Morgunblaðið - 09.06.1995, Page 41

Morgunblaðið - 09.06.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 41 ‘ ___________BRÉF TIL BLAÐSINS „Eitt sinn stríðsmennu DP ÚR KVIKMYNDINNI Once We Were Warriors sem sýnd er í Regnboganum um þessar mundir. Frá Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur: ÞEIR sem ætla að sjá kvikmynd- ina Once We Were Warriors (Eitt sinn stríðsmenn) eiga rétt á að átta sig á aðstæðum. Myndin er um Maórafjölskyldu á Nýja-Sjálandi. Atök hafa verið á Nýja-Sjálandi um réttindi, kaup og kjör verka- fólks, ekki síst Maóra, og um land Maóra í norðurhluta landsins. Myndin er innlegg í hugmynda- fræðilegt stríð sem ríkir samhliða. Maórar voru fyrstu landnemarn- ir á Nýja-Sjálandi. Fyrir miðja síð- ustu öld gerðu höfðingjar Maóra samkomulag við breska nýlendu- herra um skiptingu lands. Ferill Islands og Nýja-Sjálands er að því leyti líkur að þótt þau væru form- lega undir konungdæmi annars rík- is, urðu þau að iðnríkjum. Með til- heyrandi breytingum á félagsað- stæðum borga og sveita safnaðist fjármagn á fárra hendur með hjálp stofnana ríkisvaldsins, innan ramma þjóðríkisins. Þessi lönd eru að því leyti ólík að á Nýja-Sjálandi er fjölþjóðlegt samfélag en á ís- landi er sá veruleiki fremur nýr. Ráðastéttin á íslandi hefur fylgst gaumgæfilega með þróun í stjórn- málum og efnahag á Nýja-Sjálandi á síðustu árum, því hún óskar að feta í fótspor ríkisvaldsins þar sem hefur t.d. afnumið „skylduaðild" að verkalýðsfélögum. „Menningarstríð" hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það stendur í engum tengslum við „ólíka menningu" einsog orðið kann að gefa til kynna, heldur var það ræst - og nafngjöfin reyndar Ííka - af hægrisinnuðum stjórn- málamönnum víða um lönd, sem eiga ekki sjálfir uppá pallborðið í stjórnkerfinu einsog það er í dag, en munu vafalaust fá sitt tæki- færi. Sótt er að fólki sem erfiðleik- ar kapítalismans hafa hvað mest áhrif á og það gert ábyrgt. „Útlendingar“ eru gerðir ábyrgir fyrir atvinnuleysi. Nýbúar og aðrir „misnota“ heilsugæsluna. Atvinnu- laust fólk er sakað um svindl og þjófnað eða sætir niðrandi nafn- gjöf, „þeir sem minna mega sín“. Mæðrum er kennt um ófarir bama sinna og feður hnepptir í ánaúð undir því yfirskini að þeir beri ábyrgð á rýrum tekjum fyrrum fjöl- skyldu sinnar. Grafið er frekar undan réttaröryggi verkafólks með því að snúa sönnunarbyrði við þannig, að menn séu ekki lengur saklausir uns sekt er sönnuð. Vinnandi fólk er skotmarkið Mikilvægt er að átta sig á að vinnandi fólk er skotmarkið í menn- ingarstríðinu. Svo dæmi sé tekið gefur hægrisinnuð eiturtunguárás á „asískar konur“ tilefni til þess að þær séu pískaðar á vinnustað og öll stéttin gjaldi þess. Asískar konur eru þó ekki stétt. Flestar asískar konur hér eru verkakonur. Aðrar eru menntamenn eða við- skiptajöfrar. A Nýja-Sjálandi er vaxandi hópur Maóra í millistétt og hefur gert það gott í viðskiptum undanf- arið. Til skýringar má taka sam- svarandi dæmi frá Bandaríkjunum þarsem blökkumenn voru nær und- antekningarlaust lágt launað verkafólk fyrir aldarfjórðungi en skiptast nú í stéttir einsog almennt gildir um þjóðfélagið. Staða blökkumanna sem eru kapítalistar eða í millistétt er vitaskuld góð fyrir þá sjálfa, en skiptir engu fyr- ir hina. Fyrirlitning á verkalýðsstéttinni? Alan Duff, höfundur sögunnar Once We Were Warriors, er Maóri. Joan Shields, frambjóðandi Banda- lags kommúnista á Nýja-Sjálandi, segir í blaðagrein að „fyrirlitning hans á verkalýðsstéttinni" birtist skýrt í kvikmyndinni. „Hann dreg- ur upp mynd af Maórahjónum í verkalýðsstétt sem lifa á aðstoð frá félagsmálastofnun, eru á stöðugu fylleríi og partí allar nætur. Mann- inum er lýst einsog ruddalegri skepnu sem gengur í skrokk á konu sinni. Börnin njóta engrar um- hyggju enda verður einn sonurinn smákrimmi, annar gengur í glæpa- klíku og dóttirin bindur enda á líf sitt eftir að drykkjuvinur foreldr- anna hefur nauðgað henni.