Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 60
60 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ný tilboð
í sal oíí heiiiiseiiclingu
© Miöstærö af Supreme (fyrir 2) og brauöstangir: 1090,-
© Þú kaupir stóra pizzu eöa pizzu í fjölskyldustærð
og færö sömu stærð af Margarita ókeypis meö.
Gildir fra sunnudegi til fimmtudags.
Sumarland BYKO
garðvörur í ótrúlegri breidd
BYKO
-byggir með þér
Garðverkfæri, sláttuvélar, hekkklippur, sláttuorf,
úöarar, slöngur, tengi, safnkassar, ruslagrindur,
hjólbörur, sólpallaefni, undirstöður, áburður, fræ,
garöplöntur, blómapottar, túnþökur, grill og
fylgihlutir, útileikföng, kastalar, sandkassar,
körfuboltaspjöld, reiöhjól, veiðivörur,
viðlegubúnaður, garðhúsgögn, útisnúrur, fánar,
fánastangir, skrautsteinar, gosbrunnar, styttur
og ótal margt fleira.
ÍDAG
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
SVARTUR leikur
og vinnur.
Staðan kom upp á al-
þjóðlega mótinu í Kaup-
mannahöfn í maí í viður-
eign tveggja alþjóðlegra
meistara. Daninn Lars
Schandorff (2.450) var
með hvítt en Kínveijinn
Wang Zili (2.505) hafði
svart og átti leik. Schand-
orff var að leika gróflega
af sér með 24. Rf3-h4??,'
í staðinn fyrir 24. Bb3-c2
með yfírburðastöðu.
Gagnsóknin kom úr
óvæntri átt:
24. - Bel! 25. Hxf6 -
Dg3+ 26. Kfl - Hxf6+
27. Ke2 - Rb4 og hvítur
gafst upp.
HOGNIHREKKVISI
„Éqyet s<$umþetta, SjáJ-furl"
Pennavinir
SAUTJÁN ára þýsk stúlka
með áhuga á teiknun, rokk-
tónlist, bréfaskriftum og
bókmenntum:
Sandra Schlegel,
Wernigeröder Str. 15,
38855 Benzingerode,
Germany.
TÓLF ára sænsk stúlka
með áhuga á hestum,
bréfaskriftum, tónlist og
bókmenntum:
Maria Sivertsson,
Hangarv&gen 24,
372 50 Kallinge,
Sweden.
FRÁ Kúbu skrifar piltur um
tvítugt með margyísleg
áhugamál:
Adrian Quintero,
Apartado 91,
Sagua La Grande,
Villa Clara,
Cuba 52 310.
TUTTUGU og fjögurra ára
Ghanastúlka með áhuga á
ferðalögum, sundi og bréfa-
skriftum:
Alicia W. Annan,
c/o Mr. Francis A.
Whyte,
Transport Section,
University og Cape
Coast,
Ghana.
LEIÐRÉTT
Rangur myndatexti
ÞAU mistök urðu við
vinnslu blaðsins í gær að
rangur myndatexti kom
við mynd sem fylgdi grein-
inni „Er listalíf á Laugar-
vatni?“ Verkið er klippi-
mynd eftir Öm Karlsson.
Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
VELVAKANDI
Svartir í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Góð saga í
Lesbók
SIGRÚN Þorsteinsdóttir
hringdi og vildi þakka
fyrir smásögu Bjargar
Finnsdóttur, Perubijóst-
sykur, sem birtist í síð-
ustu Lesbók. Henni
finnst of lítið um hrós
þegar vel er gert. Þar
með kemur hún þessu á
framfæri.
Tapað/fundið
Karlmannsúr í
óskilum
KARLMANNSÚR
fannst á malarvellinum á
Miklatúni fyrir nokkram
vikum. Úrið er svart
tölvuúr. Uppl. í síma
552-7279.
Ur týndist
SEIKO kvenúr tapaðist
á planinu milli Kringl-
unnar og Borgarkringl-
unnar daginn sem sam-
ræmdu prófunum lauk,
þriðjudaginn 30. maí sl.
Þetta er Seiko stálúr með
stálkeðju. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma
554-4644.
Hjóli
stolið
FJALLAHJÓLI, kven-
manns, var stolið föstu-
daginn 9. júní frá íþrótt-
amiðstöðinni í Garðabæ.
