Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Reglugerð um lyfjaauglýsingar
Lagabreyting vegna
auglýsinga tafði útgáfu
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðuneytið birti reglugerð um lyfja-
auglýsingar í Stjórnartíðindum 2.
júní og tók reglugerðin þegar gildi.
Einar Magnússon, skrifstofustjóri
lyfjamálaskrifstofu heilbrigðisráðu-
neytisins, segir að reglugerðin taki
við af tilmælum í tengslum við gild-
istöku ákvæða EES-samningsins
1. júlí í fyrra. Hann segir að auglýs-
endur hafi virt mjög vel tilmæli
ráðuneytisins og reglugerðin breyti
í sjálfu sér engu fyrir neytendur.
Reglugerðin er hins vegar mun ítar-
legri en tilmælin.
Einar sagði að ein af ástæðunum
fyrir því að dregist hefði að gefa
reglugerðina út fælist í því að skort
hefði lagaákvæði til að banna lyfja-
auglýsingar í sjónvarpi. EES-samn-
ingurinn gerði ráð fyrir að stjórn-
völd í hveiju landi tækju ákvörðun
um hvort leyfa bæri lyfjaauglýsing-
ar í sjónvarpi eða ekki. Hér á landi
hefði verið ákveðið að fara að dæmi
t.d. Dana og Norðmanna og banna
auglýsingarnar, en því hefði verið
komið á framfæri, m.a. af Sam-
bandi auglýsingastofa, að laga-
breytingu þyrfti til að heimila bann
við auglýsingum í ákveðnum miðii.
Eftir að gengið hefði verið frá laga-
breytingunni siðastliðinn vetur
hefði svo verið hægt að ganga frá
regiugerðinni.
Lausasölulyf auglýst
með skilyrðum
Reglugerðin gerir ráð fyrir að
auglýsa megi og kynna lausasölu-
lyf, þ.e. lyf sem ekki eru lyfseðils-
skyld, fyrir almenningi. Lyfjaaug-
lýsing skal a.m.k. veita upplýsingar
um heiti lyfs ásamt samheiti ef lyf-
ið inniheldur aðeins eitt virkt efni,
heiti virkra innihaldsefna, nauðsyn-
legar upplýsingar fyrir rétta notkun
lyfsins og skýra, auðlæsilega hvatn-
ingu til að lesa vandlega leiðbein-
ingar á fylgiseðli eða ytri umbúðum
lyfsins, eftir því sem við á. Sérstak-
lega er tekið fram að setja eigi lyfja-
auglýsinguna fram með þeim hætti
að ljóst sé að um auglýsingu sé að
ræða og varan sé lyf.
Undir yfirskriftinni „Auglýsingar
sem beint er til heilbrigðisstétta og
dýralækna" kemur fram að auglýsa
megi og kynna lyfseðilsskyld lyf
læknum, tannlæknum, lyfjafræð-
ingum, lyfjatæknum og hjúkrunar-
fræðingum, svo og dýralæknum og
nemum í þessum greinum. Auglýs-
ingin skal vera með þeim hætti að
ekki sé líklegt að hún komi almenn-
ingi fyrir sjónir.
Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit
með lyfjaauglýsingum og getur
bannað birtingu tiltekinnar auglýs-
ingar, bijóti hún í bága við ákvæði
reglugerðarinnar. Lyfjaeftirlitið
getur og krafist þess að auglýsandi
birti leiðréttingar eða viðbótarskýr-
ingar með sama hætti og áður.
Allir vita að það er leikur einn
að grilla lambakjöt. Og
nú færist enn meira fjör
í leikinn því nú getur þú
unnið þér inn glæsilegt
gasgrill í skemmtilegum safnleik.
Safnaðu 3 rauðum miðum sem
finna má á öllum grillkjötspökkum
þátttökuseðli sem fæst í
næstu matvöruverslun.
Þar með ertu með í potti
og átt möguleika á að vinna
glæsilegt Sunbeam gasgrill. Dregið
er tvisvar sinnum, 10 gasgrill í hvort
sinn. f fyrra skiptið
þann 7. júlí og
í seinna
skiptið þann
11. ágúst.
með lambakjöti og sendu í
pósthólf 7300,
127 Reykjavík ásamt
t ' rsS
I * ' ]
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
LIÐ íslands í Norrænu málflutningskeppninni ásamt aðstoðar-
mönum fyrir utan dómhús hæstaréttar í Kaupmannahöfn.
Norræn málflutningskeppni laganema
Islenska liðið
í þriðja sæti
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
TÓLF lið norrænna laganema, þar
á meðal íslenskt lið, tóku um helg-
ina þátt í norrænni málflutnings-
keppni. íslenska liðið lenti í þriðja
sæti, en sænskt lið fór með sigur
af hólmi.
Keppt er í málflutningi um deilu-
efni er varðar mannréttindasátt-
mála Evrópu. Dómaramir eru
hæstaréttardómarar, dómarar við
mannréttindadómstólinn í Strass-
borg og þekktir fræðimenn á sviði
mannréttindalöggjafar. íslensku
dómararnir voru hæstaréttardóm-
ararnir Garðar Gíslason og Guðrún
Erlendsdóttir.
