Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-1
WHfif
^ 4^-ossvogsstddio hf
____íi_ _ .£• «pi___ •k
Einstakt tilboð
(meðan birgðir endast)
Alaskavíðir, þróttmiklar
gæðaplöntur með
þéttum rótarhnaus,
20 kr. stk.
Bakki
m/35 stk.,
kr. 690
Þrautreýnt,
íslenskt birki
í bústaðinn
35 kr. plantan.
Geislasópur
kr. 570
Blómstrandi
runnar &
rósir
Veítum þjónustu og ráðgjöf
Gerum tilboð og bjóðum skógræktarfólki afslátt.
Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17, sími 564-1777
Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítala.
AÐSENDAR GREINAR
Dylgjur og ósannindi
í TVIGANG hefur
Knútur Bruun í Hvera-
gerði viðhaft dylgjur
og ósannindi í minn
garð í blaði yðar. í
fyrra sinnið 3.6. og í
seinna sinnið 14.6. Í
greinum sínum fer
maðurinn vel út fyrir
þau mörk sem tíðkast
núorðið í málefnalegri
umræðu hérlendis. Mér
ber hann á brýn að
hafa andæft gegn sam-
þykkt stéttarbræðra
minna í stjórn Pre-
stafélags íslands um
köllunarmálið í Hvera-
gerði. Þetta er einfald-
lega ekki rétt. í sérbókun lýsti ég
yfir stuðningi við meginefni álykt-
unar félaga minna að undantekn-
ingarlaust bæri að auglýsa laus
prestaköll og hvatti til þess að lög-
in um prestskosningar yrðu endur-
skoðuð hið fyrsta. Eg gat hins veg-
ar ekki tekið undir það að köllun
án auglýsingar væri ólögleg, enda
er hún það ekki. í lögum um prests-
kosningar er skýrt tekið fram að
köllun án auglýsingar sé lögmætur
Baldur
Kristjánsson
valkostur. Hjalti Zoph-
óníasson deildarstjóri
Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu hefur um-
beðinn staðfest þann
skilning í álitsgerð.
Niðurstaða hans er sú
að ákvörðun kjör-
manna í Hveragerði
„styðjist við gildandi
lög og rétt“. Þessar
staðreyndir breytast
ekkert þó að formgalli
hafi verið á kölluninni
í hið fyrra sinnið.
Enn ómaklegri eru
dylgjur hans (Undir
fororðinu: Ýmsir í
Hveragerði...) þær,
að undiritaður hafi fengið biskups-
ritaraembættið að launum fyrir af-
stöðu sína. Dylgjar þessi maður
gegn betri vitund eða er þetta virki-
lega sá heimur sem hann þekkir?
Vitaskuld á ráðning mín í starf bisk-
upsritara sér lengri aðdraganda og
bauðst mér þetta starf vegna
reynslu minnar, menntunar og al-
mennrar hæfni.
Það er sorglegt þegar maður úr
viðskiptalífi og bæjarstjómarlífi ger-
Vitaskuld á ráðning í
starf biskupsritara sér
lengri afdraganda, segir
Baldur Kristjánsson,
o g bauðst mér þetta
starf vegna reynslu
minnar, menntunar
og hæfni.
ir sig beran að ósannindum -og
ómerkilegum dylgjum. Alltaf er al-
varlegt og verður ekki þolað þegar
menn vega að starfsheiðri annarra
með ósönnum aðdróttunum. Það er
ósigur fyrir málefnalega umræðu ef
menn komast upp með það að ganga
þannig á skítugum skónum yfir ann-
að fólk. Þess vegna bið ég Morgun-
blaðið fyrir þessa athugasemd.
Höfundur er sóknarprestur í
Hornafirði og varaformaður
Prestafélags íslands.
Messur á morgun
Ríki maðurinn og Lasarus
Guðspjall dagsins:
(Lúk 16.)
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa
starfsfólks er bent á messu í Laug-
arneskirkju kl. 11. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Laugardaginn 17.
júní: Þjóðhátíðarguðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Guðlaug Helga Ás-
geirsdóttir. Einsöngur Sigrún
Blab allra landsmanna!
