Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
Frá Sigvrjóni Sigurðssyni:
ER ÉG var á leið til vinnu minnar
nú fyrir skömmu og var að hlusta
á þá ágætu útvarpsstöð Bylgjuna
varð ég svo undrandi að ég get
ekki orða bundist. Þar var Stefán
Jón Hafstein fjölmiðlamaður að
úthúða veitingamönnum landsins
með ýmiskonar fullyrðingum sem
frekar hefðu átt heima í ræðu-
keppni framhaldsskólanna en á
„virtri“ útvarpsstöð.
Enginn bjór seldur
með 500% álagningu
Stefán sagði m.a. að veitinga-
menn hefðu enga stjórn á græðgi
sinni og það væru aðeins örfáir
veitingamenn sem leggðu minna
en 500% á bjórinn hjá sér. Stefán,
ég spyr þig, hefur þú einhvern tím-
ann rekið veitingahús eða fyrir-
tæki almennt? Veist þú að það
selur enginn veitingamaður bjór
með 500% álagningu? Veist þú að
það er ekkert veitingahús inni á
lista yfir arðbestu fyrirtæki lands-
Banglades-
búar vel-
komnir á
víkingahátíð
Frá Rögnvaldi Guðmundssyni:
VEGNA leiðs misskilnings hefur það
verið mistulkað svo af þeim stöllum
Sigrúnu Ásu Markúsdóttur og Jó-
hönnu K. Eyjólfsdóttur að forráða-
menn víkingahátíðar í Hafnarfirði
séu því mótfallnir að blaðamenn frá
Banglades fái að sækja stóru vik-
ingahátíðina sem haldin mun í Hafn-
arfirði 6.-9. júlí nk. Svo er alls ekki.
Hið rétta í málinu er að blaðamenn-
irnir frá Banglades hafa með bréfi
verið boðnir hjartanlega velkomnir á
víkingahátíðina og við boðist til að
vera þeim innan handar um gistingu
o.fl. Hið rétta er hins vegar að þess-
um mönnum hefur verið bent á að
þeir þurfi að hafa samband við út-
lendingaeftirlitið til að fá vegabréfsá-
ritun. Það er allt og sumt.
Allir velkomnir
Víkingahátíðin í Hafnarfirði er
alþjóðleg fornmenningarhátíð þar
sem allir eru velkomnir. Hátíðin mun
höfða jafnt til flölskyldufólks sem
fræðimanna. Norræna húsið á ís-
landi tekur virkan þátt í hátíðinni
og fjöldi fyrirtækja og stofnana
styrkja hana þannig að sem best
megi til takast. Margir vei þekktir
erlendir fræðimenn munu halda fyr-
irlestra er tengjast víkingaöldinni.
Má þar nefna Magnús Magnússon,
hinn þekkta sjónvarpsmann og vík-
ingasérfræðing frá Skotlandi, Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi forstöðu-
mann Árnastofnunar, Ragnar Tor-
seth frá Noregi, sem þekktur er fyr-
ir siglingar á víkingaskipum, Wlad-
j yslaw Filipowiak, forstöðumann
þjóðminjasafnsins í Szczecin í Pól-
landi og Stig Jensen, forstöðumann
| fomminjasafnsins í Ribe í Dan-
mörku. Auk þess munu leikrit sýnd
og fornt, vandað handverk verður í
hávegum haft og margt fleira.
Tilraun til að endurskapa
forna menningu
Þetta er því heiðarleg tilraun til
að endurskapa forna menningu og
| okkur er að sjálfsögðu heiður að því
að sem flestir sæki hátíðina, óháð
i uppruna sínum.
i Með von um að óheppilegur mis-
skilningur hafi að fullu verið leiðrétt-
ur.
