Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
t
LAUFEY K. BLÖNDAL
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 14. júní.
Sigríður Þorvaldsdóttir, Jón Þór Jónasson,
Kristín Þorvaldsdóttir, Gunnar Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
FANNEY JÓNSDÓTTIR,
Lönguhlíð 5H,
Akureyri,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli 16. júní.
Aðstandendur.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
ÞÓRIR ÓLAFSSON
loftskeytamaður,
Heiðargerði 68,
Reykjavik,
er látinn.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fötudaginn 23. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Hjarta-
vernd.
Petrfna Kristín Björgvinsdóttir,
Kristín Þórisdóttir, Kristján Daðason,
Kolbrún Þórisdóttir,
Ólafur Þórisson,
Karl Pálmi Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN SKÚLADÓTTIR
frá Keldum
á Rangárvöllum,
andaðist 13. júní síðastliðinn.
Útförin verður í Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 22. júní og hefst kl. 13.30.
Jarðsett verður síðar á Lundarbrekku í
Bárðardal.
Skúli Jón Sigurðarson, Sjöfn Friðriksdóttir,
Sigurður Sigurðarson, Halldóra Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN S. HELGADÓTTIR,
Austurgötu 10,
Keflavik,
sem lést þann 12. júní sl., verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
20. júní kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag íslands.
Sigurður J. Halldórsson,
Helgi Þór Leja,
Jenný S. Leja, Jóhannes V. Sigurgislason,
Erik Olaf Eriksson,
Halldór M. Sigurðsson,
Þórunn Heiga Jóhannesdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vináttu við and-
lát og útför föður okkar,
ÁSTRÁÐS J. PROPPÉ.
Hanna Carla, Örn Friðrik, Erling Þór
og fjölskyldur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar
JÓHANNESAR JÓNSSONAR
bónda
á Geitabergi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans og Sjúkrahúss Akra-
ness fyrir frábæra umönnun í veikindum hans.
Erna Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
MINNINGAR
INGIBJÖRG
JÓHANNSDÓTTIR
+ Ingibjörg Jó-
hannsdóttir
hússtjórnarkennari
fæddist á Löngu-
mýri í Skagafirði
hinn 1. júní 1905.
Hún lést á Borgar-
spítalanum 9. júní
síðastliðinn, níræð
að aldri. Foreldrar
hennar voru Sigur-
laug Ólafsdóttir og
Jóhann Sigurðsson,
bóndi á Löngumýri.
Systur hennar eru
Steinunn, f. 1917,
búsett í Reykjavík,
og Ólöf Ragnheiður, f. 1908,
d. 1991, var búsett í Krossanesi
í Skagafirði.
Ingibjörg lauk hússtjórn-
arnámskeiði frá Kvennaskólan-
um í Reykjavík árið 1927 og
garðyrkjunámskeiðum 1930 og
1936. Ingibjörg lauk kennara-
prófi árið 1936. Árið 1938 fór
hún í námsferð til Noregs og
Svíþjóðar og heimsótti þar
barnaskóla og húsmæðraskóla
og dvaldi við nám í húsmæðra-
kennaraskóla í Noregi. Árið
1954 fór hún til Danmerkur og
Þýskalands á kennaranámskeið
og sótti einnig húsmæðraskóla.
Þegar heim kom gerðist Ingi-
björg kennari í Norðurárdal
veturinn 1936-1937.
Hún varð skólastjóri
við húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli árið
1937 en árið 1944 lét
hún þar af störfum
og stofnaði hús-
mæðraskólann á
Löngumýri sama ár
og sat þar skólastjóri
til ársins 1967. Á
Löngumýri hélt hún
sumarnámskeið fyrir
stúlkur 1955 og 1956
og var forstöðumað-
ur fyrir barnaheimili
RKI á Staðarfelli eitt
sumar og á Löngumýri átta
sumur. Ingibjörg var formaður
skógræktarfélags Skagfirð-
inga í sjö ár og formaður Kven-
félags Seyluhrepps um skeið.
Hún var einnig gjaldkeri kven-
félagasambands Skagafjarðar
um tíma.
Ingibjörg fluttist til Reykja-
víkur árið 1967 og lét sér alla
tið annt um uppeldis- og skóla-
mál og ritaði greinar í blöð og
tímarit þess efnis á efri árum.
Ingibjörg var ógift og bamlaus.
Utför Ingibjargar fer fram
frá Áskirkju mánudaginn 19.
júní og hefst athöfnin klukkan
13.30.