IBorgimÍJlaMh
- kjarni málsins!
vaskleg og hljóðlát
] Electrolux
uppþvottavel
Hljóðlát.
• Tekur leirtau eftir 14 manns.
• Þrjár þvottagrindur.
• Þreföld lekavörn.
Þriggja ára ábyrgð.
Hjálmtýsdóttir. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. María Ágústsdóttir prédik-
ar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar
fyrir altari. Dómkórinn syngur. Org-
anleikari Marteinn H. Friðriksson.
Anglikönsk messa kl. 14- Prestur
sr. Steven Mason. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Fjalar Sigurjónsson
messar. Organisti Kjartan Ólafs-
son. Félag fyrrverandi sóknar-
presta.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org-
anisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm-
as Sveinsson. Safnaðarferð laugar-
daginn 24. júní. Lagt af stað frá
Háteigskirkju kl. 9. Þátttaka tilkynnt
í síma 5512407 miðvikudag og
föstudag kl. 11-17.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Les-
messa. Sr. Flóki Kristinsson. Kaffi-
sopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 11 í umsjá sr. Jóns Dalbú
Hróbjartssonar. Fermd verða Aron
Hilmarsson, Elís Ingi Benediktsson,
Fannar Snær Harðarson, Tómas
Hilmarsson og Unnur Karen Guð-
mundsdóttir. Kór Laugarneskjrkju
syngur. Organisti Jónas Þórir. Ólaf-
ur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Guðmundur Óskar Ölafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi-
stund kl. 11 í umsjá sóknarnefndar.
Organisti Vera Gulasciova.
KVENNAKIRKJAN: Guðsþjónusta í
Neskirkju mánudagskvöld kl. 20.30.
Kvennadagsins minnst. Prestarnir
Agnes M. Sigurðardóttir, Dalla
Þórðardóttir, Hulda Hrönn M.
Helgadóttir og Yrsa Þórðardóttir
prédika. Karlakórinn Silfur Egils
syngur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir
stjórnar kirkjusöng. Kirkjukaffi.
Kvennakirkjan.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Gunnar Gunnarsson leikur á
flautu. Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Daníel Jónas-
son. Samkoma Ungs fólks með
hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta - helgistund kl. 20.30.
Prestur sr. Guðmundur Karl Ag-
ústsson. Organisti Peter Maté.
Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Bjarni Þór
Jónatansson. Vigfús Þór Árnason.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Organisti Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur.
Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
20. Altarisganga. Sr. Gunnar Sigur-
jónsson prédikar. Ástríður Jóns-
dóttir og Kristjana Margrét Þóris-
dóttir syngja tvísöng. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprest-
ur.
SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni:
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Þór Hauksson.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Peter Maté. Cecil
Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14.
Ensk messa kl. 20. Laugardaga
messa kl. 14 og ensk messa kl. 20.
Aðra rúmhelga daga messur kl. 8
og kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía:
Almenn samkoma kl. 20. Ræðu-
maður Dögg Harðardóttir. Allir
hjartanlega velkomnir. Athugið
breyttan samkomutíma.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Göngu-
messa kl. 11 sunnudaginn 18. júní.
Eftir messu verður farið í rútu frá
Óháðu kirkjunni inn í Grafning og
gengið yfir Grafningsháls og Ing-
ólfsfjall. Endað í veitingahúsinu
Básnum í Ölfusi og lambalæri
snætt. 5-6 tíma ganga. Verð 2.000
kr. með fari og mat. Mætið í
gönguskóm og galla til kirkju.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð-
issamkoma kl. 20. Elsabet Daníels-
dóttir talar.
FÆR. sjómannaheimilið: Sam-
koma sunnudag kl. 17.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messur falla niður fyrst um sinn.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa 17.
júní kl. 13.
VÍDALÍNSKIRKJA: Helgistund kl.
13. Bragi Friðriksson.