RÖGNVALDUR GUÐMUNDSSON,
framkvæmdastjóri víkingahátíðar.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu
Og Lesbók verður framvegis varðveitt
í Gagnasafni þess. Morgunbiaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endurbirt-
ingu eða á annan hátt. Þeir sem af-
henda blaðinu efni til birtingar teljast
samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrir-
vari þar að lútandi.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Dagbók
veitingamanns
Meðalálagning á víni lægri
en á mörgu öðru
ins? Veist þú að á lista yfir stærstu
fyrirtæki landsins í veltu er fyrsta
veitingahúsið nr. 150? Varðandi
álagningu á bjór þá skal ég hér
með opna augu fólks fyrir sann-
leika málsins.
Veitingahús kaupa vín á sama
verði og almenningur
Fyrst ber að taka fram að veit-
ingahús fá vínið ekki á lægra verði
en almenningur, þ.e.a.s. ég þarf
að greiða 2.300 kr. fyrir flösku
af Smirnoff. Bjórinn er stundum
dýrari til okkar því umboðsaðilar
taka af okkur svokallað þjónustu-
gjald til að fá nú eitthvað fyrir
að skaffa okkur tæki og hreinsa
þau reglulega. Gjald þetta er frá
900-1.200 kr. pr. kút eftir teg-
und. Dæmi okkar verður Tuborg
Gran sem er nýr bjór á markaðnum
í kútum. Kúturinn kostar til okkar
7.540 kr. og eru í honum 25 1.
Ef ég.seldi 0,5 1 á 500 kr. þá
ætti ég að fá út úr kútnum 25.000
kr. í veltu fyrir utan rýrnun, sem
er alitaf einhver. Ekki veit ég á
hvaða veitingahúsum Stefán Jón
kaupir sinn bjór en þangað fer
væntanlega ekki venjulegt fólk því
að bjórinn þar myndi kosta skv.
fullyrðingum Stefáns, 905 kr. eða
7.540x500%/50.
Sannleikur málsins er að veitinga-
menn á íslandi eru með að meðal-
tali álagningu í kringum 1-1,5
sem er talsvert lægra heldur en í
mörgum öðrum geirum þjóðfélags-
ins. Hver er t.d. álagning Stöðvar
2? Hver er álagningarprósenta
Bylgjunnar á hveiju orði í lesnum
auglýsingum? Hver er álagningin
á hveijum dálkasentimetra í aug-
lýsingum hjá blöðum og tímarit-
um?
Það kostar um 8.000 kr. að fá
einn skjá birtan í sjónvarpi. Hver
verðleggur þetta? Af hveiju þarf
Stöð 2 að verðleggja auglýsingar
sínar eins hátt og raun ber vitni
og rukka líka áskriftargjald? Hvar
er ykkar siðferði? Áður en þið
kastið næsta steini þá skulið þið
átta ykkur á því að þið sitjið í
glerhúsi.
SIGURJÓN SIGURÐSSON,
Álfatúni 1, Kópavogi.
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 41
Orðsending til handhafa debetkorta
Geráar hafa verið nokkrar breytingar á skilmálum vegna debetkorta Búnaðarbanka íslands í
samráði við Samkeppnisstofnun. Nýjar reglur og skilmálar taka gildi 1. júlí og liggja jbær frammi í
öllum útibúum Búnaðarbankans. Eftirtaldar greinar taka efnislegum breytingum og er sérstök athygli
vakin á grein 14.1.
Úr eldri reglum
A. ALMENNT UM DEBETKORT
6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum grei&slum/úttektum, sem verSa
vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10. 2. málsgr.
6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bönkum og sparisjóðum, sem
verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða
leyninúmers þess.
7.3. Utgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður
vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls,
verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagns-
truflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum
boðleiðum eða samgöngum. Tjón, sem gæti orðið af öðrum ástæðum,
bætist ekki af útgefanda hafi hann sýnt eðlilega aðgæstu.
7.4. Utgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði,
sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað.
9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/
CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. Af erlendum viðskiptum og úttekt
reiðufjár erlendis reiknast þjónustugjald, skv. gjaldskrá.
10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl.
krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess
uppgötvast og er tilkynnt skv. 1. tölulið.
