Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FISKUR OG FULLVELDI ERFITT HEFUR reynzt að kanna og meta svo óyggj- andi sé, hve stórum hluta sjávaraflans er kastað fyrir borð á fiskiskipum okkar. Frásagnir sjómanna og fréttaskýringar, sem birzt hafa í Morgunblaðinu síðustu daga, leiða á hinn bóginn líkur að því, að um verulegt magn sé að ræða, jafnvel tugþúsundir tonna af bolfiski, einkum þorski. Skoðanakönnun meðal sjómanna sem Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði, lét gera um áramótin 1989 - 1990, gaf til kynna, að rúmlega fimmtíu þúsund tonnum af bolfiski hefði verið fleygt. A undanförnum vikum hafa þrír blaðamenn Morgun- blaðsins talað við sjómenn víðs vegar um landið um þetta vandamál. Viðtöl þessi hafa verið birt hér í blaðinu und- ir nafnleynd. Ástæðan er sú, að sjómenn treysta sér ekki til að tala um þessi mál undir nafni, nema i undan- tekningartilvikum, af ótta við að missa vinnu sína. Þetta er óskemmtilegt til frásagnar en engu að síður stað- reynd. Fyrir nokkrum árum gerði Morgunblaðið tilraun til að fá sjómenn til að tala um þennan vanda undir nafnleynd en þá voru þeir yfirleitt ófáanlegir til þess. Nú hefur það breytzt, sennilega vegna þess, að sjómönn- um ofbýður_það, sem gerist á hafi úti. Samtölin við sjó- mennina staðfesta frásagnir, sem gengið hafa manna á meðal um að fiski sé hent í stórum stíl. Slæmt er ástand- ið á Islandsmiðum en verra á fjarlægari miðum eins og t.d. í Smugunni sl. sumar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, skipaði á síð- asta ári nefnd til að fjalla um bætta umgengni um auð- lindir sjávar. Nefndin lætur að því liggja í áfangaskýrslu að helzta ástæða þess, að fiski kunni að vera hent í sjó- inn eða landað fram hjá vigt, sé takmarkaður kvóti skips í samanburði við veiðigetu. Það kemur og fram í frétta- skýringum hér í blaðinu, að brottkast fisks sé líklegra hjá kvótaminni skipum, einkum síðari hluta veiðiárs. Vandamálið versni síðan við blandaðar veiðar, þegar úthlutað hefur verið of miklum ýsu- og ufsakvóta í hlut- falli við þorsk. Verulegur hluti undirmálsfisks, t.d. þorsks undir 50 sm að lengd, virðist ekki koma að landi. Vitað er og að netabátar landa nánast einvörðungu lifandi blóðguðum fiski, þótt ekki sé hægt að vitja um daglega - og hluti aflans sé þá dauður í netunum. Lýsingar sjómanna á rányrkju á fjarmiðum, eins og t.d. í Barentshafi, þar sem skip veiddu miklu meira en vinnslan um borð réð við, eru hrikalegar. Auk Smugunnar nefna þeir úthafskarf- ann á Reykjaneshrygg og rækjuna á Flæmska hattinum. „Fram hefur komið“, segir í fréttaskýringu hér í blað- inu, „að gríðarlega miklu af fiski er kastað við þessar veiðar.“ „Eftir eina bræluna voru 30 tonn í netunum hjá okk- ur. Því var öllu hent“, segir sjómaður í viðtali við Morgun- blaðið. „Eg var á togara og við lentum í því að taka þrjú eða fjögur hol af smáfiski. Það voru 20 tonn í hveiju hali... Þetta var allt látið fara í sjóinn", sagði annar. ' „Rányrkja af verstu gerð var stunduð í Smugunni, ég varð vitni að ósómanum. Dauður og úldinn þorskur flaut um allan sjó“, segir greinarhöfundur í „Ölduróti“, sjó- mannadagsblaði Akureyrar. Það á að vera okkur metnaðarmál að umgangast sjávarauðlindina með þeim hætti, að nytjastofnar nái að gefa hámarksarð í þjóðarbúið, miðað við aðstæður í líf- ríki sjávar á hverri tíð. Veiðisókn má aldrei vera umfram veiðiþol. Og við eigum að vinna allan afla, sem hyggi- legt er að taka úr stofnunum, í sem verðmætasta vöru. Það er óhæfa að henda þúsundum tonna fisks fyrir borð, eins og líkur standa til að gert hafi verið. Veiðistjórnun