AÐ KVÖLDI sólríks júnídags
kvaddi frænka mín, Ingibjörg Jó-
hannsdóttir á Löngumýri, þennan
heim. Ingibjörg fæddist á Löngu-
mýri í Skagafírði, elst þriggja
systra, þeirra Steinunnar og Ólafar
ömmu minnar sem nú er látin. Ingi-
björg ólst upp á miklu menningar-
heimili þar sem grunnurinn var
lagður að löngu og merku starfi
hennar sem skólastjóri tveggja hús-
mæðraskóla, fyrst að Staðarfelli og
síðan á föðurleifð sinni að Löngu-
mýri. Árið 1967 fluttist hún svo til
Reykjavíkur ásamt Björgu Jóhann-
esdóttur. Björg hafði starfað með
henni á Löngumýri og Staðarfelli
og var hennar stoð og stytta í líf-
inu. Þá var sjón Ingibjargar tekið
að hraka mikið og fáum árum
seinna var hún orðin blind.
Ingibjörg og Björg bjuggu á
Reynimel 22 allt til ársins 1990 er
þær fluttust í Skjól. Bemskuminn-
ingamar um Ingibjörgu frænku
tengjast því fjölmörgum heimsókn-
um okkar mæðgnanna á Reynimel-
inn. í minningunni um hana kemur
fyrst upp í hugann hve mikil reisn
var yfír þessari hvíthærðu og svip-
hreinu konu. Hún var ávallt trú
hugsjónum sinum og markmiðum
og í hennar huga var ekkert and-
streymi eða mótlæti heldur lét hún
í hæglæti sínu og yfirvegun verkin
tala. Uppbygging Löngumýrarskóla
er einmitt dæmi um þá fádæma
bjartsýni og atorku sem einkenndi
hana. En henni var ekki aðeins
gefið að vera góður stjórnandi. Hún
var einnig mikill hugsuður og sagði
mér oft frá hugrenningum sínum
um lífíð og tilveruna sem hún átti
á andvökunóttum og varð til dæmis
tiðrætt um gildi þagnarinnar. Hún
var öguð í hugsun og fannst mér
hún vera hafin yfir hvers kyns
dægurþras. Hún hallmælti aldrei
neinum eða lét neikvæðni ná tökum
á sér. Sjálf orðaði hún það svo i
„Andvökuhugsunum" sínum:
Ef þú vilt vaxa,
verður þú að reyna að öðlast viljastyrk,
svo að þú getir rekið burt frá þér
hugsanir vanþroskans,
- hugsanir Ijótleikans.
Ingibjörg frænka mín var mjög
ern og þrátt fyrir háan aldur og
blindu, var aðdáunarvert hversu
minnug hún var, ekki síst á nöfn,
staðhætti og ættir. Hún var skáld-
mælt og kunni ógrynni ljóða eftir
höfuðskáld íslendinga. Einkum er
mér minnistætt er hún í fyrra flutti
Gunnarshólma fyrir mig í Skjóli en
þá hafði hún ekkert getað lesið
sökum blindu sinnar í um aldar-
fjórðung. Ingibjörg hafði mikinn
áhuga á íslenskri tungu og talaði
ákaflega fallegt mál. Hún lagði sig
iðulega fram um að hlusta eftir því
að ég sýndi móðurmálinu þann
sjálfsagða sóma sem því ber með
því að leiðbeina mér ef henni fannst
því misboðið.
Það lýsir Ingibjörgu ef til vill
best að henni var mjög annt um
velferð annarra og hafði vökult
auga með okkur systkinunum. Hún
beindi talinu ávallt að því sem við
höfðum fyrir stafni og hvatti okkur
og samgladdist í því sem við gerð-
um. Hún miðlaði okkur af visku
sinni og lífsspeki og kappkostaði
að styðja við bakið á okkur. Það
hefur reynst okkur ómetanlegt að
hafa þessa stórvel gefnu merkis-
konu að bakhjarli í lífínu. Eftirsjáin
er mikil og stundirnar með henni á
Reynimelnum og í Skjóli verða seint
fullþakkaðar.
Það verður ekki skilið við þessi
fáu minningarorð án þess að nefna
hversu mjög Ingibjörg unni ís-
lenskri náttúru. Þrátt fyrir að hún
hafi verið blind siðasta hluta ævi
sinnar gleymdi hún aldrei þeirri sól
sem skein við Skagafirði og lét oft
hugann reika til bjartra vornótta á
æskustöðvunum sem hún lýsti bæði
í endurminningum og í ljóði eins og
í „Andvökuljóðum":
Eg flýg í anda í §örðinn minn
og fæ mér teyg af vori.
