Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 8

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Blessunarrík kvótakerfi Okkur Jan litla langar að færa ykkur blóm með bestu kveðju frá fiskunum okkar.... 600 hjúkrunarfræðingar á ráðstefnu Teng’sl umönnun- ar og fræða rædd FYRSTA alj)jóðlega hjúkrunarráð- stefnan á Islandi verður haldin í Reykjavík dagana 20.-23. júní næstkomandi. Ráðstefnugestir verða um 600, þar af eru u.þ.b. 250 frá útlönd- um. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hjúkrun fyrir fólk en erlenda heit- ið er „Nursing scholarship and practice“ og er heitinu ætlað að vísa til þess eðlis hjúkrunar að tengja saman fræðimennsku og umönnun sjúklinga. Ráðstefnan er skipulögð af náms- braut í hjúkrunarfræði við Há- skóla Islands og hjúkrunardeildum háskóla í Wisconsin í Bandaríkjun- um, Glasgow í Skotlandi og hjúkr- unarrannsóknardeild Hjúkrunar- félags Nýja-Sjálands. Megintilgangur ráðstefnunnar er að efla tengsl hjúkrunarfræð- inga víðs vegar að úr heiminum. „Við vonumst til að ráðstefnan tengi saman vísindahlið hjúkrun- arfræðanna og þá hlið sem snýr að fólki. Hjúkrun er, þrátt fyrir þær vísindalegu framfarir sem orðið hafa á okkar sviði, að sjálf- sögðu fyrst og fremst umönnun- arfag,“ segir Guðrún Kristjáns- dóttir, forseti ráðstefnunnar. Guðrún segir að fólk hafí óttast að hjúkrunarfræðingar myndu hætta að hugsa um sjúklingana sem manneskjur eftir að námið var flutt á háskólastig. Staðreynd- in er hins vegar sú að þær framfar- ir sem orðið hafa í faginu hafa orðið sjúklingum til mikilla bóta án þess að mannlegi þátturinn hafí gleymst. Á ráðstefnunni verða fluttir 165 fyrirlestrar, kynnt verða 60 verk- efni með veggspjöldum, umræðu- fundir verða haldnir, vinnuhópar starfræktir og þrenns konar nám- skeið verða haldin. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í ferðaþjónustu Hliðsjón höfð af „grænni ferðaþjónustu“ ÁSTA R. Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um stefnumótun í ferðaþjónustu með hliðsjón af svo kallaðri „grænni ferðamennsku". Þar er lagt til að ríkisstjóminni verði falið að skipa nefnd til að móta heildarstefnu í ferðaþjónustu á íslandi sem hafí „græna ferða- mennsku" að leiðarljósi.. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að græn ferðamennska gdngur einnig undir nafninu vist: væn eða sjálfbær ferðamennska. í henni er lögð áhersla á vistvænt umhverfi, að staðir haldi sínu upp- runalega útliti og að heimamenn séu hafðir með í ráðum þegar ferða- þjónustan er skipulögð. „Einnig er mikilvægt að hafa í huga hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á umhverfí, menningu ogefna- hag viðkomandi lands. Síðan verður að kynna ferðaþjónustuna sem rekin er á vistvænan hátt sérstaklega sem slíka,“ segir í greinargerðinni. ,,ís- land hefur meiri möguleika en flest önnur Iönd til að laða að sér útlend- inga sem aðhyllast þessa tegund ferðamennsku en talið er að þeir séu tugir milljóna og þeim fari mjög fjölgandi. Ýmsir markaðsmenn telja að í „grænni ferðamennsku" sé fólg- inn einn mesti vaxtarbroddurinn sem Islendingar eiga í atvinnumálum um þessar mundir." Skortur á markvissri stefnumótun í greinargerðinni kemur enn- fremur fram gagnrýni á íslenska ferðaþjónustu sökum skorts á markvissri stefnumótun og fullyrt að rannsóknir í greininni séu í lág- marki. Huga verði að heildarstefnu- mótun til að byggja upp ferðaþjón- ustu sem blómlegan atvinnuveg, og bregðast við náttúruspjöllum ýmiss konar, átroðningi, ómarkvissum aðgerðum og framkvæmdum, leggja beri áherslu á gæði þjónustu og velta fyrir sér hvort fara beri leið gjaldtöku í ferðaþjónustu, end- urskoða lögggjöf um ferðamál o.fl. Umfangsmikil 17. júní - hátíð Kostnaður nem- ur 19 milljónum Gísli Árni Eggertsson Hátíðarhöld Reykj avíkurborgar 17. júní eru um- fangsmesta skemmtun sem • haldin er hérlendis á hveiju ári. Kostnaður við 17. júní- hátíðarhöldin í ár nemur 19 milljónumkróna, en inn- ifalið í þeirri upphæð er tveggja milljóna króna kostnaður við kaup á nýju sviði í stað sviðsvagns borgarinnar. Eiginlegur undirbúningur hátíðarhald- anna 17. júní í Reykja- víkurborg hefst á miðjum vetri, en strax eftir hveija þjóðhátíð eru seinustu há- tíðarhöld yfírfarin, kannað hvað mætti betur fara og hvort eitthvað hafí farið úrskeiðis. Gísli Árni Eg- gertsson er dagskrárstjóri 17. júní-hátíðarhaldanna hjá íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkur og undir