má aldrei ýta undir þess háttar umgengni við auðlind- ina, hornstein afkomu og efnahagslegs fullveldis þjóðar- innar í bráð og lengd. Við eigum að strengja þess heit á þjóðhátíðardegi að umgangast sjávarauðlindina, sem mannlíf í landinu bygg- ist fyrst og fremst á, af framsýni og fyrirhyggju. Þann- ig tryggjum við bezt efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar og lífskjör í landinu til framtíðar. - Morgunblaðið send- ir lesendum sínum og landsmönnum öllum þjóðhátíðar- kveðjur. UMGENGNIN U M AUÐLINDIR HAFSINS „Gramsa“ 2-5 þúsunatonn u fyrtr borð .Níu rr kon*d M Flestirgjómem vjniasthafatekiflþiiH! iiiSagíTCiddumflsld ^urfqóinn, sumir miklu, vita mörg dæini fram f yiðtöÍumHeÍg^BÍa Kcmur | in^^o^gmblaðsing ’TútasUfári dögum.-■ Rlælmgai eitt en reynslu- söenrnar annað Pétura Gunni'rtuu'n*r kemur fram að vis- XCSÍt bendingar hafi fenpst varðandi smærri nete- ÞAÐ er auðvitað staðreynd að of miklum fiski er hent. í mínum huga er það al- varlegasta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í sjáv- arútvegi í dag og það eru engar afsakanir til fyrir því. En það eru heldur engar einfaldar leiðir til að ráða bót á þessu.“ Þetta segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um hvaða lærdóm hann telji að megi draga af frásögnum sjómanna í Morgunblaðinu um brottkast afla fyrir borð íslenskra fiskiskipa. í kjöl- far umfjöllunar blaðsins um þessi mál undanfarna daga hitti Þorsteinn blaðamenn Morgunblaðsins að máli til að ræða ýmis þau efnisatriði sem fram komu í máli sjómannanna um umgengni um auðlindir hafsins, or- sakir vandans, áhrif brottkasts á fiskveiðistjórnunina og hugsanleg úrræði til úrbóta. Þorsteinn Pálsson, sem í sinni ráðherratíð hefur skipað tvær nefndir til að fjalla um m.a. þessi mál, leggur áherslu á að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að kortleggja vandann og leita leiða til úrbóta. „Ég beitti mér fyrir því að það var sett á fót samstarfsnefnd í fyrra þar sem fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna komu saman ásamt vís- indamönnunum í þeim tilgangi að fjalia um umfang vandans og gera tillögur um hvernig hægt væri að bregðast við. Þið hafið gert ágæta grein fyrir áfangaskýrslu sem liggur fyrir af hálfu nefndarinnar og frum- varpi sem ég flutti í vetur sem leið og byggði að stærstum hluta á þeim hugmyndum sem þar komu fram. Þetta er engin allsheijarlausn en ég held að það verði aldrei tekið á þessu án þess að sjómenn og útvegsmenn komi sameiginlega að viðfangsefn- inu.“ - Hvernig metur þú stöðu þessa máls í ljósi ummæla sjómannanna og telur þú að einhver ákveðin at- riði í frásögnum þeirra í Morgun- blaðinu hafí komið sérstaklega á óvart? „Það er margt sem hefur verið að gerast. Við höfum verið að loka veiðisvæðum þar sem smáfískur hefur verið og það er ekki vafi á að það hefur haft þau áhrif að það hefur minna verið hent af smáfiski. Kvótakerfíð hefur líka leitt til þess að menn stunda netaveiðar almennt af miklu meiri varkámi og hagsýni en áður þannig að það er sjaldgæf- ara að menn þurfi að henda fiski úr netum en áður. Á móti kemur að þegar aflaniður- skurður verður mikill í einni tegund og það verður misvægi milli afla- heimilda í tegundum sem menn veiða saman þá kemur þessi vandi upp. Eitt af því sem samstarfsnefndin bendir á er að menn þurfa að huga að þessum þætti þegar heildarafli er ákveðinn fyrir einstaka tegundir. Á sínum tíma, þegar þessi mikli niðurskurður í þorskinum byijaði, vorum við að freistast til að auka við ýsukvótann og ufsakvótann. Nefndin bendir á að þetta sé óheppi- legt og eftir á að hyggja verður maður að viðurkenna að í þessu hafi verið gerð mistök. Við þurfum að huga meira að jafnvæginu á milii tegunda þegar við erum að taka ákvarðanir eins og þessar og það erum við að byija að gera núna.