Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 9

Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sialdséður hvítur spói HVÍTIR spóar eru sjaldséðir fuglar. Þessi leirhvíti spói varð þó á vegi ljósmyndara Morgun- blaðsins á Austurlandi og full- yrða má að spóinn hafi ekki eðli- íegt magn litarefna í sér. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur segir að fuglinn sé hálfur albínói. Hann væri ekki skjannahvítur heldur bæri á brúnum skellum á búk hans. Alla jafna er spóinn brúndröfnóttur, með dökkan koll og dökkar augnrákir. Ljósar rák- ir ofan á höfði spóa eru aftur á móti besta einkenni hans og greinir hann frá fjöruspóa. Ólaf- ur segir að það komi alltaf fram hvítir albínóa fuglar. Sjálfur hafi hann séð hvítan hrafn, skógar- þröst og hrossagauk, hvíta grá- gæs og stokkönd en aldrei hvítan spóa. Hentu þorski fyrir borð á Selvogsbanka í maí Sex netabátar sviptir veiðileyfi í vikutíma SEX netabátar, sem veiðieftirlits- menn Fiskistofu stóðu að því að henda þorski fyrir borð á Selvogs- banka í maímánuði, voru sviptir veiðileyfi í vikutíma frá og með seinasta laugardegi, samkvæmt úrskurði sjávarútvegsráðuneytis- ins. Fiskistofa kærði framferði bát- ana til ráðuneytisins og Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Þrír veiðieftir- litsmenn voru sjónarvottar að at- hæfi áhafna bátanna og festu það á myndband. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, segir að eftir að ráðu- neytið hafði kannað málið og rætt við áhafnir bátanna, hafi vikulöng svipting á veiðileyfi þótt hæfileg refsing enda teldust sönnur færðar á brot þeirra. Bátarnir missa veiðileyfi sín á sama tíma og verkfall sjómanna stöðvar veiðar skipa, en Jón segir að verkfallið lengi ekki tíma svipt- ingar. Ekki hafí verið hægt að líta til hvort að verkfall stæði yfir, væri yfirvofandi eða að leysast, frekar en til brælu eða sambæri- legra ytri aðstæðna sem hindri veiðar. Viðurkenna ekki brotið Hann segir sjómennina á bátun- um sex ekki viðurkenna að þeir hafi fleygt nýtanlegum afla, heldur segi í vitnisburði þeirra að þeir hafi aðeins sleppt lifandi smáfiski. Jafnframt hafi verið samhæfður framburður skipveija fjögurra bát- anna, þess eðlis að vegna fækkun- ar í áhöfn þeirra væri enginn sjó- maður við netarúlluna á borðstokk- inum til að hirða þann fisk sem losnaði úr neturn, og af þeim sök- um slitnaði töluvert af fiski úr netum og flyti aftur með bátunum. „Skýrslur þeirra voru ögn sér- kennilega samhljóða," segir Jón en áhafnir tveggja báta vildu hins vegar ekki koma sjónarmiðum sín- um á framfæri eða gera sérstakar athugasemdir við kæru Fiskistofu. Landhelgisgæsla og Fiskistofa hafa eftirlit með að bátarnir sex, sem flestir eru skráðir á sunnan- verðu landinu, hlíti sviptingu veiði- Ný reglugerð um veiðikort gefin út Selveiðar heimil ar án korts Umferðarátak lögreglunnar á Suðvesturlandi Athyglinni beint að eft- irvögnum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi mun í samvinnu við Bifreiðaskoðun íslands leggja sérstaka áherslu á eftirlit með eftirvögnum dagana 19.-23. júní nk. Meðal annars verður hugað að eft- irvögnum dráttarvéla í tengslum við vinnuskólana, speglabúnaði dráttar- tækja með breiða eftirvagna og eftir- vögnum flutningabifreiða og tjald- vagna. Bifreiðaskoðun íslands og lögregl- an munu reyna að vekja athygli á ákvæðum reglugerðar þar að lútandi, reyna að upplýsa fólk eftir föngum um gerð og búnað, skilyrði og skrán- ingu o.fl. Auk þess munu lögreglu- menn og skoðunarmenn vinna saman tiltekna daga á ákveðnum svæðum með það fyrir augum að fylgjast með og athuga nefndan búnað. Nú fer í hönd sá árstími er gefa þarf þessum þætti umferðannála sér- stakan gaum, eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi í um- ferðarmálum. SAMKVÆMT nýrri reglugerð um veiðikort, þar sem kveðið er á um að menn þurfi að hafa bæði veiði- kort og skotvopnaleyfi til að stunda veiðar hérlendis á fuglum, refum, minkum og hreindýrum, þarf ekki sérstakt leyfi til að skjóta sel. Veiðikortin ná ekki yfir selveið- ar, að sögn Ásbjörns Dagbjartsson- ar veiðistjóra, en hins vegar hafi selur verið meðal annarra veiðidýra í frumvarpi því sem lagt var fyrir Alþingi. I meðförum þingsins var selurinn hins vegar tekinn út. Eðlilegt að selur sé með „Selurinn