Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-Þú hefur þá aldrei misst trúna
á þessa búgrein?
„Nei. Þegar farið var af stað var
það gert á þeirri forsendu að við
værum með ódýrt hráefni en hrá-
efni í refafóður er fyrst og fremst
fiskúrgangur. Við eigum mjög mik-
ið af honum en honum er víða fleygt.
Auk þess erum við með sláturúr-
gang sem ekkert er annað gert með
heldur, þannig að hráefnið í loðdýra-
fóður átti að vera mjög ódýrt hér á
landi. Hins vegar gerðum við þau
mistök að leggja í allt of miklar fjár-
festingar í fóðurstöðvum og menn
byggðu dýr hús, sem leiddi svo af
sér fjárfestingarkostnað og um það
leyti sem flestir voru að ljúka sínum
fjárfestingum, fengum við meiri nið-
ursveiflu á verði en menn áttu von
á. En það stendur óbreytt að óvíða
í heiminum eru betri aðstæður til
að rækta ref heldur en á íslandi.
Hann þolir mjög vel haust- og vetr-
arkulda og þarf líka gott næði,“
segir Ari.
-Sérðu fyrir þér framtíð í refa-
ræktinni?
„Já. í raun og veru hefði verið
mjög skynsamlegt að einhverjir
sauðfjárbændur sem eru að hætta
búskap héfðu tekið við rekstri í
þeim loðdýrahúsum sem til eru í
landinu. Ég er ekki að mæla með
að við fjárfestum meira en það er
mikið af ónýttri fjárfestingu sem
þjóðhagslega væri mjög hagkvæmt
að nota. Vandamálið er hvað menn
eru brenndir af fyrri vandræðum."
Félagsmáladeyfð er orðin
aivarlegt vandamál
Ari er fæddur á Brún í Reykjadal
í Suður-Þingeyjarsýslu, 13. mars
1943, sonur hjónanna Teits Björns-
sonar bónda frá Hallbjamarstöðum
í Reykjadal og Elínar Aradóttur frá
Grýtubakka í Höfðahverfi. Að loknu
landsprófí tók Ari búfræðipróf frá
Bændaskólanum á Hvanneyri og
eftir að hafa m.a. starfað við land-
búnað á búi föður síns fór Ari í fram-
haldsnám í búvísindum á Hvanneyri
og lauk þaðan BS-prófi árið 1973.
Ari byggði nýbýli á Hrísum skammt
frá Brún og hefur stundað þar bú-
skap, auk þess að gegna starfí hér-
aðsráðunauts Búnaðarfélags Suður-
Þingeyinga frá því hann lauk prófí.
Ari hefur einnig gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum og átti m.a. sæti í
stjórn Stéttarsambands bænda í sjö
ár og er í stjórn Kaupfélags Þingey-
inga. Eiginkona Ara er Elín Magn-
úsdóttir frá Birkihlíð í Reykholtsdal
og eiga þau þijú böm.
Teitur, faðir Ara, sinnir enn bú-
skap á Brún ásamt Erlingi syni sín-
um en Teitur verður áttræður í
haust. Hann var um langt skeið
mikilvirkur í félagsmálum í sýslunni
og var einnig fulltrúi á Búnaðar-
þingi um árabil. Ari segir að það
hafi þó ekki verið fyrir áhrif af fé-
lagsmálastörfum föður síns að hann
tók að sér trúnaðarstörf fyrir bænd-
ur. „Astæðan er fyrst og fremst sú
að í starfí mínu sem héraðsráðu-
nautur og bóndi hef ég skynjað
þörfína á að vinna að þessum mál-
um. Deyfð og áhugaleysi í félags-
málum er orðið mjög alvarlegt
vandamái, það á ekki síður við um
verkalýðshreyfínguna en bænda-
samtökin og raunar flestar aðrar
félagsmálahreyfingar,“ segir Ari.
