Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 32

Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Helga Dýrleif Jónsdóttir fædd- ist á Gunnfríðar- stöðum í Langadal í A-Hún. 8. desember 1895. Hún lést á Blönduósi 7. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Einarsdóttir, f. á Hring í Blönduhlíð 4.3. 1850, d. 13.5. 1910, og Jón Hró- bjartsson, f. á Reykj- arhóli í Biskups- tungum 2.7. 1853, d. 31.8. 1928. Hinn 14. júlí 1918 giftist Helga Steingrími A. B. Davíðs- syni, f. 17.11.1891, d. 9.10.1981. Börn þeirra sem upp komust Móðir mín, í minni ungu mætti ég þér, með harm í hjarta, hlátur í barmi, sem hjalandi bam. Veikum vísi vel að hlúa veistu bezt, sonur það segir er sjálfur reyndi og saknar þín. Fátækleg kveðjuorð verða minn- ingargrein um móður mína. Saga þessarar konu verður aldrei nema að litlu sögð. Hún átti á dánardegi aðeins hálft ár í heillrar aldar ævi. Þó að árin yrðu mörg, var líf móður minnar ríkt af vöku og vinnu. Hún var óvanalega vel af Guði gerð, bæði til sálar og líkama. Heilsu hennar hrakaði ekki að marki fyrr en á tveimur, þremur síðustu æviár- um. Þó hafði hún alið manni sínum Steingrími Davíðssyni Qórtán börn. 011 börn sín fæddi hún heima og lá ekki lengi á sæng. . Ég skildi það ekki fyrr en fullorð- inn maður hvílík hetja móðir mín var. Það var ekki aðeins að bera börn sín undir belti og fæða þau af sér heldur þurfti hún líka að fæða, klæða og skæða þennan stóra barnahóp. Á hennar yngri árum var það ekki vél sem vann verkin - heldur hönd og hugur. Ég man húsin tvö, sem fjölskyld- an átti heima í þegar hún var sem stærst, Pálmalund og Svalbarð, en ekki bæinn sem ég fæddist í, Braut- arholt. Sá bær var úr torfi og timbri og sést nú ekki lengur. Pálmalundur var bárujárnsklætt timburhús og stendur enn, hæð og kjallari. Kola- kynt, miðstöðvar í kjallara og stór pottur á hlóðum. Rafmagnseldavél kom þegar Laxárvirkjun varð til. Gólf voru í Pálmalundi ýmist tré- gólf eða með dúk. Fjós stóð á túnb- leðlinum með áföstu litlu fjárhúsi. Hlaða og tóftir tilheyrðu þeirri húsa- smíð. Kýr höfðum við og kindur. Tólf til sextán manna fjölskylda þurfti kjöt og mjólk. í Pálmalundi 61 móðir mín sitt fjórtánda barn, Sigurgeir. Það er til þess að varpa daufu Ijósi á ævistarf móður minnar sem þessum aðstæðum er hér lýst í Pálmalundi. Alltaf var móðir mín fyrst á fætur á morgnana. Hún mjólkaði kýrnar, gerði skyr og smjör, eldaði og matreiddi með hjálp elstu systra minna. Henni féll bók- staflega aldrei verk úr hendi. Þann- ig man ég hana í Pálmalundi. Þegar við bjuggum þarna var mér tvisvar komið í sveit. Ég grenj- aði mig heim úr Svartárdalnum. Þá varð faðir minn þungbrýnn ; en mamma sagði ekkert. Svo var mér komið fyrir hjá fólki frammi í Þingi. Þar undi ég mér líka illa og einn dag kemur mamma á kerruvagni og tekur mig grátandi heim. Þá gerði ég minn fyrsta samning, sem var að moka fjósið og hugsa um kýrnar og við hann stóð ég. Þá vissi ég að ég ætti góða móður. Við vor- um alltaf náin. Mér fannst ég vera ,mömmudrengur enda sagði hún að eru: Anna Sigríður, f. 1919, d. 1993, Aðalheiður Svava, f. 1921, Árdís Olga, f. 1922, Hólmsteinn Otto, f. 1923, Her- steinn Haukur, f. 1925, Brynhildur Fjóla, f. 