Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 27
IflGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS
Morgunblaðið/RAX
(Myndin er úr myndasafni Morgunblaðsins, ótengd umfjöllunarefni greinarinnar.)
beinlínis neyði menn út í þennan
verknað. Ekkert þýði að púkka upp á
kerfið heldur verði að afnema það og
finna eitthvað nýtt í staðinn. Þó sum-
ir tali um að auka þurfi kvótann virð-
ast sjómenn almennt vera sammála
um að stýra þurfi heildarveiðinni.
Helst nefna menn einhvers konar
sóknarstýringu í staðinn fyrir núver-
andi kvótakerfi eða blöndu úr báðum
kerfunum.
Úthlutun á auka-þorskkvóta
Útgerðarmenn og embættismenn
segja hinsvegar að útkast á fiski sé
vandamál í öllum fiskveiðikerfum.
Vandamálin séu til dæmis meiri hjá
Evrópusambandinu en hér, þó ESB-
ríkin hafi sóknarstýringu á veiðunum.
Og ftjálsar veiðar leysi málið heldur
ekki eins og fram komi í frásögnum
af umgengninni á Reykjaneshrygg og
í Barentshafi.
Eitt af þeim atriðum sem sjómenn
tala um að ýti þeim út í að kasta fiski
er hátt leiguverð á þorskkvóta. Verðið
sé orðið svo hátt að menn tapi á því
að taka kvóta á leigu til að landa
þorskinum. Snjólfur Olafsson, dósent
í Háskóla Islands, hefur sett fram þá
tillögu að stjórnvöld selji sem fyrst
auka-þorskkvóta í þeim tilgangi að
minnka brottkast þorsks.
Leggur Snjólfur til að stjórnvöld
selji til dæmis allt að 5000 tonna
þorskkvóta fyrir yfirstandandi fisk-
veiðiár á 70 kr. kílóið. Telur hann að
við það myndi markaðsverð á kvóta
lækka niður fyrir 70 kr. Ástæðan fyr-
ir tillögunni er að hans sögn þessi:
„Brottkast þorsks er ákaflega alvar-
legt vandamál nú, að margra mati. . .
Verð á þorskkvóta á kvótamarkaði er
80-90 kr. um þessar mundir og því
svarar það ekki kostnaði að koma með
aflann að landi. Með því að lækka
verð á þorskkvóta má fá marga til að
árangur þess sé að koma smám sam-
an í ljós. Rekur hann meðal annars
aukna ýsuveiði til þess og einnig vís-
koma með þorskinn að landi fremur
en kasta honum.“ Bendir hann á að
tekjur ríkissjóðs myndu aukast um
allt að 350 milljónir kr.
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Granda hf., segist vera
tilbúinn að kaupa kvóta á þessu verði
en veltir því fyrir sér hvernig eigi að
tryggja að viðbótarkvótinn skili sér í
þetta verkefni. Fljótt á litið segist
hann ekki sjá að þessi hugmynd gangi
upp. Snjólfur fullyrðir að sala auka-
kvótans myndi hafa hverfandi áhrif á
það hvað yrði veitt, því brottkast
myndi minnka næstum jafnmikið og
næmi aukningu kvótans.
Víðar svindlað
Reglur um frákast á fiski eru mis-
munandi milli landa. Samkvæmt regl-
um Evrópusambandsins ber sjómönn-
um að henda undirmálsfiski sem kem-
ur sem óviðráðanlegur meðafli, hvort
sem hann er dauður eða lifandi. Er
það hugsað til þess að sjómennirnir
hagnist ekki á kvótasvindli. Þrátt fyr-
ir þetta má víða finna dæmi þess að
undirmálsfiski sé óhikað landað og
auðvelt að fá slíka vöru á fiskmörkuð-
um og í verslunum. Það var til dæmis
niðurstaðan af ferð blaðamanns
breska blaðsins Daily Telegraph til
Spánar fyrr á þessu ári.