“ - Ef menn gefa sér að __________ nefndum eins ogþeim sem þú hefur skipað í tvígang til að kanna málið hafi ekki tekist að ná þeirri mynd af umfangi vandans sem að var stefnt, hvaða aðrar leið- ir gætu verið færar? „Það er alveg Ijóst að það varð tímabundinn árangur af starfi fyrri nefndannnar þó síðan hafi slaknað á því. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að ná góðum árangri með starfi þessarar nefndar sem nú er að störfum. Auðvitað tekur það allt sinn tíma. Það verður alltaf mjög erfitt að meta það í hversu ríkum mæli fiski er hent. Það er Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðheira segir í viðtali við Pétur Gunnarsson og Helga Bjamason að ekkert geti afsakað brottkast á markaðshæfum afla. í því efni megi ekki fóma framtíðarhagsmunum þjóðarinnar í þágu hagsmunakröfu dagsins í dag. Hentar ekki t vinnaluna tekið þatt sac úlið seVt yomemi að eyði- eg-gja starf sitti íytyy \^=0£. •'t'* BROTTKAST AFLA STÆRSTA VANDAMÁLIÐ í S JÁVARÚTVEGI Mistök að auka ýsu- og ufsakvóta eitt af hlutverkum þessa hóps að reyna það en það er ekkert einfalt verk.“ - Að þeim athugasemdum sem fram hafa komið hjá sjómönnum. Er nægilegt svigrúm í kvótakerfínu til að hægt sé að samræma samsetn- ingu aflaheimildanna þeim veiðiskap sem skipin stunda? Nú er nánast öllum aflaheimildum úthlutað til skipanna. Væri rétt að halda eftir ákveðnum hluta til að mæta með- afla? „Ég held að menn verði að vera opnir fyrir því að skoða allar leiðir í því. Samstarfsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki skynsamlegt að leyfa hveijum ein- stökum að koma með ákveðið hlut- fall til viðbótar vegna þess að það mundi einfaldlega leiða til þess að menn mundu auka veiðarnar að sama skapi. En það er einmitt hlut- verk þessarar samstarfsnefndar að kanna allar hugmyndir af þessu tagi og ég tel að við verðum að vera mjög opnir fyrir því að fara í sau- mana á öllum hugmyndum sem geta ________ leitt til úrbóta. Ég vil engu loka fyrirfram í því.“ - Þegar skip breytir um veiðar — t.d. þegar útgerð netabáts fer út í togveiðar — heldur hún sínum kvóta sem miðast við samsetningu við fyrri veiðarnar. Þarf ekki að tryggja að- lögun veiðiheimildanna að breyttum veiðiskap? „Það var einmitt eitt af þeim markmiðum sem sett voru í frum- varpinu að menn yrðu fyrirfram búnir að tryggja sér veiðiheimildir í þeim tegundum sem væri líklegt að þeir fengju. Ég held að það geti skipt heilmiklu máli. Áuðvitað er það líka svo að hug- arfarið og afstaðan skipta máli. Þótt veiðirétturinn sé hjá ákveðnum skipum þá eru fiskimiðin og auðlind- in sameign þjóðarinnar. Ef til vill er það svo að mönnum finnst það óhætt að ganga um hana af meira hirðuleysi af því að hún er sam- eign. Ég tek eftir því að það þarf með reglulegu millibili að mála vegginn í kringum síma- klefann sem þingmenn nota á Alþingi af því að þingmenn krota út allan vegginn þegar þeir tala í símann. Þeir gera þetta alveg örugglega ekki heima hjá sér en þeir gera þetta niðri í þingi af því að símaklefinn þar er almennings- eign. Ég held að þetta geti verið spurning um það hvaða afstöðu menn taka til þessara verðmæta þannig að huglæg afstaða útvegsmannanna og sjómannanna getur skipt mjög miklu máli eins og í allri um- gengni um öll verðmæti.