“ Þetta eru „þemu í hugmynda- fræðilegri atlögu og miða öll að sömu niðurstöðu, að í verkalýðs- stétt sé annars flokks fólk“. Þeir „beina spjótum sínum að útivinn- andi konum, unglingum, Maórum“ og fleirum, en „skotmarkið er alltaf verkalýðsstéttin. Þeir eru að reyna að sýna okkur framá að við getum ekki stjórnað nokkrum hlut, hvað þá samfélaginu“, segir Joan Shi- elds. Þar sem myndin gekk í kvik- myndahúsum á Nýja-Sjálandi komst upp um hneykslismál. Ráð- herra í ríkisstjórninni varð uppvís að því í mars að hafa í tvígang hringt inn í útvarpsþátt, þóst vera Maóri og lýst því fjálglega hvernig hann lifði af félagsmálaaðstoð, nóg að drekka og fint að þurfa ekki að vinna. Það er athyglivert að ráðherrann hafði ekki fundið neinn til að hringja fyrir sig. SIGURLAUG S. GUNNLAUGSDÓTTIR, Seljavegi 11, Reykjavík. Svar til Sigurðar Magnússonar Frá Rafmagnseftirliti ríkisins: SIGURÐUR Magnússon, fv. yfir rafmagnseftirlitsmaður, hefur tví- vegis á undanförnum vikum skrifað opin bréf í Morgunblaðið til Raf- magnseftirlits ríkisins um efni Orð- sendingar RER nr. 2/95. Vegna þeirra rafmagnsmenntuðu manna, sem lesið hafa bréf Sigurðar og kunna að vera í óvissu eftir lestur þeirra, tel ég rétt að svara skrifum Sigurðar á sama vettvangi. Sigurð- ur hefur ekki þekkst ítrekuð boð Rafmagnseftirlits ríkisins um að útskýra sjónarmið sín nánar fyrir starfsmönnum RER eða hlusta á ástæður, sem að baki umræddrar orðsendingar eru. Með Orðsendingu nr. 2/95 tekur rafmagnseftirlitið ekki afstöðu til þess, hvaða varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu er notuð. Ýmsar aðferðir eru leyfðar, skv. grein 203 í reglugerð um raforku- virki nr. 264/71 með síðari breyt- ingum. Tvöföld einangrun og núllun eru hvort tveggja viðurkenndar ráð- stafanir. Tvöfaldri einangrun fylgir sú kvöð, að hana á að auðkenna með sérstöku merki, tvöföldum ferningi, en sé önnur vamarráðstöf- un notuð, t.d. núllun, sem Sigurði verður tíðrætt um, má merkið ekki vera á þeim rafbúnaði, sem núllaður er. I umræddri orðsendingu er lögð áhersla á að fullnægja í hvívetna þeim kröfum, sem gerðar eru til tvöfaldrar einangrunar, ef henni er á annað borð beitt einhvers staðar í raflögn eða raforkuvirki, þar með talið, að tæki eða búnaður beri merki um tvöfalda einangrun. Hins vegar verður að afmá eða líma yfír þetta merki, eins og kveðið er á um í orðsendingunni, ef ekki er unnt að uppfylla skilyrði til tvöfaldrar einangrunar eða þau brotin með röngum aðgerðum. Það gæti leitt til slyssfef þeir, sem við raforku- virki vinna, eru blekktir með röng- um upplýsingum eða merkingum. Þetta á ekkert síður við, þó að ein- ungis fagmenn megi vinna við raf- orkuvirki, enda vita þeir, hvaða vörn býr að baki tvöfaldrar einangr- unar, þekkja reglur um hana og merkið, sem notað er til að auð- kenna þessa varnarráðstöfun. Meginregla er, að ekki má jarð- tengja þegar beitt er tvöfaldri ein- angrun — en henni verður að beita rétt. Tvöföld einangrun á einungis við um lágspennt raforkuvirki. Þess vegna er ekki verið að fjalla um háspennutöflur í Orðsendingu nr. 2/95. Sú ábending og áminning, sem Vidarkyntir pottar Fyrir sumarbústaðinn eða garðinn heima. yiðfBlómávalí hsestujSaQÓ.