Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 6

Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 6
6 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastj óri Landssambands smábátaeigenda um fiskveiðistjórnarlögin FRÉTTIR Fimmtungur bát- anna fær rúmlega helming kvótans SAMKVÆMT frumvarpi um stjóm fisk- veiða, sem samþykkt var á Alþingi í vik- unni, verður heildaraflamark krókabáta 21.500 tonn af þorski, en bátarnir geta valið á milli þess næsta haust hvort þeir velja sér aflahámark í þorski eða velja banndagakerfið sem gildir til 1. febrúar á næsta ári. Þá færast banndagabátarnir yfir í róðra- dagakerfið sem þá tekur gildi. Hinir halda hins vegar áfram í aflamarkskerfinu út fisk- veiðiárið, en þeir eiga rétt á að velja aftur milli þess og róðradagakerfisins 1. septem- ber á næsta ári. Að sögn Amar Pálssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands smábátaeigenda, liggur fyrir að um 240 bátar af um 1.100 krókaleyfisbátum á landinu geta fengið yfír 30 tonna aflamark í haust, eða samtals um 56% af aflahlutdeildinni. Ef þeir kysu allir aflamarkið yrðu því einungis eftir um 10 þúsund tonn fyrirjiina 860 bátana, eða að meðaltali um 11,7" tonn á hvem bát. „Það er alveg með ólíkindum að það skuli vera gengið svona frá þessu,“ sagði Örn í samtali við Morgunblaðið. „Það er alveg ljóst að þeir sem velja róðradagakerfíð munu á næsta fiskveiðiári veiða margfalt það magn sem þeim væri heimilt að veiða og þá loka alveg árinu sem byijar 1. september 1996, en róðrardagamir yrðu svo fáir þar sem þeim fækkar í samræmi við það sem veitt er umfram á fískveiðiárinu á undan. Þar með yrðu þessir bátar alveg stopp. í mínum augum er því alls ekki búið að leysa þetta mál á nokkurn hátt, en menn djöflast núna í eitt fiskveiðiár og verða svo komnir í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir- sjáanleg var í vor, nefnilega að bátamir yrðu bundnir aðra hveija viku. Það hefði hins vegar kannski verið hægt að leysa þetta næstu tvö fiskveiðiár ef aflinn hefði verið aukinn upp í 30 þúsund tonn eða þar um bil,“ sagði Öm. Kvikindislegt Talsmenn smábátaeigenda segja að það sem menn eigi erfíðast með að sætta sig við varðandi róðradagakerfíð sé að fískveið- iárinu verður skipt í tímabii, og 50% skerð- ing verði á dagafjöldanum ef menn flytji daga milli tímabila. Þá segir Öm Pálsson það vægast sagt kvikindislegt að ekki megi flytja róðrardaga frá einu tímabili til annars ef búið sé að nýta einhvern dag á umræddu tímabili. „Þannig gæti svo farið hjá manni sem ætlaði sér að nýta þá 22 sóknardaga sem að öllum líkindum má Iróa á tímabilinu frá febrúar til apríl á næsta ári, að þegar hann verður kannski búinn með 2-3 daga t.d. bilar báturinn hans eða þá að maðurinn veikist svo hann getur ekki róið meira á tímabilinu, og þá er hann alveg búinn að missa þessa 19-20 róðrardaga sem hann á eftir. Það mundi engum öðrum atvinnu- rekstri vera boðið upp á svona lagað,“ sagði hann. Vopnahlé Sveinbjöm Jónsson á Sæstjömu ÍS frá Suðureyri sagðist í samtali við Morgunblaðið líta svo á að með afgreiðslu frumvarpsins um stjóm fiskveiða hefði einungis verið sam- ið vopnahlé, en með þeim annmörkum sem á því séu geti hann ekki litið á það sem fram- tíðarskipan' mála. „Eg skil hins vegar mjög vel að þeir menn sem ætluðu sér að ná betri árangri gátu það ekki því þessir kvótamenn sem við er að eiga eru þvílík nátttröll. Það