Þegar Ingibjörg missti sjónina
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
MORGUNBLAÐIÐ
tók hún því af æðruleysi, kvartaði
aldrei undan því hlutskipti sínu og
taldi það sem hún sá innra með sér
meira virði. Hún talaði af sama
æðruleysi um dauðann og hræddist
hann ekki. Hann væri ekki endalok
heldur áfangi á langri vegferð. Ferð
Ingibjargar úr þessum heimi hófst
að loknum sólríkum júnídegi,
kannski ekki ólíkum þeim er hún
orti um í ljóði sínu „Ferðalagi“:
Á góðviðrisdegi ég geng um hlað,
þar grái fákurinn bíður.
Ég læt á hann hnakk og legg af stað,
ljúfur er hann og þýður.
Sólroðnu skýi við svífum að.
Sjóndeildarhringurinn friður.
Minningin um þessa sterktrúuðu
og guðræknu konu mun lifa, -
okkur hinum til eftirbreytni.
Ragnheiður Elfa
Þorsteinsdóttir.
Mæt kona og elskuleg vinkona
mín Ingibjörg Jóhannesdóttir, fv.
skólastjóri húsmæðarskólans á
Löngumýri í Skagafirði, hefur nú
kvatt þennan heim og lagt upp í
sína hinstu för og ekki efa ég að
það hafi verið tekið vel á móti henni
af foreldrum, systur og fjölmörgum
vinum, sem á undan voru gengnir.
Mig langar að kveðja hana og
þakka henni vináttu og tryggð, sem
staðið hefur í rúm fimmtíu ár, það
er eins og ég átti mig ekki á því
að hún sé farin, það eru aðeins
örfáir dagar síðan við vinir og ætt-
ingjar Ingibjargar vorum saman
komin í hátíðasal hjúkrunarheimil-
isins Skjóls og fögnuðum með henni
90 ára afmæli hennar. Þarna sat
hún brosandi og tíguleg í hjólastóln-
um sínum, bauð sjálf gesti sína
velkomna, hún lét það ekki aftra
sér þó hún væri bæði blind og farin
að kröftum.
Góðir vinir stóðu henni við hlið
og fól hún einum þeirra veislu-
stjómina, sem var með miklum
hátíðarblæ. í lokin þakkaði hún sjálf
öllum, sem gert höfðu henni þennan
dag svo ógleymanlegan.
Nú finnst okkur, sem eftir stönd-
um, þetta hafa verið sannkölluð
kveðjustund, þar mátti finna sama
kærleikann sem einkennt hefur öll
störf Ingibjargar á langri starfsævi.
Inbjörg giftist ekki og eignaðist
ekki börn, en var mikill bama vin-
ur, enda hafði hún í mörg sumur
barnaheimili á vegum Rauða kross-
ins, fyrst á Staðarfelli og síðan á
Löngumýri, sum af þeim börnum
munu hafa haldið tryggð við Ingi-
björgu alla tíð.
Nemendur Ingibjargar frá hús-
mæðraskólunum á Staðarfelli og
Löngumýri munu vera hátt í 900
talsins. Það er mikið og göfugt starf
að leiða allar þessar ungu stúlkur
til menntunar og þroska.
Ekki má gleyma því að Ingibjörg
gekk ekki ein og óstudd í því erfiða
lífsstarfi sem hún valdi sér. Við
hlið hennar stóð trygg og traust
vinkona, Björg Jóhannesdóttir
handavinnukennari, frá Móbergi,
hún réðst til starfa hjá Ingibjörgu
að Staðarfelli haustið 1940 og störf-
uðu þær saman alla tíð eftir það.
Ingibjörg mat þessa kæru vin-
konu mikils og sagði oft: „Ég hefði
ekki getað þetta án Bjargar.“
Það var því gleðilegt að þegar
starfsorka þeirra fór að dvína,
fengu þær herbergi hlið við hlið á
hjúkmnarheimlinu Skjóli, þar undu
þær hag sínum vel, þó báðar væm
orðnar blindar og ættu örðugt um
gang, vissu þær alltaf hvor af ann-
arri og lengi vel studdu þær hvor
aðra, en nú hafa þær verið háðar
aðstoð hjúkrunarfólks á Skjóli og
verið mjög þakklátar fyrir þá frá-
bæru umönnun!
Ég og systur mínar höfum allar
notið handleiðsiu þessara góðu
kennara, skulu hér færðar innilegar
þakkir bæði frá okkur og fjölmörg-
um öðmm nemendum fyrir það
góða veganesti.
Við kveðjum Ingibjörgu með
söknuði og biðjum algóðan guð að
varðveita sálu hennar og vernda
hana á nýjum leiðum.
Við vottum Steinunni systur
Ingibjargar, systrabömum og öðr-
um vandamönnum innilega samúð