Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 15

Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 22.JÚNÍ 1995 15 Mikið tjón á Dalvík vegna leysinganna Björgunarlið sogar upp vatn Mesta tjónið í kjallara ráðhússins Dalvík. Morgunblaðið. TJÓN hefur orðið víða á Dalvík sökum leysinganna sem verið hafa í hlýindunum að undanförnu. Grunnvatnsstaða er óvenju há og hefur vatn víða náð að brjóta sér leið inn í húsakjallara í bænum. Mest hefur tjónið orðið á kjallara ráðhúss bæjarins þar sem Bókasafn Dalvíkur og Héraðsskjalasafn eru til húsa svo og geymslur Sparisjóðs Svarfdæla. Vatn inn um kjallaraveggi um kjallaraveggi eða gólf á nokkr- um húsum. Mest hefur tjónið orðið í kjallara ráðhúss en þar er Bókasafn Dalvík- ur og Hérðasskjalasafn Svarfdæla til húsa. Vatn hefur streymt inn um sprungur á gólfplötu og á plötu- skilum. Björgunarlið var ræst út til að soga vatn upp af gólfum og freista þess að þurrka upp. Hefur mannskapurinn staðið sleitulaust í nokkra sólarhringa við þennan starfa. Morgunblaðið/Trausti UNNIÐ hefur verið að því sleitulaust síðustu daga að soga vatn upp af gólfum í Bókasafni Dalvíkur. í hlýviðrinu að undanförnu hafa orðið miklar leysingar eins og víðar um Norðurland. Gríðarlegir vatna- vextir hafa valdið skemmdum á samgöngumannvirkjum og m.a. gróf Brimnesá undan öðrum enda gömlu brúarinnar svo hún brotnaði niður. Jarðvegur er gegnsósa og hafa framræslulagnir við hús ekki haft undan að flytja leysingavatn úr jarðvegi. Vatn hefur því flætt inn Söfnin ekki opnuð á næstunni Á föstudag voru bækur og skjöl safnanna flutt upp á efstu hæð ráðhússins til að forða þeim frá skemmdum af vatni og raka. Ljóst er að ekki verður hægt að opna söfnin á næstunni en vinna þarf að því að endurnýja gólfefni og þurrka upp. Göt voru boruð á gólfplötu kjall- arans nú um helgina og hefur tek- ist að dæla upp vatni úr grunni hússins. Það hefur orðið til að létta á innrennsli. Reikna má þó með að nokkur tími líði enn þar til grunn- vatnsstaðan lækki svo að fram- ræslulagnir hafi undan en enn er mikill snjór í íjöllum og hlýindi framundan samkvæmt veðurspá. Öperutón- leikar Páls og Lenu PÁLL Jóhannesson, tenór og Lena Tivelind, mezzósópran, efna til óperutónleika í Glerárkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. júní kl. 20.30 og annað kvöld koma þau fram í Safnahúsinu á Dalvík einnig kl. 20.30. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskránni eru aríur, óperur, dúettar og ljóð m.a. eftir Grieg, Kaldalóns og Rangström. Þau fluttu þessa sömu efnisská á tónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirði í síðustu viku. Páll er Akureyringur og lærði söng hjá Sigurði Demetz en síðan lá leiðin í Söngskóla Reykjavíkur og þaðan í framhaldsnám á Ítalíu. Hann starfaði í þijú ár sem söng- kennari við Tónlistarskólann á Ak- ureyri en fluttist til Svíþjóðar árið 1989. Þar starfaði hann við Stora Teatern í Gautaborg þar sem hann söng m.a. aðalhlutverkið í Vínar- blóði eftir Johann Strauss sem sýnt var á 176 sýningum um 7 mánaða skeið. Lena lauk söngkennaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Malmö með sérstakri áherslu á barokktónlist auk þess sem hún stundaði nám við Óperuháskólann í Vín og Gauta- borg. Hún hefur víða komið fram, lék m.a. aðalhlutverk í Óperu- draugnum í Oskarsteatern í Stokk- hólmi, en síðustu ár hefur hún starf- að við Konunglegu óperuna í Stokk- hólmi. Hún er á leið til náms og starfa á Italíu. ------» ♦ ♦----- Góð aðsókn að sýningu SÝNINGU á málverkum eftir Hauk Stefánsson lýkur í Listasafninu á Akureyri næstkomandi sunnudag, 25. júní. Aðsókn hefur verið með ágætum og hafa á annað þúsund manns séð sýninguna. Sérstök listaverkabók var gefin út um Hauk Stefánsson í tengslum við sýninguna og er hún einungis til sölu í Listasafninu, á sérstöku kynningarverði út sýningartímann. Listasafnið er opið frá kl. 14.00 til 18.00 alla daga nema mánudaga. Þing norrænna bankalögfræðinga Rætt um bankaþjónustu og Evrópusambandið ÞING norrænna bankalögfræðinga stendur nú yfir á Akureyri, það hófst á þriðjudag og því lýkur í dag, fimmtudag. Þátttakendur á þinginu eru um 180 talsins. Á þinginu er m.a. rætt um banka- þjónustu og stöðu bankakerfisins á Norðurlöndum í ljósi samskipta við Evrópusambandið. Fyrirlesarar eru Jón Sigurðsson aðalbankastjóri Fjárfestingabankans, Olli Hármánmaa, bankastjóri Postbank- en Ab í Helsingfors og Ole Bus Henriksen fyrrverandi aðalfram- kvæmdastjóri í Evropakommission- en. Þá var rætt um samkeppnismál á fjárfestingamarkaði, vernd við- skiptavina á fjármagnsmarkaði, ábyrgð lánveitenda gagnvart við- skiptavinum og fjármagnsflutninga og viðskiptasamninga á milli landa í sérstökum umræðuhópum með fyrirlesurum og stjórnendum úr hópi norrænna bankalögfræðinga. Norrænir bankalögfræðingar hafa í yfir 60 ára staðið fyrir fræðsluráðstefnum annað hvert ár um þau málefni sem efst eru á baugi hveiju sinni á fjármagns- markaði og hafa íslenskir bankalög- fræðingar tekið þátt frá árinu 1977. Ráðstefnan er haldin hér á landi í annað sinn, en í fyrra skiptið var hún í Reykjavík árið 1985. 40 ára MA stúdentar Hjartanlegar þakkir fyrir afmæliskveðju og tryggð við minningu Sigurðar Óskars Jóhannssonar. Brynhildur Kristinsdóttir, Jóhann Sigurðsson. AKUREYRARBÆR, DEILISKIPULAG Furuvellir 17, deiliskipulagstillaga Með vísan til greinar 4.4 og 4.4.1 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar Furuvöllum 17, verslunarlóð Hagkaups. í tillögunni er gert ráð fyrir að sett verði upp bensínafgreiðsla á bílastæði austan verslunarhússins. Skipulagsuppdráttur liggur frammi almenningi til sýnis á skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til íimmtudagsins 20. júlí, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 20. júlí 1995. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna framkvæmdar deiliskipulagsins er bent á að gera við þær athugasemdir innan tilgreinds frests, ella teljast þeir samþykkir skipu- lagstillögunni. Skipulagsstjórí Akureyrar. ikr. 1 skjrlurfráki'.IMI ákr. 4 KRINGLUNNI Á KRI NGLUKASTI SÍMi: 568 9995

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.