þarf miklu meira til svo að það gangi eitthvað. Ég er sem sagt ekki hrifínn, en lít á þetta sem vopnahlé til haustsins, og ég ætla ekki að agnúast út í neinn fyrir að hafa ekki náð meiru fram en raun varð á,“ sagði Sveinbjöm. Guðjón Indriðason hjá Þórsbergi á Tálkna- fírði, sem gerir út fjórar trillur, sagði að ef það yrði staðreynd að aðeins lítill hluti króka- bátanna fengi í sinn hlut meirihlutann af heildarkvótanum með því að kjósa aflamark- skerfi, þá litist sér alls ekki á blikuna. „Ég hef verið hrifín -af hugmyndinni um róðradagakerfí, og þá ekki síst ef maður fengi að velja þá sjálfur. En ef þetta er líka í pottinum, er þetta alveg út úr kortinu. Nú stendur krókaleyfisflotinn einfaldlega frammi fyrir sömu staðreyndum og önnur skip sem hafa aðgang að fískimiðunum. Þeir hafa verið fijálsir til þessa, en þeir em það ekki lengur,“ sagði Guðjón. Arsskýrsla fangelsismála- stofnunar fyrir árið 1994 Strok úr fang- elsum með minnsta móti 'm. -0 Morgunblaðið/Þorkell HUGVITSMAÐURINN Ed Veazey flýgur hér flugdrekanum við Reykjavíkurhöfn. Hann hefur einn- ig hannað hatt úr sama efni, en ofan á hann er hægt að festa lítið blikkljós. Slysavarnafélag íslands skoðar nýtt björgunartæki Flugdreki veki athygli í neyð SLYSAVARNAFÉLAG íslands íhugar að taka í notkun nýstár- legan flugdreka sem ætlað er að vekja athygli björgunar- manna þegar neyðarástand hef- ur skapast á sjó eða landi. Flugdrekinn er úr sterku nælonefni og á honum er alþjóð- lega neyðarmerkið; svartur hringur og ferhyrningur á appelsínugulum grunni. í línu flugdrekans er hægt að festa radarsendi, blikkljós og neyð- arblys og hann getur jafnvel þjónað sem segl eða akkeri á hafi úti. Hugmyndin er sú að flugdrekinn verði hluti af bún- aði björgunarbáta, snjóbíla, fjallgöngumanna og sjófarenda. Páll Ægir Pétursson, deildar- stjóri björgunardeildar Slysa- varnafélags íslands, segir þetta vera áhugaverða hugmynd. „Við erum með níutíu björgun- arsveitir víðsvegar um landið sem fara upp á hálendið að leita að týndum ferðamönnum og okkur sýnistjdrekinn geta nýst þeim vel. Auk þess rekum við 25 björgunarbáta og það kæmi vel til greina að hafa flugdrek- ann í þeim.“ Flugdrekinn er hugarsmíð Bandaríkjamannsins Ed Veaz- ey. Hann var áður skipherra á kjarnorkukafbáti, en settist í helgan stein fyrir þrettán árum og gerðist uppfinningamaður. Hugmyndin að flugdrekanum kviknaði að hans sögn fyrir tutt- ugu árum en hann hefur unnið að þróun drekans sl. átta ár. Bandaríska strandgæslan hefur þegar viðurkennt flug- drekann sem eitt af þeim aðvör- unarmerkjum sem skipum og bátum er skylt að hafa innan- borðs. Dæmdur í 3 ára fangelsi STEINGRÍMUR Njálsson, sem hlotið hefur nokkrum sinnum dóma fyrir kynferðisbrot, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stein- grímur var fundinn sekur um að hafa gert tilraun til kynferðismaka við þroskaheftan pilt í janúar á þessu ári. Ákærði neitaði sakargiftum en dómurinn taldi sannað að hann hefði gerst sekur um tilraun til þess að eiga kynferðismök við pilt- inn og brotið gegn fijálsræði hans. Dæmdur sex sinnum fyrir kynferðisbrot Steingrímur Njálsson hefur áður verið dæmdur 28 sinnum fyrir margvísleg brot, þar á meðal sex sinnum fyrir kynferðisbrot, sem beindust gegn bömum eða ung- mennum. í dómsniðurstöðu segir að refsing hanl þyki hæfílega ákveðin fangelsi í 3 ár með hliðsjón af sakaferlinum. Til frádráttar