Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 52
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SI'Ml 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKllREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikill ágreiningur er um ýmis atriði nýs sjómannasamnings Þokast hægt í átt til samkomulags HÆGT þokaðist í samkomulagsátt í kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna í gær. Flest bendir þó til að samningar takist fyrir sjómannadag. Að sögn Geirs Gunnarssonar vara- sáttasemjara er deilt um fá afmörk- uð atriði. Hann sagði að ágreiningur- inn væri þess eðlis að erfitt væri að ná samkomulagi, m.a. vegna þess að aldrei hefði verið samið um sum þessara atriða áður. Vonir um að fljótt gengi að ná samkomulagi um nýjan kjarasamn- ing eftir að ágreiningur leystist um verðmyndun á fiski gengu ekki eft- ir. Samningafundi var frestað í fyrri- nótt eftir að hörð orðaskipti höfðu átt sér stað milli samningamanna. Fundi var framhaldið kl. 11 í gær- morgun. Þá var staðan sú að deilt var um ein 18 atriði. Togast var á um öll þessi atriði fram eftir degi í gær. Langur tími fór í að ræða hafn- arfrí og helgarfrí og var skammt í að samkomulag næðist um þau mál. Flest benti til að nokkrum málum þar til viðbótar yrði ýtt út af borðinu. Þar á meðal var krafa sjómanna um breytingar á oliuverðs- tengingu. Skip ekki á sjó fyrir sjómannadag Meðal mála sem tekist var á um í gærkvöldi voru kröfur sjómanna um sérveiðar, uppsagnarfrest und- irmanna og starfsaldursálag, en sjó- menn krefjast þess að þeir haldi áunnum réttindum þegar þeir flytj- ast milli útgerða. Til umræðu voru einnig nokkrar gagnkröfur LÍÚ, m.a. um að hlutaskiptum verði breytt ef fækkun á sér stað í áhöfn skips. Nú er ljóst að ekkert skip fer á veiðar fyrir sjómannadag. Út- gerðarmenn í Þorlákshöfn. sem haft hafa uppi hótanir um að láta úr höfn, hafa ákveðið að sjá til í trausti þess að samningar takist fyrir sjó- mannadag. Morgunblaðið/Rúnar Þór SUMARIÐ vitjaði ioks Norð- lendinga og Austfirðinga í gær. Hitinn fór yfir 20 stig á nokkrum stöðum og á Akureyri sýndi hitamælir Kiwanis 25 stig og höfðu ekki sést þar jafnháar tölur misserum saman. Sigríður í garðyrkjustöðinni Grísará í Eyjafirði sendi starfsfólki Veðurstofunnar 7 hvítar rós- ir í tilefni dagsins og voru Hlýjar kveðjur að norðan þau Ásdís Auðunsdóttir, Björn Karlsson, Halldóra Morgunblaðið/Sverrir Ingibergsdóttir og Unnur Ólafsdóttir að vonum ánægð með sendinguna. Rósunum fylgdi ósk um sama veður 90 daga í ár! Ekki eru mikl- ar líkur á því að sú ósk ræt- ist en hins vegar er spáð svipuðu veðri næstu daga. Búist er við miklum vatna vöxtum og eru starfsmenn Vegagerðarinnar og sveit- arfélaga í viðbragðsstöðu. Morgunblaðið/Þorkell Ráðherra í heimsókn VO VAN Kiet forsætisráðherra Víetnams kom í opinbera heim- sókn hingað til iands í gær ásamt eiginkonu sinni og fjölmennu föruneyti. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, héldu gestunum veislu í Perlunni í gærkvöldi. I dag ræðir Vo Van Kiet við íslenska ráðamenn og fer m.a. til Þingvalla. Alversdeilan Verkfall á miðnætti semjist ekki DEILUAÐILAR kjaradeilunnar í ál- verinu komu saman til sáttafundar kl. 11 í gærmorgun og stóðu viðræð- ur yfir fram eftir kvöldi. Þegar Morg- unblaðið fór í prentun voru allar lík- ur taldar á viðræðum yrði haldið áfram fram eftir nóttu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins varð lítill sem enginn árang- ur af viðræðunum í gær og var ekk- ert farið að ræða launaatriði væntan- legra kjarasamninga. Þess í stað var eingöngu fjallað um sérkjaraatriði væntanlegra samninga, að sögn Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðar- -manns starfsmanna. