Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 49
AT VINIMUA UGL YSINGAR
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Læknaritari
Heilsugæslustöðin á ísafirði óskar eftir að
ráða læknaritara í fullt starf frá 1. september
nk. eða skv. nánara samkomulagi. Sóst er
eindregið eftir löggiltum læknaritara, en þó
kemur til greina að ráða í starfið ritara með
staðgóða reynslu og þekkingu.
Nánari upplýsingar gefur Ólöf Jónsdóttir,
læknafulltrúi, eða Guðjón S. Brjánsson, fram-
kvæmdastjóri, í vinnusíma 456 4500.
Leikskólakennarar
Leikskólakennari óskast í 100% starf á leik-
skólann Heiðarborg sem rekin er af Sjúkra-
húsi Akraness. Heiðarborg er einnar deildar
leikskóli með u.þ.b. 15 barngildi.
Ráðningartími er frá 28. ágúst nk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 431 2311.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Tölvuumsjón
Iðnskólinn í Reykjavík óskar að ráða starfs-
mann til þéss að sjá um daglegan rekstur á
tölvukerfi skólans.
Tölvukerfið samanstendur af Novell NetWare
og ýmsum DOS og Windows hugbúnaði.
Upplýsingar um starfið gefur Marteinn Sverr-
isson milli kl. 9.00 og 14.00. Umsóknum
skal skilað til skólans fyrir 30. júní 1995.
AKUREYRARBÆR
Starfsmannadeild
Akureyrarbær -
reynslusveitarfélag
Akureyrarbær hefur verið valinn til að taka
þátt í reynslusveitarfélagsverkefninu á árun-
um 1995-2000 og auglýsir eftir starfsmanni
í fullt starf við verkefnið. Verkefnið er tíma-
bundið og ráðið verður í starfið til eins árs,
en framlenging er hugsanleg.
Starfið felst annars vegar í að annast heild-
arsamræmingu á einstökum þáttum reynslu-
sveitarfélagsverkefnisins, safna upplýsing-
um og dreifa, annast fundi og vera tengiliður
milli aðilanna sem vinna að því.
Hinsvegar felst starfið í framkvæmdastjórn
þess þáttar verkefnisins, sem veit að breyt-
ingum á stjórnsýslu og fræðsluátaki innan
bæjarkerfisins.
Starfsmaðurinn mun vinna undir stjórn
reynslusveitarfélaganefndar og fræðslu-
nefndar Akureyrarbæjar.
Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun á
sviði samfélagsfræða, reynslu af stjórnun,
skipulagningu, félagsmálum og staðgóða
þekkingu á sveitarstjórnarmálum.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK
og Akureyrarbæjar.
Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri og
starfsmannastjóri Akureyrarbæjar
í síma 462 1000.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild
Akureyrarbæjar í. Geislagötu 9.
Bæjarstjórinn á Akureyri.
Bifvélavirkjar
Óskum eftir að ráða tvo bifvélavirkja til starfa.
Annar mun bera ábyrgð á stillingardeild fyrir-
tækisins og eiga samskipti við viðskiptavini.
Þjónustulipurð og þægilegt viðmót eru kost-
ir, sem skipta miklu.
Þjálfun erlendis verður boðin.
Störfin gætu hentað tveimur samhentum
mönnum, sem hafa reynslu af að vinna sam-
an. Störfin eru hjá traustu fyrirtæki, sem
býður framtíðarstarf og öryggi fyrir rétta
menn. Starfstími hefst eftir samkomulagi.
Umsóknir skilist til afgreiðslu Mbl., merktar:
„A-1312“, fyrir 23. júní.
Öllum umsóknum verður svarað.
Kaupfélagsstjóri
Óskum eftir að ráða kaupfélagsstjóra
til starfa hjá Kaupfélagi Langnesinga
á Þórshöfn.
Stafssvið:
1. Dagleg framkvæmdastjórn fyrirtækisins
og dótturfyrirtækis.
2. Kaupfélagsstjóri annast hagsmuni fyrir-
tækisins og samningagerð fyrir þess
hönd.
3. Kaupfélagsstjóri hefur frumkvæði að
stefnumörkun og mótun framtíðarmark-
miða í samvinnu við stjórn og aðra stjórn-
endur fyrirtækisins.
Við leitum að manni, sem hefur haldgóða
þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum.
Þekking á samvinnurekstri er æskileg.