Fram kom hjá Morley Knight,
starfsmanni sjávarútvegsráðuneytis
Kanada, í viðtali hér í blaðinu að þar
er strangt eftirlit með veiðunum til
að minnka meðafla. Sett er 5-10% þak
á meðafla ákveðinna tegunda, mis-
munandi eftir tegundum, veiðisvæðum
og veiðarfærategundum, og ef farið
er upp fyrir það er veiðisvæðunum
lokað í 10-30 daga. Á meðan fara
fram veiðar í tilraunaskyni og svæðin
eru ýmist opnuð aftur eða þeim lokað
lengur. Knight sagði að sjómennirnir
sjálfir væru ekki sektaðir þótt meðafl-
bendingar um að þorskstofninn sé
að rétta úr kútnum. Þórður segir að
ef veiðieftirlitið komi í veg fyrir að
inn færi upp fyrir ákveðin mörk. „Það
næði ekki nokkurri átt, því ef svo
væri myndi það hvetja sjómenn til að
henda meðaflanum í sjóinn og við
fengjum ekki rétta mynd af því sem
fram fer.“
Annar blaðamaður Morgunblaðsins
var nýlega á ferð í Noregi og kynnti
sér reglurnar þar. Arne Woge, deildar-
stjóri í útibúi norska sjávarútvegsráðu-
neytisins í Bergen, sagði að bannað
væri að kasta físki úr helstu nytja-
stofnum en viðurkenndi jafnframt að
erfitt væri að framfylgja reglunum.
Hætta er á að þorskur, einkum undir-
málsfiskur, komi í troll rækjuskipanna
í Barentshafi. Af þeim sökum er kveð-
ið á um að þorskur megi ekki fara
yfir 10% aflans. „Einnig fylgjumst við
grannt með aflasamsetningunni í Bar-
entshafi og lokum svæðum ef hlutfall
meðafla eða undirmálsfisks er of
hátt.“ Þá getur hann þess að Rússar
og Norðmenn vinni nú sameiginlega
að þróun veiðarfæra við bolfiskveiðar
sem skilja seiði og undirmálsfisk frá.
Norðmenn beita einnig kvótakerf-
inu í þessum tilgangi, að sögn Arne
Woge. Þegar heildarkvóti er ákveðinn
fyrir hveija fisktegund er honum ekki
öllum úthlutað heldur gert ráð fyrir
að hluti hans veiðist sem meðafli. Um
stærri skip gil.dir að þau hafa kvóta
af öllum helstu bolfisktegundum og
þorskur sem veiðist sem meðafli dregst
þá frá þorskkvóta skipsins. Varðandi
minni báta er leyfilegt magn meðafla
breytilegt eftir aðstæðum í sjónum.
Stundum er heimilt að koma með 10%
meðafla af ýsu svo dæmi sé tekið en
stundum getur verið svo mikið af ýsu
á miðunum að hækka verður það hlut-
fail í allt að 30%. Sveigjanleikinn er
til þess að koma í veg fyrir að menn
freistist til að henda afla. „Ef menn
veiða þrátt fyrir allt fisk sem þeir
hafa ekki kvóta fyrir ber þeim að
1.000 tonn fari í hafið jafngildi þau
verðmæti öllum kostnaði við eftirlitið.
Þórður og Guðmundur segjasttelja
að hugarfarsbreyting sé að eiga sér
stað meðal sjómanna. Nefna að sókn-
armynstur hafi breyst hjá netabát-
um. Telja þeir mestu hættuna á frá-
kasti um þessar mundir vera á kvóta-
litlum bátum sem reyni að sækja í
aukategundir.
Þórðut- segir að frumvarp sjávar-
útvegsráðherra um umgengni um
auðlindir sjávar sé mikið framfara-
skref, fáist það samþykkt. „Fiski-
stofu eru færð í hendur mikil og
vandmeðfarin völd sem við munum
reyna að fara vel með. Meðal annars
er heimilt að áætla afla skipa og þar
með hve miklu þau hafa fleygt. Við
bæði fögnum þessu ákvæði og kvíð-
um,“ segir hann.
Aðeins einu máli lokið
Fiskistofa og sjávarútvegsráðu-
neytið hafa tvenns konar úrræði
vegna brota gegn gildandi lögum um
fiskveiðar. Annars vegar að svipta
koma með hann að landi og yfirvöld
gera þá upptækt andvirði hans. Ekki
kemur til refsimeðferðar," segir Woge.
Ábyrgðartilfinning
gagnlegri en eftirlit
Hugmyndir stjórnvalda um úrbætur
koma fram í frumvarpi sjávarútvegs-
ráðherra frá því í vetur en það byggist
í aðalatriðum á bráðabirgðaskýslu
nefndar um bætta umgengni um auð-
lindir sjávar.