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að ákveðnar þreifingar hefðu átt sér stað en lausn á deilunni væri ekki í sjónmáli. Verkfall sem nær til tæplega fimm hundruð starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefst á miðnætti í kvöld hafi ekki samist fyrir þann tíma en samkvæmt samningum aðila gefst tveggja vikna aðlögunartími til að undirbúa álverið fyrir stöðvun. Gagnrýni á GATT-frumvarp Heimsmarkaðs- verð óraunhæft NEYTENDASAMTÖKIN og for- ráðamenn innflutningsfyrirtækja gagnrýna þau ákvæði GATT-frum- varps ríkisstjórnarinnar, sem snúa að innflutningi landbúnaðarafurða. Fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa verið lagðar upplýs- Xfllgar, sem sýna að á því verði, sem landbúnaðarvörur fást nú á í Vestur- Evrópu, yrði tollvernd sú, sem ís- lenzkur landbúnaður nyti, miklu meiri en gert. hefur verið ráð fyrir. Ástæðan er sú, að sögn Neytenda- samtakanna og forstjóra Hagkaups hf., að heimsmarkaðsverðið, sem miðað er við í frumvarpinu, er óraun- hæft og vörurnar fást ekki nema á talsvert hærra verði. Tollar, sem frumvarpið kveður á um, leiða þá til verðs, sem er allt að 150% hærra en á innlendum afurðum, þótt um sé að ræða þann takmarkaða innflutn- ingskvóta, sem flytja á til landsins á lægri tollum en annan innflutning. í Jjrfáum tilfellum er verð innfluttu vörunnar lægra en sambærilegrar innlendrar vöru. Verðið á osti lægra með „háum“ tollum Misræmið á milli heimsmarkaðs- verðs og þess verðs, sem Neytenda- samtökin telja eðlilegt að miða við, leiðir sömuleiðis til þess, samkvæmt útreikningi samtakanna, að innfluttur ostur verður dýrari með þeim tollum, sem lagðir eru á hið takmarkaða magn innflutnings, sem átti að verða á lægra verði, en með tollum, sem lagðir verða á almennan innflutning og áttu að vera hærri. Munar yfir 600 krónum á kílóið af Brie-osti. Efnahags- og viðskiptanefnd held- ur fund í dag. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, segir að þar verði væntan- iega tekin ákvörðun um þær breyting- ar, sem nefndin kunni að sjá ástæðu til að gera á frumvarpinu. ■ Stendur GATT/26-27 Kona rænd og slegin RÁÐIST var á konu í bíla- geymslu undir Ráðhúsi Reykjavíkur um hálf fimm- leytið í gær og stolið af henni tösku. Þegar konan streyttist á móti sló árásarmaðurinn hana í andlitið og komst í burtu með töskuna. í henni voru fimm þúsund krónur í peningum ogýmsir persónu- legir munir. Árásarmannsins er leitað. Nýtt álit umboðsmanns Alþingis um kæru lyfjaheildsala vegna lyfjasölu Fyrirmæli ráðuneytis eiga sér ekki lagastoð UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur gefið út það álit, að fyrirmæli heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, að lyfsölum sé heimilt að af- greiða samheitalyf í stað tilgreinds sérlyfs, ef fyrirmæli læknis um það atriði skortir, eigi sér ekki viðhlít- andi stoð í lyfjalögum eða reglu- -gptf um. Tildrög málsins voru þau að sett var reglugerð um það að lyfjafræð- ingar mættu ekki breyta lyfjaávísun ef læknar skrifuðu R á eftir heiti lyfsins, en ef þeir skrifuðu S ætti að afhenda ódýrasta samheitalyfið. Ráðuneytið sendi síðan frá sér dreifibréf til apóteka sumarið 1992, með þeim fyrirmælum að hefðu iæknar gleymt að rita S eða R á eftir heiti lyfs, hefðu lyljafræðingar heimild til að afgreiða ódýrustu samheitalyfin. Stefán Thorarensen h/f, sem hefur umboð fyrir mörg lyf, kærði þessi fyrirmæli ráðuneytisins til samkeppnisráðs og áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála, sem vísuðu málinu frá sér. í framhaldi af því bar fyrirtækið fram kvörtun til umboðsmanns Al- þingis, sem nú hefur ályktað því í vil. „Niðurstaðan er sú að ekki hafi verið stoð fyrir fyrirmælum ráðu- neytisins hvorki í lögum né reglu- gerðum,“ segir Haukur Ingason, lyfjafræðingur hjá Stefáni Thorar- ensen h/f. Ráðuneytið hefur sent frá sér nýja reglugerð sem gengur í gildi 1. júlí, þar sem S og R merkingar á lyfseðlum verða felldar niður. Teknir verða upp nýir lyfseðlar og eiga læknar að skrifa upphafsstafi sína á eftir ávísun ef ekki má breyta þeim. „Við munum taka upp nýja lyfseðla og teljum þetta rétt svona,“ segir Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins. Haukur segist aftur á móti ekki vera sáttur við nýju reglugerðina: „Samkvæmt niðurstöðu umboðs- manns Alþingis er þetta ólöglegt, því ekki má breyta ávísun lyfseðils nema með samþykki læknis, því hann ber ábyrgð á lyfseðlinum sam- kvæmt lögum. Ég lít ekki á það sem samþykki þótt læknir sleppi að skrifa upphafsstafi sína á lyfseðil- inn og samkvæmt lögum má ekki breyta ávísun lyfseðils án hans sam- þykkis. Við teljum þessa reglugerð vita ólöglega og munum að sjálf- sögðu kæra hana. Hún stenst ekki læknalög, lyfjalög né lög um vöru- merki."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.