“ - Er þá leiðin til að breyta þessari afstöðu sú að ganga lengra í að gera fískimiðin að einkaeign ákveðinna aðila? „Ég held að þetta sé ekki spuming um það heldur miklu fremur hitt að menn geri sér grein fyrir því að allir, bæði sjómennirnir og aðrir, eiga alla framtíð sína undir góðri um- gengni. Það kemur málari niður í þing að mála yfir krotið hjá símklef- anum á kostnað almennings en það kemur enginn á kostnað almennings og bætir fiskimið sem hafa verið eyðilögð með illri umgengni. Menn skynji þessar aðstæður. Ég held að aukin áhersla á sam- vinnu sjómannanna, útvegsmann- anna og vísindamannanna sé farsæl- asta Ieiðin til að finna farveg til að taka á þessu. Þess vegna hef ég lagt á það áherslu að fella þessi mál í þann farveg. Ég held að áfanga- skýrslan sem kom í vetur hafi verið mikilvægt fyrsta skref. Nefndinni verður svo falið að yfirfara fyrir haustið það framvarp sem ekki var afgreitt á þinginu í vetur og skoða þær nýju hugmyndir sem hugsan- lega eru fram komnar.“ - / viðtölum við sjómenn fundum við að þetta er mjög stórt mál í hugum þeirra. Þú hefur snúið þér til samtaka sjómanna og samtaka útvegsmanna. Þarf ekki að beina þessari hugsun út á skipin og til útgerðarmannanna? „Það er auðvitað grundvallarat- riði en eins og sjómennirnir hafa treyst ákveðnum aðilum til að hafa forystu í sínum málum þá verðum við að treysta þeim forystu- mönnum til að tala máli sjó- manna í þessum efnum. Sama á við um útvegsmennina. Við getum ekki vantreyst þeim mönnum sem sjómennirnir sjálfir hafa valið til að gæta sinna hagsmuna gagnvart stjórnvöldum. Við höfum reyndar enga ástæðu til þess því við höfum í flestum tilvik- um haft góða reynslu af því að eiga náið samstarf við þessa forystumenn og fundið að þeir tala í umboði sinna manna.“ - / samtölum við sjómenn skín einatt í gegn vantraust á stjórnvöld og vísindamenn Ha- frannsóknarstofnunar. Margir telja að þið hafið ekki skilning á því af hvaða stærðargráðu þetta vandamál sé en að sú gagnrýni og lýsing á ástandi sem sett er fram sé afgreidd sem pólitískar árásir á kvóta- keifið. „Auðvitað getur umfjöllunin átt sér margvíslegar ástæður. Því er ekki að leyna að þegar afli dregst saman harðnar hagsmunatogstreitan og vandi af þessu tagi eykst. Við finnum auðvit- að fyrir því að það era margir sem í atvinnugreininni starfa — útvegs- menn og sjómenn — sem vilja ekki sætta sig við niðurskurðinn og reyna með öllum tiltækum ráðum að bijót- ast undan þeim kvöðum sem hann setur á menn þó svo að forystumenn útvegsmanna og sjómanna hafi stutt þær aðgerðir mjög dyggilega. Að einhveiju leyti endurspeglast sú hagsmunatogstreita í þeirri um- ræðu. En þetta er út af fyrir sig ekki spurning um eitt fiskveiði- stjórnunarkerfi frekar en annað. Við sjáum alla þá umræðu sem hefur farið fram í Evrópusambandinu um það hvernig fiski er hent á miðum aðildarríkja þess. Þar hafa menn búið við sóknarmatskerfi. Skoðanakönnun sem gerð var hér 1989 hefur verið talsvert til umfjöll- unar. Ef ég man rétt veiddum við þá um helminginn af okkar þorsk- afla í sóknarmarki. Við sjáum líka þessi dæmi um það hvernig gengið er um úthafs- karfamiðin á Reykjaneshryggnum. Þar eru veiðarnar algjörlega frjálsar og menn eru ekki að veiða eftir neinu kerfi en þaðan eru grófustu dæmin um slæma umgengni og frákast á físki. Ekki liggur þar að baki nein tor- tryggni á kerfið eða þá sem eru að mæla fyrir því að menn fylgi hér skynsamlegri nýtingarstefnu. Þann- ig að öll þessi umræða er miklu flóknari en svo að hægt sé að afgreiða þessi mál svo einföldum hætti. Ég skil auðvitað vel að- ________ stöðu manna sem standa frammi fyrir því að aflaheimildirnar eru að minnka. Það rýrir þeirra tekjumöguleika og hefur áhrif á