Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Gott samkomulag um niðurkeyrslu í álverinu Morgunblaðið/Þorkell BRJOTA þarf í skurn kríólítsins í kerunum til þess að súrál eigi greiðari leið að skautunum. Stærsti skaðinn yrði tap viðskiptasambanda HARALDUR Jónsson, fulltrúi verkalýðsfélaganna í nefnd um framkvæmd verkfalls, og Einar Guðmundsson, fulltrúi ÍSAL. Hægt og sígandi lækkar í kerunum í ál- verinu í Straumsvík. Að öllu óbreyttu stöðvast starfsemi þar 24. júní nk., náist ekki sam- komulag í kjaradeilu starfsmanna og ÍSAL. Guðjón Guðmundsson heimsótti álverið í gær FJÓRTÁN daga lokunarferli er nú næstum hálfnað en unnið er að lokuninni í fullri samvinnu milli full- trúa verkalýðsfélaganna og fulltrúa ISAL sem skipa nefnd um fram- kvæmd verkfalls. Rannveig Rist, steypuskálastjóri, segir að hugsan- legt sé að ÍSAL tapi viðskiptasam- böndum verði af lokun framleiðsl- unnar og að fari svo verði það stærsti skaði fyrirtækisins. Einar Guðmundsson, fulltrúi ÍSAL í nefndinni, segir að það sé hlutverk hennar að fjalla um öll þau álitamál sem upp koma á lokunar- tímabilinu. Haraldur Jónsson, full- trúi verkalýðsfélaganna, sagði að 1986 hefði verið gert samkomulag um það hvernig skyldi standa að niðurkeyrslu á framleiðslu í álverinu því áður hefði ríkt ágreiningur um framkvæmdina. I samkomulaginu felst að einn maður frá hvorum aðila kemur að málinu. Einar segir að stundum þurfi nefndin að taka ákvarðanir í skynd- ingu, t.a.m. þegar bilanir koma upp. Haraldur sagði að það hefði verið ákvörðun verkalýðsfélaganna að gefa víðtækar heimildir til þess að framleiðslan gengi sem eðlileg- ast fyrir sig og hefðu þegar verið veittar miklar undanþágur. Stóriðjuver „I framkvæmdinni hefur verið staðið að málum á heldur rólegri nótum en í fyrri skiptum. Þetta er öðruvísi fyrirtæki en flest önnur í landinu. Alver er ekki eins og skip sem er bundið við bryggju og það er ekki markmið verkalýðsfélag- anna að valda tjóni heldur að ná samkomulagi um kaup og kjör. Verkfall er aðgerð sem í eðli sínu getur valdið tjóni en markmiðið er að valda sem minnstu tjóni á niður- keyrslu tímabilinu," sagði Haraldur. Fyrst þegar gengið er um ganga kerskálanna öðlast hugtakið stór- iðjuver merkingu í huga blaða- manns. Hvor skáli er einn kílómetri að lengd og þar fara starfsmenn um á reiðhjólum. Hár straumur fer í gegnum rafskaut í kerunum en eitt rafskaut þarf fyrir hvert tonn sem framleitt er af áli. í kerskálan- um virðist andrúmsloft tiltölulega hreint en þar er sterkt rafsegulsvið og eftir um 20 mínútna dvöl í skál- anum seinkaði armbandsúr blaða- manns sér um nálægt 10 mínútur. Ef slökkt yrði á kerum storknaði málmurinn og raflausnin í þeim. í kerunum er 960 gráðu hiti og þeg- ar málmurinn kólnar niður fyrir storknunarmark, sem er 680-690 gráður á Celsius á málminum og 930-950 gráður á raflausninni, er talað um að hann frjósi. í kerunum er u.þ.b. 20 sm lag af áli og þar fyrir ofan um 20 sm lag af bráðnu kríólíti sem hefur minni eðlisþyngd en ál. Niður í kríólítbráðinu standa rafskautin, um 6 sm ofan við yfir- borð álsins. Þar fer fram aðskilnað- ur súrefnis og áls og hreint ál verð- ur til. Álið sekkur til botns í kerun- um og er sogað upp annan hvern sólarhring. Meira tekið en framleitt Rannveig sagði að niðurkeyrslan snerist í raun um það að verið væri að taka meira af áli úr kerun- um en framleitt væri í þeim. Venju- lega er jafnmikið framleitt af áli í kerunum og tekið er út úr þeim. 320 ker eru í álverinu og við venju- legar aðstæður eru tekin frá 1.200 til 2.400 kg af áli úr hvetju keri annan hvern sólarhring. Stefnt er að því að lækka í kerunum um rú- man einn sentimetra að meðaltali á dag á niðurkeyrslutímanum. Úr kerunum fer álið í deiglu og steypt er úr því svokallaðir álbarrar en algengt er að þeir vegi frá 4-11 tonn. Barrarnir eru allt að 8 metrar á lengd, 2,20 metrar á breidd og 0,6 metrar á þykkt. Rannveig segir að náist sam- komulag á niðurkeyrslutímanum megi forða tjóni en takist það ekki verði skaðinn fljótlega eftir það. Einar segir að það taki allt frá þremur og upp í sex mánuði að koma starfseminni aftur í gang ef hún stöðvast á annað borð. Þá er nauðsynlegt að hreinsa raflausnina upp úr kerunum. Rannveig segir að þetta sé erfitt starf sem unnið yrði með loftpressu og gröfum og mikil mengun fylgi því. „Þetta ferli tekur að lágmarki þrjá mánuði í báðum skálunum en líklega nær sex mánuðum," sagði Rannveig. Ferlið kostar nálægt 540 milljónum króna og er þá ekki reiknað með framleiðslutapi sem verður. Velta ISAL hefur verið 7-10 milljarðar króna á ári sein- ustu ár. Hún segir það þó ekki mesta tjón- ið því stöðvist framleiðslan gæti svo farið að ISAL missti samninga við viðskiptavini. „Við framleiðum völs- unarbarra sem er vinnsla sem er lengra komin en t.d. í löndum þriðja heimsins. Þeir framleiða ál í hleifum til endurbræðslu en við erum komin einu þrepi lengra því við framleiðum barra sem síðan eru valsaðir niður í þunnar plötur sem notaðar eru t.d. innan á mjólkurfernur, tann- kremstúpur, lyfjapakkningar, spegla í ljós og prentplötur. Sú hætta getur skapast að við missum markaði því viðskiptavinir okkar þurfa að fá vöruna afhenta jafnóð- um. Það er til lengri tíma litið alvar- legra mál en sá hálfur milljarður sem stöðvunin kostar beint.“ UNNIÐ við að fjarlægja gjall úr deiglu í steypuskála. Skólavörðuholt - til sölu lítið, fallegt einbýli, mikið endurnýjað. Húsið er í góðu ástandi. Upplýsingar í síma 552 6191. » ^ ................ \ íbúð til sölu Góð 4ra herbergja íbúð til sölu á góðum stað í Reykja- vík. Vandaðar og miklar innréttingar. Stutt í búðir og skóla. Gott hús. Upplýsingar í síma 553 3491. Frumskilyrði þess að njóta útivistar er réttur klæðnaður. Margur vanbúinn ferðalangur hefur orðið fyrir barðinu á snöggum og óvæntum veðrabrigðum. SIX-TEX* sport- fatnaður er 100% vind- og vatnsþéttur en hleypir samt útgufun líkamans að miklu leiti í gegn og hentar því vel í hvaða veðri sem er. 66*N SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 551 1520, FAXAFENI 12 SlMI 588 6600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.