1927, Jón- inna Guðný, f. 1928, Hásteinn Brynleifur f. 1929, Sigþór Reynir, f. 1931, Steingrímur Davíð, f. 1932, Jón Pálmi, f. 1934 og Sigur- geir, f. 1938. Útför Helgu Dýrleifar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. ég líktist sér. Ég var stoltur og ánægður yfir því og vona að satt sé. En minning móður minnar er þó ekki alltaf tengd basli. Hún er tengd konu sem víllaust vann verk sín og lauk þeim létt í lund. Ég man hana ekki þrasa eða rífast. Henni fylgdi alla tíð streitulaus en annasamur hversdagur. Tilsvör hennar ein- kenndust af ómengaðri lífssýn. Hún saumaði út orðatiltækið: „Hógværð hefur mikil völd“. Það segir allt sem segja þarf um lífssýn móður minnar. Hún var alltaf ánægð, aldrei ofsag- löð en íhugul. Samband hennar við föður minn var gott og traust, þar ríkti jafnræði. Þó að móðir mín sé mér skyldari en ég skyldi um dæma, vil ég að endingu róma hana sem stórkost- lega manneskju, sem var svo greið- vikin og góðgjörn að hún tók inn á heimili sitt farlama fólk og hjúkraði því og faðmur hennar, var svo stór að hún tók á heimilið óvandan ungl- ing til fósturs um tíma. Ég þakka uppeldið og ástúðina. Yfir minningu móður minnar rík- ir heiðríkja. Brynleifur H. Steingrímsson Miklir persónuleikar lifa ætíð í hugum þeirra sem þá þekkja, jafn- vel þótt þeir hverfi á brott úr þessum heimi. Þannig er það um hana ömmu okkar, hana Helgu Jónsdóttur, minning hennar mun lifa hjá þeim sem hana þekktu. Lífsferill hennar var orðinn lang- ur, en hún hefði orðið 100 ára í haust og því tími til að kveðja. Við systkinin vorum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að alast upp fyrstu ævi okkar hjá ömmu, fyrst norður á Blönduósi og síðan á Hofteigi 19 í Reykjavík. Þetta voru mótandi ár og margt höfum við henni að þakka. Þar sem móðir okkar, Fjóla Stein- grímsdóttir, var útivinnandi einstæð móðir á þeim tíma tók amma dijúg- an þátt í uppeldinu, enda veitti víst ekki af, að hennar sögn. Hún hafði af mikilli reynslu að miðla, enda þá komið tólf fyrirferðarmiklum börn- um á Iegg. Árin okkar í skólastjórahúsinu á Blönduósi eru okkur minnisstæð, þar sem amma ríkti yfir öllu innandyra sem úti. Alltaf var hægt að leita til hennar ef eitthvað kom upp á, en ekki var athafnafrelsi bama tak- markað í þá daga, enda hættur utan- dyra sem innan óskilgreint hugtak. Amma var óvenjulegur persónu- leiki sem eftir var tekið og þótt afí væri fyrirferðarmikill i allri stjórn- sýslu skyggði það aldrei á ömmu. Menn leituðu til hennar, hvort sem það voru vinir afa eða aðrir og gott þótti þeim að ræða við og þiggja ráð af þessari djúpvitru konu. Það sem var einkennandi við ömmu var að hún hugsaði oft ekki á sama hátt og aðrir. Þegar það gerðist horfði hún á þig að því er virtist annars hugar og kom síðan með athugasemd sem gat komið á óvart, en ef vel var að gáð, var mikið sann- leikskorn í þeim orðum og oft djúp- vitur sannleikur. Amma var hún- vetnsk í útliti, breiðleit með mikið andlit, frekar hátt enni og stór- myndarleg. Foreldrár hennar voru Jón Hróbjartsson og Anna Einars- dóttir, dóttir Einars frá Bólu, en um hann hafa spunnist margar sagnir. Mikil hagmælska var í þessari ætt og erfði amma þann eiginleika í rík- um mæli. Hún var mjög