetta sé í annað sinn sem staðnum sé lok- að án fyrirvara, hitt skiptið hafi verið eftir miðnætti á föstudaginn langa árið 1992. Leyfið hefði verið veitt Þórólfur Halldórsson sýslumaður segir að ekki hafi verið hægt að leyfa opnun staðarins vegna þess að eig- endum hefði láðst að sækja um leyfí til þess. Ef það hefði verið gert í tíma þá hefði leyfið verið veitt. „Þetta er á hvítasunnudag og auðvit- að þurfa menn í rekstri að hafa þann fyrirvara sem eðlilegur er,“ sagði Þóróifur. Hann segir að alltaf hafí þurft leyfí fyrir skemmtanahaldi þessa nótt, það sé ekkert öðruvísi en áður. í bréfi ráðuneytisins kemur fram að dómsmálaráðherra hafí skipað nefnd til að endurskoða helgidaga- löggjöfína og sé henni ætlað að hraða störfum sínum. Því er mögu- Iegt að þessum málum verði öðru- vísi háttað að ári. yfir vetrarmánuðina og nauðsynlegt að létta á því. „Við erum að bregð- ast við auknu álagi auk þess sem við notum tækifærið og byggjum yfír allan rofabúnað sem áður var úti og losnum um leið við hin hvim- leiðu tengivirki sem vissulega eru ekki til prýði í umhverfmu. Rekstur kerfisins og allt viðhald er mun auð- veldara þegar allur búnaður er inni í húsi,“ sagði Örlygur. Nýstárleg predikun Hveragerði - NÝSTÁRLEG predikun kom í stað hinnar hefð- bundnu við guðsþjónustu í H verager ðiskirKj u. Troðfullt var í kirkjunni þegar Yngri-kór Grunnskólans í Hvera- gerði flutti þar söngleik er kom í stað predikunar. Greinilegt var á undirtektum og mætingu að fólk kunni vel að meta þessa nýjung í kirkjustarfinu. Aðalum- fjöllunarefni söngleiksins var friður og mikilvægi þess að kær- leikur ríkti manna á meðal. Skyggnusýning á teikningum barna er tengdust efninu var skemmtilega fléttuð inní sýningu verksins og flutningurinn endaði á því að börnin færðu foreldrum sínum rauða rós sem tákn um þann frið er þau boðuðu. Ein- söngvari var Birgitta Sölvadóttir en stjórnandi kórsins er Kristín Sigfúsdóttir. Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ tjaldmarkaðsdeginum. Líflegt á Ijaldmark- aðinum Selfossi - FYRSTI tjaldmarkaðs- dagurinn á Selfossi var um helgina en fyrirhugað er að halda markaðs- daga tvisvar í mánuði í sumar. Á markaðsdögunum verður ýmislegt gert til að lífga upp á stemmninguna ásamt því að í boði er ýmiss konar varningur en tjaldmarkaðurinn á Selfossi er opinn öllum sölumönnum hvaðanæva af landinu. Það er Björg- unarsveitin Tryggvi á Selfossi sem annast uppsetningu og framkvæmd tjaldmarkaðarins í samstarfí við verslanir og atvinnu- og ferðamála- nefnd bæjarins. Veruleg umferð er um miðbæinn á Selfossi um helgar, einkum þegar líður að sumri og sumarbústaða- byggðirnar í nágrenninu fyllast af fólki. Sölumenn á fyrsta markaðs- deginum voru ánægðir með daginn og töldu að framundan væri gott tjaldmarkaðssumar. Tjöldunum er komið fyrir á grassvæði í miðbæ Selfoss en gert er ráð fyrir þvi að þau fái fastan og frágenginn stað á næstu árum á skipulögðu útivistar- svæði í miðbænum, enda starfsemin talin hafa sannað sig. Á fyrsta mark- aðsdeginum, laugardagin 3. júní, lék þýsk lúðrasveit sem átti leið um Sel- foss og Leikfélag Selfoss skemmti bömum auk þess sem Kjörís var á lágu verði viðstöddum til gleði. ' Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir STARFSMENN Byggðasels í Hveragerði vinna nú við að reisa nýja tengibyggingu á Hellu en þeir reistu sams konar hús á Flúðum í haust. Lokið hefur verið við að reisa staura á milli Flúða og Hellu en starfsmenn Rarik munu strengja vírana í lín- una síðla sumars en þá er áætlað að taka hana í notkun. 66 kílóvolta raflína milli Flúða og Hellu Fjölmenni í kvennareiðtúr KONUR í Hestamannafélaginu Geysi í Rangárvallasýslu fóru fyrir skömmu í reiðtúr en þátt- taka var með besta móti og mikil og góð stemmning í hópn- um. Var lagt upp frá hesthús- unum á Hellu og Hvolsvelli og mættust hóparnir á miðri leið og riðu sem leið liggur að Lambhaga á Rangárvöllum þar sem konurnar tóku lagið fyrir Sjöfn Guðmundsdóttur og fjöl- skyldu hennar þar á bæ. Því næst var haldið í Golfskálann á Strönd þar sem kvennanna beið kvöldverður. Var sungið og trallað við undirleik harm- onikku áður en hver hélt til síns heima eftir velheppnaða samverustund. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Kísilsjóður fær aukið fé til Kísiliðjunnar Húsavík - Kísilsjóður sem starfað hefur um skeið hefur nú fengið aukið fjármagn til starfsemi sinnar en markmið hans er að efla at- vinnulíf í þeim sveitarfélögum sem tengjast starfsemi Kísiliðjunnar hf. við Mývatn. Nýverið hefur reglugerð sjóðs- ins verið breytt þannig að 20% af arði ríkisins af Kísiliðjunni renna í sjóðinn ásamt hluta námaleyfis- gjalds og hefur þetta eflt sjóðinn mikið. í maímánuði var samstarfsverk- efni Prýði hf. og Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavík veittur styrkur til þróunar á sérhæfðum fatnaði. Einnig fékk undirbúningshópur til stofnunar Náttúruskóla við Mý- vatn styrk en ætlunin er að sá skóli taki á móti erlendum vísinda- mönnum og nemendum. ViOskipravinir fasleignasala Við vekjum athygli á því að Fasteignablað Morgunblaðsins kemur út á þriðjudögum í sumar Fyrsta Fasteignablað Morgunblaðsins á þriðjudögum kemur út 20. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.