hefur ekki verið í lög- urn um skotveiðar, en í upphafi endurskoðunar á lögunum var reiknað með að selurinn yrði með, eins og eðlilegast er, en honum var kippt út af einhveijum ástæðum," segir Ásbjörn. „Ef að veiðimaður er staddur í almenningi, t.d. utan við netlög, þ.e. 100 metra frá landi þar sem hann er ekki staddur í annars manns landi, er ekkert sem friðar sel. Mér finnst hins vegar mjög lík- legt að selurinn endi með öðrum spendýrum í löggjöfinni og hæpið að láta hann standa fyrir utan, enda á hann samleið með öðrum villtum dýrum sem nýtt eru með veiðum á íslandi." Reglugerðin tók gildi um sein- ustu mánaðamót, en með henni varð sú breyting helst að allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðr- um en rottum og músum, skulu afla sér veiðikorts sem embætti veiðistjóra gefur út. Áður gilti byssuleyfi sem veiðikort. Einungis handhafar veiðikorta mega stunda skotveiðar hér eftir, að því tilskildu að þeir hafi skot- vopnaleyfi hér á landi. Kortið gildir að jafnaði í eitt ár í senn og er ár- gjald 1.500 krónur, en kortið fæst ekki endurnýjað nema veiðimaður hafi skilað veiðiskýrslu til embættis veiðistjóra um veiði seinasta árs. ♦ ♦ ♦ Búfé á ábyrgð eigenda LAUSAGANGA búfjár á vegsvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin er bönnuð. Þar er búfé því alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Sýslumaðurinn í Borgarnesi vekur sérstaka athygli á þessu en reglur um lausagöngu búfjár við vegi breytt- ust við gildistöku nýrra vegalaga á síðasta ári. í frétt frá sýslumanni segir að mikið sé nú utn sauðfé við vegi í umdæminu og bendir hann.eig- endum á að ijarlægja það. Vegagerð- inni er einnig heimilt að fjarlægja búfé af vegsvæðum á kostnað eig- enda. Umferðarátak lögreglu Sérstakt umferðarátak hefur staðið undanfarið í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi og tók lögreglan þar 42 ökumenn sl. helgi fyrir of hraðan akstur. Jafnframt voru þrír ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akst- ur, átta voru teknir með vanbúnar kerrur eða aftanívagna og tíu vegna vanbúinna bifreiða. Átakinu verður haldið áfram næstu helgar. Þórsmerkurferðir fyrstu helgina í júlí Slá verslunar- maimahelginni við? ÚTLIT er fyrir fjölmenni í Þórs- mörk fyrstu helgina í júlí. Mun það vera regla fremur en undantekning að umrædd helgi slái verslunar- mannahelginni við hvað varðar ferðir í Þórsmörk. Undanfarin ár eru mörg dæmi þess að fyrsta helgin í júlí hafi ver- ið fjölmennasta helgi ársins í Þórs- mörk, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hestamót hafa haft ein- hver áhrif á ferðamannastrauminn á þessum tíma en fyrstu helgina í júlí 1992 var heildarfjöldinn á svæð- inu metinn allt að 3.000 manns, að sögn lögreglunnar. Hún bendir þó á að veður og færð fjallvega skipta miklu máli varðandi ferðamanna- strauminn inn í Þórsmörk ár hvert. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins frá Ferðafélagi íslands, Útivist og Austurleið hafa nálægt 800 manns bókað sig í Þórsmörk, fyrstu helgina í júlí. Þar af eru tæplega 400 framhaldskólanem- endur af höfuðborgarsvæðinu sem verða í Húsadal á vegum Austur- leiðar. Langflestir þeirra Þórsmerk- urgesta sem hafa bókað sig verða í tjöldum. Full búð af fallegum sumar- fötum á góðu verði. fc DIMMALIMM Skólavörðustíg 10, s. 551-1222 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 75 milljonir Vikuna 8. tii 14. júní voru samtals 74.992.850 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt iand. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: Mamma Rósa, Kópavogi. 255.259 Mónakó........... 8. júní 8. júní 9. júní 9. júní 9. júní 11. júní 12. júní 12. júní 13. júní 13. júní 13. júní 14. júní 14. júní ................. 61.832 Mónakó..................... 139.411 .................. 96.663 Mónakó.................... Háspenna, Laugavegi........ 63.234 Eden, Hveragerði............. 283.201 Háspenna, Laugavegi........ 82.375 Háspenna, Hafnarstræti..... 116.524 Garðakráin, Garðabæ........ 140.750 Mónakó........................ 61.692 Háspenna, Laugavegi........ 140.935 Café Royale, Hafnarfirði... 94.509 Mamma Rósa, Kópavogi....... 127.733 Staða Gullpottsins 15. júní, kl. 12:30 var 5.780.436 krónur. j ,HE> Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.