Hreinskilna umræðu um eðli
og stöðu landbúnaðarins
Fyrstu vikurnar í starfi formanns
Bændasamtakanna hafa verið
annasamar, enda mörg stór við-
fangsefni á höndum bænda þessa
dagana vegna viðræðna sem hafn-
ar eru um endurskoðun búvöru-
samningsin’s og breytinga á inn-
lendri löggjöf vegna gildistöku nýja
GATT-samkomulagsins 1. júlí
næstkomandi. Þá er enn ólokið tals-
verðri vinnu við skipulagningu
hinna nýju bændasamtaka. „Eg hef
verið töluvert mikið fyrir sunnan
þessa síðustu tvo mánuði en ég
hygg að það breytist og ég verði
meira héma, enda kann ég
vel við mig heima hjá
mér, þar sem
M[jög góð staða í refaræktinni
„Við hjónin eigum refabú í félagi
við bróður minn, og erum með 43
refalæður. Konan mín hirðir búið
að mestu en ég veiti hjálparhönd
þegar á þarf að halda. Auk þess
erum við með 40 kindur, sem við
höfum í búi bróður míns. Það er
nú allur búskapurinn,“ segir Ari
aðspurður um búskápinn á Hrísum.
„Staðan í refaræktinni er mjög
góð þessa dagana. Það fæst hærra
verð fyrir refaskinn en verið hefur
frá því að skinnaframleiðsl-
an hófst í landinu 1980. *
Margir refabændur voru
mjög illa staddir en þeir
sem þraukuðu hafa bætt
stöðu sína mjög síðustu tvö
árin. Það má nefna sem
dæmi að þegar skinnaverð-
ið var sem lægst, í kringum
1990, vorum við að fá
1.500 krónur fyrir skinnið,
en núna fáum við 6.000-
8.000 kr. Það er í raun og
veru dapurlegt að menn
skuli ekki nýta þau refabú
sem til eru í landinu og
standa mörg ónotuð. Hins
vegar eru menn svo
brenndir af verðsveiflum
fyrri ára að þeir þora ekki
að hella sér út í þetta. Það
er dýrt að byija og enginn
getur ábyrgst mönnum
þetta verð til lengri tíma.
Það verður auðvitað ekki
svona hátt mjög lengi en
það bendir margt til þess
að þetta verð geti haldist
næsta sölutímabil," segir Ari.
Ari Teitsson, ráðunautur og bóndi á Hrísum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu, var kjörinn formaður hinna nýstofnuðu Bændasamtaka íslands í
mars. I samtali við Omar Friðriksson segir Ari að landbúnaður á Islandi
verði ekki rekinn nema í sátt við þjóðina. Kjarabarátta bænda snúist í
meginatriðum um að framleiða góða vöru með lágmarkstilkostnaði, og það
sé einfaldlega spuming um faglega þekkingn og aga í vinnubrögðum sem
bændur verði að horfast í augu við, þvi að heimurinn fer harðnandi.
ARI hugar að ný-
bornum lömbum í
fjárhúsi sínu. Þau
hjónin reka líka
refabú, í félagi við
Erling bróður Ara,
og eru með 43 refa-
læður.
ÞAÐ var ofankoma og al-
hvítjörð í Reykjadal þegar
blaðamaður Morgun-
blaðsins sótti heim hjónin
Ara Teitsson, ráðunaut
og bónda og Elínu Magn-
úsdóttur á Hrísum í lok
maí sl. „Þetta hefur verið mjög
óvenjuleg tíð,“ segir Ari, „það hafa
ekki komið hér hlýindi og sunnan-
átt síðan í október. Tún eru að
mestu óskemmd en að miklu leyti
ennþá undir snjó. Jörð er þýð og
túnin virðast óskemmd, þannig að
það kemur til með að spretta mjög
hratt, ef hlýnar en það lætur á sér
standa," bætir hann við.
Ari Teitsson var kosinn formaður
hinna nýju Bændasamtaka Íslands
sem stofnuð voru í mars sl. eftir
sameiningu Búnaðarfélags íslands
og Stéttarsambands bænda. Ari
lýsti því þá strax yfir, að hann hygð-
ist búa áfram á Hrísum og stjórna
málefnum samtakanna í hlutastarfi
frá heimili sínu í Reykjadal. Tæknin
gerir þetta kleift, að sögn Ara en
hann er með faxtæki og tölvu á
skrifstofu sinni á Hrísum sem brátt
verður beintengd höfuðstöðvum
Bændasamtakanna. Ari segir að
fulltrúar bænda sem búsettir eru
víðsvegar um landið haldi í auknum
mæli símafundi til að komast hjá
ferðalögum, sem hann segir vera
mikinn tímaþjóf. Kosturinn sé einn-
ig sá að fundirnir fari síður út í
málalengingar og verði markvissari
en ella.
Arí Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands og bóndi á
Hrísum, í viðtali um stöðu landbúnaðarins og kiör bænda
ÞAÐER
HART
AÐOKKUR
SÓTT