Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 17. júní há- tíðarhöldin á Húsavík Húsavík - Hátíðarhöldin 17. júní á Húsavík fóru fram að hefðbundn- um hætti að því undanskildu að kvenþjóðin setti sérstakan svip á hátíðarhöldin með ræðuhöldúm og söng. Messu söng sr. Sighvatur Karls- son kl. 13.30 og kl. 15 var safn- aðst saman í íþróttahöllinni og þar flutti Kolbrún Þorkelsdóttir nýstúd- ent hátíðarræðu dagsins og Elsa Árnadóttir flutti ávarp fjallkonunn- ar. Stúlknakór Húsavíkur skemmti með söng undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur og ungt fólk, stúlkur í meirihluta, fluttu ýmis tónverk og sýndar voru íþróttir. Skátar settu svip sinn á daginn og stóðu heiðursvörð í Höllinni. Um morguninn og síðdegis fóru fram Heklumið- stöð opnuð í Brúarlundi Hellu - Hekluminjasafn hefur verið opnað í félagsheimilinu Brúarlundi í Holta- og Landsveit. Hefur húsið nú fengið nýtt hlutverk en staðar- haldarar vonast með því eftir auk- inni viðkomu ferðamanna í upp- sveitir héraðsins. í Heklumiðstöð- inni verður auk sýningaratriða minjagripa- og kaffisala. A safninu verður á tímakvarða hægt að sjá sögu Heklu síðustu 7 þúsund árin, saga fjallsins er rakin í máli og myndum á stórum spjöldum, boðið er upp á litskyggnusýningu og auk þess verður sýnd 15 mínútná kvik- mynd sem sérstaklega var fram- leidd fyrir safnið. Einnig verða sýndir gamlir munir tengdir fyrstu ferðum til fjalla og sýnishorn af hrauni og vikri úr gossögu Heklu. Heklumiðstöðinni er hleypt af stokkUTium fyrir tilstilli heima- manna, þ.e. Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar á Leirubakka, Engilberts Olgeirssonar, Nefsholti og Jóns Þórðarsonar, Fosshólum. Helstu samstarfsaðilar þeirra við uppsetningu safnsins eru Björn G. Björnsson, Ieikmyndahönnuður, Haukur Jóhannesson, jarðfræðing- ur og Hrönn Kristinsdóttir, kvik- myndagerðarmaður. Heklumiðstöðin er við þjóðveg nr. 26, Landveg, um 20 km frá hringveginum og verður safnið opið alla daga i sumar kl. 10-18. Morgunblaðið/Bernharð Lamb dmkknaði í sundlaug Sólbyrgl, Borgarfirði - Mikil umræða hefur farið fram um lausagöngu búfjár og skoða- namunur verið milli búfjáreigenda og garðyrkjubænda í Reykholtsd- al. Dalurinn er grösugur og bú- sældarlegur, hefðbundnir bændur í minnihluta en garðyrkjubændur margir. Aðsókn búfjár að spildum garð- yrkjubændanna er mikil og oft veldur búféð tjóni. Hjónin á Klöpp voru að heiman eina viku á dögun- um og er þau komu heim á ný var búið að éta allt kál úr garði þeirra. Auk þess vildi ekki betur til en svo að einn sökudólganna lá drukknaður í sundlaug þeirra hjóna þegar að var komið. Ýmsum ráðum hefur verið beitt til þess að stemma stigu við áganginum og hafa sumir piprað í kringum þær jurtir sem þeim eru kærastar en án árangurs. Bæjarstjórn Akraness Gunnar tekur við forystu Akranesi-Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Akraness tók Gunnar Sig- urðsson oddviti sjálfstæðismanna við sem forseti bæjarstjómar af Guðbjarti Hannessyni oddvita al- þýðubandalagsmanna. Gunnar var áður formaður bæjarráðs, og tekur Guðbjartur nú við því embætti. Hér takast þeir félagar í hendur, en við borðið situr bæjarstjórinn, Gísli Gíslason. SLATTUORF ... sem^lá í gegn! Vá . íi ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Armúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070 Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kvennahlaupið á Þórshöfn K VENN AHL AUPIÐ var þreytt hér á Þórshöfn í fyrsta sinn sl. sunnudag og var þátttakan mjög góð. Fimmtíu og fjórar konur á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu sem var skipulagt af hjúkrunarfræðingunum á staðnum og höfðu allir gaman af útivistinni og félagsskapn- um. FJALLKONAN Elsa Árnadóttir flutti ávarp. ýmsar íþróttakeppnir og hátíðinni lauk svo með dansleik í félagsheim- ilinu undir dynjandi tónlist Greif- anna sem nú létu til sín heyra í fyrsta skipti eftir langt hlé. Kynnir dagsins var Guðrún Kristinsdóttir en íþróttafélagið Völsungur sá um skipulag að þessu sinni undir stjórn formannsins Ing- ólfs Freyssonar. Það er orðin föst venja að flytja aðaldagskrá hátíðarhaldanna í húsi og fiytja hana út ef veður býður sérstaklega upp á það. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VIÐ hátíðarhöld í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Egiisstaðir Veður setti strik í hátíðarhöldin Egilsstöðum - Hátíðahöld á Egils- stöðum fóru á annan veg en áætl- að var, vegna veðurs. Til stóð að vígja nýja sundlaug, en heiðurs- gestur samkomunnar, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, komst ekki til Egilsstaða og var því vígslunni frestað. Hátíðadagskrá var flutt í íþróttahús og mætti þar fjöl- menni. Hátíðarræðu flutti Sigur- borg Kr. Hannesdóttir, fjallkona var Margrét Ólöf Sveinsdóttir, kór Egilsstaðakirkju flutti lög og farið var í leiki og þrautir. Mikið vatnsveður var aðfaranótt 17. júní og af þeim sökum var útidagskrá slegin af við íþrótta- völlinn svo og kvöldskemmtun sem átti að vera í Selskógi. Reykjahlíð í Mývatnssveit 100 ára búsetu- afmælis minnst ÆTTARMÓT var haldið í Bamaskól- anum í Reykjahlíð 16. júní sl.. Þess var minnst að 100 ár eru Iiðin frá því hjónin Einar Friðriksson og Guð- rún Jónsdóttir fluttu frá Svartárkoti í Reykjahlíð ásamt 9 börnum sínum og vinnufólki. Alls mættu á þriðja hundrað manns á mótið. Undir borðhaldi há- tíðardagskrár var rakin saga Reykja- hlíðar, upplestur, söngur og leikið á hljóðfæri. Laugardaginn 17. júní var afhjúp- aður minnisvarði á vatnsbakkanum í Reykjahlíð, hann var haganlega hlaðinn úr hraungijóti áfest dökk plata frá Álfasteini, norskt grafít, áletruð: 1995 búsetuafmæli Einars- ættar, innkomin í Reykjahlíð 1895, frá Svartárkoti, hjónin Einar Frið- riksson 55 ára og Guðrún Jónsdóttir 49 ára. Böm, Jón Frímann, 24 ára, Illugi Arinbjörn 22, Guðrún Friðrika 19, Ingólfur ísfeld, 16, Þuríður 12, Sigurður 11, Anna Sigríður 8, María 6, og Jónas 4 ára. Vinnufólk, Björg Júlíana Friðriksdóttir 47 ára, Gerður Jónsdóttir, 12, Guðfinna Þorláksdótt- ir 26 og Sigurður Jónsson 20. Frá minnisvarðanum var haldið í Barnaskólann, þar var snæddur kvöldverður, haldnar ræður, upplest- ur og fleira. Einnig var ættarkynning afkomenda barna Einars og Guðrún- ar. Sunnudaginn 18. júní kl. 11.00 var minningarathöfn í Reykjahlíð- arkirkju. Þar minntist sóknarprest- urinn séra Örn Friðriksson Einars og Guðrúnar, barna þeirra og ætt- ingja. Að lokinni athöfninni sleit Hólmfríður Pétursdóttir ættarmótinu og þakkaði sérstaklega þeim sem aðstoðað höfðu og unnið við móts- haldið. í tilefni þessara tímamóta var gef- ið út niðjatal Einarsættar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.