hagmælt og hafði yndi af vísum og skáld- skap. Það hafði afi líka, en eftir hann liggur ljóðabókin „Haustlauf“. Segja má að þetta hafi verið sameig- inlegt áhugamál þeirra og margra vina þeirra. í æsku minnumst við systkinin margra stunda á heimilinu þar sem farið var með vísur, bæði gamlar og nýjar og haft gaman af. Það voru allir sammála um að amma væri hagmæltari en afi, en smá keppni var á 'milli þeirra á þessu sviði. Einkum átti amma auðvelt með hringhendur, sem. er ákaflega erfitt vísnaform, en slíkar vísur orti hún reiprennandi ef sá gállinn var á henni. Krafturinn í ömmu var óvenju- lega mikill og engum duldist að þar fór mjög sterk og vel sköpuð kona. Hún fór létt með að ala upp 12 börn og annast mikið heimili þar sem gestagangur var ærinn. Eftir að afi dó hélt hún ein heimili á Hofteignum og þurfti ekki að hafa áhyggjur af henni, því hún sá um sig. Hugsaði t.a.m. um konu sem var miklu yngri en hún sjálf. Það sem kannski var áhyggjuefni þá var hin mikla framkvæmdaþrá hennar, en hún gat tekið upp á því að þvo íbúðina hátt og lágt og var þá príl- andi upp á stóla og borð sem hefði getað reynst illa konu á hennar aldri. Amma hafði alla tíð mikið samband við börn sín, sérstaklega dætur og fylgdist grannt með bamabömunum. Hún sat eins og könguló í miðjum vefnum og náði oft að skapa líf og fjör í tilveru dætranna. Á tíræðisaldri fluttist hún norður á Héraðshælið á Blönduósi, aftur í sína heimabyggð og leigði íbúðina, ef henni skyldi ekki líka dvölin þar nyrðra. Það kom stundum upp að hún hugðist flytja aftur suður í íbúð- ina sína og olli það nokkrum titringi í fjölskyldunni. Amma hélt reisn sinni og krafti til dauðadags. Það var gaman að sjá hana ganga eftir ganginum á Héraðshælinu, þar sem hún stmns- aði í átt að herberginu sínu og ákaf- inn svo mikill að hún var farin að klæða sig úr kápunni löngu áður en hún kom að herberginu sínu. Þá var hún 98 ára. Með ömmu er farinn óvenjulegur persónuleiki og viljum við systkinin þakka henni allt sem hún gerði fyr- ir okkur. Það var okkar gæfa að fá að alast upp í skjóli hennar. Megi hún hafa það gott þar sem hún nú er og vonandi í sem nánustum tengslum við afa, en hans saknaði hún alla-tíð. Helgi og Steingerður. Að liðnum degi kemur okkar kvöld, þá kvöldið líður, tekur nóttin völd. Svo birtist ljós, er brúna lyftast tjöld og björtum heimum lífsins fagnar öld. (Steingrímur Davíðsson) Stórbrotin kona er gengin. Loks er komið að hvíld eftir langt, en vel unnið dagsverk. Amma mín, Helga Dýrleif Jónsdóttir, var á hundrað- asta aldursári er hún lést. Amma var ákaflega merkileg kona, kona með mjög sterkan per- sónuleika, sem engum gleymist er henni kynntust. Hún var mjög sjálf- stæð og ákveðin í skoðunum á mönnum og málefnum, orðheppin og skemmtileg í tilsvörum. Hún var handlagin og dugnaðarforkur til alls þess er hún tók sér fyrir hendur. Amma var mjög Ijóðelsk, enda vel hagmælt sjálf, enda þótt hún flíkaði því ekki oft. En amma var líka viðkvæm kona. Hún var kona sem mátti ekkert aumt sjá. Enda þótt hún þyrfti að ala upp stóran barnahóp, aftraði það henni ekki frá því að taka að sér fólk sem hvergi átti höfði sínu að halla. Fólk, sem minna mátti sín. Amma var gift Steingrími