Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
1-
r
Farþegaþotu rænt í Japan
Flugfreyju ógnað
með skrúfjárni
Tókýó. Reuter.
BOEING 747 flugvél japanska flug-
félagsins All Nippon Airways
(ANA), með 15 manna áhöfn og
350 farþega innanborðs, var rænt
í innanlandsflugi í Japan í gær.
Vélin var á leið frá Tókýó til Hakod-
ate, syðst á Hokkaido-eyju, og er
það um 90 mínútna flug. Eftir lend-
ingu í Hakodate um klukkan 12.40
í gær (3.40 að íslenskum tíma)
krafðist ræninginn þess að sett yrði
eldsneyti á vélina og henni flogið
aftur til Tókýó, þar sem samninga-
viðræður gætu farið fram. Um
kvöldmatarleytið í gær að ísl. tíma,
í dagrenningu í Japan, réðist jap-
anska lögreglan gegn ræningjanum
og yfirbugaði hann. Enginn lét lífið
en ein kona særðist lítillega.
Flugstjóri vélarinnar, Hironobu
Kiyohara, hafði í gær milligöngu
um samskipti ræningjans og flug-
umsjónarmanna. Ræninginn neitaði
að tala við lögreglu í Hakodate.
Talsmaður samgönguráðuneytisins
sagði að svo virtist sem ræninginn
hefði samverkamenn um borð, en
það hefði ekki fengist staðfest.
Ógnaði með skrúfjárni
Samkvæmt fréttaskeytum í gær
náði ræninginn vélinni á sitt vald
eftir um 50 mínútna flug með því
að ógna flugfreyju með skrúfjámi.
Japanska ríkissjónvarpið, NHK, átti
síðar símtal við flugfreyju um borð
í vélinni, og hafði eftir henni að
ræninginn segðist hafa sprengjur
„og aðrar aðferðir“ til þess að valda
skaða ef kröfum hans yrði ekki
sinnt.
Meðal farþega voru sjö ung börn.
Ræninginn neitaði öllum beiðnum
um að farþegar yrðu látnir lausir.
Flugfreyjan tjáði NHK síðdegis í
gær að gamalt fólk í vélinni hefði
margt verið orðið veikt. Einn and-
aði með aðstoð súrefnisgrímu.
Frameftir degi í gær hermdu
fregnir að ræninginn krefðist þess
að yfirvöld létu lausan Shoko Asa-
hara, leiðtoga dómsdagssöfnuðar-
ins sem ákærður er fyrir taugagas-
árásina í neðanjarðarlestum Tókýó-
FLUGRANIJAPAN
borgar í mars síðastliðnum. Tals-
menn söfnuðarins neituðu hins veg-
ar að kanuast við að ræninginn til-
heyrði söfnuðinum eða væri á hans
snærum. NHK hafði síðan eftir
flugfreyjunni, að ræninginn segðist
aldrei hafa sagt að hann væri með-
limur í söfnuðinum, og hann hefði
heldur ekki krafist þess að Asahara
yrði látinn laus. „Eg geri þá einu
kröfu að flogið verði aftur til
Tókýó,“ hafði flugfreyjan eftir ræn-
ingjanum, sem mun einnig hafa
neitað því að hann hefði komið með
ísnál um borð eins og fullyrt var.
Þolinmæðin á þrotum
Síðdegis í gær sagði ræninginn
þolinmæði sína á þrotum og gaf
frest til að verða mætti við kröfum
hans, en sagðist myndu meiða flug-
freyju ella. En fresturinn rann út
án þess kröfum hans væri sinnt,
og svo virtist sem hann hefði ekki
gert alvöru úr hótunum sínum.
Talsmaður ANA sagði að enginn
matur væri um borð í vélinni og
ræninginn hefði ekki leyft að matur
yrði borinn um borð. Hins vegar
væru tæpir 400 lítrar af drykkjar-
vatni um borð og ætti það að duga
í um níu vatnsglös á mann.
, Reuter
RUSSNESK fjölskylda í bænum Búdennovsk syrgir ættingja, sem lét lífið
í árás tsjetsjenskra skæruliða undir forystu Shamils Basajevs.
Eitrað andrúmsloft í rússnesku borginni Búdennovsk
Gíslar snúa aftur við
fögnuð og svikabrigsl
Búdennovsk. Reuter.