afkomu fyrirtækja og byggðarlaga og reyndar landsins alls. En spurningin er bara þessi: Ætlum við að láta þá þörf dagsins í dag koma í veg fyrir skynsamlega nýtingu fískistofnanna til lengri tíma og skapa hér ef til vill stórkost- legra atvinnuleysi en við höfum nokkurn tímann horfst í augu við? Vill einhver fóma framtíðarhags- mununum þannig að eftir örfá ár stöndum við í sporum þeirra í Ný- fundnalandi og Kanada? Það er um þetta sem málið snýst: Ætlum við að láta eftir þessari stríðu hagsmun- akröfu dagsins í dag og fóma fram- tíðarhagsmununum? Ég held að fjöldaatvinnuleysið eftir nokkur ár, ef okkur mistekst við nýtingu físki- stofnanna, yrði miklu alvarlegra og sárara fyrir hvem og einn.“ - / því frumvarpi sem þú kynntir í vetur er gert ráð fyrir aukinni áherslu á að herða refsingar. Væri rétt að hvetja menn frekar til að koma með aflann í land til að það liggi fyrir hvað mikið veiðist? Sjó- menn tala mikið um þettá og segja að sjálfír eigi þeir ekki að njóta þessara tekna nema að litlu leyti heldur eigi þær að renna í samfé- lagsleg verkefni. „Það er út af fyrir sig hægt að ræða alla möguleika. Ég vil ekki loka neinum dyrum og vil einfald- lega vera opinn fyrr öllum jákvæð- um hugmyndum. Þessar hugmyndir þarf samstarfsnefndin að ræða í tengslum við endurskoðun á frum- varpinu. Ég held að megintilgangur- inn með því að fá nefndina til að yfirfara það sé að taka til meðferð- ar þær athugasemdir sem hafa kom- ið fram í umræðu eftir að framvarp- ið var lagt fram og sjá hvort þar sé ekki að finna nýtilegar hugmund- ir sem hugsanlega geta dugað okkur betur. Við náum aldrei árangri nema við séum opnir fyrir því að taka hugmyndimar og bijóta þær til mergjar.“ - Þú ert líka gagnrýndur fyrir að hafa tekið undirmálsfisk að fullu inn í kvóta. Þetta sé verðminni fiskur og óeðlilegt að hann reiknist með kvóta á sama hátt og fískur sem hægt er að gera meiri verðmæti úr. Þetta hafí aukið frákastið. „Þetta var beinlínis gert að tillögu þessarar samstarfsnefndar um hvernig ætti að bæta umgengnina. Hennar athuganir leiddu í ljós að um 80% af þeim afla sem skráður var sem undirmál stóðst mál. Þeirra niðurstaða var einfaldlega sú að menn hefðu í svo stórum mæli farið í kringum leikregluna og brotið hana að það væri ekki til neins að halda henni áfram. Það hafi í raun einung- is leitt til þess að menn voru að auka veiðina." - Var nauðsynlegt að afnema regluna? Hefði ekki eins mátt gera endurbætur til að hún gæti haldið sér? „Ég vil ekki útiloka neitt í því. Þarna fjölluðu um málið þeir aðilar sem gjörla eiga að þekkja til og þetta var þeirra tillaga. En eins og ég segi: við viljum vera mjög opnir í umræðum um þetta og ekki festa okkur í neinum endanlegum reglum eða telja að eitthvað eitt sé endan- legur sannleikur. Þess vegna era málin unnin í þessum farvegi og við reynum að hafa þetta eins opnar umræður og hægt er.“ - Sjómenn tala um að það sé sam- hengi milli verðs á leigukvóta og þess hve miklu er hent. Menn sjái sér ekki hag í að leigja kvóta til að geta komið með físk að landi þegar verðið sé komið í 90-100 krónur. Kemur til greina að þínu mati að grípa til markaðsaðgerða til að tengja leiguverð á kvóta við mark- aðsverð á físki? Setja ákveðið magn af kvóta á markað þegar verðið fer yfir ákveðið mark og auka þannig framboðið? _________ „Ég á erfítt með að sjá að í því felist einhver lausn en það getur auðvitað komið til skoðunar. Þarna á móti kæmi að menn væru alltaf að tala um að auka aflaheimildirnar og leysa þetta með því að leyfa meiri veiði. Og þá komum við að spurningunni um það hvort við ætlum að gefast upp við nýtingarstefnuna. Láta það ráða nýtingarstefnunni að svo margir hafa þörf fyrir að veiða meira. Ef við ætlum að viðurkenna það að þörfín til að veiða eigi að ráða Hugarfarið og afstaðan skipta máli þá hljótum við að gefast upp og taka bara áhættuna á því hvemig það fer.