Hjólið er fjólublátt, sans-
erað, af gerðinni Weeler.
Þeir sem geta gefíð ein-
hveijar upplýsingar vin-
samlegast hringi í síma
565-6854.
Gæludýr
Kvenpáfagaukur
óskast
KVENPÁFAGAUKUR
óskast gefins. Uppl. í
síma 587-6409 eða
568-2373.
Hlutavelta
ÞÓREY Svana Þórisdóttir og Ragnheiður Júlía
Ragnarsdóttir héldu hlutaveltu á Laugavegi í vor
til styrktar Barnaspítala Hringsins. Alls safnaðist
8.071 króna og hefur féð þegar verið afhent.
ÞESSI glaðlegu börn héldu hlutaveltu á dögunum
til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða kross ís-
lands. Alls söfnuðust 1.630 krónur. Börnin heita
Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Árný Rut Jónsdótt-
ir og Arnór Ingi Finnbjörnsson.
Víkverji skrifar...
FRÉTTASKEYTI Reuters-
fréttastofunnar um hitabylgj-
una í Finnlandi vöktu athygli Vík-
veija. Klukkan 8.24 á miðvikudags-
morgun sendi fréttastofan út skeyti
um að íbúar „í Helsinki, nyrztu
höfuðborg Evrópu“ hefðu vaknað í
25 stiga hita. Klukkustund síðar
kom leiðrétting: „íbúar í Helsinki,
nyrztu höfuðborg Evrópusam-
bandsins... “ Æði margir eru nú
teknir að setja samasemmerki milli
Evrópu og Evrópusambandsins —
og þá vill til dæmis gleymast að
Reykjavík er nyrzta höfuðborg Evr-
ópu — nyrzta höfuðborg heims, ef
út í það er farið.
xxx
UNGLINGAVINNA á vegum
Reykjavíkurborgar gengur
undir nafninu Vinnuskóli Reykja-
víkur. Víkveiji hefði haldið að þar
ætti þá að kenna ungmennunum
réttu vinnubrögðin við verkin, sem
þau eru látin inna af hendi. Honum
finnst alltaf jafngrátbroslegt að sjá
unglingana beita hrífunni fyrir sig
eins og ryksugu og þvælast hvern
fyrir öðrum í stað þess að ganga
skipulega til verks og nota verkfær-
in rétt.
XXX
AÐ ER kunnara en frá þurfi
að segja að stafsetningar-
kunnáttu fer stöðugt hrakandi. Síð-
astliðin misseri virðist Víkveija sem
röng notkun á stórum staf í upp-
hafi orða hafi færzt í vöxt. Nýlega
fékk hann bréf frá virtri herrafata-
verzlun, þar sem sagði meðal ann-
ars eitthvað á þessa leið: „Við bjóð-
um Þér að líta á útsöluna og vonum
að Þú finnir þar eitthvað við Þitt
hæfi.“ Og nú í vikunni sá Víkveiji
í afturglugga bifreiðar límmiða frá
fyrirtæki, sem framleiðir bamamat.
Þar stóð: „Barn í Bílnum.“ Svo
mikið er víst að þótt fyrirtækið
kunni að framleiða ágætan barna-
mat, leggur það börnunum ekki til
gott veganesti hvað málfar og staf-
setningu varðar.
xxx
ÞAÐ TEKUR svo út yfir allan
þjófabálk þegar stóri stafur-
inn skýtur upp kollinum í miðjum
orðum, til dæmis í heiti villuleitar-
forritsins „GluggaPúka“!!! Hvernig
í ósköpunum dettur virðulegu tölvu-
fyrirtæki í hug að stafsetja nafnið
á afurðinni með þessum hætti? Og
hvað ætli villubaninn GluggaPúki
segði sjálfur um orðið GluggaPúki?
X x x
OFNOTKUN stóra stafsins, til
dæmis í heitum félaga (Vík-
veiji yrði ekki hissa á að fá bréf
frá Félagi Stafsetningar- og Mál-
fræðikennara) virðist tilkomin
vegna enskra áhrifa, sem víða læða
sér lymskulega inn í íslenzkuna.
Brýn þörf er á að vera á verði gagn-
vart þeim.