Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 58
58 laugardajgur n. júní 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
I wasasleep,
BUT NOUÍ l'M
RE5TIN6 MY EYE5
Ertu sofandi, eða ertu að
hvíla augun?
Ég var sofandi, en
nú er ég að hvíla
augun.
Segðu augunum
að koma aftur til
leiksins!
EYES ARE UP AtL
OAY..THEY NEEP
L0T5 OF REST..
Augun eru vakandi all-
an daginn ... þau
þarfnast heilmikillar
hvíldar...
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Upplýsingar VR-
blaðsins beint frá
Tryggingastofnun
Frá ritstjórn VR-blaðsins:
NOKKUR úlfaþytur hefur orðið
vegna greinar í síðasta VR-blaði
um afslátt, sem fólki á atvinnuleys-
isbótum ber að fá af heilbrigðisþjón-
ustu og fleiru.
Einkum hefur Tryggingastofnun
ríkisins brugðist hart við og segir
í athugasemd frá henni í Morgun-
blaðinu 8. þ.m. að sitthvað sé rangt
með farið í umræddri grein í VR-
blaðinu.
Ritstjórn VR-blaðsins þykir því
rétt að skýra í örstuttu máli aðdrag-
anda greinarinnar í blaðinu. Starfs-
maður VR, sem starfar við atvinnu-
leysisbætur, komst að því fyrir til-
viljun að í reglugerð frá heilbrigðis-
°g tryggingamálaráðuneytinu frá
16. júní 1994, undirritaðri af þáver-
andi ráðherra og ráðuneytisstjóra,
segir m.a. svo: „Einstaklingur sem
verið hefur samfellt atvinnulaus í
sex mánuði eða lengur skV. stað-
festingu Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs á rétt á heilbrigðisþjónustu á
sömu kjörum og lífeyrisþegar
njóta“.
Umræddur starfsmaður sneri sér
að sjálfsögðu beint til Trygginga-
stofnunar ríkisins símleiðis og
spurði hver þau kjör væru, sem líf-
eyrisþegar njóta. Það tók nokkurn
tíma að finna aðila innan stofnunar-
innar, sem taldi sig geta svarað
þessu, en hann fannst að lokum.
Hann gaf upplýsingar um kjörin,
sem lífeyrisþegar njóta. Upplýs-
ingarnar, sem birtust í VR-blaðinu
um afsláttinn fyrir atvinnulausa,
sem samkvæmt áðurnefndri reglu-
gerð skal vera hinn sami og fyrir
lífeyrisþega, eru því komnar beina
leið frá Tryggingastofnuninni sjálfri
og þar hefur VR-blaðið ekki svo
mikið sem hnikað einum stafkrók.
Það hefur hins vegar komið fram
í samtölum við fulltrúa Trygginga-
stofnunar undanfarna daga að
vinnureglur innan stofnunarinnar
sjálfrar varðandi afslátt af heil-
brigðisþjónustu eru ekki alveg sam-
stíga því, sem segir í áðurnefndri
reglugerð. Verður að viðurkenna,
að þann möguleika athugaði VR-
blaðið ekki, enda hafa ekki borist
nein gögn þar að lútandi til VR,
þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa
Tryggingastofnunarinnar um hið
gagnstæða. En til þess að kynna
nefndar vinnureglur hefur Trygg-
ingastofnuninni verið boðið rými í
VR-blaðinu.
Starfsfólk við atvinnuleysisbætur
hjá VR telur að vitneskja um þann
afslátt, sem VR-blaðið benti á að
atvinnulausu fólki bæri að fá, hafi
ekki áður en greinin kom í blaðinu
verið almenn og nánast ekki hægt
að benda á nokkurn mann, sem
hafði hugmynd um afsláttinn. Ef
til vill ekki að undra, þar sem jafn-
vel hjá Tryggingastofnuninni sjálfri
reyndist ekki auðvelt að fá upplýs-
ingar um þennan afslátt til handa
bótaþegum atvinnuleysisbóta. Það
þótti því vissulega tímabært að
benda á hann á opinberum vett-
vangi. Um annan afslátt, sem einn-
ig var sagt frá í þessari grein, svo
sem af strætisvögnum og fleiru, var
heldur ekki almennt vitað eins og
sést best á því, að hringt var frá
Strætisvögnum Reykjavíkur á
skrifstofu VR til að spyrjast nánar
fyrir um þennan afslátt, sem talað
væri um í blaðinu, hve mikill hann
væri og hveijir ættu að fá hann.
Nú hefur hins vegar verið vakin
athygli á málinu og það sem veiga-
mest er, þeir sem eru atvinnulausir
og hafa úr litlu að spila en þurfa á
heilbrigðisþjónustu að halda, eru
vonandi farnir að nýta sér afslátt-
inn. Og ekki má gleyma afslættin-
um í strætó, á bókasöfn og sund-
staði.
PÉTUR A. MAACK,
ÓLAFUR GAUKUR
ÞÓRHALLSSON,
ritstjórar VR-blaðsins.
Macintosh getur það
Frá Birni S. Stefánssyni:
H VERFISKJ ÖRSTJ ÓRNIR í
Reykavík hafa það verk meðal
annars að aðstoða fólk, sem ekki
reynist vera á réttum stað á kjör-
skrá, við að finna kjörstað sinn.
Hverfiskjörstjórnir höfðu því hjá
sér kjörskrá fyrir Reykjavík, en
gátu leitað aðstoðar í síma til til
að fínna fólk í öðrum kjördæmum.
Nú hefur orðið sú breyting til hag-
ræðis að hverfiskjörstjórn hefur
hjá sér tölvu með kjörskrá alls
landsins. Annað mál er það og það
get ég ekki þagað um að sá, sem
nýtir þessa kjörskrá, fær á skjáinn
ensk orð, sem hann verður að
bregðast við við leitina. Það er
óafsakanlegt, að stjórnvöld fari
þannig að ráði sínu að láta fólk
ekki fá í hendurnar íslensk gögn.
Ég veit að þetta væri ekki svona
ef notaðar væru Macintosh-tölvur,
eins og tíðkast reyndar í skólum
landsins.
Við fylgjumst með því hvernig
sendimenn íslands vinna að því
að íslenskir bókstafir verði ekki
hornreka í alþjóðlegum tövlusam-
skiptum og höfum getað fagnað
góðum árangri þeirra. Nú væri ráð
að setja þessa menn í að vinna
að því að tölvuskjáir íslenskra
stjórnvalda verði búnir íslenskum
leiðbeiningum. Einfaldasta ráðið
er líklega að nota Macintosh.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.