Af gi-einingu nefndarinnar á orsök
vandans er þess ekki að vænta að
neitt eitt ráð dugi til lausnar. Hún
gerir sér vonir um að samverkandi
áhrif margra mismunandi aðgerða
geti dugað til að minnka verulega
útkast og framhjálöndun. „Flestar út-
gerðir og flestir sjómenn hafa vilja til
að virða settar reglur og ganga vel
um auðlindina. Ábyrgðartilfinning er
mun gagnlegri en eftirlit eða lögreglu-
aðgerðir. En eigi hóflegt og markvisst
eftirlit að nægja þurfa viðurlög að
vera ströng og örugg þegar menn eru
staðnir að brotum," segir nefndin.
Tillögum nefndarinnar er ætlað að
verka á tvennan hátt. Annars vegar
að breyta starfsumhverfi þannig að
það auðveldi útgerðum og sjómönnum
að fylgja settum reglum og ganga vel
um auðlindina. Er þar m.a. átt við
fyrirbyggjandi aðgerðir af ýmsum
toga. Hins vegar er þeim ætlað að
auðvelda eftirlitsaðilum að upplýsa
brot og fylgja kærum eftir þannig að
til niðurstöðu leiði. Talað er um að
beita þurfi veiðileyfasviptingum og
kvótaskerðingum þegar menn verða
uppvísir að því að varpa nýtanlegum
fiski í sjóinn eða að landa framhjá
vikt. Gerð var grein fyrir frumvarpi
sjávarútvegsráðherra hér í blaðinu í
fyrradag.
Nefndin telur að veiðieftirlit, bæði
á sjó og landi, ætti að fá forgang fram
yfir önnur verkefni á meðan þorsk-
stofninn eflist. En hún bendir á breytt-
ar áherslur. Vegna víðtækra friðunar-
aðgerða á uppvaxtarslóðum þorsks sé
nú minni þörf en áður á að fylgjast
með hlut smáfísks í afla, en meiri
þörf á að fylgjast með að veiddum
afla sé landað. Ekki sé síður mikil-
vægt að löndun aflans sé réttilega
skráð, bæði hvað varðar magn og teg-
und, og aflatölum sé strax komið til
Fiskistofu. Áfram þurfi að stuðla að
því að áherslur í veiðieftirliti séu
sveigjanlegar eftir aðstæðum á hveij-
um tíma og að veiðieftirlitsmenn séu
ekki bundnir við einstök verkefni i
langan tíma samfellt, til dæmis um
borð í nýjum frystitogurum.
Aukið eftirlit á sjó
Lögð er áhersla á að auka eftirlit á
sjó. Talið er nauðsynlegt að fram-
kvæma skyndiskoðanir á afla um leið
og hann "kemur úr sjó. Gera ætti til-
raun með að leigja báta í nokkra daga
í senn til eftirlits á grunnslóð, auk
þess að efla frekar samvinnu veiðieftir-
lits og Landhelgisgæslu á djúpslóð.
Reynslan af slíkri tilraun gæti hjálpað
til við að skera úr um það hvort þörf
er á að gera út að minnsta kosti eitt
eftirlitsskip sem að auki gæti nýst til
kannana á lokuðum svæðum og til
sérstakra veiðarfærarannsókna sem
beinast að því að minnka smáfisk í afla.
báta veiðileyfi og hefur það verið
gert svo hundruðum skiptir. Hins
vegar er að kæra til Rannsóknarlög-
reglu eða sýslumanna og hefur það
aukist ár frá ári. Það er aftur vanda-
mál hvað lítið hefur komið út úr
þessum kærumálum. Frá upphafi
hafa 25 mál verið kærð en endanleg-
ur dómur aðeins fengist í einu máli,
hin eru enn á einhveijum stigum
rannsóknar, hjá ákæruvaldi eða í
dómskerfinu. Fyrsta málið sem snert-
ir brottkast var nýlega kært.
Forstöðumenn Fiskistofu og veiði-
eftirlitsins eru ekki ánægðir með
þetta. En þeir láta þó í ljósi samúð
með því fólki sem er að vinna að
þessum málum. Þau séu mörg flókin
og ei'fið viðureignar og þurfi í raun
sérfræðiþekkingu til að annast þau.
