Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 21

Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 21 ÞÓRA Þórisdóttir við verk sitt. bitum. Þá er séð fyrir öllum þörf- um dúfnanna, korn er á mörgum ferköntuðum hillum í lóðréttri röð upp í loft, sem einnig þjóna sem svefnhillur, ásamt aflöngum sér- hönnuðum láréttum svefnhillum á veggjum. Þottaskál er á stalli og flísalagður veggur með spegli fyr- ir ofan hann. Þá rignir ofan í hlaðna sporöskjulaga þró á gólfi og _er það hugvitsamleg fyrirtekt. Á endavegg er málverk af liggj- andi konu í sófa „Trú er fullvissa um það sem maður vonar“ (1), og sjálfur sófinn er fyrir neðan mál- verkið, á sessunni er svo biblía á hvítu klæði. Þetta málverk sætir hvað mestum tíðindum á sýning- unni, en ávinningur hefði verið að sleppa rituðum tilvitnunum beggja vegna nektarinnar. Ritaðar trúarlegar tilvitnanir eru annars mjög víða, jafnvel á drifhvítum gluggatjöldum, sem eru hönnuð af listakonunni og falla vel að sýningunni. Það er mikill hugur og yndisþokki í þessari framkvæmd og mun meiri sál en á sýningunni „Stefnumót listar og trúar“ í Hafnarborg, jafnframt kemur hún meira á óvart fyrir upprunaleikann og bernska leik- gleðina. Bragi Ásgeirsson viö fráfall sjóðfélaga. í þriðja lagi afkomutrygging sem tryggir mánaðarlegar tekjur til 60 eða 65 ára aldurs ef starfsorka skerðist um helming eða meira. Fjórða tryggingin er iðgjaldstrygging sem tryggir áframhaldandi greiðslu í lífeyrissjóð og kaup á tryggingum ef starfsorka skerðist um helming eða meira. í fimmta lagi sjúkra- og slysatrygging sem tryggir dagpeningagreiðslur í allt að þrjú ár vegna sjúkdóms eða slyss og eingreiðslu við varanlega örorku, ef örorka er metin 40% eða meiri. Hverju breyta þessar tryggingc / fyrir sjóðfélaga? Nú býður ALVÍB heildarlausn í lífeyrismálum. Áður fyrr ráðlögðum við sjóðfélögum að verða sér úti um þessar tryggingar sjálfir eða greiða í sameignarlífeyrissjóði. Nú getum við boðið mjög góða lausn í lífeyrismálum. Kosturinn er að sjóðfélagar vita nákvæmlega hversu mikill hluti af iðgjöldum í lífeyrissjóð fer í tryggingar og hvað tryggingarnar kosta auk þess sem þeir eignast sinn séreignar- sjóð sem erfist við fráfall sjóð- félaga. Er þetta ekki mjög dýrt? Sameinaða líftryggingarfélagið býður sjóðfélögum ALVÍB hagstæð kjör af því hér er um heilan sjóð að ræða. ALVÍB sér um að greiða iðgjöldin og upplýsingar um tryggingavernd og kostnað við tryggingarnar birtast á yfirlitum fjórum sinnum á ári. Tryggingastærðfræðingar hafa áætlað að 30% til 40% af iðgjöldum í sameignar- lífeyrissjóði renni í tryggingar. Hvernig geta sjóðfélagar tryggt sér lífeyrisgreiður til ceviloka? ALVÍB er eini séreignarlífeyris- sjóðurinn þar sem sjóðfélagar geta tryggt sér lífeyrisgreiðslur til æviloka. Þeir geta tryggt sér lífeyrisgreiðslur frá tilteknum aldri til æviloka með því að kaupa ævilífeyri. Ef sjóðfélagi klárar t.d. inneign sína í séreignarsjóði 80 ára þá myndi ævilífeyririnn tryggja honum lífeyrisgreiðslur til æviloka. Áætluð skipting eigna vi& starfslok 140% Lifeyrissjó&ur 20% Sparifé 40% Hús, bill, sumarhús, o.fl. Réttindi í lífeyrissjóði eru oftast stœrsta eign fólks við starfslok en algengt er að fólk greiði í lífeyrissjóð í 40 til 45 ár af cevinni. Allir geta greitt í ALVÍB; annað hvort eingöngu eða sem viðbót við greiðslur í sameignarsjóð. Hver og einn verður að meta hvort það hentar honum og þá hvernig og hvaða tryggingar henta best. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili aö Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Golli JÓN Múli og Jónas Árnasynir taka við verðlaununum. Bræður verð- launaðir Á ÞINGI Sambands norrænna tón- skálda og textahöfunda (Nordisk Populærautoruninon), sem haldið var í Reykjavík 4. og 5. júní voru NPU verðlaunin veitt bræðrunum Jóni Múla og Jónási Árnasonum fyrir framlag þeirra til leikhústón- listar. NPU verðlaunin eru heiðursverð- laun sem veitt eru annaðhvert ár norrænum tónskáldum og textahöf- undum. Þetta er í fyrsta skipi sem verðlaunin eru veitt íslenskum höf- undum, en árið 1993 komu þau í hlut hins þekkta sænska leikhús- manns og grínista Hans Alfredson og þar á undan fékk þau norski söngvarinn Jens Book-Jenssen. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fráfarandi forseti NPU, afhenti verðlaunin á Hótel Borg að við- stöddum fjölda norrænna höfunda sem sátu þingið. -----» » ♦--- Sumartónleikar á þriðjudögum í Listasafni Sigurjóns ÞRIÐJUDAGINN 13. júní hefst tónleikaröð sumarsins í listasafni Siguijóns Ólafssonar, en allt frá árinu 1989 hefur safnið staðið að vikulegum sumartónleikum alla þriðjudaga á tímabilinu júní, júlí og ágúst. Á fýrstu tónleikunum munu þau Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau og Pétur Jónasson leika verk eftir ýmsa höfunda en alls verða flytjendur á tónleikum þessa sumars 27 talsins og tónlistin, sem flutt verður, bæði gömul og ný, ís- lensk og erlend. -----♦ ♦ ♦--- Ólafur í List- húsinu ÓLAFUR Oddsson opnar fyrstu einkasýningu sína á málverkum unnum í kol, túss, vatnsliti, akrýl og olíu í Listhúsinu í Laugardal á morgun, laugardag. Sýningin stendur til J9. júní og er aðgangur ókeypis. -----»_♦_♦--- Sýningu Svans og Barkar að ljúka „HÚS velúrsálarinnar“, sem er yfir- skrift sýningar Barkar Arnarsonar og Svans Kristbergssonar, í Gallerí Greip og hefur staðið yfir frá 3. júní, lýkur nú á þriðjudag. Þetta er þriðja sýning þeirra í Reykjavík, en þeir hafa tekið þátt í nokkrum sýningum erlendis. Galleríið er opið alla daga frá kl. 14-18 meðan á sýningunni stendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.