10.3. Sérstök athygli er vakin á að korthafi ber fulla ábyrgð á úttektum
meðglötuðu korti,sétilkynningarskylduekki fullnægtstraxog hvarf þess
uppgötvast.
11.2. Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt stofngjald auk venjulegs
árgjalds.
11.3. Banka/sparisjóði er heimilt að færa korthafa til gjalda á
viðskiptareikningi hans mánaðarleg færslugjöld fyrir notkun kortsins,
kostnað vegna reikningsyfirlita, kostnað vegna endurnýjunar korts,
árgjöld á 12 mánaða fresti og gjald vegna útvegunar afrits af sölunótu,
allt samkvæmt gjaldskrá bankans hverju sinni.
14.1. Bankar/sparisjóðir áskilja sér rétt til að breyta notkunarreglum
þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar auglýstar. Ef Debetkortið
er notað eftir að breytingar hafa verið auglýstar, skoðast það sem
samþykki korthafa á þeim. Að öðrum kosti skal notkun kortsins hætt og
það tilkynnt bankanum/sparisjóðnum. Ef engin slík tilkynning berst
innan fjórtán daga frá auglýstri breytingu, skoðast hún samþykkt af
korthafa.
B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT
5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess
viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá banka/
sparisjóði með umsömdu millibili. Ayfirlitinu kemur fram nafn seljanda,
þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend
viðskipti er að ræða kemur einnig tram upphæð kauplandsins.
Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að
tilkynna það banka/sparisjóði sinum innan 20 daga frá móttöku þess.
Gildir frá 1. júlí 1995
A. ALMENNT UM DEBETKORT
6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða
vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10.2. og 13.1. og 13.2.
6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bankanum, sem verður vegna
vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess,
sbr. 10.2.
7.3. Utgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður
vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls,
verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna,
rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða
öðrum boðleiðum eða samgöngum.
7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði,
sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað sem greiðslu
hjá söluaðila eða í sjálfsafgreiðslutæki, né öðrum skaða, sem leitt getur
þar af, sbr. þó 13.1. og 13.2.
9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/
CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi.
10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl.
krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess
er tilkynnt. Þetta á ekki við ef um stórfellt gáleysi eða svik af hálfu
korthafa hefur verið að ræða. Tilkynningaskyldu ber að fullnægja svo
fljótt sem verða má eftir að hvarf korts uppgötvast.
11.2. Bankanumerheimiltaðfæra korthafatilgjalda á viðskiptareikningi
hans gjöld skv. gjaldskrá, sbr. grein 11.1.
13.1. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir skaða vegna tæknilegrar
bilunar í hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, þá ber bankanum
fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila að færa
fram fullgild rök fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd
viðskipti fóru fram, en er ella ábyrgur fyrir tjóninu.
13.2. Ábyrgð bankans takmarkast við beint fjárhagslegt tjón korthafa,
en nær ekki til annars skaða eða óþæginda, sem leitt geta af bilun
sjálfsafgreiðslubúnaðar. Bankinn ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á
að vera korthafa Ijós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á
tölvuskjá.
14.1. Bankinn áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og
skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar korthafa með minnst 15
daga fyrirvara. í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á þvi
i hverju breytingarnar felistog á rétti korthafa til að segja samningi upp.
Noti korthafi kort sitteftirað breyttir skilmálar hafa tekiðgildi, telsthann
samþykkur breytingunni.
B. DEBETKORT SEM GREIDSLUKORT
5. Greiðsluf með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess
viðskiptareiknings, sem kortiðertengtog korthafi færsentfrá bankanum
með umsömdu millibili. A yfirlitinu kemur fram nafn seljpnda, þar sem
kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti
er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur
athugasemdirviðreikningsyfirlitsitt, ber honumaðtilkynna þaðbankanum
innan 20 daga frá móttöku þess. I vafatilvikum hvílir sönnunarbyrðin á
kortaútgefanda.
0BÚNAÐARBANKIÍSLANDS