Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 35.
Hallgrími, Bjarna P., Karli og Sigr-
únu, sem urðu eins og frændsystkini
okkar. Karl var hrifinn brott í blóma
lífsins og við syrgðum þennan
bernskuvin okkar sárt og við tók
erfitt tímabil í lífi Pollu og Magnús-
ar. Þau, sem lifðu sig svo mikið inn
í líf barna sinna og vildu allt gera
til að vernda þau og efla, misstu
yngsta soninn og syrgðu hann sárt.
Leiðarstjarna Magnúsar og Le-
opoldínu var að gefa börnum sínum
ótakmarkaða ást og umhyggju og
helst allt það sem þau höfðu farið á
mis við sjálf. Þau unnu ómældan
vinnudag að þessu marki og saman
glöddust þau yfir öllum þeim tæki-
færum sem börnin nutu og unnu
markvisst að því að skila þeim heil-
um í höfn. Samheldni og tryggð
barnanna við Pollu var líka einstök,
því börn og barnabörn voru alltaf í
kringum hana bæði meðan Magnús
lifði og eftir að hún var orðin ein á
Þrastargötunni. Polla sleppti aldrei
hendinni af þeim sem einu sinni
höfðu komist undir verndarvæng
hennar, Þess nutum við Lóðagæsirn-
ar í ríkum mæli, umvafnar kærleika
og umhyggju hinnar trúuðu, næmu
Pollu sem aldrei brást trausti neins
þess sem ungur hafði verið falinn i
forsjá hennar. Við trúðum henni
fyrir leyndarmálunum, óskum okkar
og æskudraumum og vissum að hún
geymdi það allt í hjarta sínu og
huga og myndi aldrei bregðast trún-
aðinum.
Æviskeið Halldóru Kristínar Le-
opoldínu Bjarnadóttir er á enda
runnið. En minningin lifír um merk-
an íslending, mikinn gieðigjafa og
jákvætt afl, um sterka konu sem fór
sínu fram með mildina og glaðværð-
ina í farangrinum. Guð blessi minn-
ingu hennar og styrki afkomendur
hennar í sorginni og söknuðinum.
Sigríður Asdís Snævarr.
Ekkert varir að eilífu. Hve oft
erum við ekki minnt á það. Jafnvel
þó við vitum að hvetju stefnir þá
er eins og við séum ávallt óviðbúin
þegar við fréttum lát náins vinar.
Við höldum alltaf að lengri tími gef-
ist. Svo var einnig nú. Er ég heyrði
af láti Leopóldínu var eins og allt
stöðvaðist, stöðvaðist litla stund.
Innst inni var ég samt fegin. Hetju-
leg barátta hennar var á enda, nú
hlaut henni að líða betur.
Hún Polla, eins og hún var kölluð
meðal vina, var alltaf svo hress og
kát. Það geislaði af þessari konu.
Þetta einstaka bros sem enginn.mun
gleyma sem Pollu hefur þekkt.
Availt gat hún miðlað mér einhverri
lífsins speki bæði í gamni og alvöru,
mér fannst ég alltaf vera betri mann-
eskja er ég fór af hennar fundi.
Eg var 16 ára gömul þegar ég
kom fyrst á heimili Pollu og Magga
og strax var mér tekið af þeirri elsku
og hlýju sem ég mun ávallt vera
þakklát fyrir. Því hagaði svo til er
að mitt fyrsta heimili var í nágrenni
við Pollu og Magga þá var gott að
koma í heimsókn og þiggja góð ráð,
því öllum vildu þau hjálpa og hvers
manns götu greiða. Nú má ekki
skilja það svo að alitaf hafi gleðin
setið við borðið hennar Pollu, ó nei,
sorgin kom þar einnig við. Þegar
hún var ung og nýgift kona missti
hún fyrsta barnið sitt, dótturina
Sigrúnu, úr lungnabólgu. Síðar lést
sonur hennar Kari 22 ára að aldri
í hörmulegu umferðarslysi og fyrir
réttum 10 árum hvarf eiginmaður
hennar, Magnús Pétursson, yfir
móðuna miklu eftir erfið veikindi.
En hún Polla reis undir hverri raun.
Hún var greind og mikilhæf kona,
hafði yndi af söng og ferðalögum.
Vart get ég hugsað mér betri uppa-
landa en Pollu. Alltaf var hún að
hvetja og telja kjark í börn sín svo
og vini barna sinna. Allir voru vel-
komnir til Pollu. Hún var mörgum
mikil og góð móðir. Eg og fjölskylda
mín kveðjum Pollu með þökk fyrir
allt og allt.
