Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 13 FRÉTTIR Norrænir rithandarsérfræðingar funduðu í Reykjavík Rithönd sem rannsóknarefni NÝLEGA var haldin í Reykjavík ráðstefnu norrænna rithandarsér- fræðinga. Rithandarsérfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við rannsókn ýmissa lögreglumála. Þeir sem sérhæfa sig í þessu sér- stæða fagi á Norðurlöndum koma saman á tveggja ára fresti og bera saman bækur sínar. Að þessu sinni tóku - auk full- trúa Norðurlandanna fimm - tveir rithandarsérfræðingar frá Eystra- saltslöndunum þátt í ráðstefnunni, einn frá Eistlandi og annar frá Lettlandi. Samtals voru 15 erlendir sér- fræðingar á ráðstefnunni. Þeirra á meðal var Bretinn Mike Hall, sem er einn af þekktustu rithandarsér- fræðingum heimsins, en hann var fenginn til að halda fyrirlestra yfir norrænum starfsbræðrum sínum. Hann rekur nú einkafyrirtæki sem sérhæfir sig í skjalarannsókn- um en þar til fyrir tveimur árum veitti hann forstöðu skjalarann- sóknastofnun innanríkisráðu- neytisins brezka í Birmingham, sem hefur m.a. með höndum rann- sókn ýmissa lögreglumála. Eini íslendingurinn í hópnum var. Haraldur Arnason hjá tækni- deild Rannsóknarlögreglu ríkisins, en hann er eini íslenzki sérfræð- ingurinn á þessu sviði, sem jafn- framt er í fullu starfi sem slíkur. Hann átti mestan veg og vanda að skipulagningu ráðstefnunnar að þessu sinni. Morgunblaðið/Golli NORRÆNIR rithandarsérfræðingar að aflokinni velheppnaðri ráðstefnu í Rúgbrauðsgerðinni. „Þeir stóru“ farn- ir að slíta og sleppa Fremur dauft er í laxaverstöðvun- um um þessar mundir. Góðu frétt- irnar eru hins vegar þær að árnar eru að verða sjálfum sér líkar á ný eftir síðbúnar vorleysingar og að minnsta kosti sunnan heiða er talsvert af vænni laxinum á ferð- inni. Enn er ógerningur að segja til um gang mála norðan heiða. í gær og fyrradag opnuðu sunn- lensku stórárnar, Sogið, Stóra Laxá í Hreppum og Rangárnar. í Rangánum voru menn að fá’ann, en lítið var um að vera í hinum ánum tveimur. Líf i Haffjarðará „Það eru komnir um 20 laxar á land og við erum ánægðir með það, því áin hefur verið erfið til veiða og álagið auk þess lítið svona fyrstu daganna. Auk þess vitum við að lax er kominnn víða um ána, gallinn er bara sá að hann hefur tekið grannt og margir slopp- ið. Einn var greinilega mjög stór, því hann fór af eftir langa glímu og sleit þá baklínu veiðimannsins,“ sagði Páll G. Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gærdag. 170 úr Norðurá „Það er frekar rólegt í bili, holl- ið er bara með 15 laxa eftir tvo daga. Hollið á undan var hins veg- ar með 44 laxa. Áin er hins vegar að verða afar falleg til veiða og sá lax sem er að veiðast er allur grálú- sugur. Það vekur athygli að lítið veiðist á Eyrinni og Brotinu. Þetta er mest að fást á Stokkhyls- og Hvararhylsbrotum. Það eru komnir 127 laxar af aðalsvæðinu og rúm- lega 40 til viðbótar í Stekknum og á Munaðarnesveiðum," sagði Hall- dór Ásgeirsson kokkur í veiðihús- inu við Norðurá í fyrradag. Tveggja ára fiskur úr sjó er algengastur að sögn Halldórs 8 til 10 pund og þeir stærstu 15 pund. Dauft í Laxá í Leir. Aðeins 19 laxar hafa veiðst í Laxá í Leirársveit síðan 11. júní. Vilborg Helgadóttir í veiðihúsinu sagði eitt og annað hafa valdið veiðimönnum erfiðleikum, svo sem mikið vatn og skolað. Það sem meira máli skipti væri þó að það hefði verið lítið af fiski. Sá fyrsti „stóri“ sloppinn! Á hveiju ári sleppur sá stóri. Þegar upp er staðið eru þeir orðnir margir, þeir stóru sem höfðu bet- ur. Nú hefur fyrsta frásögnin bor- Morgunblaðið/Atli Vigfússon. Veiði gengur enn heldur stirðlega í Laxá í Aðaldal, aðeins rúm- lega 20 laxar komnir á land, allir úr Kistukvísl. Hér eru þeir sem opnuðu ána með fyrstu laxana, f.v. Jón Helgi Vigfússon, Viktor Hlynsson, Halldór Blöndal, Halla B. Björnsdóttir og Jón Helgi Björnsson. ist ofan úr Kjós, þar sem veiðimað- ur setti í „risafisk" eins og Axel Jóhannsson veiðivörður lýsti hon- um, í Kvíslafossi að sunnanverðu. Laxinn tók stóra túpuflugu og er tekist hafði verið á af öllum kröft- um og vel það í rúmar fjörtíu mínút- ur, var vígstaða veiðimanns orðin mjög erfið, laxinn kominn alveg upp að norðurlandinu og þess albú- inn að steypa sér niður með nyrsta brúarstólpanum. Þá á veiðimaður aðeins tvo kosti og eru báðir afarkostir. Sá fyrri er að viðurkenna ósigur, taka í lín- una og slíta, ellegar að hætta lífi og limum við að vaða ána rétt ofan brúar. Freista þess síðan að elta laxinn niður fyrir. Þetta gekk ekki úpp í þetta sinn, átökin voru slík að önglarnir á flugunni réttust upp og. laxinn synti frjáls til félaga sinna. Molar Fyrstu laxarnir veiddust í Ytri Rangá í fyrramorgun er áin var opnuð, tveir laxar 8 og 12 punda fyrir neðan Ægissíðufoss. Bæði þa_r og víðar sú menn fleiri fiska. Á hádegi í gær voru komnir tveir á land til viðbótar. Það veiddust einn- ig nokkrar vænar bleikjur og sjó- birtingar á niðurleið. ^úgardag 1 G’ ^ostij^>4q 20% AFSL. AF BOLUM 30% sf AFSL. AF PEYSUM KRINGLUKASTS TILBOÐ NY SPENNANÐ LEYNITILBOÐ kr. 990 ÞESSA TILB0ÐSDAGA n 95, s. 552-1444 & Krmglunni s. 568-6244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.