Dav- íðssyni, fyrrum skólastjóra á Blönduósi, og eignuðust þau fjórtán börn. Tvö þeirra létust í frum- bernsku, en tólf náðu fullorðins- aldri. í dag eru tíu barna þeirra á lífi. Nú er amma komin til þeirra ást- vina sinna sem á undan henni eru gengnir, því hver vegur að heiman er vegurinn heim. Þakkir eiga skildar starfsfólk Héraðshælisins á Blönduósi fyrir frábæra umönnun. En ekki síst á þakkir skildar Ninna Steingríms- dóttir, móðursystir mín, fyrir að annast ömmu hin síðari ár af natni og kærleika, allt til hinstu stundar. Ég kveð ömmu að lokum með vísu eftir afa og þakka henni við- kynninguna. Bognar fjalla brákuð eik, búin falli veqan. .jEllin hallar öllum leik.“ A mig kallar feijan. (Steingrímur Davíðsson) Helga Ingvarsdóttir. Elskuleg amma mín er látin, tæp- lega 100 ára. Þótt við vitum öll að ferð hér hefur bæði upphaf og endi, kemur endirinn okkur ávallt jafn mikið á óvart. Sem bam dvaldist ég oft á heim- ili ömmu og afa á Blönduósi, eins og svo mörg önnur barnabörn og eru minningar þaðan mjög ljúfar. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir ömmu, hún var glaðleg og já- kvæð og var gædd góðri kímnigáfu. Það var ávallt mjög kært á milli ömmu og afa eins og fram kemur í eftirfarandi ljóði er afí orti til hennar Vina mín, í vernd hjá þér vonir mínar geymi. Þú hefur veitt mér allt, sem er auðna í þessum heimi. Elsku amma, nú ert þú komin til afa og dætranna Onnu og Fjólu. Guð blessi minningu þína og þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Ragnarsdóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (D. Stefánsson) Móðir er eitt af fegurstu orðum íslenskrar tungu. Það kemur fyrst upp í huga mér er ég minnist ömmu minnar Helgu Jónsdóttur. Amma eignaðist 14 börn og af þeim komust 12 til fullorðinsára. Var móðir mín elst af þessum barna- hópi en hún lést fyrir tveimur árum. Afkomendur hennar munu vera um 160 í dag. Hún amma mín var eng- in hversdagsmanneskja, hún var hetja í bestu merkingu þessa orðs. En dauðinn er alltaf ávinningur þess sem lifað hefur hér á jörð svo langan dag. Trú hennar á annað líf var hennar vissa og að þar biðu vinir í varpa er áður voru gengnir á guðs vegu. Fyrir hönd föður míns og bróður færi ég ömmu hjartans þakkir fyrir allt sem hún okkur gaf. Kveð ég ömmu mína með þessum ljóðlínum. Þú ert horfin, því er mér þungt um hjarta rætur. Augað starir eftir þér alla leið og grætur. (N.N.) Marta Hauksdóttir, Helgafelli. Hún náði háum aldri hún amma þrátt fyrir annasama ævi. Einstakt þrek var henni gefið. Hún missti móður sína aðeins fjórtán ára göm- ul og fór þá annað í vist, stundaði síðan hjúkrunarstörf á Sauðárkróki og fór í Húsmæðraskólann á Syðri Ey á Skagaströnd. Eftir að þau afi og amma giftu sig og eignuðust HELGA DYRLEIF JÓNSDÓTTIR sitt fyrsta barn fiuttu þau til Blöndu- óss þar sem heimili þeirra stóð alla starfsævi afa, en hann var ráðinn kennari á Blönduósi árið 1920 og síðan skólastjóri. En fleiri störf hlóðust á afa, hann var lengi oddviti og þar með fram- kvæmdastjóri hreppsins og einnig vegaverkstjóri í Austur-Húnavatns- sýslu. Það gefur því augaleið að allt heimilishald hvíldi fyrst og fremst á herðum ömmu. Og það var ekki lítið, því þau eignuðust fjórtán börn, en