HVER höndin er nú upp á móti ann-
arri meðal íbúa bæjarins Búdennovsk
í Suður-Rússlandi. Ættingjar gísl-
anna, sem tsjetsjenskir skæruliðar
létu lausa á þriðjudag, fögnuðu ák-
aft þegar þeir sneru aftur til bæjar-
ins í gær. Fjöldi annarra íbúa sakaði
hina sjálfviljugu gísla hins vegar um
sviksemi fyrir að sýna málstað skær-
uliðanna samúð.
Um 150 gíslar, sem gáfu sig fram
til að fara með skæruliðunum frá
Búdennovsk til Tsjetsjníju, sneru aft-
ur í fimm langferðabifreiðum og tóku
ættingjar þeirra á móti þeim opnum
örmum og tárvotum kinnum.
Skæruliðamir, undir forystu
Shamíis Basajevs, héldu um þúsund
gíslum í Búdennovsk og tóku með
sér sjálfboðaliða til tryggingar gegn
rússneska hernum á leið sinni til
Tsjetsjníju.
Þrýst á gísla
Þegar gíslamir sneru aftur sýndu
þeir blaðamönnum hvíta miða, sem
rússneskir embættismenn höfðu beð-
ið þá um að undirrita og á stóð: „Ég
geng af 'fúsum og fijálsum vilja í
þennan glæpaflokk og axla ábyrgð
og afleiðingar af þessum gjörðum
mínum."
Margir gíslanna höfðu samúð með
málstað skæruliðanna og svo var
um flesta sjálfboðaliðanna.
„Ég get skilið það, sem þeir
gerðu," sagði Pavel Júbov, miðaldra
læknir, þegar hann sté úr einni lang-
ferðabifreiðanna. „Ég talaði við einn
skæmliða, sem hefur misst alla
nema þrjá úr stórfjölskyldu sinni.
Rússamir eyðilögðu allt, sem hún
átti. Þeir sprengdu hús hennar úr
lofti.“
Fjöldi fólks gerði hróp að læknin-
um. „Og hvað eigum við að gera,“
sagði kona ein. „Það á að refsa þess-
um morðingjum. Þeir myrtu sak-
laust fólk.“
„Svínin myrtu syni okkar og nú
er okkur sagt að það sé okkur að
kenna,“ hrópaði einn. Annar gekk -
enn iengra og sagði: „Þeir ættu að
drepa alla Tsjetsjena, hvern einn og
einasta. Ef ég fengi vopn myndi ég
fara og skjóta þá alla.“
100 manns féllu þegar skærulið-
arnir réðust inn í Búdennovsk, 100
þúsund manna bæ skammt frá
Tsjetsjníju, og hefur árásin staðfest
í huga almennings þá ímynd, sem
rússnesk stjórnvöld hafa dregið upp
af Tsjetsjenum, að þeir séu morð-
ingjar.
I Búdennovsk ganga borgarar nú
um með vopn í hendi og stöðva hvern
þann, sem er dökkur á hörund og
gæti verið Tsjetsjeni. Flestir Tsjetsj-
enar í Búdennovsk eru nú á braut
og þeir fáu, sem eftir eru, halda sig
innan dyra.
Margir bæjarbúa era þeirrar
hyggju að skæruliðarnir hafi notið
aðstoðar innanbæjarmanna þegar
þeir létu til skarar skríða vegna
þess hve vel árásin tókst og hefur
það enn magnað hið lævi blandna
andrúmsloft í Búdennovsk.
Steikar- og grillkrydd
"original". Ekta blanda á
steikina, ekki síst grillað
lamba- og svínakjöt. Laumaðu
líka nokkrum kornum í
kartöflusalatið, grænmetis-
réttina og fars- og kjúklinga-
rétti.
Steikar- og grillkiydd
"barbeque". Bragðmikil
blanda undir áhrifum frá
amerísku cajunmatargerðinni.
Prófaðu hana einu sinni á
hvaða grillkjöt sem er
- og hún verður ómissandi.
Knorr kryddblöndur
Provence krydd
Þessi kryddblanda
gefur þér frábært og
franskt bragð af grillaða
lambakjötinu og kjúkl-
ingunum. Og ekki er
hún síðri á fisk, í paté
og salatsósur.
Pasta- og pizzukiydd
Blandan sem setur
punktinn yfir i-ið í
ítalska matnum,
ómissandi þegar þú
eldar pasta, bakar pizzu
og býrð til salat.
Mexíkóskt krydd
Kröftug kryddblanda á
steikina og grillið.
Prófaðu þig líka áfram
með hana í pott-, pasta-
og kartöflurétti.