Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 50

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 50
50 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N MMAUGL YSINGAR Tónlistarkennarar - laus staða Starf óskast Hjón óska eftir starfi við hæfi. Góð málakunn- átta: Þýska, hollenska og enska. Ágæt reynsla og almenn þekkning. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „EX - 4177“. íþróttakennarar íþróttakennara yantar að Fjölbrautaskóla Suðurlands í Skógum. Gott húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 487 8850. Flautukennara vantar við Skólahljómsveit Kópavogs frá og með 1. ágúst nk. Upplýsingar gefur Össur Geirsson í síma 565 0251. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. Starfsmannastjóri. Æskulýðsfulltrúi Blönduósbær óskar eftir að ráða æskulýðs- fulltrúa í fullt starf. Um er að ræða umsjón og skipulagningu æskulýðsstarfs á Blönduósi og rekstur fé- lagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Leitað er eftir einstaklingi, sem hefur reynslu og hæfni til að takast á við krefjandi verk- efni og á gott með að vinna með börnum og unglingum. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1995. Allar nánari upplýsingar eru veitar á skrif- stofu Blönduósbæjar í síma 452 4181. Kennarar með táknmálskunnáttu og forstöðumaður félagsmiðstöðvar Vesturhlíðarskóli er eini skóli heyrnarlausra og heyrnarskertra á íslandi. Skólinn starfar bæði á leikskóla- og grunnskólastigi og nem- endur eru rúmlega þrjátíu talsins. Skólinn vill ráða tvo kennara með táknmálskunnáttu til starfa næsta skólaár við grunnskólann. Ennfremur leitum við að forstöðumanni félagsmiðstöðvar skólans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir skóla- stjóri í síma 551 6755, en umsóknir skulu berast skólanum fyrir 7. júlí næstkomandi. Vesturhlíðarskóli, skóli heyrnarlausra og heyrnarskertra, Vesturhlíð 3, 105 Reykjavík. St. Franciskusspítali Stykkishólmi Ljósmæður - hjúkrunarfræðingar Ljósmæður Ljósmóðir óskast til starfa sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi bæði á St. Francis- kusspítalann (50%) og Heilsugæslustöðina í Stykkishólmi (25%). Bakvaktir á spítalanum skiptast milli tveggja Ijósmæðra. Hjúkrunarfræðingar Deildarstjórar óskast á almenna 5-daga deild og á langlegudeild frá og með 1. októ- ber nk. Almennir hjúkrunarfræðingar óskast sem fyrst. Þeir þurfa að vinna á báðum deildum eftir þörfum. í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, einsetinn grunnskóli með framhaldsdeildum (2 ár) auk kröftugs tónlist- arskóla. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi með góðum launum í okkar fal- lega umhverfi þá hafið samband við hjúkrun- arforstjóra (systur Lidwinu) í síma 438 1128. Læknaritari óskast í hlutastarf á læknastöð í Kringlunni. Upplýsingar í síma 568 7770. O FJOLBRAUTASKOLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMÚLA 12-108 REYKJAVlK - SlMI 814022 Fjármálastjóri Fjármálastjóra vantar nú þegar í fullt starf. Upplýsingar veittar mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. júní í síma 581 4022. Skólameistari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIO A AKUREYRI Læknaritarar Laus er til umsóknar frá 1. október nk. ein staða læknafulltrúa I á læknaritaramiðstöð FSA vegna bæklunardeildar. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Sigríði Jónsdóttur, læknafulltrúa, og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Laus er til umsóknar frá 1. september nk. ein staða læknafulltrúa I á slysadeild FSA. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir slysadeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu fram- kvæmdastjóra. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími463 0100. Ert þú sá rétti/rétta? Fyrirtækið MATA hf. í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Fyrirtækið er leiðandi í innflutningi á ávöxt- um og grænmeti. Hjá fyrirtækinu starfa 16 manns í dag. Við leitum að sölumanni sem: ★ Hefur reynslu af sölumennsku. ★ Er lipur og sveigjanlegur. ★ Getur starfað sjálfstætt. ★ Sýnir fagleg og góð vinnubrögð. í boði er gott framtíðarstarf hjá fyrirtæki, þar sem starfar metnaðarfullt starfsfólk og býður áhugasaman sölumann velkominn í hópinn. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir, ásamt mynd, til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. á eyðublöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 23. júrií nk., merktar: „242“. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoðanakannanir Skólastjóri. Snyritfræðingur Sveinn óskast á snyrtistofu. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Framtíð - 10886.“ Flateyrarhreppur Atvinna Kennara vantar við Grunnskólann á Flateyri. Meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna. Þá vantar einnig íþróttakennara. Upplýsingar veita Björn í síma 456-7670 eða 456-7862 og Ragna í síma 456-7731. Skólastjöra vantar við Tónlistarskóla Flateyr- ar frá og með 1. september nk. Upplýsingar veita Hildur í síma 456-7666 og sveitarstjóri í síma 456-7765. Leikskólastjóra vantar við leikskólann Brynjubæ frá og með 15. júlí nk. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 456-7765. Húsnæðishlunnindi og flutningsstyrkur. Á Flateyri búa 400 manns og þar er til stað- ar öll þjónusta við íbúana, glæsileg sund- laug, 10 bekkir grunnskóla, heilsugæsla o.fl. Komdu vestur, það borgar sig! Sveitarstjóri. Laust starf á Skattstofu Vesturlandsumdæmis Laust er til umsóknar skrifstofustarf á skatt- stofu Vesturlandsurridæmis. Starfið felst í álagningu, eftirliti og annarri framkvæmd við virðisaukaskatt. Æskilegt er að umsækjendur hafi lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða a.m.k. reynslu og kunnáttu á sviði skattafram- kvæmdar. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borist skattstjóra fyrir 23. júní nk. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Kirkjubraut 28, 300 Akranesi. Félagsmálastjóri Staða félagsmálastjóra Hornafjarðar er laus til umsóknar. Félagsmálastjóri er yfirmaður félags- og fræðslumála Hornafjarðarbæjar. Félagsmálastjóri sér um framkvæmd laga um félagsþjónustu, er yfirmaður dagvistar- mála, heimaþjónustu og situr í þjónustuhópi aldraðra. Félagsmálastjóri er einnig starfsmaður Heil- brigðis- og öldrunarráðs Austur-Skaftafells- sýslu. Félagsmálastjóra er jafnframt ætlað að sinna fræðslumálum og vinna m.a. að undirbúningi fyrirhugaðs flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun eða aðra sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjar- stjóri Hornafjarðar í síma 478-1500. Hornafirði, l.júní 1995. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sturlaugur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.