Elsku Sirrý, Bóbó, Hallgrímur og
Sigrún, sendum ykkur og börnum
ykkar innilegar samúðarkveðjur
Sigurbjörg Eiríksdóttir.
• Fleirí minningargrcinar um
Leopoldínu Bjarnadóttur bíða
birtingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
GUÐMUNDUR
KJERÚLF
Guðmundur
Kjerúlf fæddist
í Reykjavík 18. júlí
1935. Hann lést í
Reykjavík 10. júní
siðastliðinn. Hann
ólst upp á Akri i
Reykholtsdal, hjá
foreldrum sínum
Andresi Kjerúlf er
lifir son sinn og
Halldóru Jónsdótt-
ur sem nú er látin.
Systkini Guðmund-
ar eru Þórunn, f.
10.10. 1930, býr í
Reykjavík, og Jón-
as, f. 20.1. 1939, býr
á Akranesi. Árið 1959 kvæntist
Guðmundur Ingibjörgu Helga-
dóttur, f. 20.3. 1937. Sonur
þeirra er Guðmundur Ingi f.
5.4. 1968. Hann býr í Reykjavík
ásamt unnustu sinni írisi Sigur-
jónsdóttur, f. 4.12. 1970. Útför
Guðmundar fer fram frá Laug-
arneskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
„Þegar maður hefir tæmt sig að öllu, mun
friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir
koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa
aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aft-
ur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafs-
ins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki
tilvistar sinnar."
(Lao-Tse).
Elsku mágkonu, Gumma, írisi,
Andrési, systkinum og öðrum að-
standendum hins látna votta ég mína
dýpstu samúð. Far vel kæri vinur.
Dagný.
Það er harmur í huga, þegar lífi
iýkur og leiðir skilur, a.m.k. um
sinn. En handan móðunnar miklu,
handan landamæra lífs og dauða,
munu leiðir liggja saman að nýju.
Þá verður þar góðra vina fundur.
Sumir menn skilja eftir fögur bióm
minninga á lífsveginum sem þeir
ganga. Sumir menn eiga glaðværð,
hjartahlýju og góðvild og hnýta
traust bönd vináttu og tryggðar við
þá menn sem verða þeim samferða
í lífi og í starfi. Slíkur maður var
vinur minn og starfsfélagi, Guð-
mundur Kjerúlf. Það var sárt að
heyra andlátfregn hans en minning-
in um góðan dreng dregur úr sárs-
aukanum.
Það var í Sundhöll Reykjavíkur
sem leiðir okkar Guðmundar lágu
saman. Þar vorum við báðir starfs-
menn og áttum mikil og góð sam-
skipti, sem fljótlega þróuðust upp í
trausta og innilega vináttu. Guð-
mundur Kjerúlf var afbragðs starfs-
maður, trúr í verkum, hugkvæmur
og handlaginn og lét sér annt um
þau verk sem hann var að vinna.
Samviskusemi og snyrtimennska
voru honum í blóð borin og báru
honum fagurt vitni í hveiju verki.
Guðmundur Kjerúlf hafði ríka
réttlætiskennd til að bera og alltaf
var hann boðinn og búinn til að
rétta þeim hjálparhönd, sem þess
þurftu með, hvort heldur sem það
voru starfsfélagarnir eða sundhall-
argestir. Það fer ekki hjá því að
fólk með þessa eiginleika öðlist
traust, vináttu og virðingu starfsfé-
laga sinna og annarra sem þeir eru
návistum við. Þess vegna kveðjum
við starfsfólkið í Sundhöll Reykja-
víkur Guðmund Kjerúlf með sökn-
uði, virðingu og þökk. Við sendum
ástvinum hans, eiginkonu, syni,
vandamönnum og vinum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum guð að
styðja þau og hugga. Guð blessi
ykkur öll.
Það er sagt að tíminn lækni öll
sár og ljúf, lifandi minningin um
góðan genginn dreng mun draga
úr sviða í sárum þegar frá líður.
Ingibjörg, Guðmundur Ingi og íris
Hrönn. Orð eru fátækleg og ekki
tiltæk til að tjá hug minn til ykkar
á þessari sorgarstundu.
En ég bið ykkur heilla, bið guð
að styrkja ykkur nú og
um alla framtíð. Menn-
irnir deyja, en minn-
ingamar lifa, lýsa og
verma.
Guðmundur Kjerúlf
hefur kvatt þennan
jarðheim og gengið á
fund þess sem öllu
ræður. Honum fylgja
kærleiksríkar kveðjur
og fyrirbænir um góða
ferð yfir landamærin.
Guð blessi minningu
hans.