Viðkomandi þarf að vera atorkusamur og
drífandi og hafa lifandi áhuga á stjórnun og
fyrirtækjarekstri, Viðskiptamenntun æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
- „Kf. Rangæinga 244“, fyrir 27. júní nk.
Akranes
- lifandi bær!
Við auglýsum lausar til umsóknar eftirtaldar
stöður á leikskólum bæjarins:
• Stöðu leikskólastjóra við leikskólann Akrasel.
• Stöðu forstöðumanns skóladagvistar.
• Stöður leikskólakennara við leikskólana.
í dag eru starfandi á vegum Akraneskaup-
staðar 4 leikskólar fyrir börn á aldrinum
tveggja til 6 ára, þar sem dveljast á degi
hverjum 256 börn. Tveir leikskólar eru þriggja
deilda þar sem boðið er upp á sveigjanlegan
vistunartíma. Yfirumsjón með faglegu starfi
leikskóla hefur leikskólafulltrúi samkvæmt
lögum um leikskóla nr. 78/1994.
Skóladagvist er rekin fyrir báða grunnskólana
á Akranesi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk grunn-
skóla frá september til loka maí. Boðið er
upp á sveigjanlegan vistunartíma auk hádeg-
isverðar og hressingar í kaffitímum.
Ef þú hefur áhuga á að búa í blómlegum bæ
og starfa með börnunum okkar á Akranesi,
þá veitir Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi,
þér allar nánari upplýsingar í síma 431 1211.
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til
miðvikudagsins 28. júní nk.
Félagsmálastjórinn á Akranesi.
Rafsuða
- málmsmíði
Maður, vanur rafsuðu og almennri járn-
smíði, óskast til fjölbreyttra starfa.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 5801 “,
fyrir 22. júní nk.
„Au pair“ - Baltimore
„Au pair“, sem ekki reykir, óskast á íslenskt
heimili í Baltimore til eins árs frá og með
10. júlí nk. Starfið er fólgið í gæslu tveggja
barna (2 og 6 ára) og hjálp við heimilisrekst-
ur. Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára
og hafa bílpróf. Stúdentspróf er æskilegt.
Upplýsingar eru veittar í síma 568 0012.
Framkvæmdastjóri
óskast
fyrir heilbrigðiseftirlit
Austurlandssvæðis
Starfið felur í sér auk framkvæmdastjórnar
fyrir Austurlandskjördæmi, heilbrigðiseftirlit
á starfssvæði heilbrigðisnefnda Neskaup-
staðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fljóts-
dalshéraðs og Borgarfjarðar eystri.
Menntunarkröfur: Umsækjandi þarf að hafa
réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi
hér á landi.
Starfið er laust frá 1. september nk.
Gert er ráð fyrir aðstöðu og búsetu á
Reyðarfirði
Umsóknir berist til sveitarstjóra Reyðarfjarð-
ar, Búðareyri 7, 730 Reyðarfirði, í síðasta
lagi 10. júlí 1995.
Upplýsingar veita: ísak J. Ólafsson, sveitar-
stjóri Reyðarfjarðar, í síma 474-1245, Helga
Hreinsdóttir, setturframkvstj., ísíma414-1235
og Stefán Þórarinsson, héraðslæknir á Egils-
stöðum, í síma 471-1400.
Kaupfélag Rangsinga
Hvolsvelli
Kaupfélagsstjóri
Óskum eftir að ráða kaupfélagsstjóra til
starfa hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli.
Stafssvið:
1. Dagleg framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
2. Yfirstjórn markaðs- og fjármála.
3. Kaupfélagsstjóri annast hagsmuni fyrir-
tækisins og samningagerð fyrir þess
hönd.
4. Kaupfélagsstjóri hefur frumkvæði að
stefnumörkun og mótun framtíðarmark-
miða í samvinnu við stjórn og aðra stjórn-
endur fyrirtækisins.
Við leitum að manni, sem hefur haldgóða
þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum.
Þekking á samvinnurekstri er æskileg. Við-
komandi þarf að vera atorkusamur og dríf-
andi og hafa lifandi áhuga á stjórnun og fyrir-
tækjarekstri. Viðskiptamenntun er æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Kf. Rangæinga 244“, fyrir 27. júní nk.
Hagvangur hf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 581 3666
Róðningarþjónusta
Rekstrarróðgjöf
Skoðanakannanir