-] Kynning wm viðarkyntir pottar Hamraborg 10 200 Kópavogi s. 552 8440 S/F 588 5848 thorthor@ismennt felst í orðsendingunni, er ekki sér- íslensk. Hún er í samræmdum evr- ópskum reglum og endurspeglast m.a. í öðrum norrænum reglum og ekki síst í þýskum, sem jafnframt eru ítarlegri. Sigurði Magnússyni er að sjálfsögðu velkomið að kynna sér þessar reglur líka hjá Rafmagns eftirliti ríkisins, á sama hátt og hverjum þeim, sem áhuga hefur. Undirritaður vill ekki stunda orðaskak í fjölmiðlum við Sigurð Magnússon, en tilvitnanir í orð eða ritverk af hvers kyns tagi verða að vera nákvæmar. I fyrri grein sinni brenglar Sigurður merkingu setn- ingar í umræddri orðsendingu með rangri tilvitnun. BERGUR JÓNSSON, rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins. Helstu einkenni: Með sokk og Eva miðsóla með trimomic dempun - mjúkir og stöðugir skór. Þyngd: 370 gr. Stærðir: 38-47 Verð aðeins kr. 7.590 FJÖLSPORT MIÐBÆ . HAFNARFIRÐI mmúTiLíFPmm GUESIBÆ . REYKJAVÍK BLÁSKJÁR BARNAFÖT SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17b FRÁBÆRT VERÐ Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17, sunnud. kl. 13-18. Nissan Sunny SLX 4x4 Artic Edition '94, blár, 5 g., ek. 21 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu, dræattarkúla, tveir dekkjagangar á felgurm V. 1.470 þús. Einnig: Nissan Sunny SLX 1,6 Station '93, vínrauður, 5 g., ek. 55 þ. km., rafm. í rúðum, tveir dekkjag. V. 1.090 þús. MMC Colt GLXi '91, sjálfsk., m/öllu, ek. 70 þ. km. V. 890 þús. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesil '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 740 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '94, sjálfsk., ek. 12 þ. km. Sem nýr. V. 1.250 þús. Cherokee Limited '89, sjálfsk., ek. aðeins 64 þ. km., leðurinnr. o.fl. Toppeintak. V. 1.890 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 Station '93, 5 g., ek. 61 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu. V. 1.450 þús. Nissan Sunny 1600i SR '94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ. km., rafm. í rúðum, ál- felgur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús. Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25 þ. km. Tilboðsverð 780 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '94, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 9 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.450 þús. Sk. ód. Chevrolet Blazer S-10 Thao '86, sjálfsk., ek. 75 þ. mílur. Góður jeppi. Tilboðsverð 730 þús. Ford Broco II '84, rauður, 4 g., ek. 110 þ. km., nýsk. '96. Tilboðsverð 490 þús. Subaru Legacy Artic Edition 4x4 '93, hvítur, 5 g., ek. 29 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðurp o.fl. V. 1.890 þús. MMC Colt GLXi '93, rauður, 5 g., ek. 42 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu. V. 1.150 þús. Citroen BX 14E '87, blár, 5 g., ek. 140 þ. km. Mikið endurnýjaður, gott eintak. Tilboðsv. 230 þús. Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 87 þ. *km. Tilboðsv. 890 þús. Subaru E-10 4x4 Minibus '88, 7 manna, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús. Nissan Patrol diesel Turbo langur '91, 5 g., ek. 106 þ. km. Gott eintak. V. 2.650 þús. Toyota Hi Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33“ dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 720 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '91, Hlaðbakur, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Höfum kaupendur að: ’92-'94 árg. af MMC Paj- ero, Toyota D. Cap, Landcruiser og 4Runner.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.