Fyrir hönd starfs-
fólks Sundhallar
Reykjavíkur,
Stefán Trjámann
Tryggvason.
Ég man mætavel fyrstu kynni
mín af Guðmundi Kjerúlf, Mumma.
Hann var fyrsti og eini alvörukær-
asti Ingibjargar systur minnar. Við
strákarnir í Litlahvammi bárum tak-
markalausa virðingu fyrir þessum
manni sem vissi allt um bíla, þetta
stóra áhugamál okkar. Konurnar f
Litlahvammi, amma, mamma og
Heiða, féllu allar kylliflatar fyrir
þessum svarthærða, svipsterka pilti,
með sitt trausta, rólega fas og bjarta
bros. Þær tóku hann umsvifalaust í
dýrlingatölu og það var staða sem
hann naut hjá þeim alla tíð upp frá
því.
Það var engin furða þó konunum
í Litlahvammi fyndist mikið til Guð-
mundar koma. Allir sem kynntust
honum fundu að þar fór óvenju heil-
steyptur maður, traustur og ákveð-
inn en þó háttvís. Ég hef engum
manni kynnst sem hafði traustara
handtak.
Guðmundur hleypti snemma
heimdraganum úr sveitasælunni í
Reykholtsdal og fór ungur til náms
í bifvélavirkjun í Reykjavík. Á sínum
fyrsta vinnustað var honum treyst
fyrir mannaforráðum, ábyrgð sem
hann axlaði með stakri prýði. Þessi
ár voru mikill ævintýratími. Mummi
og nokkrir vinir hans grófu upp, hjá
Bjarna í Túni, gamlan fjórhjóladrif-
inn Bedford-bíl, líklega árgerð 1942.
Með eigin höndum var byggt yfir
Beddann og farið að stunda fjalla-
ferðir, sumar nokkuð glæfralegar,
þó allar enduðu vel. Þannig hófst
hið raunverulega lífsstarf Mumma,
bílar og ferðalög.
Þó árin í Reykjavík væru ánægju-
leg stefndi hugurinn ávallt á heima-
slóð og á það, að verða sjálfs síns
herra. Það varð svo úr að Mummi
og Indý fluttu búferlum og settust
að í Reykholtsdal. Þar settu þau á
stofn bílaverkstæði og nefndu í Litla-
hvammi, lítið í fyrstu en það stækk-
aði ört. Fyrstu árin voru verkefnin
aðallega bíla- og búvélaviðgerðir, en
^íðar urðu bílayfirbyggingar og hóp-
ferðaakstur stærstu þættir starf-
seminnar. Það má segja að Mummi
hafi með verkstæðinu í Litlahvammi
hleypt nýju lífi í sveitasamfélagið í
Reykholtsdal, lifi sem það samfélag
býr að enn. í mörg ár var verkstæð-
ið fjölmennasti vinnustaður sveitar-
innar, uppspretta hugmynda og
verkefna. Þau verkefni sem unnin
voru í Litlahvammi, oft við frum-
stæðar aðstæður, voru mörg lyginni
líkust. Þar fór saman frábær hópur
verkmanna og sterkur vilji Mumma,
sem ekki kunni að gefast upp. Sum-
ir bílar sem byggt var yfir á verk-
stæðinu voru svo stórir að meðan
unnið var við framendann varð aft-
urendinn að standa úti og tjaldað
yfir. Mummi var athafnamaður, ætíð
með hugann við nýjar hugmyndir,
að kanna nýja möguleika. Þegar
hann átti ekki lengur skap saman
með sínum gömlu sveitungum flutt-
ust þau Ingibjörg til höfuðborgarinn-
ar þar sem hann starfaði til dauða-
dags.
Störf Mumma voru þess eðlis að
hann eignaðist mikinn fjölda kpnn-
ingja og vina. Hann var einstakiega
vel látinn bílstjóri á ferðalögum.
Margir ferðahópar fóru árum, jafn-
vel áratugum saman, með Guðmundi
Kjerúlf í ferðalög, treystu engum
betur. Útlendir ferðamenn töldu
hann einfaldlega galdramann, í
þeirra augum gat hann allt, þekkti
allar leiðir, kunni öll örnefni, leysti
allah vanda.
Mummi var að mörgu leyti maður
andstæðnanna, alvörugefínn en
glaðlyndur, í senn fornmaður en þó
nútímamaður, opinn fyrir nýjungum
en þó fastheldinn á gamlar hefðir.
Mér fannst hann alltaf mikill þver-
haus, í bestu merkingu þess orðs,
þrautseigur, fastur fyrir, kunni ekki
að gefast upp. Hann var orðheldinn
og ætlaðist til þess sama af öðrum.
