Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 9

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 9 FRÉTTIR ÓLAFUR H. Ólafsson með tvo nýrunna laxa úr Laxá í Kjós í gærmorg-un. Auður Sæmundsdótt- ir með fyrsta laxinn úr Langá á sumrinu, 10,5 punda hrygnu. LAXVEIÐIN gengur enn treg- lega, fiskur gengur seint enda eru ár víðast svellkaldar, litaðar og vatnsmiklar. Langá á Mýrum og Elliðaárnar voru opnaðar á fimmtudagsmorgun og var ró- legt í þeim verstöðvum. Þó veiddust tveir laxar um morguninn í Langá. Þann fyrri, rúmlega 10 punda hrygnu, veiddi Auður Sæmundsdóttir, sjötug, sem lætur ekki deigan síga og hefur oft áður dregið lax á opn- unardegi í Langá. Borgarstjóranum gekk ekki eins vel í Elliðaánum, þar veidd- ist enginn lax er Ingibjörg Sólrún og fleiri opnuðu árnar. Garðar Þórhallsson árnefndarmaður SVFR fyrir Elliðaárnar til margra ára, hefur fylgst grannt með ánum í 30 ár. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann myndi aðeins eftir einu til- viki, fyrir nokkrum árum, að enginn lax hefði veiðst í opnun. „Það er óvenjulegt að það sé svona dauft, en göngum hefur seinkað í árnar síðustu árin án þess að menn hafi svör við því hvers vegna sú þróun hefur orð- ið,“ sagði Garðar „Það er talsvert líf í ánni, en vatnið er mikið og gruggugt og laxinn hefur tekið grannt. Auk þeirra tveggja sem náðust misst- um við nokkra,“ sagði Runólfur Ágústsson, einn leigutaka Lang- ár, er menn áðu eftir fyrstu vakt- ina . Mest virtist vera af fiski á Breiðunni, en einnig fundu menn fyrir laxi í Strengjunum. Mið- svæðið og „Fjallið" opna síðar, miðsvæðið 1. júlí, en „Fjallið" 8. júlí. Þverá lifnar Síðasta holl í Þverá fékk 37 laxa og sagði Þórey Þórarinsdóttir í Laxveið- inenn brokkgeng veiðihúsinu við Helgavatn að menn þökkuðu veiðina því að áin hefði sjatnað töluvert og endur- heimt sinn huggulegri lit. Á há- degi fimmtudags voru þar með komnir 43 laxar á land, allir 7 til 17 pund. Lítið hefur verið átt við Kjarrá enn sem komið er, enda verið mikill snjór víðast við ána og vegurinn frameftir illfær. Þó hefur verið að skána ástandið og veiði fer í gang í Kjarrá á næstu dögum. Dauft í Norðurá Halldór Ásgeirsson kokkur í veiðihúsinu við Norðurá sagði veiðina hafa verið dræma síðustu daga. Hollið sem lauk veiðum á hádegi fimmtudags fékk aðeins 7 laxa. „Það var varla von á öðru, áin hefur verið eins og kakódrulla nánast allan tímann. Hún er samt aðeins að koma til. Það er kominn á hana fallegri litur núna,“ sagði Halldór. Hann gat þess enn fremur að allur lax sem veiddist þessa dagana væri grálúsugur. Milli 70 og 80 laxar eru nú komnir úr ánni. Rólegt í Kjósinni Það gengur rólega í Laxá í Kjós, í gærmorgun voru komnir um milli 20 og 30 laxar á land og Ólafur Helgi Ólafsson sem Morgunblaðið ræddi við á bökk- um árinnar sagði vertíðina fara hægt af stað. „Þetta gæti þó allt átt eftir að koma, áin er mjög vatnsmikil og köld og hefur verið erfið til veiða flesta daga veiðitímans. Fluguhollið sem opnaði fékk sjö fiska og þeir sem tóku við voru með milli 15 og 20 laxa ,“ sagði Ólafur. . Laxá innan „kristilegra marka“ „Það er æðislega gott veður, en veiðin gengur hægt fyrir sig. Það hefur verið gífurlega mikið vatn í ánni, en hún hefur nú minnkað mikið og má heita innan kristilegra marka. Samt er hún mjög mikil og laxinn sem veiðist kemur allur úr Kistukvísl. Áin undan Stórafossi er einn beljandi strengur og hvergi vært fyrir laxinn nema í Kvíslinni," sagði Þórunn Alfreðsdóttir hússtýra í Vökuholti við Laxá í Aðaldal í fyrradag. Aðeins 9 laxar voru þá komnir á land, en tvær síð- ustu vaktirnar höfðu verið lax- lausar. Allur er laxinn vænn, 8 til 16 pund. Smáskot í Laxá á Ásum Veiði hefur verið lítil í Laxá á Ásum og er stundum vandkvæð- um bundið að fá tölur úr ánni, en á þriðjudaginn fréttist af veiðimönnum sem höfðu fengið 7 laxa og tvöfaldað þar með afla- magnið sem á land var komið úr ánni frá því að veiði hófst 1. júní. Áin hefur sjatnað nokkuð eftir gífurlega vatnavexti á dög- unum. Nýsköpunar- starf vekur athygli FRÆÐSLU SKRIFSTOFU Reykja- víkur hefur borist beiðni frá sænska sjónvarpinu um efni í mynd um ný- sköpunar- og vísindastörf bama og unglinga á Islandi. Að sögn Guðrúnar Þórsdóttur hjá fræðsluskrifstofunni komu nokkrir hópar af Svíum hingað til lands sl. vetur í þeim tilgangi að skoða skóla- starf á íslandi. Áhugi sænska sjón- varpsins mun vera tilkominn í kjölfar þessara ferða og athyglin mun eink- um beinast að því nýsköpunar- og vísindastarfi sem fer fram í íslensk- um skólum. Stefnt er að því að sænska sjón- varpsfólkið komi hingað í lok ágúst. Það mun m.a. ræða við hóp nemenda við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum sem vann bæði fyrstu og önn- ur verðlaun í Hugvísi, landskeppni ungra vísindamanna á íslandi sem haldin var í maí sl. ER RAFLÖGNIN ORÐIN GÖMUL EÐA ÚR SÉR GENGIN? HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF ÖRYGGI FJÖLSKYLDUNNAR? Viö hjá Rafsól skoöum eldri raflagnir og gerum kostnaöar- áætlanir á þeim úrbótum sem þurfa þykir, húseigendum aö kostnaðarlausu. Upplýsingar í síma 553 5600 FYRIRBYGGJUM SLYS - AUKUM ÖRYGGI! RAFSÓL SKIPHOLT 33 • 105 REYKJAVÍK ||| Rafsól hf. er löggiltur rafverktaki og starfar í Reykjavík og négrenni. NYRTOPPUR I weð jaröarberjum og musii meö jaröarberjum og musli VIS / QIS0H VijAH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.