Hefur Fiskistofa ráðið lögfræðing til
að fylgja málunum eftir og varpað
fram þeirri hugmynd að málin fengju
einn fai'veg, til dæmis í gegn um
Rannsóknarlögreglu ríkisins, en
dreifðust ekki milli sýslumannsemb-
ætta landsins.
Molar úr
messanum
• „Ég tel að ríkið eigi að hirða
meðaflann af kvótalitlum bátum
fyrir kostnaðarverð, t.d. 5-10 kr.
kílóið, og hann reiknist ekki í
kvóta. Það er betra en að láta
hann fara í sjóinn og menn björg-
uðu verðmætum. Mismunurinn
gæti farið í einhvern sjóð, til
dæmis þyrlusjóð. Mér finnst sjó-
menn vera mjög opnir fyrir þess-
ari hugmynd, sérstaklega ef pen-
ingarnir færu í þyrlusjóð. Verðið
sem sjómennirnir fengju er hins
vegar það lágt að enginn stæði í
því að sækja í þessa veiði.“
• „Eina lausnin er að auka
þorskkvótann.“
• „Eina lausnin er að greiða
mönnum gott verð fyrir allan afl-
ann, í stað refsinganna, það hefur
sýnt sig að þær hafa ekkert upp
á sig.“
• „Vandamálið með fiskinn sem
fer aftur í sjóinn er bein afleiðing
kvótakerfisins. Kerfi sem er þann-
ig upp byggt að það er farið að
neyða menn til að henda lífsbjörg-
inni, æpir á breytingar. Það er
hins vegar flókið að vinda ofan
af núverandi kerfi og þeir sem
sjjórna í dag hafa ekki nógu sterk
bein til þess. Aðalatriðið er að
kerfið ýti mönnum ekki út í svindl
heldur hvetji menn að koma með
það í land sem þeir veiða. Ég er
á því að þetta endi með veiðileyfa-
gjaldi en það tekur langan tíma
að koma því á.“
• „Kvótakerfinu er gjarnan kennt
um það að menn hendi fiski. Það
er auðvitað stundum ástæðan en
það réttlætir þó ekki þá miklu
breytingu sem afnám kvótakerfis-
ins væri. Ég tel að það verði að
taka á þessu eins og hveijum öðr-
um glæp gagnvart sainfélaginu.
Og refsa glæpamönnunum harð-
lega.“
• „Eina leiðin til að sporna gegn
því að fiski sé hent fyrir borð er .
að setja sóknarmark fyrir allan
flotann, með tilliti til afkastagetu
hvers skips. Ef skip næði ekki sín-
um kvóta þá yrði það að skila
honum til frekari ráðstöfunar.
Ríkið ætti að innkalla allan kvóta
og úthluta honum síðan árlega.
Kvóti á ekki að vera í einkaeign.
Honum á að úthluta eftir þörf.
Þetta eru þær hugmyndir sem
maður heyrir í lúkarnum og mat-
salnum."
• „Ef refsiákvæðið við því að
koma með umframafla að landi
félli út þá kæmu sjómenn með
allt í land. Þetta eru allt saman
verðmæti,“ sagði bátasjómaður.
„Hvers vegna má ekki frekar
landa þessu í þyrlukaupasjóð, til
hafrannsókna eða einhverra
góðra málefna? Sjómenn hafa
margoft beðið um að fá að koma
með þetta í land. Ég tel að sjó-
menn myndu sætta sig við eitt-
hvað smáræði upp í vinnuna við
að ganga frá aflanum."
• Sjómaður á báti sem að undan-
förnu hefur fiskað kvóta fyrir
útgerð í öðrum landshluta segist
vilja Iáta meðafla í gott málefni,
og nefndi þyrlukaupasjóð, frekar
en að „vera að fiska fyrir ein-
hverja krimma upp á 20 til 30
krónur fyrir kílóið!"
• „Eftirlitið ætti að beinast meira
að því að skoða báta sem til dæm-
is eiga 5 tonna þorskkvóta í maí,
eru á veiðum allt sumarið, og eiga
4 tonn eftir í ágúst. Það inætti
líka skoða línubáta sem aldrei
landa þorski, en fá fisk af öllutn
öðrum tegundum.11