Ég þykist vita að hann hafi stundum
farið halloka í viðskiptum vegna
þessa meðfædda heiðarleika. Hann
fór alltaf sínar eigin leiðir, vildi ráða
stefnunni sjálfur. Mummi flíkaði
ekki innstu tilfinningum sínum, var
að eðlisfari dulur. Það vár þó greini-
legt að undir glaðlegu, rólyndu yfir-
borði var hann tilfinningaríkur mað-
ur sem gat verið auðvelt að særa.
Nú er þessi silfurhærði öðlingur
allur. Hann valdi sjálfur örlög sín á
sama hátt og hann vildi sjálfur
stjórna lífi sínu. Ég veit að hann er
mörgum mikill harmdauði.
Hans verður sárt saknað.
Steinar Harðarson.
Leiðir okkar lágu saman haustið
1978 er ég gerðist skólastjóri í Reyk-
holti. Þessi dagfarsprúði og hógværi
maður vakti strax athygli mína. í
landi Breiðabólstaðar hafði hann
reist iðnaðarnýbýlið Litla-Hvamm
en Ingibjörg kona Guðmundar var
alin upp hjá afa sínum og ömmu í
Litla-Hvammi í Laugardalnum í
Reykjavík. Hann byggði þar bif-
reiðaverkstæði Guðmundar Kjerúlfs.
Vegna þeirra umsvifa, sem þar voru,
myndaðist þar byggð fjögurra fjöl-
skyldna. Iðnaðarnýbýlið stóð svo
sannarlega undir nafni. Margt
starfsmanna var og úr sveitinni.
Verkstæðið var ekkert venjulegt bif-
reiðaverkstæði. Til viðbótar við al-
mennar viðgerðir var þar byggt yfir
langferðabifreiðar og undirvögnum
þeirra oft breytt. Sú smíði miðaðist
við íslenskar aðstæður og var svo
vönduð að margir urðu heldur betur
undrandi, þegar þeir þurftu að gera
við ytra byrði yfirbygginganna, að
sjá að grindin sjálf var óskemmd.
Smíðin bar starfsmönnum hans fag-
urt vitni og öllum var ljóst að Guð-
mundur vildi að gæði framleiðslunn-
ar væru höfð í fyrirrúmi. Á sumrin
voru sumir af starfsmönnum hans
bifreiðastjórar hjá öðrum á lang-
ferðabílum sem byggt hafði verið
yfir á verkstæðinu. Sjálfur naut
hann þess mjög að sinna ferðamönn-
um og óbyggðir íslands voru hans
starfs- og leikvöllur.
Með breyttri túlkun tollalaga og
svikum í viðskiptum sem hann varð
fyrir var svo þrengt að þessari starf-
semi að Guðmundur ákvað að selja
verkstæðið hlutafélagi. Hann vildi
gefa samfélaginu tækifæri til að
halda þar uppi umsvifum ef það
gæti orðið til þess að þeir sem hann
hafði haft í vinnu gætu unnið þar
áfram.
Öfundar- og fyrirsátursmenn
verða víst alltaf til. Á þessum tíma-
mótum lenti hann í skattrannsókn
sem stóð í fimm ár og lauk með
fullum sigri Guðmundar. Hann var
ekki sektaður um svo mikið sem
krónu. Rannsóknin hafði farið á stað
á röngum forsendum. Fimm ár í
skattarannsókn var mikið álag. Guð-
mundur hafði afhent öll sín gögn.
Það reyndi á traust minni og það
brást honum aldrei. Hann varð aldr-
ei aftur samur maður.
Guðmundur flutti frá Litla-
Hvammi suður til Reykjavíkur þegar
hann hafði ekki lengur atvinnu
uppfrá og starfaði fyrir íþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur í Bláfjöll-
um og í Sundhöll Reykjavíkur. Verk
hans voru af sömu gæðum og áður.
Hann setti ávallt svip á það um-
hverfi sem hann lifði í. Guðmundur
Kamban segir í kvæðinu Spunakon-
an „Snúrurnar hrökkva, snældan er
full og snurðulaust allt sem ég
spann“. Þessar ljóðlínur og framhald
þeirra sóttu á hug minn þegar ég
frétti andlát Guðmundar. Allt sem
hann gerði var á þann veg. „Hver
vill Drottins dæma verkin, dæma
mannsins ævileiðir,“ sagði séra Árni
á Skútustöðum. Án alls tillits til
þess hvað okkur finnst rétt eða sann-
gjarnt yrkir lífið áfram.
