Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 57
FRÉTTIR
Tólf kandídatar útskrifaðir frá Bændaskólanum á Hvanneyri
NÝIR búfræðingar á Hvanneyri.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Glímukappinn sópaði
til sín verðlaunum
Grund. Morgunblaðið.
GLÍMUKAPPINN og Grettisbeltis-
hafinn Jóhannes Sveinbjömsson
varð dúx og sópaði til sín öllum
verðlaunum sem veitt voru á út-
skriftardaginn í Bændaskólanum á
Hvanneyri.
Búvísindadeild var slitið og
brautskráðir 12 búfræðikandídatar
við hátíðlega athöfn í matsal
Bændaskólans á Hvanneyri að við-
stöddu margmenni, þar á meðal
landbúnaðarráðherra, Guðmundi
Bjarnasyni, þingmönnum Vestur-
lands, framkvæmdastjóra Bænda-
samtaka íslands og fleiri forystu-
mönnum íslenska landbúnaðarins.
Skólastjórinn, Magnús B. Jóns-
son, flutti skólaslitaræðu og sagði
þar m.a að hlutverk Bændaskólans
á Hvanneyri í samfélagi landbúnað-
arstofnana væri öðru fremur miðlun
búfræðilegrar þekkingar. Leitast
væri við að veita þeim sem hyggj-
ast stunda búskap starfsmenntun.
Einnig væri boðin fram fræði-
menntun sem ætti að geta nýst sem
grunnur að kennslu, leiðbeiningu,
rannsóknum og öðrum sérfræði-
störfum innan landbúnaðarins og í
dreifbýli.
Á þessu skólaári hafa alls 92
nemendur innritast í bændadeildir
skólans og 25 í búvísindadeildir, þar
af tveir í BS-120 nám og einn nem-
andi sem stundar óreglulegt nám
við deildina. Tíu nemendur voru
innritaðir á I. hluta og eru átta
þeirra að þreyta próf um þessar
mundir. Tólf voru innritaðir í III.
hluta og voru brautskráðir nú. Þá
lýkur einn nemandi fjórða árs námi.
Bestum árangri á kandidatsprófi
náði Jóhannes Sveinbjörnsson með
8,6 f aðaleinkunn, Lárus Pétursson
7,9 og Guðni Ágústsson 7,7. Af
þessum tólf kandídötum voru fjórir
með I. einkunn en átta með II. ein-
kunn.
Hafnfirskir víking-
ar áforma innrás
„HAFNFIRSKIR víkingar hafa
verið að æfa vopnaburð og árás-
artækni í hrauninu við Straums-
vík að undanförnu og mun það
vera liður í undirbúningi að
væntanlegri innrás þeirra í
Reykjavík 17. júní, segir í
fréttatilkynningu sem Mbl. hef-
ur borist. Ennfremur segir: „Að
venju er það Jóhannes í Fjöru-
kránni sem er fremstur í hópi
hafnfirskra víkinga. „Við höf-
um lengi stefnt að því að gera
Hafnarfjörð að höfuðborg ís-
lands og mér sýnir það fljótvirk-
asta leiðin að innlima Reykjavik
í Hafnarfjörð“, segir Jóhannes.
„Laugardaginn 17. júní áform-
um við fyrstu innrásina í
Reykjavík. Þá munum við
freista þess að hernema Kola-
portið sem er nú helsta vígi
Reykvíkinga og þá teljum við
eftirleikinn auðveldan.“
Lögmaður greiði
fjórar milljónir
vegna vanrækslu
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt lög-
mann í Reykjavík til að greiða um
fjórar milljónir króna í skaðabætur
vegna tjóns, sem útgerðarfyrirtæki
varð fyrir vegna kvótaviðskipta.
Taldi rétturinn að hegðun lög-
mannsins hafi ekki verið í samræmi
við þær kröfur, sem gera verði al-
mennt til lögmanna, sem annist
verkefni í tengslum við sölu skipa.
Lögmaðurinn rak fasteigna- og
skipasölu og tók að sér að annast
gerð skriflegs samnings, þar sem
tilgangur samningsins var framsal
aflaheimildar. Utgerðarfyrirtæki
ætlaði að kaupa kvóta, en ekki var
ætlunin að skipið, sem aflaheimild-
ina hafði, skipti í raun um eigend-
ur, þótt samningurinn væri um
skipakaup, enda óheimilt á þessum
tíma að framselja varanlegan kvóta.
Fleiri
stúdentar
braut-
skráðir
Vestmarmacyjum. Morgunblaðið.
Framhaldsskólanum í Vest-
jnannaeyjum var slitið síðastlið-
inn laugardag og nemendur
brautskráðir. 250 nemendur
hófu nám á vorönn en um 10%
þeirra hættu námi í kennara-
verkfallinu í vetur. 17 stúdent-
ar voru brautskráðir frá skól-
anum en einnig voru braut-
skráðir nemendur frá ýmsum
öðrum brautum skólans.