refs- ingunni kemur 6 daga gæsluvarð- hald. Þá ber ákærða að greiða allan sakarkostnað, þar með taldar 80 þús. kr. málsvamarlaun og 80 þús. kr. saksóknarlaun til ríkissjóðs. Dóminn kváðu upp hérðaðsdóm- ararnir Sverrir Einarsson dóms- formaður, Ingibjörg Benediktsdótt- ir og Pétur Guðgeirsson. NÝ FANGELSISBYGGING á Litla-Hrauni verður tilbúin með haustinu, en verður smám saman tekin í notkun þar til í byijun næsta árs þegar gert er ráð fyrir að starfsemi í henni verði komin í fullan gang. Fangarými á Litla- Hrauni eykst um 70% með nýju húsi. Þetta kemur fram í árs- skýrslu fangelsismálastofnunar fyrir síðasta ár. Bygging nýs vinnu- og íþrótta- skála á Litla-Hrauni hefst í næsta mánuði og gert er ráð fyrir að öryggismálum fangelsissvæðisins verði að fullu lokið árið 1997. Stefnt er að því að undirbúning- ur geti hafist á þessu ári vegna byggingar nýs afplánunar- og gæsluvarðhaldsfangelsis í Reykja- vík og gera bráðabirgðaáætlanir ráð fyrir að þeim framkvæmdum megi ljúka árið 2000. Önnur úrræði en fangelsisvist í inngangi skýrslunnar vekur fangelsismálastjóri, Haraldur Jo- hannessen, athygli á því að stofn- unin hafi frá upphafi beitt sér fyr- ir nýjum úrræðum í stað fangelsis- vistar. Hann nefnir vímuefnameð- ferð í refsivist utan fangelsa, sam- félagsþjónustu sem hefst 1. júlí nk. og þjónustusamning við félaga- samtökin Vernd. Hann tekur til þess nýmælis að völdum hópi fanga er heimilað að afplána hluta refsi- vistar í húsnæði samtakanna í Reykjavík og stunda þaðan vinnu. Frá því 1990 hefur fangelsis- málastofnun heimilað hátt í 70 föngum að fara í vímuefnameðferð hjá SÁÁ síðustu 6 vikur refsivist- ar. Tilgangurinn er að búa fanga undir lífið að lokinni refsivist og draga þannig úr afbrotum. Fram kemur í skýrslunni að sér- tekjur Litla-Hrauns hafi dregist saman á síðasta ári, aðallega vegna minnkandi framleiðslu á bíl- númeraplötum, sem aftur orsakist af samdrætti í sölu nýrra bíla í landinu. Afskipti höfð af einum manni 29 föngum var á síðasta ári veitt skammtímaleyfi úr refsivist. Mjög strangar reglur gilda um slíkt og vel með því fylgst að leyfin séu ekki misnotuð. Til marks um það segir að frá 1990 hafí fangar farið í samtals 350 dagsleyfi úr refsivist og í aðeins eitt skipti hafí lögregla haft afskipti af manni í leyfí, sem var undir áhrifum vímuefna. Strok úr refsivist hafa ekki ver- ið færri a.m.k. undanfarin 10 ár en á síðasta ári, þrátt fyrir sívax- andi fangafjölda. í skýrslunni seg- ir að líklegasta skýringin sé endur- skipulagning öryggismála fangels- anna og sú áhersla sem fangelsis- yfírvöld hafi lagt á þau. Dómþolar aldrei fleiri Dómþolar hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári og fjölgaði dóm- um, sem fangelsismálastofnun bárust til fullnustu, um 30% á milli ára. Einkum er um að ræða mikla fjölgun á sektardómum og óskilorðsbundnum refsidómum. Skilorðsbundnum dómum fy'ölgaði um 10%. „Ekkert skal fullyrt um ástæður fyrir þessari fjölgun dóma. Vera má að afbrotum hafi fjölgað, en einnig getur verið um að ræða aukna skilvirkni dóm- stóla. Mál ganga yfirleitt hraðar fyrir sig en áður,“ segir í skýrsl- unni. Að sögn Haraldar Johannessen hefur sama þróun orðið hér á landi og á öðrum Vesturlöndum; afbrot- um fjölgar, refsivistardómum einnig, dómar þyngjast og fang- elsi séu yfírfull. Vandamálin séu hin sömu hér og annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.