Eftirlifandi konu Guðmundar,
Ingibjörgu Helgadóttur, Guðmundi
Kjerúlf yngri, Andrési Kjerúlf föður
hans, og systkinum hans Jónasi og
Þórunni Kjerúlf færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Það er ekki einskis virði að eiga
minningu um dreng góðan.
Olafur Þ. Þórðarson,
skólastjóri í Reykholti.
Látinn er í Reykjavík vinur okkar
Guðmundur Kjerúlf sem nú skal
minnast með örfáum orðum. Margs
er að minnast frá liðnum dögum>
Þegar við komum í Reykholtsdalinn
fyrir tæpum 30 árum vorum við svo
lánsöm að kynnast Guðmundi, Ingi-
björgu og Guðmundi Inga þegar
hann kom til sögunnar. Gestum og
gangandi var ávallt vel fagnað á
heimili þeirra í Litla-Hvammi.
Guðmundur átti um langt árabil
bifreiðaverkstæði í dalnum og fékkst
við hvers konar bifreiðaviðgerðir
ásamt nýbyggingu langferðabif-
reiða, en varð síðan frá að hverfa
vegna erfiðleika sem upp komu varð-
andi rekstur fyrirtækis hans, sem
voru fólgnir í breyttum markaðssað-
stæðum. Ein lyndiseinkunn Guð-
mundar var sú að vilja leysa hvers
manns vanda og leituðu menn til
hans í tíma og ótíma með ýmiss
konar vandamál. Einnig sá hann í
félagi við samstarfsmann sinn
Guðna um akstur skólabarna til og
frá skóla á vetrum. Til þess var tek-
ið hversu vel tókst til í samskiptum
hans við börnin öll þau ár sem hann
stundaði þennan akstur. Synir okkar
minnast hans og þakka honum sam-
veruna og hlýtt og elskulegt viðmót
alla tíð. Á sokkabandsárum okkar
vorum við samtíma Guðmundi, Ingi-
björgu og fleira fólki á Spáni. Þá lék^
Guðmundur við hver sinn fingur og
áttum við góða daga saman. Farið
var í ýmsar skoðunarferðir, á mark-
að og fleira og áttum við saman
marga fundi síðan til að minnast
þessarar ferðar.
Sumarið 1980 hóaði hann Spán-
arförunum saman og bauð öllum
hópnum í fjallaferð á sínum fjallabíl
og skyldi haldið norður Kjöl. Haldið
var að heiman í blíðskaparveðri yfir
Uxahryggi um Þingvöll og Suður-
land. Fyrstu nóttina var dvalið við
Hvítárvatn og gist í skálanum. Dag-
inn eftir ætluðum við að halda áfram
norður. En vegna veðurblíðunnar
sóluðum við okkur, en Guðmundur
brá sér frá á bílnum. Hann kom fljótt
til baka með flautuna á fullu. Þegar
hann kom til okkar sagði hann okk-
ur að hann hefði séð strók á himnin-
um og taldi að Hekla væri farin að
gjósa. Slegið var upp fundi um hvað
við ættum að gera. Niðurstaðan var
sú að við skyldum snúa við og kanna
hvort Hekla væri virkilega að gjósa.
Fljótlega varð ljóst að svo var. Farið
var að Skarði í Landssveit til fundar
við heimamenn þar. Öllum hópnum
var boðið til stofu og fengum við
leyfi heimamanna til að tjalda á tún-
inu svo við gætum fylgst með fram-
vindu gossins. Slógum við upp tjöld-
um og áttum þarna saman ógleym-
anlegan dag og nótt. Um kvöldið
var glampandi logn og gátum við.
haft kveikt á kertum úti og virt
gosið fyrir okkur. Þetta kvöld er eitt
hið eftirminnilegasta, því Hekla
skartaði sinu fegursta í rökkrinu og
andinn í kringum okkar var allt að
því himneskur.
Guðmundur og fjölskylda fluttu
til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum
og hefur fundum fækkað. Þó höfum
við haft samband í gegnum Guð-
mund Inga og haft fregnir af Guð-
mundi og Ingibjörgu. Nú hin síðari
ár hefur Guðmundur átt við van-
heilsu að stríða. Um tíma hefur hann
verið í veikindaleyfi frá störfum sín-
um hjá Sundhöllinni í Reykjavík, en
hann starfaði þar.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Guðmundi samfylgdina um leið og
við vottum þér Indý, Guðmundur
Ingi, íris, Andrés, Þórunn, Jónas og
fjölskyldur okkar dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifir í
hjörtum okkar.
Sigríður og Snorri, Reykholti.