Ólafur Hreinn Sigurjónsson,
skólameistari, rakti starf skól-
ans í vetur í skólaslitaræðu. í
niáli hans kom fram, að eftir
að búið yrði að útskrifa stúdent-
ana 17 væri búið að útskrifa
Hæstiréttur sagði að lögmaðurinn
hafi léð atbeina sinn til málamynda-
gerninga, sem þannig hafi verið
gengið frá, að hætta var á að a.m.k.
annar samningsaðilinn yrði fyrir
verulegu fjártjóni. Sú varð og raun-
in hjá kaupanda kvótans þegar
skipið var selt á nauðungarupp-
boði, en áhvílandi veðskuldir voru
40 stúdenta frá skólanum á
skólaárinu sem væri mesti
fjöldi á einum vetri frá því skól-
mun hærri en eldra veðbókarvott-
orð, sem lá frammi við söluna,
sýndi.
Kynnti sér ekki lagareglur
Hæstiréttur segir lögmanninn
hafa vanrækt að kynna sér laga-
reglur um sölu kvóta, en óheimilt
sé að framselja hann án þess að
inn hóf starfsemi.
Að loknu ávarpi skólameist-
ara flutti Eyrún Sigþórsdóttir,
skip hverfi varanlega úr rekstri og
sé afmáð af skipaskrá, nema fyrir
liggi samþykki þeirra, sem eigi
samningsveð í skipinu. „Ef stefndi
hefði kynnt sér lagaákvæði þessi
hefði honum mátt vera ljóst, að
vegna vanskila eiganda skipsins
voru miklir annmarkar á að unnt
væri að ná markmiðum samnings-
aðila með þeirri aðferð sem valin
var,“ segir í dóminum.
Lögmaðurinn var dæmdur til að
greiða kaupanda skipsins rúmar 3,5
milljónir með dráttarvöxtum, auk
400 þúsund króna í málskostnað
fyrir héraði og í Hæstarétti. Dóm-
inn kváðu upp Markús Sigurbjöms-
son, hæstaréttardómari, Amljótur
Bjömsson, settur hæstaréttardóm-
ari og Bjarni K. Bjarnason, fyrrr-
verandi hæstaréttardómari.
fulltrúi 10 ára stúdenta, ávarp
og færði skólanum bókargjöf
frá 10 ára stúdentunum.
Oddahátíð
1995
ODDAHÁTÍÐ verður að venju hald-
in í Odda á Rangárvöllum 18. júní
nk. og hefst hún með messu í Odda-
kirkju kl. 11 f.h. Staðarprestur, sr.
Sigurður Jónsson, þjónar fyrir altari
og predikar, kór Oddakirkju leiðir
sönginn og Halldór Óskarsson leikur
á orgel.
Að messu lokinni gefst fólki tóm
til að snæða nestisbita og kaffi verð-
ur á könnunni í safnaðarheimilinu.
Að loknu hádégishléi kl. 13 verða
lesin prósaljóð eftir sr. Jónas Gísla-
son fv. vígslubiskup um sköpunar-
verkið og umhverfismál. Þá verður
kynntur nýr bæklingur um Oddastað
og sögu hans, ætlaður gestum og
gangandi, er Elsa G. Vilmundardótt-
ir og Freysteinn Sigurðsson hafa
tekið saman. Síðan verður litast
um i nýplöntuðum tijálundi í Odda
sem Prentsmiðjan Oddi hefur gefið
til staðarins í tilefni 50 ára afmælis
síns árið 1993 og að endingu verða
gróðursett tré við Oddaveg. Dag-
skráinni verður lokið í síðasta lagi
kl. 16 og eru allir hjartanlega vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu.
---------» ♦ ♦---
Aðalsafnað-
arfundur
AÐALSAFNAÐARFUNDUR í Nes-
kirkju verður haldinn sunnudaginn
25. júní að lokinni guðsþjónustu
klukkan 11. Sóknarnefndin.
----♦■■♦ ♦--
Ferming
FERMING í Kollafjarðarnes-
kirkju 18. júni.
Fermdur verður:
Fannar Guðbjömsson,
Broddanesi 3b, Broddaneshreppi.
Ferming í Búðakirkju í lngjalds-
hólaprestakalli 18. júní kl. 14.
Fermdur verður:
Georg Kristján Guðmundsson,
Ytri-Knarratungu.
Skólaslit Framhaldsskólans í Yestmannaeyjum síðastliðinn laugardag
# _ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
NÝSTÚDENTAR frá Framhaldsskólanum í Eyjum.