Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 20

Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þóraí Galleríi Sævars ÞÓRA Sigurðardóttir opnar myndlistasýning-u í Galleríi Sævars Karls 9. júní næstkom- andi og stendur sýningin til 30. júní. Verkin á sýningunni eru unn- in með blýanti, bleki og krít á striga og eru öll frá síðasta ári. Þóra stundaði nám við MHÍ, í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við skúlptúrdeild Det Tyske Kunstakademi í Árósum. Á síð- astliðnu ári tók Þóra þátt í tveimur samsýningum tíu dan- skra myndhöggvara, þ.e. í Kunstbygningen, Árósum, og í Fyns Kunstmuseum, Óðinsvé- um. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningu íslenskra myndhöggvara á Kjarvalsstöð- um (Skúlptúr-Skúlptúr). Þóra er um þessar mundir þátttakandi í samsýningu í All- ersmaborg, Groningen, Hol- landi, þar sem hún sýnir þrívíð verk. Norrænir brunnar LAUGARDAGINN lO.júní kl.16.00 verður opnuð sýning við og í sýningarsal Norræna hússins á umhverfislistaverk- um í tilefni af norrænu mynd- listarári. Yfirskrift sýningar- innar er norrænir brunnar Myndlistarmönnum, ásamt arkitekt og landslagsarkitekt, var boðið að vinna hugmyndir útfrá umhverfi Norræna húss- ins og þema sýningarinnar. Verk 14 þeirra má sjá í sýning- arsal hússins og utanhúss eru íjórir norrænir „brunnar". í tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar um umhverfislist. Nemendur við MHI verða með gjörning kl. 17.00 á laugardag í fundar- sal hússins. Sýningin mun standa til 9. júlí og verður opin daglega kl.13-19. Gunnar sýnir í Nesbúð NÚ stendur yfir sýning Gunn- ars Guðjónssonar í Nesbúð, Nesjavöllum. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1941. Hann hélt til náms í teikningu og málaralist við skólann Excuela Marssana á Spáni 1972. Arið 1974 flutti Gunnar aftur heim til íslands og sama ár hélt hann stóra sýningu á verk- um sínum á Kjarvalsstöðum. Árið 1981 hélt hann síðan aðra sýningu í boði Menningarstofn- unar Bandaríkjanna og hefur síðan haldið margar sýningar á verkum sínum. Helstu viðfangsefni Gunnars eru landslags- og sjávarmyndir. Flestar myndir hans eru unnar með olíulitum á striga. Sýningin stendur yfir í sumar. „Skagarek“ í Kirkjuhvoli SUMARSÝNINGIN „Skaga- rek“ verður opnuð í Listasetr- inu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag kl. 14. Þar sýna verk sín 13 lista- menn, búsettir á Akranesi, og sýna þeir málverk, glerlist, höggmyndir, veflist, leiriist og skúlptúra. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-16.30 og stendur til 20. ágúst. Að fanga andann MYNDLIST Viö Ilamarinn MÁLVERK INNSETNING Þóra Þórisdóttir. Opið frá 14-18 alla daga nema þriðjudaga til 18. júní. Aðgangur ókeypis. MEÐ sanni er óvenjuleg fram- kvæmd í listhúsinu „Við Hamar- inn“ í Hafnarfirði um þessar mundir, þar sem áður var fremri hluti Portsins. Er hér um að ræða trúarlegan gjörning og innsetn- ingu í tilefni hvítasunnuhelgarinn- ar og það merkilega við fram- kvæmdina er að listamaðurinn er fæddur á hvítasunnudag fyrir 23 árum. Eitthvað hefur helgi hvítasunn- unnar svo seitlað inn í heilakirnu afmælisbamsins, því það virðist altekið Heilögum anda og upp- hafningu, vera með afbrigðum sið- nennið. Það heitir að vinna fyrir trúna á Krist og Heilagan anda. Og eins og stendur í skrá: „Á hvítasunnudag úthellti guð anda sínum yfir lærisveinana. Andinn var okkur gefínn eftir að Jesús steig upp til himna, til að leiða okkur í allan sannleika, til að vera huggari okkar og fræðari og til að opinbera kraft Guðs. Andinn talar ekki af sjálfu sér, heldur orð Guðs, en orðið er Jesús Kristur. Ekki er hægt að lýsa Heilögum anda í myndum né orði öðruvísi en að grípa til dæmisagna og myndlíkinga. Biblían er því hlaðin slíkum táknmyndum og dæmisög- um. Líkingarnar yfir Heilagan anda eru margar. Dúfan var hús- dýr á dögum Gamla testamentsins og eini fuglinn sem leyfilegt var að fórna. Dúfan er tákn Heilags anda.“ Það er svo út frá þessu sem listspíran Þóra Þórisdóttir gengur á sýningu sinni og fleiri táknum, sem eru eldur, vindur (andvari), hljóð (gnýr), vatn (regn, lind, læk- ur), olía, hvít klæði og innsigli. Þóra leitast við að fylgja þessu eftir í bókstaflegri merkingu, því þessa alls sér stað í salnum, og auk þess kúra lifandi dúfur á loft- Séreignasióður með tryggingum að eigin vali Gunnar Baldvinsson; rorstöðumaður reksturs sjóða hjá VÍB; segir að nú feti sjóðfélagar í ALVÍB, Almennum lífeyrissjóði VÍB; keypt tryggingar tjá Sameinaða líftryggingarfélaginu og á þann hátt notið sambærilegra trygginga og sjóðfélagar í sameignarsjóðum. Gunnar segir að ALVÍB sé eini séreignarsjóðurinn sem tryggi mönnum lífeyrisgreiðslur til æviloka. Nú eruð þið farnir að bjóða tryggingar í tengslum við ALVIB. Hver er tilgangurinn með þvt og hverju breytir þetta fyrir sjóðfélaga? Tilgangurinn er að þeir sem géta valið sér lífeyrissjóð geti greitt í séreignar- sjóð og notið hliðstæðra trygginga og bjóðast í sameignarsjóðum. Og hvaða tryggingar er um að rœðal Það eru fimm tegundir af trygg- ingum sem sjóðfélagar velja um. 1 fyrsta lagi ævilífeyrir sem tryggir sjóðfélögum mánaðarlegar tekjur frá tilteknum aldri til dánardags. í öðru lagi líftrygging sem tryggir nánustu vandamönnum eingreiðslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.