tólf þeirra komust á legg. Mörgum þætti það ærið starf að ala upp svo stóran barnahóp, en við þetta bættist að vegna starfa afa áttu margir erindi á heimilið og þau einstaklega gestrisin. Þannig mátti gjarnan heyra ömmu spyrja gesti hvort þeir ættu nú ekki eftir að borða eða drekka. Auk þess var lengst af á heimilinu um lengri eða skemmri tíma fóik sem ekki átti í annað hús að venda. Einnig ráku þau nokkurt bú, eins og þá var algengt í þorpunum úti á landi, þ.e. nokkrar kýr í fjósi og allmargt fé, þannig að mikill hluti matvæla var heimafenginn. Að sjálfsögðu hefði þetta aldrei gengið ef ekki hefði komið til aðstoð barn- anna strax og þau gátu orðið að liði, bæði við búrekstur og að gæta yngri systkina. Ég er fæddur í húsi þeirra afa og ömmu á Blönduósi og ólst þar upp fyrstu árin. Upp í hugann koma myndir frá þessum árum. Þannig sé ég ömmu fyrir mér við sauma- skap í kvistherberginu í húsi þeirra. En hún þurfti mikið að sauma á sinn stóra hóp og gæta ítrustu nýtni í meðferð fatnaðar. Raulaði hún þá gjarnan fyrir munni sér ýmis ljóð, en hún var mjög Ijóðelsk og kunni kynstrin öll af ljóðum og vísum, enda vel hagmælt. Hún var mjög geðgóð en ákveðin og aldrei minnist ég þess að hún hafi ávarpað mig öðruvísi en blíðlega. Eftir að afí lauk störfum árið 1959 fluttust þau til Reykjavíkur og komu sér fyrir í góðri íbúð á Hofteigi 18. Það var mikið breyting fyrir þau bæði að hverfa úr miklu annríki á Blönduósi í rólegt líf í Reykjavík. Mér fannst hún þó taka þessari breytingu mun betur en afi, sem mér fannst hálf vængbrotinn fyrst í stað. En að sjálfsögðu aðlög- uðu þau sig brátt hinum nýju lifnað- arháttum. Þannig leið þeim vel meðan bæði héldu heilsu. Gott var til þeirra að koma sem fyrr og manni innilega fagnað. Og smákökurnar hennar ömmu voru sérstakt hnossgæti. Þegar afi fór að missa sjónina var amma iðin við að lesa fyrir hann eða útvega hljómbönd með ýmiss konar efni. En heilsu afa hrakaði og að því kom að hún gat ekki hjúkr- að honum og hann fór á Sólvang í Hafnarfirði, þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk 1981. Til þess að vera ekki ein í íbúðinni leigði hún út hluta hennar. Lengst af bjó með henni Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem nú er látin. Þær urðu fljótt góðar vinkonur og óaðskiljanlegar eins og bestu systur. Þar kom að heilsa ömmu leyfði ekki lengur að hún væri án sérstakr- ar umönnunar. Flutti hún þá aftur norður á Blönduós og dvaldi þar á Héraðshælinu. Þar féll henni vistin vel enda naut hún frábærrar umönn- unar og þekkti auk þess marga sem þar dvöldu. Þá önnuðust Ninna dóttir hennar og Þormóður tengdasonur hana af stakri kostgæfni með daglegum heimsóknum. En Ninna er eina barn hennar sem enn býr á Blönduósi. Ég heimsótti hana af og til eftir að hún kom norður og var alltaf gaman að koma til hennar, því þótt hún ruglaðist nokkuð á því hveijir væru enn ofan moldar og stundum erfitt að halda uppi samræðum við hana síðustu misserin, þá var gleðiefni að sjá hve henni leið vel. Ég heimsótti hana ásamt bróður mínum fyrir rúmum mánuði og geislaði hún þá af gleði og ánægju eins og fyrr. Þannig er gott að muna hana. Steingrímur Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.