Morgunblaðið - 16.06.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.06.1995, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS r eferw'ÁE> IS/nnum hrjfí mmeaa \ Grettir Tommi og Jenni Smáfólk IVE BEEN 60IN6 TO SCHOOL ALL YEAR, ANP I JUST FOUNP OUT WMAT OUR R00M NUMBER IS.. ANP WHERE THE ORINKIN6 FOUNTAIN 15, ANP TME PENCIL 5MARPENER.. ANP TMAT THE SCHOOL 8US 15 1'ELLOLU.. TME SECRET OF LIFE IS TO BE 085ERVANT.. Ég er búin að ganga í skólann Og hvar drykkjar- Og að skólabíllinn allt árið, og ég var að komast brunnurinn er, og er gulur... að því hvert stofunúmerið okk- yddarinn Leyndarmál lífsins vera athugull... ar er . .. Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Hvemig má lýsa fylliríi og kvennafari á löglegan hátt? Opið bréf til STEF Frá Davíð Þór Jónssyni: ÁGÆTI framkvæmdastjóri STEF, Eiríkur Tómasson. Undanfarin þijú ár hef ég ásamt félaga mínum, Steini Ármanni Magnússyni, unnið að gerð skemmtiefnis fyrir útvarp, sjónvarp og opinberar sam- komur undir nafn- inu Radíus. Auð- vitað eru ekki allir jafnhiminlifindi yfir því sem frá okkur hefur kom- ið eins og gefur að skilja. Við höf- um m.a. reynt að draga dár að mönnum og mál- efnum í því skyni að benda á hinar spaugilegri hliðar ýmiss konar tví- skinnungs sem svo víða virðist ráða ríkjum. Það var m.a. í þessu augnamiði sem við um daginn gerðum okkar eigin útgáfu af laginu „Úti i Ham- borg“. Textinn er eftir Jón heitinn Sigurðsson, bankamann. í lagi þessu er fjallað á gamansaman og undar- lega upphafinn hátt um fyllerí og kvennafar. Ljóðið er ákaflega vel smíðað og hefur enda lifað allt fram á þennan dag. Það var einmitt önnur ástæða þess að okkur langaði að flytja það á „okkar hátt“. Til hvers að gera lagið aftur eins? Burtséð frá öllum persónulegum skoðunum á því hvað er fyndið fannst okkur við hafa rétt til þess. Þegar dóttir Jóns hringdi í okkur, fáraðist yflr uppátækinu og bað okk- ,ur að taka allt til baka, fórum við þess á leit við útvarpsstöðvar að lag- ið yrði ekki leikið aftur á öldum ljós- vakans. Kom það ýmsum dagskrár- gerðarmönnum á óvart því lagið var víst í þann mund að öðlast vinsældir á ný. Áð því loknu gengum við út frá því sem vísu að málið væri úr sögunni. Það kom okkur því gersamlega í opna skjöldu að fá bréf frá þér þar sem þú hefur í hótunum við okkur vegna málsins. Þú gerir þá kröfu að við flytjum ekki „...hvorki í útvarpi né á opinberum samkomum, hinn afbakaða texta við lag Jóns heitins." Öðrum kosti muni „...STEF leita rétt- ar erfingjanna fyrir dómstólum og gera kröfur um greiðslu skaða- bóta...“ Máli þínu til stuðnings vís- arðu í 1. og 3. gr., svo og 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Að hægt sé með lögum að meina okkur að gera eitt eða annað á opinberum samkomum sem ekki brýtur í bága við almennt velsæmi eða blygðunar- semi mun ég fá staðfest af hæstu mannréttindadómstólum sem ís- lenska stjómkerflð viðurkennir áður en ég samþykki það. Vil ég benda á að í fyrsta lagi var skýrt tekið fram þar sem upptökum af laginu var dreift til spilunar í út- varpi að textinn væri eftir Jón Sig- urðsson, í öðru lagi að við tökum fram alls staðar þar sem við skemmt- um að textinn sé eftir hann og afbak- aður af okkur og í þriðja lagi að textinn er svo þekktur að allir