Undanriðlar keppninnar fóru
fram í Eystri landsrétti og úrslitin
í sjálfum Hæstarétti. Uppbygging
málanna er einstaklingur gegn rík-
inu, rétt eins og fyrir mannréttinda-
dómstólnum, en í keppninni heitir
ríkið Kalmarríkið eftir hinu forna
Kalmarsambandi, sem Norðurlönd-
in voru sameinuð undir 1397-1523.
Tekið var fyrir mál er varðaði
launamisrétti kynjanna.
Ólafur Axelsson lögmaður var í
forsvari fyrir íslenska hópnum og
var Gunnar Helgason lögmaður
honum til aðstoðar, en Gunnar hef-
ur verið viðloðandi keppnina þau
ellefu ár, sem hún hefur verið hald-
in.
íslenska liðið var skipað átta
laganemum, þeim Bjarna Bene-
diktssyni, Gísla Tryggvasyni, Guð-
mundi Ragnarssyni, Gunnari Jak-
obssyni, Haraldi Erni Ólafssyni,
Jónasi Þór Guðmundssyni, Jónínu
Lárusdóttur og Ragnari Tómasi
Arnasyni. Liðið naut fræðilegrar
ráðgjafar Bjargar Thorarensen,
Elínar Blöndal, Einars Pájs Taminis
og Erlendar Gíslasonar. Ýmsir lög-
menn og fyrirtæki styrktu ferðina.
Keppt í ellefta skipti.
Keppnin var nú haldin í ellefta
sinn og hefur tvisvar verið haldin
á íslandi, síðast í fyrra. Öll hin lið-
in tengjast háskólum og kennslu
þar í mannréttindamálum, en slík
tengsl eru ekki fyrir hendi í íslenska
liðinu og sögðu íslensku liðsmenn-
irnir að þeir söknuðu stuðnings og
áhuga úr þeirri átt heima fyrir.
íslenska liðið er einnig í sér-
stöðu, þar sem allir tala sitt móður-
mál í keppninni nema íslendingar.
Nýsköpunarsmiðja stofnuð í Tæknigarði
Fj ögur verkefni
verðlaunuð
TÆKNIÞRÓUN hf. hefur stofnað
til verkefnis um sk. nýsköpunar-
smiðju í Tæknigarði HÍ í samvinnu
við Nýsköpunarsmiðju námsmanna
og Útflutningsráð Islands. Fjögur
verkefni hafa verið valin til þátttöku
í nýsköpunarsmiðjunni, og var mið-
að við nýnæmi, markaðsmöguleika,
tæknilega útfærslu, og gagnsemi
fyrir íslenskt atvinnulíf við val á
hugmyndum.
Allár þær umsóknir sem bárust
Nýsköpunarsjóði námsmanna urðu
sjálfkrafa þátttakendur í nýsköpun-
arsmiðjunni, auk þess sem hægt
var að senda hugmyndir sérstak-
lega til keppninnar. Fjöldi umsókna
var um 260 talsins. Hvert þeirra
verkefna sem varð fyrir valinu fær
350 þúsund króna framlag til að
greiða laun við tæknilega útfærslu,
könnun á hagkvæmni og markaðs-
möguleikum. Ráðgjöf verður veitt
við gerð viðskiptaáætlana til nánari
skilgreiningar á viðkomandi hug-
mynd og ýmis aðstaða látin í té.
Fiskur og þrívítt landslag
Þær fjórar hugmyndir sem voru
verðlaunaðar, miða m.a. að því að
búa til forrit sem bæti nýtingu hrá-
efnis við fískvinnslu, teikniforrit til
að hanna einingahús í þrívídd, finna
leið til að koma íslandssögunni á
geisladisk og tölvukort og aðferð
við að búa til þrívíddarmyndir af
landslagi í tölvum.
Dagur B. Eggertsson hjá Ný-
sköpunarsjóði námsmanna segir að
með tilkomu nýsköpunarsmiðjunnar
rætist ákveðinn draumur þeirra sem
hafa starfað að sjóðnum undanfarin
ár, enda skapi hún vettvang til að
styðja við einfaldar en snjallar hug-
myndir.
„Hugvitsmönnum og frumkvöðl-
um í íslensku atvinnulífi er þarna
gefið tækifæri á að koma hugmynd-
um sínum í framleiðslu og á mark-
að og stofna eigið fyrirtæki um
hana eða selja til starfandi fyrir-
tækja, auk aðstöðu og ráðgjafar.
Verkefnin sem við völdum endur-
spegla að mörgu leyti að geyslegur
vaxtabroddur er í tölvuheiminum,
en samt vísa verkefnin inn á ólík
sviði sem tengjast til dæmis fagur-
fræði, sögu, landinu og fiskinum."
í haust mun dómnefnd meta
verkefnin að nýju og gera tillögu
um hvert þeirra fái framhaldsstyrk.
Tækniþróun hf. aðstoðar þá við-
komandi við að koma vörunni í
framleiðslu hjá starfandi fyrirtæki
eða stofna til nýs fyrirtækis um
hugmyndina.