Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 35

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Samskipti Dana og Jóns Signrðssonar SEGJA má að stjóm Dana á íslandi í þær rúmu fímm aldir sem landið heyrði undir Danakonung, hafi ekki verið viturleg. Hitt er annað, að það má kall- ast gæfa íslendinga hvernig Danir tóku mál- flutningi Jóns Sigurðs- sonar og samherja hans og það eins snemma og raun ber vitni. Undir- staða þess málflutnings var sú, að þegar Dana- konungur afsalaði sér einveldi 1848, áttu hin fornu réttindi íslendinga Hallgrímur samkvæmt Gamla sátt- Sveinsson mála að taka gildi á nýjan leik. Þetta voru hin sögulegu og siðferðilegu rök sem Jón Sigurðs- son beitti í baráttunni fyrir endur- heimt innlendrar stjórnar, þó margt annað kæmi einnig til. Framferði annarra nýlenduvelda Hafa'verður í huga þegar þessi mál em rædd, að um það leyti sem Jón Sigurðsson flytur sín sögulegu rök fyrir Dönum, era önnur nýlendu- veldi í Evrópu að leggja undir sig lönd með blóðugum brandi víða um heim og er nærtækast að benda á Hér skrifar Hallgrímur Sveinsson um sam- skipti Dana og Jóns Sig- urðssonar á tímum sj álfstæðisbaráttunnar. Afríku í því sambandi og ofbeldis- fullt framferði nýlenduveldanna þar, sem jafnvel færðist í aukana eftir daga Jóns Sigurðssonar. Kristján konugur 9. undirritaði aftur á móti stjómarskrá fyrir ísland svo snemma sem 5. janúar 1874, þar sem Alþingi var veitt takmarkað löggjafarvald og fjárforræði og búum við að þeirri löggjöf að hluta til enn í dag, sem kunnugt er. Skjalasöfn sljórnarinnar stóðu Jóni opin Þrátt fyrir að Jón Sigurðsson, eðli málsins samkvæmt, hafi átt marga harða andstæðinga meðal Dana, breytir það engu hvað það snertir að ærin ástæða er fyrir íslendinga að halda því á lofti hvemig Jón var meðhöndlaður í Danmörku, þar sem hann bjó öll sín baráttuár. Munu þess fá dæmi ef nokkur, að nýlendu- veldi hafi komið svo fram við frelsis- leiðtoga hjálendu sinnar sem Danir við Jón Sigurðsson, en í raun áttu þeir alls kostar við hann, ef út í það hefði verið farið. Svo ólíklegt sem það má nú teljast, stóðu skjalasöfn dönsku stjómarinnar Jóni nánast opin. Þar átti hann svo til óheftan aðgang að gögnum til að smíða þau vopn sem hann notaði ótæpilega alla tíð. Sannleikurinn er sá að þessi saga er því athyglisverðari sem hún er skoðuð betur og verður þáttur þáver- andi ráðamanna Dana í henni að teljast gott fordæmi forystumönnum þeirra þjóða sem enn í dag telja byss- una og sverðið áhrifaríkustu meðulin í samskiptum þjóða. Danir báru virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni Jón Sigurðsson var hrókur alls fagnaðar. Hann skoraðist ekki undan að taka þátt í gleðskap vina sinna og kunningja. En gleðskapurinn náði aldrei tökum á skyldurækninni. Og kurteisi brást honum sjaldan, hvort sem við var að eiga hinn æðsta með- al Dana, konunginn sjálfan, eða ung- an þingsvein uppi á íslandi. Og hann lék á als oddi jafnan, kvikari og fjör- ugri en þeir sem yngri vora, segir Benedikt Gröndal. Þeir persónulegu eiginleikar Jóns, sem hér vora nefnd- ir, virðast hafa fallið Dönum vel í geð, enda slíkir eiginleikar ekki óal- gengir meðal þeirra sjálfra. Fræði- menn eru yfírleitt sammála um að margir þeirra hafi borið fyrir honum fulla virðingu sem óskoraðum leið- toga íslendinga og kom það oft fram. Og ekki nóg með það. Þó dönskum ráða- mönnum væri full- kunnugt að Jón var í raun harður stjórnar- andstæðingur, þegar hann hóf afskipti af stjómmálum, gerðu þeir honum samt mögulegt að sjá fyrir sér fjárhagslega eftir að hann hvarf frá námi og hóf opinskáa bar- áttu fyrir því að lands- menn hans fengju að vera sjálfráðir handan íslandsála, í konungs- sambandi við Dan- mörku. Starfshæfileik- ar og vinnugleði hins unga Vestfirðings gerðu það að verkum að hann gekk fyrir öðrum um störf í sinni fræðigrein, sem var rannsóknir í ís- lenskum fræðum, eink- um sögu Islands. Dr. Lúðvík Kristjáns- son segir í bók sinni Á slóðum Jóns Sigurðsson- ar, að skilningur Islend- inga á því, hvemig Dan- ir bjuggu að Jóni Sig- urðssyni, hafí verið og sé enn vægast sagt hæp- inn. Danir byrjuðu á því að veita Jóni fastan styrk til vísindastarfa, Jón Sigurðsson forseti er hélst óbreyttur í tvo áratugi, úr Ámasjóði fékk hann einnig álíka laun og auk þess veru- legar tekjur fyrir önnur störf. Allt var þetta án skilyrða að því er snerti þingsetu og afskipti af stjómmálum. Þannig vora það Danir, sem réttu Jóni hjálparhönd, þegar tvisýnast var um atvinnu hans, segir dr. Lúðvík í áðumefndu verki sínu og er hér um að ræða óljúgfróðan vitnisburð, sem ekki verður véfengdur eða áfrýjað. Heiður þeim sem heiður ber Það mál sem hér hefur verið gert að umræðuefni, sýnir fijálslyndi Dana og drengilega framkomu í sam- skiptum þeirra við þann mann sem íslendingar hafa dáð umfram aðra menn. Er það fullkomlega við hæfi fyrir okkur að halda þessari sögu á lofti, ekki síður en því sem miður fór í samskiptum okkar við Dani. Að hrósa þeim sem eiga það skilið er hveijum manni heiður. Hvernig ís- lendingar sjálfir reyndust Jóni Sig- urðssyni, þegar hann þurfti mest á aðstoð að halda í störfum sínum fyr- ir land sitt, liggur aftur utan ramma þessarar greinar, en verður ef til vill reifað síðar. Höfundur er bóndi á Hrafnseyri og áhugamaður um kynningu á lífi og starfi Jóns Sigurðssonar með þjóð hans. óskar landsmönrnjm til hamiRgju me& og þakkar símnotendum fyrir a& hafa verí& B milr' 115 PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.