sem heyra okkar útgáfu vita ekki bara að um afbökun er að ræða heldur nákvæmlega á hvaða stöðum textan- um er breytt. Hér er því ekki á nokk- urn hátt um stuld að ræða eða brot á höfundarrétti Jóns hvað það varð- ar. Ennfremur vil ég benda á dæmi um starfsreglur sem aðrir fá að vinna eftir truflanalaust af þinni hálfu. Fyrsta: Undanfarið hefur Snigla- bandið skemmt hlustendum Rásar 2 með að spila óskalög í beinni útsend- ingu. Einu söngtextarnir sem þeir afbaka ekki hafa meðlimir hljóm- sveitarinnar sjálfir sett saman. Ætli Sniglabandið hafí leyfi allra texta- höfunda á Islandi eða erfingja þeirra t.il þess? Það væri fáránlegt að gera þá kröfu á hendur hljómsveitinni að kunna utanbókar alla söngtexta sem gefnir hafa verið út hérlendis og myndi slík krafa ríða þessum vin- sæla útvarpsþætti að fullu. Annað: Hvemig væri áramóta- skaupið ef ekki mætti afbaka vinsæl dægurlög og snúa út úr þeim? Nú síðast var sungið: „Við lyði í hálfa öld“ í stað: „Þótt líði ár og öld“ í gervi Björgvins' Halldórssonar. Þriðja: Laddi flytur gjarna opinber- lega lagið „Það er gott að elska" eftir Bubba Mortens. Laddi syngur hins vegar: „Það er gott að skeina, það er gott að vaska upp.“ Með þessu er Laddi óneitanlega að vega að karlmennskuímynd Bubba, en þar sem það er gert á góðlátlegan og gamansaman hátt er það Bubba ekki til nokkurrar minnkunar þegar upp er staðið, ekki frekar en afbökun okkar sé Jóni til minnkunar. Vera má að -Laddi hafi skriflegt leyfi Bubba til uppátækisins, en það er aukaatriði. Ánnaðhvort gilda lög eða ekki, ekkert „happa-glappa“. Dæmin gætu verið mýmörg. Ef það er ólöglegt af okkur að flytja „Úti í Hamborg" (sem þú reyndar afbakar með að kalla „Út í Ham- borg“ í bréfi þínu) opinberlega er ógjörningur að ætla að skemmta nokkmm manni með því að vísa í eitthvað sem hann þekkir fyrir. Þá þurfa allir sem koma fram opinber- lega sífellt að vera á varðbergi gagn- vart því að stíga ekki á tæmar á neinum sem a ættir að rekja til lát- inna meistara, ef á erfíngjunum skyldi leynast líkþom. Vera má að einhveijum kunni að finnast ég vera að gera úlfalda úr mýflugu, en hér er miklu meira í húfi en hvort Rad- íus- bræður megi flytja þetta eina, ákveðna lag á Radíuskvöldum. Með því að setja lög um hvað má gera á opinberum samkomum er öll menn- ing háð geðþóttaákvörðunum um handahófskennda ritskoðun. Afstaða mín til kröfu þinnar ætti nú að vera ljós. Þú hefur í hótunum við okkur félagana og reynir að skerða mál- frelsi okkar. Ég veit ekki betur en að við Steinn yrðum einu mennirnir á Islandi sem væri bannað að segja ákveðnar setningar opinberlega ef krafa þín næði fram að ganga. Ég krefst þess því að þú látir það alger- lega afskiptalaust hvað Radíusbræð- ur gera á opinberum samkomum héðan í frá sem hingað til. Sjálfur er ég sem höfundur og þýðandi söngtexta meðlimur í STEF. Verðirðu ekki við kröfu minni segi ég mig hér með úr þessum samtök- um. Ég vil frekar verða af þeim tekj- um sem hugverk mín afla mér en að nokkur hluti þeirra renni til fjár- mögnunar sendibréfa á borð við það sem ég fékk frá þér um daginn. Með von um skjót viðbrögð, DAVÍÐ ÞÓRJÓNSSON er annar „Radíusbræðra", þýddi söng- leikinn „Hárið" og hefur samið dægur- lagatexta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.