hann heyra nokkrir „sviðsstjórar“ sem skipuleggja starf verk- og hóp- stjóra og hinna mörgu sem leggja hönd á plóginn fyrir, yfír og eftir 17. júní. „Þetta er mjög skilvirkt og árangursríkt fyrirkomulag, sem hefur verið þróað áfram á undanfömum árum,“ segir Gísli Árni, en hann hefur haft yfimm- sjón hátíðarhaldanna með hönd- um í áratug. „Áður var starfandi svo kölluð þjóðhátíðamefnd Reykjavíkur- borgar sem annaðist þennan und- irbúning að mestu, en því fyrir- komulagi var breytt þannig að verkefni nefndarinnar vom sett undir Æskulýðsráð, er síðar varð íþrótta- og tómstundaráð, og við tókum að okkur framkvæmdina. Fyrir fjómm áram var stofnuð undimefnd hjá ÍTR sem við nefndum þjóðhátíðamefnd og er þriggja manna starfshópur stjóm sem annast framkvæmdahlið há- tíðarhaldanna. Fleiri hundruð manns starfa hins vegar að undir- búningi og framkvæmd hátíðar- innar, t.d. em fjölmargir hópar unglinga sem axla ábyrgð á leik- tækjum og því sem er að finna á hátíðarsvæðinu. Á hveiju sviði em t.d. starfsmenn, í sölutjöldum, í öryggisgæslu o.s.frv., auk fjöl- mennra sönghópa, kóra og leik- hópa. Þar er bæði um að ræða krakka úr Vinnuskóla Reykjavík- ur og hópa úr félagsmiðstöðvun- um sem vinna yfírleitt að ein- hveijum tilteknum verkefnum og fá þóknun fyrir sitt framlag. Okkar mottó hefur verið að gefa almenningi kost á að taka þátt í sem flestu sem er að gerast, en það kallar aftur á móti á mikinn mannafla. Við sníðum okkur þó vitaskuld stakk eftir þeirri fjár- veitingu sem við höfum hveiju sinni.“ Gísli nefnir sem dæmi um til- standið að 60-70 fánar em hengdir upp á vegum ÍTR, fyrir utan einstakar stofnanir sem flagga sérstaklega, auk þess sem sérstakar skreytingar eru á há- tíðarsvæðinu í miðbænum; renn- ingar í fánalitunum sem skipta tugum á ljósastaurum og víðar. „Fjöldi fána er þó aðeins sparðat- íningur miðað við annað umfang undirbúningsins, en þurfa auðvit- að að vera á sínum stað. Einn aðili hefur umsjón með skreyting- um á hátíðarsvæðinu í samráði við mig, og það er fleira sett upp en fánar, t.d. veifur, blöðrur, merki borgarinnar og skreytingar á sviðum svo fátt eitt sé nefnt.“ - Hver er stærsti þátturinn í undirbúningi fyrir þjóðhátíð? „Fyrst og fremst eru það sam- skiptin við alla þá aðila sem koma Gísli Árni Eggertsson er fædd- ur i Garði árið 1954, fluttist til Reykjavíkur tíu ára gamall og hefur verið búsettur þar síðan. Hann nam íslensku við Háskóla íslands og hóf störf hjá Æskulýðsráði Reykjavík- ur, nú íþrótta- og tómstundar- áði, árið 1976, fyrst sem sum- arstarfsmaður en síðan sem fastur starfsmaður frá 1980. Hann gegnir nú starfi æsku- lýðs- og tómstundafulltrúa Reykjavíkurborgar. að hátíðarhöldunum, bæði skemmtikrafta og umsjónarmenn hinna ýmsu þátta, og samhæfíng alls þess fjölda sem vinnur að því að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Skipulagið er miðað Við að fólk hreyfi sig um, í samræmi við þann mikla mannfjölda sem verið er að vinna með, því ekki er hægt að þjóna öllum á einum stað eða á einu sviði. Við reynum því að teygja á hópnum eins og hægt er og fylla inn í á öllum mögulegum stöðum með ein- hveiju sem fólk getur skemmt sér við að gera eða skoða. Nú nær svæðið frá Ingólfstorgi, Lækjar- götu, Tjamargötu og alveg suður í Hljómskálagarð. Þetta er ramm- inn sem við miðum okkar skipu- lagningu við, þótt margt fleira sé í boði annars staðar einnig, t.d. í Laugárdal." - Hvað er haft að leiðarljósi við samsetningu dagskrár? „Fyrst og fremst að bömin og unga fólkið skemmti sér, því ef krökkunum fínnst gaman em for- eldrarnir ánægðir. Engu að síður reynum við að bjóða upp á breiða dagskrá sem höfðar til allra, með sérstakri áherslu á börnin, og veita fólki kost á að vera þátttak- endur, sérstaklega á þeim hlutum svæðisins sem Hallargarðurinn og Hljómskálagarðurinn hýsa.“ Gísli segir að sér þyki eftir- minnilegast, þegar litið er til baka, að sjá hversu mjög 17. júní- hátíðin hefur stækkað og vaxið. „Upp úr 1980 komu örfáar þús- undir manna í bæinn á 17. júní, en nú koma tugir þúsunda. Hátíð- in hefur skapað sér fastari sess meðal borgarbúa en áður var, og nú er að alast upp kynslóð sem mun minnast 17. júní cins og hann er nú og ala með sér minn- ingar um að hafa tekið þátt í stærstu útihátfð ársins á íslandi. Og það er sérlega gleðilegt, þeg- ar umfangið er haft í huga, að aldrei hefur neitt farið alvarlega úr skorðum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.