“ - Það hefur verið sett fram tillaga um að stjórnvöld selji aukakvóta til aðminnka brottkast físks, t.d. 5.000 tonn á 70 kr./kg. Menn gefa sér þá að þetta mundi ekki auka veið- arnar heldur skila sér í minna brottkasti. „En verður þá ekki þörfin alltaf meiri og meiri?“ - Er það ekki óheppilegt að þínu mati að fá ekki samþykki fyrir þvi að setja þak á þann leigukvóta sem hvert skip má afía sér til viðbótar við úthlutaðar aflaheimildir? „Það var gert með lagabreyting’ít í fyrra sem átti að taka gildi um síðustu áramót. Um þetta var svo mikil ósátt að ég varð að fallast á að fella þetta niður með þeim laga- breytingunum sem nú er verið að gera í þinginu. Hugmyndin var að takmarka framsal á kvóta innan ársins, við- skipti með aflamark." - Finnst þér breytingamar núna þá vera skref aftur á bak varðandi umgengnina? „Út frá þessu sjónarmiði er það alveg ljóst að hluti af þessum vanda, kannski stærsti hluti vandans er í því fólginn að of mörg skip eru með of lítið af aflaheimildum. Það e*r ekki jafnvægi milli sóknargetu flot- ans og afrakstursgetu fiskistofn- anna.“ - Skapar þessi breyting á þinginu kannski ákveðna hættu gagnvart kvótalitlum bátum? Að óbreyttu hefði þeirra rekstrargrundvöllur fjarað út. Er ekki verið að halda við ákveðinni hættu? „Það má með vissum hætti segja það.“ - Hvaða möguleika hafa íslensk stjórnvöld til að stöðva þá rányrkju sem sjómenn segja að viðgangist á veiðum utan landhelginnar, í Bar- entshafí og á Reykjaneshrygg? „Við þurfum alþjóðlega samninga til þess að stjórna veiðum utan fisk- veiðilögsögunnar. Við getum lokað veiðisvæðum utan lögsögunnar og sett almennar reglur um veiðarfæri á grundvelli íslenskra laga en við getum ekki beitt stjórnunaraðgerð- um utan lögsögunnar nema á grund- velli alþjóðlegra samninga. Þess vegna höfum við lagt svona ríka áherslu á að semja við þær þjóðir sem hér eiga hlut að máli og ná niðurstöðu í Norðausturatlanthafs- fiskveiðinefndinni að því er varðaj* úthafskarfa. Þar lögðum við á það áherslu á síðasta ársfundi að það yrði tekin upp stjómun veiða og réttur strand- ríkjanna yrði viðurkenndur. Evrópu- sambandið beitti sér af mikilli hörku gegn því. Við munum taka það mál upp aftur. Við höfum lagt á það áherslu í viðræðum við Norðmenn um síldar- stofninn að taka upp stjómun. Helst viljum við að það verði gert með því að strandríkin myndi nýjan stjórn- unaraðila til að ákvarða nýtingu á stofninum. Með sama hætti höfum við viljað semja við Norðmenn um veiðamar í Barentshafs-Smugunnií“ -Þið skárust í leikinn varðandi smáfískadráp í Smugunni í hitteð- fyrra. Hvers vegna ekki í fyrra? „í hitteðfyrra höfðum við óyggj- andi upplýsingar. Það lágu engar slíkar upplýsingar fyrir í fyrra en þetta eru hlutir sem við teljum okk- ur skylt að gera ef við höfum stað- festar upplýsingar þar um.“ - Telur þú að frásagnir sem kom- ið hafa frá sjómönnum um verulega slæma umgengni í Barentshafí geti haft áhrif í viðræðum okkar við Norðmenn um sameiginlega stjórn- un á þessu svæði% „Ég held að það sé engin spurn- ing að ábyrg nýtingarstefna af okk- ar hálfu og ábyrg umgengni um auðlindina styrkir okkar samnings- stöðu. Óábyrg nýtingarstefna og ábyrgðarleysi í umgengni veikir okkar samningsstöðu og álit á er- lendum vettvangi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.